Helgarpósturinn - 11.06.1982, Síða 25

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Síða 25
gBrinrírt)-i Föstudagur ;11..■ júnM982 Jón Axel útbýr dúkkurnar i Veiðiferöina, auglýsingamynd fyrir Ctvegsbankann. A stóru myndinni eru dúkkurnar fulimótaðar og komnár á sinn stað. 1 Cr lcirmynd Jóns Axels, Ilendur, þar sem hendurnar breyta risa i mjólkurkú. 2 S'' TIL AFGREIÐSLU- STÚLKNA I TÓBAKSBtiÐUM.... Eg þekki mann sem segist aðeins „lifa”, eins og hann orðar það, einu sinni á ári. Það er þegar hann getur skotist til Parisar, dvalið þar i tvær vikur og dansað tangó siðdegis. Það er satt. Hann fer út af hótelinu um tvöleytið, fer á tiltekið veitingahús og dansar þar tangó fram til f jögur eða fimm. Þegar hann er orðinn leiður á dansinum, eða réttar sagt þreyttur, fer hann og sest á gangstéttarkaffihús og drekkur pastis þangað til þeir loka. Tangó og pastis i tvær vikur. Hinar fimmtiu vikurnar er hann í Reykjavikog lætur sighlakka til tangósins næsta ár. Ég þekki lika mann sem býr i Paris. Sá maður hefur aldrei dansað tangó á ævinni. Og honum finnst pastis vont. En um páskana á hverju ári tekur hann bilinn sinn og ekur til Noregs. Þegar þangað kemur, leigir hann sér fjallakofa á af- viknum stað. Siðansitur hann lokaður inni i kofanum, lifir á hreindýrapylsu og bjór og nýtur kyrrðarinnar. Hann stigur ekki á skiði, né held- ur kemur honum til hugar að reyna á likamann með öðru móti. Hann borðar pylsur, drekkur þetta ágæta norska öl og les reyf- ara. Ég þekki einn til. Sá fer árlega héðan frá Islandi til Spánar. Ekki til aðliggja i sól eða hvilast. Nei. Hann ferðast hundruð eða þúsundir kilómetra um Spán með það eitt að markmiði að sjá nautaat. Hann veit ekkert eins stórkostlegt og nautaat. A hverju ári ver hann einum mánuði i' að eltast við spænsku beljurnar, og hina mánuðina ellefu lætur hann sig dreyma um mánuðinn næsta ár. Og þegar sólin er komin hátt á loft noröur hér, rýkur hann af stað. Ég get nefnt einn enn. Sá býr nyrst i Skandinaviu, stór og sterkur á miðjum aldri og vinnur myrkranna á milli. A vetrin merkir þaö i raun að vinna allan sólarhringinn, þvi nyrst i Skandinaviu skin aldrei sól yfir vetrarmánuðina. Þessi maður veit ekkert eins skemmtilegt og skjóta upp koll- inum á fáförnum stöðum, svo sem þýsku sveitaþorpi, smábæ i Frakklandi ellegar litilli eyju i Eyjahafinu og slóra þar nokkrar vikur. En dvölin verður honum litils virði, ef honum tekst ekki að gilja afgreiðslustúlku i tóbaksbúð. Hún verður að vera afgreiðslustúlka i tóbaksbúð. Allt annað er aukaatriði og skiplir hann engu. Mér verður oft hugsað til þessara heiðursmanna, og reyndar fleiri grinista sem ég þekki. Það er þó helst þegar ég reyni að kryfja sjálfan mig til að komast eftir þvi, hvað það er sem mér finnst allra skemmtilegast að gera. Ef mér gæfist kostur á að fara hvert á land sem er, dvelja ein- hvers staðar i tvær vikur, myndi ég kannski velja Timbuktú. Ég veit þaðekki. Kannski myndi ég njóta min betur á Kópaskeri eöa i Dallas i Texas eða Hellu á Rangárvöllum. Kannski er mér fyrir bestu að sitja þar sem ég er og skrifa póstkort til þessa i Paris, þessa sem ætlar til Noregs um næstu páska og þessa sem nú er á leiöinni á nautaat. Sennilega finnst mér skemmtilegast að sitja i næði og skrifa svona bull. En áður en ég slæ hér botn: Þetta er aðvörun til allra stúlkna sem vinna i-tóbaksverslunum, þvi þessi stóri úr nyrstu Skandin- aviu hefur boðað komu sina til Islands.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.