Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 3
irinn Föstudagur 10. desember 1982 3 Leiðir kjósendur hle/gai—- " — posturinn Blað um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, GunnlaugurÁst- geirsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guð- bergur Bergsson (myndlist), Gunnlaugur Sigfússon (popptón- list), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr.15. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Stjórnmálaflokkarnir eru að tapa tiltrú fólksins í landinu. Stöð- ugt fleiri kjósendur eru að verða afhuga stjórnmálaflokkunum og alltaf fjölgar þeim, sem nota fyrsta tækifæri til að kjósa nýja flokka og frambjóðendur - ýmist til að „reyna eitthvað nýtt“ eða til að lýsa vanþóknun sinni á hinum hefð- bundnu stjórnmálaflokkum. Þetta kemur greinilega fram í skoðanakönnun Helgarpóstsins í dag um fylgi flokkanna í Revkja- vík. Spurt var hvern væntanlcgra og hugsanlegra framboðslista kjós- endur gætu helst hugsað sér væri gengið til kosninga nú. Af sex hundruð manns, sem spurðir voru, svöruðu nærri 250 því til, að þeir væru ekki búnir að gera upp hug sinn eða þá að þeir vildu engan flokk. Svokallað lausafylgi í Reykjavík telur ekki 44 af hverjum eitt hundrað kjósendum. Nær þriðjungur þeirra, sem af- stöðu tóku í skoðanakönnuninni, kváðust ætla að greiða atkvæði þcim þremur „sérframboðum“, sem helst hafa verið til umræðu manna á meðal undanfarnar vikur. Af þeim þremur hugsanlegu listum nýtur utangarðsmaðurinnííslensk- um stjórnmálum.Vilmundur Gylfa- son, yflrgnæfandi fylgis, eða liðlega tólf af hundraði. Miðað við niður- stöður skoðanakönnunarinnar fengi framboðslisti Vilmundar næst flest atkvæði kjósenda í Reykjavík væri kosið í dag. Kvenna framboðið fengi fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn og sér- framboð dr. Gunnars Thoroddsen fengi jafnmikið fylgi og Alþýðu- flokkurinn allur. Skoðanakönnun Helgarpósts- ins bendir einnig til að flokkarnir, að Sjálfstæðisflokknum undan- skildum, muni tapa talsverðu fylgi í Reykjavík. Allir myndu flokkarnir tapa kjördæmakjörnum manni í Reykjavík á kostnað Sjálfstæðis- flokksins og sérframboðanna þriggja, sem rætt er um. En ef flokkarnir eru að tapa tiltrú og trausti kjósenda, hvernig má það þá vera, að Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig talsverðu fylgi - Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið meira og minna í molum allt kjörtímabilið? Skýringarinnar er vafalaust að leita í getuleysi ríkis- stjórnarinnar, sem nú situr. Ráð- herrar hennar hafa viðurkennt, að stjórninni hafl mistekist sitt helsta ætlunarverk; að vinna bug á verð- bólgunni. Verkalýðsflokkarnir, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, gjalda vafalaust að einhverju leyti linku verkalýðshreyfingarinn- ar. Þegar buddan fer að léttast hjá almenningi og það verður stöðugt dýrara og erfiðara að brauðfæða fjölskylduna, fer fólk að hugsa. Allt hefur verið reynt nema meirihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna ekki að reyna það? Þetta vita ýmsir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins og munu vafalaust minna rækilega á þetta í þeirri kosninga- baráttu, sem nú fer í hönd. Og vitaskuld verður það í kosn- ingabaráttunni, sem úrslit næstu alþingiskosninga ráðast. Hinir ó- ákveðnu munu gera upp á milli framboðslistanna og velja og hafna í loforðasjónum. En flokkarnir mega ekki gleyma því, að íslenskir kjósendur hafa gefið það greinilega til kynna, að loforð eru ekki nóg. KREPPAN (í sálarlífinu) „Gætið yðar fyrir falsspá- mönnum, er koma til yðar í sauðarklæðum, en eru hið innra glcfsandi vargar; af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. (MATTHEUS 7-15) R.æöur stjórnmálamann- anna eru fullar af kreppu- hringboröiö í dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson tali, enda þótt kreppan sé enn sem komið er mestan part í kollinum á sjálfum þeim. Heimskreppan - samdráttur í eftirspurn í þungaiðnaði og atvinnuleysi sem stafar af vaxandi sjálf- virkni í fjöldafram- leiðslu örtölvualdar - þessi kreppa hefur enn ekki numið land á íslandi. Hún kemur að vísu, bíðiði bara róleg. En á meðan við bíð- um er rétt að bóka það, að ársins 1982 verður minnst í íslandssögunni sem 3ja mesta aflaárs frá upphafi. Það fær bronsverðlaun. Ár- ið í fyrra fékk gull, og árið þar á undan silfur. Þar að auki var SÍS að setja sölu- met á Bandaríkjamarkaði um daginn. Ríkisstjórnir allt í kring- um okkur, hvort heldur þær kenna sig við hægri eða vinstri, hafa keyrt niður verðbólguna - allar nema Mitterrand, sem hefur bæði aukið verðbólgu og atvinnu- leysi. Enda er hann pólitískt mikilmenni, eins og Gunnar Thoroddsen, og hefur ekki áhuga á svo jarðbundnum viðfangsefnum sem gengi frankans og samkeppnis- hæfni fransksiðnaðar. Hann er literateur, sem veit að mestu skiptir að safna