Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 24

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 24
24- PÖstúddgur '1 T.M föní' ÍM2 „AMtaf I 1 í ! t í ! I í I i t i t i verið að skora mann á Eins og barn — Hvað var þaö viö „animation”, sem heillaöi þig meira en i venjulegri kvikmyndagerð? „Maður er alltaf eins og barn. 1 hvertskipti, sem maður hefur tekið kvikmynd, er ekkert eins spennandi og að horfa á hana i fyrsta skipti. Eftir þvi sem þú leggur meira á þig við að gera hana, þeim mun spenntari ertu. Þegar þú ert að hreyfa dauða hluti, verðurðu að imynda þér hvernig það kemur út, og þar með er spenningurinn kominn i þetta. A þessu sviði er lika alltaf verið að skora mann á hólm." — Hvernig er háttað undirbúningi fyrir svona myndir? „Það er mismunandi hvernig þetta er gert. Ef við tök- um sem dæmi Grimuballið, sem er önnur Útvegsbanka- myndin, fékk ég bara i hendurnar lag, sem sungið var inn á kassettu. Ég varð að byggja sviðið og útbúa allt frá grunni fyrir þá mynd. Við byrjuðum á þvi að útsetja tón- listina i endanlegu formi og setja hana yfir á tónband með götum, eins og kvikmyndafilma. Ég taldi siðan út taktinn i tónlistinni, til að geta látið dúkkurnar hreyfast i takt við hana.” Dúkkurnar i þeirri mynd eru gerðar af Jóni sjálfum, nema hausarnir, sem teknir eru af sparibauknum með figúrunum Trölla og Trinu. Áður er hann hellti sér alfarið út i kvikmyndagerð, starfaði Jón Axel hjá tölvudeild Isal, þar sem hann lærði forritun og hrafl i kerfisfræði, og segir hann, að sú kunn- átta hafi hjálpað sér mikið við skipulagningu myndanna. Strengstígvél Vinna við „animation” kvikmyndagerð er mikil þolin- mæðisvinna og segir Jón Axel, að það geti tekið hann tiu tima að vinna þau atriði, sem aðeins tekur nokkrar sek- úndur I sýningu. Hann var t.d. tvo mánuði að vinna mynd- ina Veiðiferðina fyrir Útvegsbankann, en sú mynd er tæp minúta að lengd. Hann er þvi spurður hvort ekki komi upp mörg vandamál við svona vinnu, og hver séu þau helstu. „Vandamálin eru mýmörg”, segir hann. „Vandamálin hjá mér, sem öll eru að leysast, eru i fyrsta lagi, að ég hef ekki sérstaka „animation” vél i þessu, en það stendur til bóta. Annað vandamál eru ljósin. Maður þarf að hafa gif- urlega mikil ljós logandi i langan tima, og perurnar eru ekki gerðar til að loga svona lengi. Vandamál númer þrjú, má segja að sé timinn. Þessi vinna tekur gifurlegan tima og maður má helst ekki stoppa. Þegar maður fer i töku, veit maður, að maður á fyrir höndum 4-5 tima þrotlausa vinnu, og minnsta truflun þýðir, að maður verður að byrja upp á nýtt.” Jón segir, að það verði alltaf að hafa það hugfast við undirbúning svona mynda, að einfaldasta lausnin sé alltaf sú besta. Hann nefnir sem dæmi auglýsingamyndina fyrir Nokia stigvél. Þar var honum feMinn i hendur stafli af stigvélum og átti hann að láta þaumreyfast. Eftir nokkurt þóf, datt hann niður á þá lausn, að stjórna þeim eins og strengbrúðum. „Ég batt finan þráð i þau og æfðimig i 4-5tima i stofunni i að láta þau ganga, og fékk siðan alla fjölskylduna til að hjálpa mér að taka myndina.” Stór teiknimynd En Jón Axel hefur ekki eingöngu gert „animation” myndir fyrir auglýsendur, heldur hefur hann verið að dunda við slikt fyrir sjálfan sig. „Arið 1972 gerði ég mynd með kubbum, sem heitir Landneminn. Þar fór ég út i hálfgert abstrakt, þar sem formið á kubbunum og hreyfingarnar segja til um hvers konar karakter er um að ræða, hvort það er karl eða kona, ung manneskja eða gömul, hundur eða hestur.” Sjónvarpsáhorfendur kannast eflaust margir við osta- kallinn, sem auglýsir hollustu osts. Sá kall er gerður úr leir, og var það i fyrsta skipti, sem Jón notaði slikt efni. „Ég varð svo hrifinn af þvi hvað hægt var að gera mikið úr leirnum, að ég ákvað að búa til mynd, sem nú er tilbúin með hljóði, og það er veriðað semja tónlist við hana.” Mynd þessi heitir Hendur, og eins og nafnið gefur til kynna, eru aðalfigúrurnar hendur. Þegar Jón er spurður um áform hans á sviði „animati- on” kvikmynda, segir hann, að hann langi til að safna saman góðum hóp af teiknurum og gera teiknimynd. „Ég hef kennt öðru hvoru i Myndlista- og handiðaskól- anum og þar eru til mjög góðir teiknarar og fólk, sem hef- ur áhuga á þessu sviði, og það þarf i flestum tilfellum litið að ýta undir þetta fólk. Ég var