Alþýðublaðið - 30.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ] ILÞÝBUBLAÐIi \ 3 kemur út á hverjum virkum degi. ► J Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í j Hverfisgötu 8 opin Irá kl. 9 árd. ► \ til kl. 7 síðd. y ' Skriístofa á sama stað opin kl. > 91/a — lO^/a árd. og kl. 8—9 síðd. [ Simar: 988 (aígreiöslan) og 1294 ; (skrifstofan). ► Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ( mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 E j hver mm. eindáiiia. J Frentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan [ j (í sama húsi, sömu símar). j Alpingi. Neðri deild. Þingmaður fyrir Hafsiarfjörð o. fl. Frv. um sérstakan alþingis- mann fyrir HafnarfjörÖ var þar í gær til 3. umr. Þá predikaði Árni frá Múla þá siðareglu, að ef flokkur eða stétt befði gagn af ranglátri kjördæmaskipun og kæmi með þvi að fleiri ping- mönnum en að réttri tiltölu, þá ætti hann að halda. í liana. Er sú regla íhaldinu samboðin, enda kom ekki fram, að flokksmenn hans hefðu neitt við hana að at- huga. — Nú brá svo við, að hinn „frjálslyndi“ forseti, Ben. Sv., og „fxamsóknarmaðurinn“ Klemenz Jónsson greiddu báðir atkvæði gegn pessu frv. um aufcið réít- iæti. Sýndu ]>eir msð því sann- girni sína og framfarahug. Frv. féll pannig með 15 atkv. gegn 12. Ásg. var fjarstaddur. Aðrir greiddu atkvæði eins og áður og var naínakall viðhaft. Frv. um rétt erlendra manna til að stivnda atvinnu á íslandi var endursent e. d. og frv. um sorp- hreinsun ög sáternahreinsun á Akureýri og frv, gegn alidýra- sjúkdómum vísað til 2. umr. og því síðara tii iandb.nd. — Ráð- gert er, að 2. umr. fjárlaganna byrji á föstudaginn. E IcShússdagtmmi. Megliileg stjöra einn sólarhring. Nú kom að því, að úr því yrði skorið, hvort aiþingi treysti þeim Jóni Þorl. og Magn. Guðm. til að fara með stjórnina skilmála- laust og væti stjórn þeirra reglu- ieg þingræðisstjórn, eða hvort þeir fengju að eins að sitja fram yfir kosningar sem bráðabirgða- stjórn. Héðinn Valdimarsson hóf eldhússdaginn yíir stjórninni. Lýsti hann því, að hún var bráða- birgðastjórn til þess, er þing kom saman, og að síðan hafði hún ekki leitað trausts í þinginu, Svo að hún gæti ekki smeygt sér undan dómi pingsins, fiutti/hann tillögu um vantraust. Héðinn rakti nú ýmsa þætíi í 1 óstjórnarsögu íhaldsráðherranna, og verður é. t. v. nánar skýrt frá því síðar. Hvað hefði stjórnin gert til að afstýra ógæfu þeirri, sem ráðstaf- anir íslandsbanka hafa ieitt yfir ísfirðinga og fleiri Vestfirðinga? Otihússtjóra bankans þar hefir verið látið líðast að nota aðstöðu bankans til að níðast eftir megni á stjórnmálaandstæðingum sínum. Aðalaflatímann eru bátarnir látn- ir standa uppi ónotaðir, en fjöldi fólks er atvinnulaus. Stjórnin veit þetta mætavel, en situr meö hend- ' ur í vösum og hefst ekkert að. — Nú var helzt á Jóni Þorl. að heyra, að hann teldi sig eiga fyrst og fremst að bara hag íslands- banka fyrir brjósti, þar eð hann sem íorsætisráðherra er formaður bankaráðs hans. Og nú vissu þeir Sigurjón, sem reyndi að hjálpa Jóni Þorl., engin önnur ráð en að slá því fram, að æskilegt væri, að leiðtogar Alþýðuflokksins á Isafirði tækju að sér að rétta við fjárhaginn þar, úr því að í slíkt óefni er komið í höndum úti- bússtjórans(I). I stað þess að nota áhrif þau, er stjórnin gat haft á