Helgarpósturinn - 13.08.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Blaðsíða 17
-IpJafiLf! ,rjnn Föstudagur 13. ágúst 1982 17 wettvanniir Högni <r ■ Oskarsson læknir: gera tilraun til að leiðrétta það, sem missagt er i fyrirsögninni. í fyrsta lagi er hér ekki um að ræða verk tveggja geðlækna, þar sem Gisli H. Guðjónsson er sálfræð- ingur en ekki læknir. En sú villa skiptir engu máli, enda er Gisli manna fróðastur um réttarsál- fræði og réttargeðlækningar. t öðru lagi er það ekki rétt, að hér sé um að ræða niðurstöður „merkra rannsókna” þeirra tvi- menninga, þaö eru lögreglu- skýrslur, sem sýna fram á fjölgun manndrápa á siðasta áratug. Og i þriðja lagi er undirfyrirsögnin villandi eins og hún er sett upp. Verður þetta útlistað nánar hér á eftir. Atburðarásin Eftir að hafa dregið að sér athygli lesenda með ofanlýstri dramatik og innrætingu, þá gerir blaðamaðurinn tilraun til að sögn, ef það verður til þess að blaðið seljist betur? Jú, þaö er víst ekkert, sem bannar honum það, enda virðist „sósial- realismi” Helgarpóstsins oft grundvallaður á smásögum úr innviðum „keriisins” og jakaleg- um tilburðum islenskra ,,at- hafnamanna”. Ekki verður þó hjá þvi komist að kanna örlitið uppistöðu grein- arinnar. Rannsókn Hannesar og Gisla byggir á dómsskýrslum og gögnum lögreglunnar um öll morðmál á þessari öld. Er þar bæði stuðzt við geðrannsóknir fagmanna á morðingjum og svo vettvangsathuganir lögreglu- manna. Draga þeir fram ákveðn- ar tilhneigingar (trends) i þróun hérlendra morðmála og bera saman við nokkrar erlendar rannsóknir. Ekki gera þeir verulega tilraun tilaðskoða þessi mál i viöara félagsiegu ræmingu á vinnubrögðum þeirra, og á þessu timabili haía fariö fram margar endurskoðanir á hinu alþjóðlega sjúkdómsflokk- unarkerfi. Er þvi alls ekki vist að sama sjúkdómsheitiö hai'i sömu þýðingu i hverju tilfellana. En það er kannski ekkert aðalatriöi. Það sem skiptir kannski mestu máli og er liklega helst til þess falliðaö leiða til rangra ályktana, er notkun blaöamanns á prósentutölum. Virðist hann, eins og reyndar margir aðrir, setja samasemmerki milli prósentu- talna og visindalegs gildis. Prósentutölurnar um geðræn vandamál moröingjanna hafa ekkertsjálfstætt gildi. Það vantar t.d. allar samanburöartölur um tiðni geðrænna vandamála hjá samtimamönnum morðingjanna, og það vantar allar upplýsingar um það, hve stór hluti morðingj- arnir eru af þeim hópi, sem hafa Morðið í Helgarpóstinum t byrjun sumars var framiö morð hér á siðum blaðsins, lik- lega að óyfirlögðu ráði. Litið hef- ur verið fjallað um þetta opinber- lega og ekki hefur komið til máls- höfðunar, enda fáum annt um fórnariömbin. En þar eð ég tel þetta mál draga nokkurn dilk á eftir sér og sérlega vel til þess fallið að auka á fordóma i garö geðsjúkra, þá þykir mér rétt að fara nokkrum orðuin um þetta. Vettvangurinn Vettvangurinn var forsiða og heilopnugrein i Helgarpóstinum þ. 4. júni sl. Fylgdu með ljós- myndir af 'manni, sem var að drepa annan. Þó er rétt að taka fram að þessar myndir voru svið- settar á hinn