Helgarpósturinn - 10.12.1982, Síða 5

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Síða 5
f>rr W v 1:1 % . f.f-. , . i . , . > ■ ■ . w, i irjnn Föstudagur 10. desember 1982 Samantekt: Ómar Valdimarsson ........'"5 mynd: Jim Smart „Ég var að gera við bílinn í innkeyrslunni á Suðurgötunni þegar bar að þrjá ameríkana á svartri drossíu. Ég sá strax að einn þeirra var Korkurinn, sem ég skipti við áður. Hina þekkti ég ekki. En ég varð alvarlega hræddur þegar ég sá þá, því ég hafði heyrt að Korkur- inn hefði lagt milljón til höfuðs mér enda kenndi hann mér um uppljóstrun málsins í fyrra. Ég hljóp inn þegar ég sá Kanana en Korkurinn kallaði upp í gluggann til mín um að koma niður. Eg fór niður, gat eiginlega ekki annað, en hafði hæfilega fjarlægð á milli okk- ar í öryggisskyni. Korkurinn byrjaði á að segja mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af gamla málinu, því þeir hefðu ekkert getað, sannað á sig. Korkurinn kynnti annan félaga sinn sem bróður sinn. Hann var svipaður á hæð og Korkurinn en breiðleitari og þreknari, með hrokkið hár. Hinn var í stuttri stormúlpu með húfu. Nú, Korkurinn spurði hvort ég gæti útveg- að efni. Ég þóttist vita að þeir væru að leggja fyrir mig gildru og gaf ekkert út á það - enda mundi ég að Gísli var kominn til landsins en ekki efnið. Á endanum sömdum við samt um að bróðir Korksins ætti að vera við Leifsstytt- una þremur dögum síðar og þá með mynda- vél framan á sér. Frá Hallgrímskirkju að Háteigskirkju Við Guðjón mættum svo á staðinn þennan tiltekna dag - reyndar aðeins á undan áætlun og biðum í sjoppu á horninu á Lokastíg. Svo sáum við fljótlega hvar Korkurinn lagði bláum Volkswagen neðar á Lokastígnum og bróðir hans kom út með myndavél framan á sér. Ég kallaði á hann og við fórum allir þrír inn á Iðnskólalóðina og ræddum málin í okkar bíl. Kaninn sagðist vilja kaupa eitt kíló. Ég sagðist geta útvegað það, enda var Gísli bú- inn að fá efnið. Ég sagðist vilja fá sex dollara á grammið en það þurfti kaninn að ræða sér- staklega við Korkinn og fór aftur yfir í bílinn til hans. Hann kom fljótlega aftur og sagði verðið of hátt. Ég var harður á .verðinu en fór með honum yfir í bílinn til Korksins, sem hann hafði lagt í blindgötu við Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Á endanum samþykkti Korkurinn verðið. Þá sömdum við um að ég myndi hitta bróðurinn viku seinna við Há- teigskirkju. Þann dag vorum við heima hjá Guðjóni. Við höfðum tvo bíla - Cortínu, sem var af bílaleigu, og lítinn rauðan bíl, sem mágur Guðjóns átti. Efnið var geymt í honum. Við Gísli fórum á Cortínunni og hittum kanann framan við Háteigskirkju. Hann kom upp í bílinn og við fórum að billjardstofunni við Einholt, þar sem Guðjón beið í rauða bíln- um. Þar fór kaninn úr bílnum og kom fljót- lega aftur með Korkinn með sér. Þeir komu báðir inn í bílinn og Korkurinn ítrekaði að hann vildi kaupa eitt kíló og fá það vigtað. Vigtað i Rauðhólum Við höfðum enga vigt og vildum ekki fara með kanana í hús, svo það var ákveðið að Gísli og Guðjón færu á litla bílnum að sækja vigt. Sjálfur ætlaði ég með kanana að Nesti og bíða þar eftir þeim tveimur en svo átti að vigta og ganga frá viðskiptunum við Rauðhóla. Þegar þangað kom var byrjað að vigta í skottinu í rauða bílnum. Það gekk fljótt og vel enda var efnið í ca. 200 gramma plötum. Þegar Gísli var búinn að vigt kíló tók hann við peningunum - en þá kom í ljós að megnið af þeim var í íslenskum fimm þúsund króna seðlum. Dollarar voru ekki nema um tvö þúsund. En þetta var ekki partur af dílnum. Þeir áttu að fá hassið á sex dollara grammið - og þá vorum við að tala um dollara. Ef þeir ætluðu að borga með íslenskum peningum var verðið 1300 krónur grammið. Eg vigtaði efnið upp á nýtt og tók af kílóinu. Ég held að þeir hafi á endanum fengið um átta hundruð grömm...“ Virðulegur viðskipta- vinur á Óðali Nokkru síðar var Gísli tekinn til yfir- heyrslu. Hann lýsti „smásölunni“ m.a. svo: „Nei, ég veit ekkert um hvernig þeir Guðjón og Friðrik fóru að þessu en sjálfur seldi ég mest á Óðali og Tjarnarbúð. Það gekk auðveldlega enda vissu menn að ég var heiðarlegur og var ekkert að svindla á vigt- inni, eins og svo til allir sölumenn hérlendis stunda. Stundum fór ég létt með að selja fyrir 40 og 50 þúsund á kvöldi... ...