íslands- hankastjórnina tii þess að knýja fram betri ráðsmensku þar vestra, hefir hún komið til þingsins með undirmálum til þess að fá á- byrgðarheimild til lántöku, sem Islandsbanka er ætlað að njóta af, án þess að það kæmi hreinlega fram. Upphæðin ónefnd og aðferð Íóns Þorl. því líkust, sem er háttur miður vandaðra manrta, sém reyna að fá aðra til að skrifa upp á óútfylta víxla. Ekki haíði tekist betur en svo með smíði „Óðins“, strandvarna- skipsins, sem M. Guðm. samdi um, en að heppni var, að það slapp með að velta á hliðina, án þess að manntjón yrði eða það færist alveg. Síðan var það látið sigia til útianda fylgdaxlaust Eí illviðri hefði gert og skipið far- ist, hvernig hefði þá orðið um samvizkuna hjá Magnúsi? Stjörnin er pólitísk fram- kvæmdastjórn störútgerðarmann- anna, sem léggja fé í 'biöð íhalds- flokksins og til kosningabaráttu hans. Þeirra vegna var ríkislög- reglufrumvarpið flutt. Ríkislög- reglunni var ekki ætlað að hafa hendur í hári bannlagabrjóta eða annara; lögbrjóta, heldur að vera tii taks gegn visrkalýðnum; í kaup- deilum. Og hvernig er um varn- ir „sjóhersins“ gegn íslenzkum togurum? Fyrir nokkrum árum sagði P. Ottesen á alþingi, að þeir innlendu gengju á undan með þessu ófagra eftirdæmi — að brjóta landhelgislögin. Forseti efri déiidar taiaði nýlega um iandhelgisveiðar við Snæfellsnes. Varðskipin íslenzku eru uadir eft- iriiti iandsstjórnarinnar. H. V. gat um nýlegt atvik, sem honum haíði 'verið skýrt frá. Margir togarar voru að vejðum í Iandheigi. Þá haíði varðskip komið þar í nám- unda, hleypt af falibyssu, togar- arnir þotið út í buskann og þar með búið. Um þatta gæti stjórn- in iáíið fara fram réttarrannsókn; en Héðinn kvaðst eigi vilja stuðla að því, að menn væru sviftir at- i vinnu slnni með því að skýra frá nöfnum þeirra, er hefðu sagt sér frá þessu, — því að við slíku væri að búast, ef heimildir væru raktai’. Þá lýsti Héðinn nokkuð tolleft- irlitinu, t. d. sleifarlagi því, sem sé á tóbakstollgæzlunni sums staðar á landinu, svo og sljóu eft- irliti stjórnarinnar með embættis- mönnum ríkisins og óhæfilegum drætti sumra mála, t. d. hve lengi málið út af meðferðinni á drengn- um í Skagafirði var látið vera á döfinni. —- Ekki miklaðist Magn. Guðm. sá dráttur í augum. — Hefir hann ekki lesið ummæli hæstaréttar? Enn fremur rakti Héðinn, hversu víðvarpsreglugerðin er öll ein lögleysa og hversu mjög stjórnin hefir iátið h.f. „Útvarp“ „vaða ofan í sig“. Víðvarp geti verið ágætt menningartæki, en að frá dregnum hljöðfæraieik hafi lít- ið verið á því að græða hér. Hins vegar hafi pólitískum dyigj- um úr „Mgbi.“ um andstæðinga stjórnarinnar verið víðvarpað og óhæf hiutdrægni í stjórnmáium verið höfð í frammi. Héðinn lýsti lögbrotum stjórn- arinnar, sem veitt hefir í laga- leysi únclanþágur frá siglingalög- unum, þó að nóg væri til af mönnum, sem fullnægja settum skilyrðum. Ráðherra verði þó að fara eftir iögum, þó að hann sé dómsmálaráðherra og heitir fylg- ismenn hans sæld á. Um báðar þessar sakir ætti Magn. Guðm. að réttu lagi að sæta ábyrgð fyr- ir iandsdómi. Aðgerðir íhaldsins í tollamálum eru nú^komnar vel á veg með að gera alþýðunni ólíft hér á iandi. Yfirleitt hefir íhaldsstjórn- in reynst léleg stjórn og ekki hve sízt í fjármálunum. — Ýmis- legt fleira rakti Héðinn úr ó- happasögu stjórnarinnar. Aðrir