dramatiskasta hátt með búrhnif, tómatsósu og öðru tilheyrandi, en svona dramatik ku auka söluna. Yfirskrift grein- arinnar gaf til kynna að þar yrði fjallað um ógnvænlega fjölgun manndrápa hér á landi siðasta áratuginn og gaf jafníramt i skyn, að þetta væri niðurstaða rannsóknarvinnu tveggja is- lenzkra geðlækna. Og i undiríyr- irsögn var bent á, að mikill meiri- hluti morðingja hérlendis eigi við geðræn vandamál að striða. En með þessu var væntanlegum les- anda innrætt ákveðið hugarlar þegar i upphafi. Áður en f jallaö verður um inni- hald greinarinnar, þá ætla ég að styðja staðhæfingar sinar, sem hann setur fram i fyrirsögn. Það fyrsta, sem maður rekur augun i, er að litið samhengi er milli fyrir- sagnar og innihalds greinarinnar. Meginuppistaðan er tilvitnun i grein eða greinar, sem Hannes Péturssonog Gisli H. Guðjónsson hafa birt og sem íjalla um ýmsa þætti réttargeöheilbrigðismála hér á landi. Eru það ekki nema siðustu dálksentimetrarnir, sem tengjast aðalfyrirsögninni og er þá vítnað i fógetafulltrúa i Reykjavik. Það næsta sem vekur athygli manns, er hve hrá og ómelt endursögn blaöamanns er á grein Hannesar og Péturs. Er frásögnin byggð á „anekdótum” sem væri svo sem allt i lagi, ef um væri að ræða lýsingu á atburöi eða skáld- sögu. En þar sem blaðamaöur margtekur fram, að hér séu „vis- indi” á ferðinni, þá verður maður að gera þá kröfu til hans, að hann viti, hvað hann sé með i höndun- um og aðhann geri sér grein fyrir þeim takmörkunum, sem efnistök fela i sér. En þessu er ekki til að dreifa i þessari grein, heldur dregur blaðamaöur ályktanir af niðurstöðum þeirra félaga án þess að lita á þær i viðara sam- hengi. Athugun En hvað með þetta? Er ekki blaðamanninum frjálst að skrifa lélega grein með æsifregnafyrir- Athugasemd blaðamanns Voru þaö ekki Rússar, sem skömmuðu Albani þegar þeir voru reiðir út í Kínverja? Eða var það öfugt? Það skiptir raunar ekki máli hver skammaði hvern í þá daga frekar en nú, í rauninni var og er verið að skamma einhvern annan. Það er það eina rökrétta, sem mér hefur tekist að fá út úr bréfi Högna Óskarssonar. Bréf hans kemur þó ekki á óvart - ýmsir sérfræðingar og starfsbræður Högna, auk annars kunnáttufólks um þessi málefni, sem haft hefur samband við mig og þakkað innlegg í mikilvæga um- ræðu, hefur varað mig við „hjá- róma“ röddum, er ættu vafalaust einnig eftir að heyrast. Nú hef- ur það gerst. Ég elti ekki ólar við stóryrði hans og dylgjur í minn garð en tel þó rétt að taka fram, að vitaskuld er hreinn misskilningur að ég hafi dregið einhverjar stórkostlegar ál- yktanir af greinum þeirra Hannes- ar Péturssonar og Gísla H. Guð- jónssonar. Og ég vísa til föðurhús- anna þeirri fullyrðingu Högna Óskarssonar, að „innræting“ greinarinnar í HP 4. júní sl. hafi verið sú að „úr því að flestir mor- ðingjar hafi geðræna sjúkdómsgreiningu, þá hljóti að mega rekja stóraukningu morða til þeirra, sem hafa geðræn vandamál. Eða í stuttu máli, allar manneskjur . 