Helgarpósturinn - 10.12.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Blaðsíða 24
24 Föstudagur 10. desember 1982 hlelgai----- pösturinn <te\áa< « ^e\9a® *- Innflytjendurnir Howard Fast „Ótrúlega mannleg og trúverðug saga, sem þú munt njóta við lestur og aldrei gleyma." Daily Mirror. Innflytjendurnir eru stórkostleg bók, um ít- alska innflytjendur í Bandaríkjunum. Bókin er saga Dan Lavette, sem er fæddur í sárri > fátækt, en af harðfylgi stofnar skipafélag sem verður stórveldi. Hann verður leiðtogi ríkrar og valdamikillar fjölskyldu. Baksviðið er San Francisco jarðskjálftarnir, fyrri heimstyrjöldin og kreppan. Innflytjendurnir eru merkileg saga, um stórkostleg ævintýri, ástir, hamingju og hörmungar á uppbyggingartímabili Kali- forníuríkis. Bernnúda þríhyrningurinn eftir Charles Berlitz Flestir kannast við að hafa heyrt talað um Bermúdaþríhyrninginn. Far hafa í gegnum árin gerst vægast sagt undarlegir atburðir. Síðan 1945 hafa horfið á annað hundrað skip og flugvélar með um eitt þúsund manns innanborðs. Charles Berlitz er víðfrægur fyrir rannsóknir sínar á óskýranlegum fyrirbærum. Metsölubók um allan heim! ÆGISÚTGÁFAN Elsku mamma Höfundur: Christina Crawford Þessi bók hefur valdið mikilli umræðu, vegna þess hve hreinskilnislega er hér sagt frá. Sagan er sögð frá óvenjulegu sjónarhorni. Hún er skrifuð af Christinu, dóttur hinnar þekktu leikkonu Joan Crawford. Heimilislíf þekktra kvikmyndastjarna er ekki neinn dans á rósum, og oft er þar stormasamt. Margt kemur hér á óvart, sér- staklega fyrir þá sem ekki þekkja stjörnur eins og Joan Crawford nema í kvikmynd- um. Margir neita því að trúa að uppáhalds- stjarnan þeirra hafi átt eins brogað líf og hér er lýst. Hér segir dóttir sögu móður sinnar og dregur ekkert undan. Hver og einn verður að meta fyrir sig, eftir lestur þessarar merki- legu bókar. samdrætti í vöruflutningum sem aftur eiga rætur að rekja til þess að farþegaflugvélar hafa í auknum mæli farið inn á þá braut til að mæta kreppunni í farþegafluginu. yl Af því verið er að tala um Y J flugmál þá heyrum við á Flug- S leiðamönnum að þeim lítist hreint ekkert á blikuna í innan- landsflugi, því að fyrirsjáanlegt sé verulegt tap á því, svo mjög að það sé nú að verða helsti höfuðverkur- inn í rekstri þess... »y%Búist er við því að flug- f' Istöðvarmálið svokallaða, þ.e. -^lbygging flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli, komi upp á yfir- borðið aftur þegar þing kemur saman að loknu jólaleyfi þing- manna, og er sagt að Framsóknar- menn muni nú að engu hafa sam- þykktir stjórnarsáttmálans sem fært hefur Alþýðubandalaginu stöðvunarvald í málinu. Telja þeir sig engu hafa að tapa í stjórnarsam- starfinu lengur - það taki því ekki fyrir Alþýðubandalagið að rjúfa stjórnarsamstarfið út af þessu máli og telja Framsóknarmenn álitlegra fyrir sig að sýna að þeir séu hvergi fdrifaríkur fundur um framtíð Cargolux verður hald- inn í Luxemborg á næstunni. Fyrirtækið á enn við gífurlega erf- iðleika að stríða og kann að koma til greina á þessum fundi að starf- seminni verði hreinlega hætt eða dregið svo verulega úr henni, að félagið verði vart svipur hjá sjó'n frá því sem var. Erfiðleikar félags- ins stafa fyrst og fremst af miklum hræddir. Munu bæði Ólafur Jó- hannesson og Jóhann Einvarðsson mjög ákveðnir í afstöðu sinni og vilja láta sverfa til stáls í málinu... ^ Það ætlar ekki að ganga /v \ átakalaust hjá þeim Arnar- S\ flugsmönnum að kaupa nýja flugvél í stað þeirrar sem hefur ver- ið dæmd ónýt vegna tæringar og var nýlega seld til niðurrifs á Ir- landi. Fyrir skömmu leit út fyrir, að flugvélakaupin væru að leysast og búið var að gera tilboð í Boeing vél af gerðinni 727-200 sem er í eigu Singapore Airlines, vél sem kostar 9-10 milljónir króna. En skyndi- lega bárust þau boð til Arnarflugs, að ekkert yrði af kaupunum og Gunnar Þorvaldsson forstjóri varð að halda aftur utan til að leita að annarri vél. Fregnum ber ekki saman um það hvort umrædd flug- vél var keypt fyrir framan nefið á þeim Arnarflugsmönnum eða Singapore Airlines hætti við að selja á síðustu stundu. En hvað sem því líður eru þeir Arnarflugsmenn enn að leita að flugvél fyrir sumar- flugið næsta sumar og valið stendur á milli Boeing 727-200 og Boeing 737-200, sem er nokkru minni, en hinsvegar dýrari. Vél af þeirri gerð, þriggja til fjögurra ára göm- ul, kostar 12-14 milljónir króna, en aðeins um hálf önnur milljón fékkst fyrir tærðu vélina, svo það er engin smá fjárfesting sem Arnar- flug stendur frammifyrir nú... Rannsóknarmenn f' l sýslumannsembættisins á S Selfossi vinna ötullega að rannsókn brunans í Allabúð á Stok- kseyri um mánaðamót október/ nóvember s.l., undir stjórn Karls F. Jóhannssonar, sýslufulltrúa. Eins og kunnugt er sat eigandi verslunarinnar í gæsluvarðhaldi um tíma, enda er hann grunaður um að hafa verið valdur að bruna- num í búðinni og bentu niðurstöð- ur sérfræðinga til að eldfimum vök- va hafi verið hellt þar um sali áður en eldurinn kom upp. Menn hafa eðlilega nokkuð velt fyrir sér hugs- anlegri ástæðu brunans, en eigandi Allabúðar hefur auk verslunarinn- ar á Stokkseyri rekið verslun í Hveragerði. Þá rak hann og sölu- skála í Hveragerði og hóf nýlega rekstur söluskála ásamt bensínsölu á Stokkseyri en sá skáli mun vera í eigu Olíufélagsins Skeljungs h.f. BÍLALEIGA Mesta úrvalið. Besta þijónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515 Verslunareigandinn er ekki alveg ókunnugur olíuverslun. 1. sept- ember s.l. yfirtók nefnilega Olíu- verslun íslands (Olís) verslunina í Hveragerði ásamt fasteign og vöru- lager. Urðu eigendaskipti þessi vegna skulda verslunareigandans við Olís. Hafði hann dregið að gera upp bensín- og olíusölu um langan tíma og skuldaði orðið Olís rúmar tvær milljónir króna.... | 0“T“ H|jómplötuverslun LI O I Aðalstræti 9. Sími 22977 e\ \\s\ Kiúbbmeðlimir velja hvaða 4 plötur sem er, og svo eina í viðbót ókeypis. HLJÓMPLÖTUKLÚBBUR TÓN-LIST

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.