stjórnarandstæðingar þögðu að mestu og Tryggvi hætti við að „fara í eldhúsið“, en þeirri ferð hafði hann þá frestað daginn áð- ur, þegar botninn var sleginn í 1. umr. fjárlaganna. — 1 gær skýrði Jðn Þorláksson frá því, að á mánudaginn var hefði kóngurinn skrifað undir stjórnarformerisku hans. Ekki bar Jón þó af sér, að hann hefði svik- íst um að skýra kónginum frá því, að vanirauststillaga var þá komin fram í þinginu. Var hann, að eins drjúgur yfir því, að nú væri hann þó loksins orðinn for- maður regluiegrar ríkisstjórnar. Sú dýrð stóð þó ekki lengi. Það varð úr, að 5 „Framsóknar“- ílokksmenn (Þorl. J„ Tr. Þ„ Bernh., J. Guðn. og Ing. Bj.) báru íram svoíelda breyíingártillögu við vantrauststillöguna: „Neðri dciid alþingis ályktar að lýsa yíir, að með því að vitan- legt er, að núverandi stjórn er i minni hiuta í neðri deild og án meirihiutastuðn'ngs í sameinuðu þingi, sein og vegna þess, að eigi er sjáanlegt, að meirihiutastjórn: verði hægt að mynda á þessu þingi, en kosningar fara í hönd, verði að svo stöddu að líta á stjórnina sem starfandi til bráda- birgda.“ Héðinn kvaðst vera samþykkur því, að stjórnin væri í minnihluta í n. d. og án meirihlutastuðnings í þinginu og að hún væri að eins bráðabirgðastjórn. Á móti viður- kenningu þess sannleika greiddi hann ekki atkvæði. Hins vegar vildi hann ganga lengra og greiddi því ekki atkvæði með þessari ályktun. Var tiilaga þessi síðan samþykt með 14 atkv. „Framsóknar“-flokks- og „Sjálf- stæðis“-manna gegn 13 atkv. í- haldsmanna. Vantrauststillagan kom því ekki til atkvæða. En með þessari samþykt skar deildin úr því, að stjórnin er ad eins bráda- birgdastjórn, en ekki regluleg þingræðisstjórn. Forsætisráðherra í reglulegri stjórn fékk Jón Þor- láksson að eins að vera í rúm- an sólarhring. Það er ekki ein báran stök fyrir honum í tign- arbaráttunni. Efrá «IeIM. Þar kom aldrei til urnræðu nema 1. málið, frv. um breyting á lögum um afstöðu foreldra tii óskilgetinna barna, og var það afgr. til 3. umr. Hin málin tvö voru tekin út af dagskrá, svo að efri deildar mönnum gæfist færi á að hlusta á eldhúsdags- umræðurnar í neðri deild. Þrátt fyrir það, þó útge|’ðár- mönnum hafi verið bent á það í Alþýðublaðinu, hvaða leið þeim bæri að fara til þess að minka. útgerðarkostnaðinn að svo mikl- um mun, að líkur séu til þess, að útgerðin beri sig með núver- andi fiskverði, þá hafa þeir þó ekki gert það enn, heldur tekið upp þá lúalegu aðferð að ætla að rétta við hag útgerðarinnar með því að draga af kaupi okkar kvennanna tvær krónur á dag.. Þrátt fyrir það, þó þessum mönn- um sé það fulikunnugt, að stór hópur af okkur vinnur hjá þeim af þeirri ástæðu, að við höfuirr mist menn okkar í sjóinn við. það, að þeir voru að draga gull úr Ægi upp í vasa þessara „sál- arlausu kjöt-stykkja“, eins og þ.ar stendur. Þetta eru þá eftirlaunin okkar ekknanna og framfærslu- fé barna okkar. Það er engu lík- ara en að þessi manntetur hugsi. á þessa leið: Þið og ykkar af- komendur eruð fædd til þess að pínast og strita, nótt og nýtan dag fyrir það endurgjald, er okk- ur þóknast að láta ykkur fá. Þið hafið ekki neinn rétt til góðs mat- ar, góðs klæðnaðar, góðra hý- býla, til skemtana, til útigöngu ykkur tii hressingar, og að síð- ustu eigið þið yfirleitt ekki kröfu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.