Helgarpósturinn - 13.08.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Blaðsíða 9
Heitt og þungt i gamla gufubaöinu á Laugarvatni: Vinirnir og verkfræðingarnir Benjamín Eiríksson (Benedikt Arnason) og Siguröur Páisson — Þorvaidur S. Þorvaldsson arkitekt sem kunnur er frekar af teikningum sínum af t.d. Þjóöarbókhlöðunni og stöövarhúsinu viö Kröflu en leiklist. ,,Heitur og þungur" fyrir Hrafn og fleiri Hún ber langt nafn nýja kvikmyndin hans Hrafns Gunn- laugssonar: OKKAR Á MILLI í hita og þunga dagsins. Ekki langt nafn, segir höfundur, ef miðað er við hve lengi hún hefur verið í vinnslu. Annars hefur verið fremur hljótt um OKKAR Á MILLI þar til nú allra síðustu daga fyrir frumssýningu. Fýrst fréttist að upptökur væru í gangi fyrir nær einu og hálfu ári, á sumardaginn fyrsta, þegar sett var á svið móttaka í Ráðherrabústaðn um, þar sem Hjörleifur Gutt- ormsson lék sjálfan sig, þ.e. iðna- ðarráðherra. Senan var töluvert fyrirferðarmikil, því samkvæmt handriti áttu Útvarp, blöð og Sjón- varp að vera mætt á staðinn, því hér fór fram móttaka á vegum Há- skóla Sameinuðu þjóðanna, og gestirnir voru komnir alla leið frá Kína. Þá höfðu upptökur í rauninni verið hafnar nokkrum mánuðum fyrr, eða í marz, og voru þær senur teknar í gufubaðinu gamla á Laugarvatni og víðar á því svæði. Ekkert fékkst þá upp úr höfundi myndarinnar, um efni hennar, og fréttist ekkert frekar af gerð henn- ar fyrr en öll þjóðin hrökk upp við það að Geysir var farinn að gjósa, og ástæðan sögð að hverinn vildi ólmur og uppvægur leika í OKK- AR Á MILLI. Afleiðingar þessa goss urðu þær að myndin komst skyndilega á allra varir, eftir að Geysisnefnd gaus með ekki minni krafti en hverinn frægi. Allt þetta mái út af kvikmyndatökunni við Geysi varð í rauninni eitt spaugi- legasta skammdegismál liðins vetrar, og gekk svo langt að Birgir Thorlacius Iýsti því yfir í Mogga- num að' hér væri um „Heimshneyksli" að ræða og kærði Menntamálaráðuneyti þá feðga á Geysi, Sigurð og Þóri, sem höfðu aðstoðað Hrafn við að fá hverinn til að leika. Afleiðingar þessa máls virðast hins vegar ætla að verða öllum til góða, því nú er hægt að sjá Geysisgos um hverja helgi og jafn- vel panta það prívat, svo þetta nátt- úruundur er ekki lengur goðsagan ein, heldur lifir. Það sem vekur kannski hvað mesta forvitni úr fjarlægð, þegar litið er yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um Okkar á milli eru leikararnir og val þeirra. í að- alhlutverkunum er aðeins einn Leikari, með stóru elii og er þá átt við mann úr Leikarafélaginu, en það er Benedikt Árnason leik- stjóri. Raunar hefur Hrafn jafnan farið eigin leiðir í leikaravali og nægir þar að benda á Svein M. Eiðss., kaupmanninn í Oðali feðr- anna, Egil Ólafsson í hlutverki Feilans í Silfurtunglinu og Björgu Jónsdóttur dansara í að- alhlutverkinu í Vandarhöggi. Ben- edikt Árnason hefur gert lítið af því að leika, en er hins vegar sá leik- stjóri, sem sett hefur hvað flestar sýningar á svið í Þjóðleikhúsinu gegnum árin. Benedikt er því miklu reyndari sem leikstjóri en leikari og hefur í rauninni ekki leikið neitt í áratugi nema smáhlut verk, ef frá er talið hlutverk hans í kvikmyndinni VANDARHÖGG eftir Jökul Jakobsson heitinn, sem Hrafn leikstýrði. Trúlega er Bene- dikt flestum sem sáu myndina mjög eftirminnilegur í hlutverki ljósmyndarans og sýndi þar að hann býr yfir þessum hæfileikum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þesu nýja samstarfi þeirra Hrafns, Konu Benedikts leikur Andrea Oddsteinsdóttir sem rak á sínum tíma tískuskóla Andreu, en börn þeirra hjóna leika Margrét Gunnlaugsdóttir sem varð stúdent frá HM nú nýlega, og júlíus Hjör- leifsson sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla fslands á síðasta ári. Ekki vitum við til að Andrea hafi leikið opinberlega, alla vega ekki síðustu áratugi, og þótt Júlíus sé útskrifaður úr Leiklistarskól- anum er hann næsta óþekktur enn- þá, ef frá eru skilin minmháttar hlutverk á sviði frá því hann út- skrifaðist. Hins vegar segja þeir sem sáu sýningu MH, þar sem Mar- grét lék undir leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar að þar hafi greini- lega verið mikið leikaraefni á ferð. Það leikaraval sem vekur þó enn meiri forvitni, er val á þeim tveimur mönnum sem Benedikt umgengst mest í vinnunni, en þá /leika Valgarður Guðjónsson söngv