Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 4
4 Föstudagur 10. desember 1982 Úr undirheimum Reykjavíkurborgar: FIKNIEFNASALAR SEGJA FRA - úr lögregluskýrslum um innflutning og sölu á fíkniefnum Haustið 1976 kom upp i Reykjuvik eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál, sem þá hafði vitnast um - og liklega hefur ekkert stœrra mál komið upp hérlendis enn. Snerist málið um innflutning og dreifingu á tugum kílóa af kannabisefnum, hassi og mariju- ana. Angarþessa máls náiðu víða—það tengdistá sinn háttmáliameríska hermannsins ,.Korks"Smith semfór huldu höfði á Keflavíkurflugvelli um tíma, ogþuð mátti einnig tengja fíkniefnamáli íslendinganna á gistihúsinu „5 svaner" í Kaupmannahöfn, sem upp kom síðar ogfrœgt varð. Það sem tengirþessi mál er aðild og forysta eins og sama mannsins, Franklins Kr. Steiners. Fyrir málið, sem upp kom haustið 1976, var Franklin á endanum dœmdur í tveggja ára fangelsi, þrjátíu þúsund króna sekt, til greiðslu alls sakarkostnaðar og auk þess vargert upptækt til ríkissjóðs andvirði seldra ftkniefna, sem var áþeim tíma verulegir fjármunir - m.a. nœrsex þúsund bandaríkja- dalir. Og nú, sex árum eftir að málið kom upp, er hœstiréttur að fella sinn dóm í því. Hæstiréttur dæmdi Franklin í tveggja ára fangelsi, staðfesti þar með undirréttardóm- inn hvað það varðaði, en lækkaði fjársektina í 9 þúsund krónur. Ákvæði héraðsdóms um eignaupptöku og sakarkostnað verða óröskuð. í niðurstöðu hæstaréttar segir m.a.:„Brot ákærða eru stórfelld og lýsa einbeittum brot vilja. Er hér bæði um innflutning mikils magns af hassi og marijuana að ræða og í mörg skipti og umfangsmikla dreifingu gegn háu fégjaldi". (TaJið er að samanlagt andvirði þeirra efna sem um ræðir, alls næri i 25 kg., hafi verið um fimm milljón króna á núvirði. Hér á eftir verður alla jafna talað um gamlar krónur.) Enginn vafi leikur á, að enn er til fólk, sent fæst við innflutning og dreifingu á fíkniefn- um. Stöðugt eru að koma upp ný og ný fíkni- efnamál og barátta yfirvalda gegn þeim vá- gesti sýnist á stundum vera býsna vonlaus. En hvernig fer þessi starfsemi fíkniefnasalanna fram? Er hún kannski hluti af alþjóðlegum fíkniefnahringum, sem hafa komið sér upp huggulegum og traustum útibúum á íslandi? Á því leikur mikill vafi - en vitaskuld eru fíkniefni á íslenskum markaði innflutt og væntanlega þá komin frá umfangsmeiri „heildsölum" í útlöndum, í flestum tilfellum í Kaupmannahöfn og Amsterdam. Tvö kíió í gjafapappír Lögregluskýrslur úr fíkniefnamálinu, sem fyrst var getið, gefa býsna glögga mynd af þessari starfsemi í undirheimum Reykjavík- urborgar. Við höfum stílfært nokkrar af þess- um skýrslum og grípum fyrst niður í yfir- heyrslu yfir gæslufanganum „Friðriki" að morgni 9. nóvember 1976. Við látum hann sjálfan segja söguna en nöfnum málsaðila hefur verið breytt: „Bergur kom með þessi tvö kíló inn í landið undir hendinni, innpökkuð í gjafa- pappír. Ég flutti þessi tvö kíló í tvennu lagi frá honum, annað heim til Gísla í Möðrufellinu og hitt heim til Guðjóns á Kleppsveginum. Aðrir fengu sáralítið af efninu enda voru þeir Gísli og Guðjón ötulir við söluna. Þeir voru reyndar með hass í gangi áður en grasið kom en þeir fóru að láta það frá sér með litlum hagnaði, aðallega til að losna við það. Eg keypti grasið af Bergi fyrir 400 krónur grammið. Ég rnan eftir að hafa látið Kjartan hafa sextíu grömm á sex hundruð krónur grammið og Rúnar fékk 60-70 grömm á fimm hundruð kall. „Maðurinn'4 Ég fór oft heim til Bergs í Ljósheimunum til að borgafyrir grasið og fór alltaf einn inn. Oftast biðu þeir Gísli og Guðjón úti í bíl. Ég hafði aldrei fyrir því að segja þeim hver „grasmaðurinn" væri, okkar í rnilli var hann alltaf kallaður „maðurinn". En ég lýsti fyrir þeim myndum af bílum, sem maðurinn átti. Svo gerðist það um þetta leyti, að þeir Gísli og Guðjón lentu í partíi heima hjá Bergi. Eftir það sagði Guðjón mér að hann væri búinn að uppgötva hver „maðurinn" væri - hann hefði séð myndirnar heima hjá hon- um... ...