Ég man eftir einni sölunni sérstaklega. Ég var þá í Óðali þegar til mín kom maður, á að giska 35 ára, flott klæddur með svart þykkt hár, alskegg og þykk gleraugu. Hann spurði mig beint út hvort ég gæti selt hass. Ég játaði því og þá bað hann um hundrað grömm. Ég fór á Laugarnesveginn og bað um fjórar plötur af tyrkja en leist ekkert á blikuna þeg- ar maðurinn dró upp ávíanahefti og borgaði með 130 þúsund króna ávísun. Hann heimtaði líka magnafslátt og fékk það. Ég tók samt ávísunina og fékk hana borgaða í Austurbæjarútibúi Landsbankans - en fékk gamla konu til að leysa ávísunina út fyrir mig og þurfti því ekkert að skrifa nafnið mitt á hana“. Gísli var spurður um innkaupaferð þeirra Guðjóns til Rotterdam í júlí þá um sumarið. „Það er eiginlega aðeins við því að bæta,“ sagði hann frá í réttinum, „að við keyptum þar tvö grömm af kókaíni og fjögur grömm af spítti. Við sniffuðum það allt. Við urðum alveg kolruglaðir af þessu og trippuðum eiginlega, eins og þetta væri sýra (LSD). Okkur fannst við skilja öll heimsins tungumál og það var alveg sama á hvaða útvarpsstöð við hlustuðum, okkur „skildist“ alltaf á þul- unum, að það væri verið að leita að okkur. Leo lét pressa eftir pöntun Þá kom að Guðjóni að segja sögu af inn- kaupaferð til Rotterdam. Fór hann þangað við annan mann og voru tvær stúlkur í för með þeim en þær höfðu verið fengnar til að flytja efnið heim. „Við Egill fórum með lest frá Kaupmanna- höfn til Rotterdam á þriðjudagskvöldinu. Þá var búið að ákveða að við myndum hitta stelpurnar kvöldið eftir á hótel Riju. Þegar við komum til Rotterdam fengum við okkur herbergi á Baan og byrjuðum strax að skipta peningunum í gyllini. Samtals vorum við með um 5500 gyllini. Stelpurnar hittum við svo á tilsettum stað og tíma en þær fengu sér svo herbergi á ódýru hóteli. A fimmtudeginum fórum við Egill á kaffihúsið til að hitta sölu- manninn, Leo. Hann virtist ekki vera þar við afgreiðslu en bauð okkur í herbergi þar á bak við. Leo sagðist vera meðtyrkneskt hass,svart hass og olíu sem hann sagði lélega. Ég bað um kíló af tyrkjanum og þrjú hundruð grömm af þessu svarta. Leo gat afhent þetta pressað eftir pöntun og því bað ég um tyrkj- ann í 25 gramma plötum en svarta efnið í tvennu lagi. Síðar þennan sama dag var efnið tilbúið. Ég borgaði fjögur þúsund gyllini fyrir tyrkjann og um níu hundruð gyllini fyrir svarta efnið. Við geymdum svo efnið á hótelinu næstu nótt en fórum daginn eftir til stelpnanna. Þar hjálpuðum við þeim við að líma efnið á fót- leggina á þeim- en þær voru sjálfar búnar að plástra svarta efnið á magann og bakið.Áður en þær fóru um kvöldið til Kaupmannahafnar tók ég eina tuttugu og fimm gramma plötu og smávegis af svarta efninu svo við Egill hefðum eitthvað að reykja sjálfir. Við fórum svo til Kaupmannahafnar á laugardagsmorgninum og hittum stelpurnar eins og um var talað. Þær hringduút á flufe völl um kvöldið til að panta far heim daginn eftir en þá var allt uppbókað - þær gátu hins vegar komist heim þá strax um kvöldið. Þær drifu sig út á flugvöll og komust í gegn heima með efnið á sér...“ Hl nútíma jólasveina og Þegar tveir góðir leggja saman Jólasveinaheimilið í dag Brian Pilkington og Þórarinn Eldjárn eru báðir að góðu kunnir, Brian fyrir snjallar myndskreytingar, Þórarinn fyrir kveðskap og sögur. Hér hafa þeir lagt saman í skemmtilegt verk um jólasvein- ana. Þetta er gamansöm lýsing á lífi þeirra t nútímanum. Meðal efnis er viðtal við jólaköttinn, meðmœli frá nokkrum atvinnuveitendum Gluggagcegis, sjúk- dómsgreining frá sálfrœðingi Hurðaskell- is, endurminningaþœttir, lögregluskýrsl- ur, sakaskrá o.fl. Margt skemmtilegt kem- ur hér fram, meðal annars það að jóla- sveinarnir vilja verja starfssvið sitt fyrir aðvífandi jólasveinum frá útlöndum. Bókin bregður kostulegu Ijósi á stöðu hefðarinnar í líki jólasveinanna and- spœnis verslunarþjóðfélagi nútímans. Baneitrað stöff HALLÆRISPLANIÐ, ceðisleg saga fyr- ir börn ogfullorðna, tekin beint út úr nú- tímanum. Páll Pálsson þekkir sitt fólk, krakkana á Hallcerisplaninu, og bregður upp lifandi og raunsannri mynd af lífi þeirra, tali og hegðun. Frásögnin er hröð og sannfcerandi, og hér gerist margt, það er drukkið og duflað, leikið á liðið og lát- ið sig dreyma og sendar geggjaðar stuð- kveðjur. HALLÆRISPLANIÐ er bók um börn og fullorðna.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.