Helgarpósturinn - 10.12.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Blaðsíða 16
Te fyrir tvo ...er ein af mörgum hljómsveit- um sem hefur spilað á músíktil- raunakvöldum í Tónabæ. Þeir komu fram fimmtudaginn 23. nóv ember og lentu í neðsta sæti. Aðrar hljómsveitir sem komu fram þctta kvöld voru: Meinvillingarnir, Lotus og Satus frá Stykkishólmi, sem lenti í fyrsta sæti. Teboð Hvað um það. Te fyrir tvo bauð mér í heimsókn nýlega og ég þáði boðið, Þar voru fjórir piltar sam- ankomnir, þeir Trausti Jónsson (húðaþrumari), Kristján Leifson (bassaplokkari) og þeir Bragi Valgeirsson og Ásgeir Pálsson barkabeitar. Vitlaust kvöld Við byrjuðum auðvitað að tala um Músíktilraunirnar: „Við vorum eiginlega á vitlausu kvöldi; þessar hljómsveitir voru svo heföbundnar og langt á eftir í tónlist“ - „Nema þessi sem vann, þau voru nokkuð góð“. ósáttir... Það mátti hcyra á strákunum að þeir voru ekki alveg sáttir við skipulagið á Músíktilraunum. Ég spurði hverju þeir vildu breyta. „Okkur finnst að það ætti að vera dómnefnd, eins og t.d. í hæfi- leikakeppni Kópavogs" (strák- arnir eru úr Kópavogi), „það er ekki nógu gott að láta áhorfendur bara dæma, því þá geta hljóm- sveitirnar smalað liði..alveg einsag Selfyssingarhir gerðu þetta kvöld“. Nú hvernig þá? „Þeir komu með fulla rútu af liði með sér - en þeir voru ekki með nógu mikið frumsamið til að geta unnið“. Og meira um skipulagið.. „Okk- ur finnst að það ætti að skipta kvöldunum eftir músík". lærðum mikið „En við lærðum mikið af þessut' - „Núna ætlum við ekkert að spila fyrr en eftir áramót, við ætlum að skipta algerlega um prógramm". Hvernig verður það öðruvísi? „Hingað til höfum við spilað spænskt líkkisturokk - en núna ætl- um við að þróa upp hjá okkur ís- lenskt náttúrurokk"....Við vilj- um hafasoidið léttara yfirþessu..." alvaran inní Hvað með textana...? „Við höfum verið mikið með gríntexta, en núna er ætlunin að blanda alvörunni inní“... „Allt frumsamið". Á að gefa eitthvað út?? „Stefnum að því að gefa út plötu.. allavega plötuumslag, ann- ars er aðalmarkmiðið að skemmta öðrum“. vantar staði Hvar getiði spilað nýja pró- grammið? „Það vantar alveg staði til að spila á“. „Á Villta þarf maður að vera svo hræðilegur diskógæi svo hjá Upp og Ofan eru alltaf sömu grúppurnar. Við spilum allt öðru- vísi músík.. en það er samt algjör misskilningur að við séum pönk- hljómsveit.“ sýiishorn Að lokum ætla ég að birta eitt sýnishorn af textum hljómsveitar- innar, og þið myndið ykkur bara skoðun... Jón. Jón var úti í garði að raka saman laufblöðunum sínum. Hann er vesalingur hlustar á gelda tónlist hann er giftur rauðsokku. Hann er ósköp venjulegur drengur étur kókó-pöfjs í hádeginu og efað kókópöffs er ekki til, þá fœr hann sér lökkí tjarms eða kelloggs kornfleks... í Tónabæ Laugardaginn 4. desember hóf- ust Maraþon tónleikar í Tónabæ. Ætlunin er að spila daga og nætur í fimmtán sólarhringa og reyna þann- ig að slá heimsmet. Hver hljómsveit spilar í 6 tíma í einu og fær fimm mín. hlé eftir hver þrjú lög. Það er Satt sem stendur fyrir þessu maraþoni í samráði við Tónabæ. Tækifæri Nú er komið enn eitt tækifærið fyrir hljómsveitir sem vilja koma fram. Állir sem vilja mega taka þátt... hafiði bara samband við Tónabæ.. Það þarf 60 hljómsveitir ef þetta á að takast. Drífið ykkur í Tónabæ!!! Mynd frá Maraþon, tekin 7. des. Flytjendur: Einar Rúnarsson, Guðbrandur Gísli Brandsson (hljómborð), Gunnar Örn Sig- urðsson, Magnús Jónsson (gít- ar), Friðbjörn H. Ólafsson (bassi), Guðbrandur og Einar (bassi) ...fyrir alla Og auðvitað eru allir áhorfendur velkomnir hvenær sem er... það kostar 50 kr. inn (happdrættismiði Satt innifalinn). Verðlaunin, já ekki má gleyma þeim... Þær hljómsveitir sem spila í meira en 12 klukkutíma fá 20 stúdíótíma í verðlaun... Þetta eru Gísli og Þorbjörg Wm ~ Snjólaug og Guðjón segja álit sitt. Ilærisplanið krökkum á þessum aldri“. „Ég fékk reyndar svolítið á tilfinning- una að höfundur vildi hafa allt sem gæti gerst, með í bókinni". „gott mál“ Snjólaug bætti við að henni fynd- ist málið á bókinni gott, - „ung- lingamál" - og að sagan kæmi heim og saman við reynslu hennar af unglingunum og Planinu, nema hún bætti við að það „pirraði" hana hvað stelpurnar í bókinni væru gerðar svæsnar og látnar vera til í allt, „því ég held einmitt að þetta sé öfugt í rauninni“, sagði hún að lokum. MISTÖK í síðasía Stuðara birtust ekki réttar myndir af bókagagnrýnendun- um. Hérna kemur myndin af þeim Gísla og Þorbjörgu sem lásu Á flótta undan nasistum og Leyndardóm gistihússins. Eg vona að þið fyrirgeflð mistökin... Bók vikunnar heitir Hallæris- planið og er eftir íslenskan höfund, Pál Pálsson. Ég fékk þau Snjólaugu og Guðjón til að lesa bókina og segja álit sitt á hcnni. Snjólaug get- ur nú varla talist til unglinga lengur, en hún umgengst mikið unglinga og er sérfræðingur í þeirra málum, svo mér fannst alveg tilvalið að fá hennar álit á þessari unglingabók. „nær andrúms- loftinu" „Mér fannst þetta alveg prýðileg bók, reyndar mjög stutt", sagði Snjólaug. „Hún nær nokkurn veg- inn því andrúmsiofti sem er hjá „gafst upp“ Þá sneri ég mér að Guðjóni. Hann var fljótur að segja sitt álit á bókinni, því hann hafði gefist upp við lesturinn þegar hann var hálfn- aður. „Ég hætti bara að lesa hana af því hún var svo leiðinleg".. svo mörg voru þau orð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.