meö auglýsingadeildina i fyrra, og þá teiknaði hver nemandi nokkrar sekúndur, sem við filmuöum og það kom vel út. Ég hef verið að vinna einn við þetta, en það er ekki á minu færi að gera lengri verkefni einn.” hólmT> segir Jón Axel Egilsson kvik- myndagerðarmaður um starf sitt við animation myndir íslenskar auglýsingakvikmyndir fyrir sjónvarp hafa tekið stórt stökk fram á við á undanförnum árum. Er nú svo komið, að fjölbreytni þeirra og gæði standast fylli- lega samanburð við það, sem gerist er- lendis á þvi sviði. Svokallaðar „animer- aöar” myndir sjást æ oftar á skjánum, og hefur einn islenskur auglýsingagerðar- maður svo til eingöngu helgað sig slikum myndum. Hann heitir Jón Axel Egilsson og þær mynda hans, sem sjónvarpsáhorf- endur þekkja sjálfsagt hvað best, eru tvær nýlegar myndir fyrir Útvegsbankann, Grimuballið og Veiðiferðin. Jón Axel hefur nýlega lokið gerð auglýsinga- myndar fyrir Helgarpóstinn sem sýna átti um þessa helgi, en útvarpsráð stöðvaði birtingu á, eins og nánar er fjallað um i innlendri yfirsýn. Okkur þótti þvi tilvalið að ræða stuttlega við Jón Axel um ,,ani- mation” kvikmyndagerð, og er hann fyrst spurður hvað það fyrirbæri sé. „Mér finnst erfitt að þýöa orðið sjálft, „animation”. Eini maðurinn, sem hefur gert tilraun til þess, er Þrándur Thoroddsen, og kallaði hann þetta „lifgunartækni”. „Animation” byggist á þvi, að þú notar einhvern hlut, eða brúðu,og tekur einn ramma á kvikmyndatökuvélina. Siðan hreyfirðu hlutinn og tekur annan ramma. Þegar þetta er sýnt sem kvikmynd, virðist hluturinn hreyfast. Þess vegna vil ég hreinlega kalla þetta hreyfimyndir, samanber að kvikmyndin var fyrst kölluð lifandi mynd. A siðasta ári kom hingað ameriskur prófessor i „ani- mation”, Gene Coe. Hann hélt námskeiö og þar var þetta kallað grafisk kvikmyndagerð. En mér finnst orðið grafik ekki ná nema yfir það, sem er teiknað. Þarna er um meira en teiknun að ræða.” — Hvar og hvenær kom þessi tegund kvikmyndagerðar fyrst fram? „Það má segja, aðfyrstu tilraunir til aö gera kvikmynd- ir hafi byggst á þessari tækni, að teikna eða taka eina og eina mynd og sýna siðan i samhengi. Eftir að filman var fullmótuð má segja að franski kvikmyndagerðarmaður- inn Méliés sé forfaðir þessarar tækni. Hann var að taka mynd af umferð fyrir framan óperuna i Paris árið 1896, þegar bilun varð i tökuvélinni. Hann hreyfði vélina ekki úr stað, og þegar búið var aö gera viö hana, hélt hann áfram að mynda. Þegar hann svo sá myndina, breyttist strætis- vagn i hestvagn. Þar með var hann búinn að fá að vita allt, sem hann þurfti. Hann fann upp á að taka tvisvar ofan i sömu filmuna og búa til draug, og hann byrjaði á að nota maska eins og við köllumjjað.” Til að skýra maska, má geta þess, að einföld tegund af maska er t.d. að sett er fyrir helming linsunnar og tekið. Filman er siöan undin til baka og tekið á þann hluta film- unnar, sem áður var hulinn. Þannig er t.d. hægt að láta mann tala við sjálfan sig. Jón Axel heldur áfram, og segir, aö Méliés hafi einnig fundið upp það, sem kallað er fade, þar sem myndin annað hvort dökknar niður, eða lýsist upp. Hann var lika upp- hafsmaður mixins, þar sem tvær myndir renna saman, og hraðrar og hægrar hreyfingar. Arfurinn „Það sem ég er að gera i dag, er tæplega hundrað ára tækni”, segir Jón Axel. Jón segir okkur, að hann hafi byrjað mjög ungur að taka ljósmyndir. Móðurafi hans Jón J. Dahlmann var ljós- myndari og þaðan erfði hann bakteriuna. „Ég keypti mér kvikmyndatökuvél mjög snemma, og á hana var hægt að taka eina og eina mynd, svo ég byrjaði að æfa mig. Ég átti bangsa, sem ég lét standa uppi á stól, renna sér siðan niður á gólf og fara að lesa bók. Þá sá maður, að möguleikarnir voru ótæmandi. Ari eftir að Sjónvarpiö byrjaði, fór ég aö taka auglýs- ingamyndir fyrir sjónvarp. Texta auglýsinganna var þá venjulega skeytt aftan við, en mér fannst það vera frekar billega sloppið að gera það þannig. Ég byrjaði þvi að taka textann ofan i filmuna. Þegar þaö dæmi gekk upp, byrjaði maður að athuga aðra möguleika, eins og aö láta textann skrifast upp. A þessum árum, 1968-9,tók ég einnig fyrstu teiknimynd- ina mina og hana teiknaöi Ragnar Lár. Hún var mjög ein- föld, en siðan hefur þetta þróast áfram og hvað rekið ann- að.” ! I i

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.