ari Fræbbblanna með meiru, og Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt, sá er teiknaði m.a. Þjóðarbókhlöð- una og stöðvarhúsið við Kröflu. Hvorugur þessara manna hefur komið nálægt leiklist áður svo vitað sé, en svo langt sem við vitum er hér um nokkuð stór hlutverk að ræða. Hvort Hrafni tekst að láta þá skapa trúverðuga karaktera í þess- ari mynd verður spennandi að sjá, og munu ýmsir í leikarastétt kunna honum litlar þakkir fyrir uppátæki sem þessi. Enn eru það tveir leikarar sem vekja forvitni, en það eru þær Mar- ía Ellingsen og Sirrý Geirs. María er kornung menntaskólastúlka og mun meðal annars leika „stórar flóknar ástarsenur" svo vitnað sé í orð leikstjórans, þegar við spurð- um hann um Maríu. Sirrý Geirs munu flestir þekkja, en hún gerði garðinn frægan í eina tíð með þátttöku í fegurðarsamkeppnum um víða veröid, og kom á þeim tíma töluvert nálægt kvikmynda- leik og sjónvarpi, en hefur ekki snert slíkt síðasta áratuginn. Allir þessir einstaklingar sem leika aðalhlutverk myndarinnar vekja óhjákvæmilega mikla for- vitni, og þá ekki síður að Hrafn teflir hér einnig fram alveg nýju fólki á sviði kvikmyndagerðarinnar sjálfrar. Kvikmyndatökumaðurinn heitir Karl Óskarsson og hefur ekki fengist við leiknar myndir áður, en hefur hins vegar vakið athygli fyrir óvenju frumlegar og vel gerðar sjónvarpsauglýsingar og má þar nefna AKÁI auglýsinguna, auglýsinguna fyrir Blondie og nú síðast Moggann. Hvernig Karl reynist sem kvikmyndatökumaður í leikinni mynd, er ekkert hægt að fullyrða um, því hér er um svo gerólík form að ræða. Karl hafði hins vegar sér til aðstoðar þrautreyndan mann, þar sem Jón Axel Egilsson er, en Jón var m.a. aðstoðarmaður Sigurðar Sverris í Útlaganum, auk þess sem hann er nú kvikmynda- og myndbandarýn- ir Helgarpóstsins. Og þá er það kannski sá einstak- lingur sem hvað mestar vonir eru bundnar við, en það er Gunnar ' Smári Helgason hljóðmaður. Vit- að er að Hrafn hefur verið mjög ánægður með vinnubrögð Gunnars og haft mörg orð um ágæti hans. Gunnar er sjálfmenntaður, vann lengi sem upptökustjóri í Hljóðrita og þótti þá bera af öðrum, en hvort hann ræður við að búa til pottþétt hljóð í íslenska kvikmynd, — en hljóðið hefur til þessa verið þeirra veikasta hlið hvað tækni snertir, — getur árangurinn einn borið vitni um. OKKAR Á MILLI mun tiltölu- lega ódýr, ef miðað er við myndir á borð við Punktinn og Útlagann, en kostnaður við myndina mun rúmar 300 milljónir gamlar í dag, eða 3 milljónir nýjar, sem er svipað og Óðal feðranna og Land og svnir kostuðu á sínum tíma. Ástæða þess að Hrafni hefur tekst að halda kostnaði niðri segir hann þá ,,að hann hafi aldrei haft fleiri menn i uppptökugenginu en bráð- nauðsynlegt var, og hann hafi sneitt að mestu hjá þeim leikmynda- og búningakostnaðar- lið sem gerir peródíumyndir (þ.e. myndir sem gerast ekki í nútím- anum) hvað þyngstar í skauti. Hrafn hefur verið dálítið sér á parti í hópi íslenskra kvikmynda- leikstjóra að því leyti, að myndir hans eru frumsamdar sem kvikmynöir, en ekki gerðar eftir skáldsögum. Það sama er uppi á teningnum í OKKAR Á MILLI, Hrafn mun hafa samið verkið jafn- óðum og unnið þannig séð ekki ósvipað og rithöfundur. Byrjað á næsta kafla þegar einum var lokið. Þessi vinnuaðferð er þekkt úr kvikmyndaheiminum en hefur gef- ist bæði og, getið af sér meistara- verk og algerlega ónýtar myndir. Hvort Hrafn ræður við þessa að- ferð er því ein af þeim ótal mörgu spurningum sem vakna svona rétt fyrir frumsýningu á OKKAR Á MILLI. Nokkuð hefur dregið úr bjart- sýni manna eftir fyrstu íslensku myndirnar, hvað fjárhag snertir og munu ýmsir kvikmyndagerðar- menn berjast í bökkum. Útlaginn hefur ekki enn borgað sig, á Rokk- inu og Sóley hvíla miklar skuldir og nú virðist ekki nægja að mynd sé íslensk til að almenningur láti sjá sig. Frumsýningardagur OKKAR Á MILLI verður því á margan hátt dagur „hita og þunga“ fyrir Hrafn, því bregðist áhorfendur verður erf- itt að safna fyrir skuldunum. Við skulum samt vona hið besta. - BVS. Margrét Gunnlaugsdóttir^ nýut- lelkur^dótturina,! leikhúsatriöinu. „t örmum *r^.g ekki sú °6ÞVúererheIdursú sem>ég immynÞd“ mér. S „Þg% FrV- Benedikt ^ma frammistoöu Srkunna ie^stjóra I aöai- hlutverkinu. _ oddsteinsdóttir /yndrea Benjamins bs-js-»“sfisrs S&riwa*1"-,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.