fjár- sjóðum á himni, þeim sem hvorki mölur né ryð fá grandað og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela. Auk þess veit hann að hjarta Frakka er þar sem fjár- sjóður þeirra er og hann má helst ekki vera innan seiling- ar franskra skattyfirvalda. En þetta var nú útúrdúr. Kjarni málsins er sá að við njótum góðs af þessu öllu saman í stórlækkuðu inn- flutningsverði. Auk þess sem eini vin íslenskra út- gerðarmanna í raun er kú- rekinn í Hvíta húsinu sem hefur sífellt verið að styrkja dollarann, sem útgerðar- mennimir okkar fá borgað fyrirfiskinn sinn með. Þann- ig hefur forsjónin verið örlát við okkar eina sanna pólit- íska mikilmenni, ayjatollah Thoroddsen. En það er eins og fyrri daginn; það er ekki einu sinni hægt að hjálpa þeim, sem ekki hjálpa sér sjálfir. Og þá er ekki annað eftir en að hóta fólki með tæknibyltingarkreppu og löngum biðröðum atvinnu- leysingja, sem væntanlega mundu ná frá Trygginga- stofnun og hringinn í kring- um Hlemm, ef ekki nyti við stjórnvisku þeirra snillinga, sem í heilan áratug hafa í rólegheitunum rústerað ís- lenska lýðveldið, á mestu uppgangsárum þess, eins og að drekka vatn. Hvaða hugmyndatengsl vekur kreppan í þínum huga? Langar biðraðir atvinnuleysingja, atvinnu- bótavinna, skjóllítil börn og bættar flíkur, mannsefni sem liggja óbætt hjá garði, tómur diskur, sorg og sút. Marxisti mundi auðvitað minna okkur á, að kreppan er stéttbundin eins og allt annað. Galbraith segir frá því, að dagana eftir kauphallarhrunið í svarta október ’29 hafi skýjakljúfar hótelanna á Manhattan fyllst af náfölum fasteigna- sölum og vonlausum verðbréfapröngurum, sem báðu um herbergi á efstu hæð. „Til að sofa í eða stökkva út?“ - spurðu þjón- arnir. „Stökkva“, sögðu þeir, - og fengu 5% afslátt. En eins dauði er annars brauð. Og til eru þeir menn, sem bíða kreppunnar óþreyju fullir með annarlegan glampa í augunum. Þeir vita sem er, að margir eru kall- aðir en fáir útvaldir og þá fyrst byrjar þeirra blóma- skeið. Hverjir eru það? Það eru mannkynsfrelsarar, sem enginn hefur nennt að hlusta á meðan allir stóðu á blístri af bílífi; himnaríkisprédik- arar, sem enginn hafði þörf fyrir, meðan himnaríki var talið vera hér og nú; heilags- anda-hopparar allra handa, sem hvergi hafa getað króað af áheyrendur nema fyrir utan ríkið og Hagkaup milli 5 og 7 á föstudögum. Allt þetta 5% „lunatic fringe'* - sem anglosaxar nefna svo - sem hvergi þrífst fyrr en þjóðfélagið sjálft er sokkið ofan í dreggjarnar til þeirra, gervallur mannfélagssorinn bíður þess óþreyjufullur að hefna harma sinna á því þjóðfélagi, sem skellti skolla eyrum við öllum þeirra geðshræringum meðan allt lék í lyndi; leit á þá eins og dinglandi sérvitringa í út- jaðri þjóðfélagsins, flokks- ins, félagsins, en byrjar nú að leggja við hlustirnar, sjá sýnir og heyra raddir og leita að syndahöfrum og söku- dólgum. Þannig byrjaði Adolf húsamálari; þannig byrjaði Benito litli, þessi óskrifandi ritstjóri sem gaf út Avanti Popolo handa ó- læsum sonum Sykileyjar,' sem fylltu efnabræðsluhel- vítin í Toríno og Mílano og stóðu uppi í rústum ítalsks þjóðfélags upp úr fyrra stríði. annig byrjar fasisminn, hvort heldur hann kennir sig við Marx, Múhammeð eða bara Mussólíni. Þá upphefst aftur gullöld hinna hund- grimmu og hatursfullu of- vita Stórasannleiks, sem safna liði í krossferð gegn þjóðfélaginu og enda eins og venjulega undir járnhæl hinna borðalögðu varð- hunda valdsins. Tími hins Sterka Manns - hins hund- grimma og siðlausa villidýrs, er runninn upp. Kreppan er gósentíð og gróðrarstía falsspámann- anna. Þeir munu koma til yðar í sauðargærum. En hið innra eru þeir sem glefsandi vargar; af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá (Matt- heus 7-15) Og falsspámenn- irnir leiða hinn vonsvikna lýð upp á ofurhátt fjall og heita því að breyta táradaln- um í Eldórado og eilífa sæluvist - bara ef lýðurinn fellur fram og tilbiður þá. Þetta er gömul saga og ný. í helgri bók segir: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að flytja frið á jörðu; ég er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð, því að ég er kominn til að gera rnann ósáttan við föður sinn og dóttur við móður sína og tengdadóttur við tengda- móður sína og heimilismenn- irnir verða óvinir húsbónda síns. Hver sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður. Og hver sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir, er mín ekki verður. Hver, sem hefur fundið líf sitt, mun týna því, en hver, sem hefur týnt lífi sínu mín vegna, mun finna það“. Þetta var eftirlætistilvitn- un • krossfaranna og fals- spámennirnir munu hlaða upp valköstum dag og nótt sjálfum sér til dýrðar. Þeir skilja hvarvetna eftir sig sviðna jörð. Og úr hófförum þeirra sprettur ekki sting- andi strá. - JBH

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.