0 ógnvænleg f jötgun siðasta áratuginn samhengi, enda liklega irekar á færi sérfræðinga i öðrum fræöi- greinum. Rannsókn þeirra hef- ur nú fyrst og fremst sögulegt gildi, enda er aðferöafræöin um margt ófullkomin. Ber þar fyrst að nefna sjúkdómsgreiningar, sem þeir byggja niðurstöður sin- ar á. Þær eru alls ekki staðlaðar, enda framkvæmdar á 79 árum (að visu flestar eftir 1940). Það eru ekki alltaf sömu sérfræðing- ar, sem gera rannsóknirnar, ekk- ert er vitað um innbyröis sam- sömusjúkdómsgreinmgu á hverj- um tima. Auk þess er engin úttekt á innra orsakasamhengi morð- anna, né heldur er íjallaö um hvaða áhrif þær stóru breytingar, sem hafa orðiö á islenzku þjóðfé- lagi á þessari öld, hafa halt á hegðun einstaklinga. Og svo mætti lengi telja. Þetta er alls ekki gagnrýni á vinnu þeirra lélaga, Hannesar og Gisla. Þeir hala unniö úr þeim efnivið, sem lyrir lá, og geíur sú vinna ekki tilelni til blaöagreina i asifréttastil um geðheilsu is- lenzki'a morðingja. Gagnrýni min beinist fyrst og fremst að þeirri innrætingu, sem greinin hefur i för með sér, en hún er á þá lund að úr þvi að ílestir morðingjar hafi geðræna sjúkdómsgreiningu, þá hljóti aö mega rekja stóraukn- ingu morða til þeirra, sem hafa geðræn vandamál. Eða I stuttu máli, allar mann- eskjur með geðræn vandamál eru stórhættulegar. Lokaorö Morðmál þetta er allt hið furðu- legasta. Vetlvangurinn er þekkt- ur svo og atburöarásin, en hver erusvo fórnarlömbin? Það er ekki eins ljóst, en að mati undirritaös eru þau liklega tvö. Annars vegar var enn einu sinni vegið að góðri blaða- mennskuog þar meö eyðilagt gott tækifæri til að koma með vitrænt innlegg i umræðuna um málefni geðsjúkra afbrotamanna. Hins vegar var gerð atlaga að starfi þeirra, sem vinna aö þvi að eyða f ordómum i garö þeirra fjöl- mörgu, sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála. Að athuguöu máli er liklega fulldjúpl tekið i árina, eins og gert var i upphaíi, þegar talaö var um morð á siöum blaösins. öll likindi benda til, að fórnariömbin hress- ist á nýjan leik,enda eru þau bæði ýmsu vön. Réttara væri að segja, að stilvopn i ð hali snúist i höndum blaðamanns al einskærum klaufaskap, og að það hafi f.o.f. verið orðstir hans sem blaöa- manns, sem hafi hlotið smáskurf- ur. Og nær hann sér væntanlega lika. með geðræn vandamál eru stór- hættulegar.“ A undanförnum mánuðum hef- ur verið gerð tilraun í íslenskum fjölmiðlum til að vekja umræðu um þetta mikilvæga málefni. Mér, og vafalaust fleiri,þykir verra ef draga á þá umræðu niður á ómerkilegt plan. Ómar Valdimarsson blaðamaður HUMAN LEAGUE .. . »U»(orm>4 ‘ « • ( é-i?* Þrostur Ólafsson „t.íunþi'itatueyrKisln ; SONGUARD Bylting í gerð þj ófavamarkerfa Songuard þjófavarnarkerfið virkar eins og sónargeislar sem leita uppi kafbáta. Songuard þjófavarnarkerfið hefur hlotið viðurkenningu í Bretlandi fyrir: 1. Góða hönnun 2. Auðvelt í notkun og viðhaldi 4. Ódýrt miðað við gæði. En helsti eiginleiki Songuard er að, ef tækið bilar þá leitar það sjálfkrafa upp bilunina fyrir eigandann svo að lagfæring geti farið fram samstundis. %) Radíóstofan hf. Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.