Það var búið að skipuleggja enn eina ferð til Rotterdam. Gísli átti að fara einn. Bergur var þá búinn að segja við mig að hann gæti flutt efni hvaðan sem væri úr heiminum og þess vegna fórum við að tala um hvort það væri ekki hægt að notfæra okkur þessa þjón- ustu. Við Guðjón fórum saman heim til Bergs og töluðum við hann um flutning á hassi frá Rotterdam. Það varð samkoniulag um að Bergur flytti efnið fyrir okkur og tæki kíló fyrir sjálfan sig. í staðinn ætluðum við að selja kílóið fyrir Berg og láta það hafa for-' gang yfir okkar efni. Við ætluðum Iíka að borga fimmtíu þúsund kall í ferðakostnað fyrir hann. Þegar þetta var áttum við enn talsvert af grasinu og það var komið það mikið í sjóðinn, að við sáum í hendi okkar að við gætum keypt þrjú kíló. Við létum Berg ekki vita hver ætlaði að versla úti - sögðum honum aðeins að sá myndi þekkja Berg og setja sig í samband við hann. Svo fór Gísli út með mill- jón en Bergur ætlaði sjálfur með sína peninga og í gegnum London. Sjálfur var ég mest á Selfossi á þessum tíma. Sjampoglas með hassolíu Eftir um það bil viku eftir að Gísli fór út hringdi Guðjón í mig og sagði að Gísli hefði hringt frá Rotterdam og tilkynnt að Bergur hefði ekki komið. Við leituðunt að Bergi um allan bæ en fundum hvergi. Þá hringdum við í Gísla á Hótel Riju og sögðum honum að hann yrði að ráða sér sjálfur. Þegar Gísli kom heim sagði hann fyrst að hann hefði sett peningana á banka og að eng- inn gæti náð þeim út nema hann sjálfur. Nokkrum dögum seinna viðurkenndi Gísli þó að efnið kæmi með skipi. Ég keyrði Gísla á Óðinsgötuna þegar hann sótti efnið en vissi ekki í hvaða hús hann fór. Persónulega held ég að vinur hans, sem heitir Birgir og er á einuSambandsskipinu, hafi flutt efnið heim. Gísli sagði mér að hann hefði þurft að borga þrjú hundruð kall fyrir flutning á hverju kílói en út úr þessu kom 15-1700 grömm af liban- onhassi og sjampóglas með hundrað grömm- um af olíu. Upphaflega var hugmyndin að koma allri olíunni upp á völl. Ég hafði í huga þá Roger og Wayne, hermenn, sem ég kynntist í Kefla- vík þegar ég seldi þeim Nepalinn með Kalla Gruber. Nú, ég hafði samband við Kalla og fór með honum upp á völl. Þá komumst við að því að Wayne var í restriction. Ég hafði sjálfur samband við Roger og gaf honum að smakka á olíunni. Það varð þó ekkert úr bísn- issnum, því Roger vildi ekki borga nema 20 og 25 dollara fyrir grammið, en ég vildi fá fjörutíu. Þá var ekki um annað að ræða en að korna olíunni út á annan hátt. Við keyptum okkur meðalaglös með smelltum plasttöppum og vigtuðum í glösin í Möðrufellinu. Grammið fór svo á sex þúsund kall. Sjálfur reykti ég svívirðilega mikið af olíunni, að minnsta kosti tíu eða fimmtán grömm, enda er hún ódrjúg...“ „Korkurinn“ blandast í málið Yfirheyrslunum var haldið áfram. Lög- reglumennirnir höfðu mikinn áhuga á að vita hvað varð um þau 15-1700 grömm af líban- onhassi, sem Gísli hafði keypt í ferðinni til Rotterdam forðum. Tiltekinn maður fékk að minnsta kosti 150 grömm - og svo komu nokkrir Ameríkanar ti! sögunnar. Stílfærum úr dómsskýrslu:

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.