Helgarpósturinn - 10.12.1982, Side 10

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Side 10
10 Föstudagur 10. desember 1982 Ip^sturinn Heiður og sæmcf Frásögn um margboðað morð (Cronica de una muerte anuncia- da) eftir Gabríel Garcia Marques. Guðbergur Bergsson þýddi. Skáldsaga. 140 bls. IÐUNN, Reykjavík, 1982. Þetta nýjasta verk Nóbels- skáldsins Gabríel Garcia Marqu- es er býsna sérkennileg morðsaga því ólíict því sem maður á að venj- ast er morðgátan ekki leyst í lokin heldur eru lesendum ljósir allir þættir málsins nánast frá upphafi. Lesendur fá strax að vita hver er fórnarlambið og hverjir ætla sér að vinna á því. Sagan verður því fráleitt flokkuð til glæpasagna enda er það niðurstaða þeirra sem um málið fjalla að ekki hafi verið framinn glæpur í hefðbundn- um skilningi. Þegar Bæjarður San Roman gengur að eiga Angelu Víkarío er haldin einhver hrikalegasta brúðkaupsveisla sem sögur fara af. Ekkert var til sparað og þeir sem glímdu við að reikna út kostnaðinn komust að því „að fjörutíukalkúnhönum hefði verið slátrað og ellefu svínum í gestina, og brúðguminn hefði gefið þorps- búum fjórar kvígur til að steikja á aðaltorginu./.../ að drukkið hefði verið úr 205 kössum af smygluðu áfengi, og úr næstum 2000 flösk- um af reyrrommi..." (24) og enn- fremur að blómaskreytingin í kirkjunni „hefði kostað ámóta og 14 fyrsta flokks jarðarfarir“ (52). Það hversu mikið var við haft í veisluhöldunum jók enn á áhrif ess atburðar er í kjölfarið fylgdi. brúðarsænginni kom nefnilega í ljós að Angela hafði náð að glata meydómi sínum áður en Bæjarður kom til sögunnar. Brúðguminn skilaði því brúðinni snarlega í föðurhús og þar var hún vitaskuld krafin sagna. Hún „gaf sér aðeins tóm til að nefna nafnið. Hun leitaði að því í hálf- rökkri hugans og fann það með skjótum hætti innan um óljós nöfn bæði þessa og annars heims og negldi nafnið á vegginn með sinni markvissu ör, líkt og fiðrildi sem er fast á títuprjóni og hefur glatað frelsinu um aldur og ævi. Hann Santíago Nasar, sagði hún.“ (58) Þar með voru örlögin ráðin. Hefndarhugsunin tók sér bólfestu í áfengismettuðum hug- um bræðranna Péturs og Páls Víkarío. Santíago Nasar varð að deyja til að Víkarío ættin héldi sæmd sinni. Eins og titill verksins á frum- málinu ber með sér er hér um að ræða króniku sem um aðferð er keimlík hinni ágætu Innan- sveitarkróniku. „Blekberinn" er einn þorpsbúa sem raunar tók þátt í veislunni en er ekki til frá- sagnar um morðið sjálft vegna þess að þá hvíldi hann höfuð sitt í rammkaþólsku skauti gleðikon- unnar Maríu Alexandrínu Cervan- tes. Það eru mörg ár liðin frá atburðunum þegar hann „hvarf aftur heim í hið gleymda þorp og reyndi að raða saman hinum marg- víslegu glerjum úr hinum brotna spegli minninganna“ (11) Bókin greinir síðan frá niðurstöðum þessa starfs sem ekki var neitt áhlaupaverk þar sem margir voru ýmist fullir eða timbraðir morðmorguninn og enn aðrir á þönum vegna þess að biskupinn átti leið hjá í bátnum sínum. Fyrir þá sem þekkja fyrri verk Garcia Marques er þessi nýja skáldsaga kærkomin viðbót. Öðrum vil ég benda á að Frásaga um margboðað morð er einkar heppileg til innvígslu í sagnaheim þessa kólumbíska meistara vegna þess að í henni er að finna flest þau atriði sem einkenna samfélags- og mannlýsingar hans. Heiður og sæmd eru lykilatriði í hinu suður-ameríska ættar- samíélagi. Þeir bræður Pétur og Páll Víkarío iðrast aldrei verkn- aðar síns: „Sæmd okkar var í veði“ (60) Það er í raun niður- staða verksins að Bæjarður San Roman sé eina fórnarlambið, því „Santíago Nasar hafði hreinsast af smán, Víkaríobræðurnir sann- að karlmennsku sína, og hin svikna systir hafði endurheimt heiður sinn“ (98) Þannig eru lögmál hins sérkennilega samfé- lags við Karabíska hafið. Trúarbrögðin hafa einnig mót- andi áhrif á athafnir fólksins. Kaþólskan liggur á yfirborðinu en undir niðri kraumar forn þjóðtrú og gægist tíðum upp á yf- irborðið. Líf fólksins mótast raunar að stórum hluta af hjátrú og hindurvitnum sem enginn þor- ir að storka enda hefnist þeim jafnan er það gera. Stíll Marquesar er enn sem fyrr markaður af háði og ýkjum og vonandi hefur hvorutveggja komið fram í tilvitnunum hér að framan. Engu að síður hlýtur frá- sögnin að teljast raunsæ og það er trúa mín að hið suður ameríska raunsæi með öllum sínum furðum og hliðarsporum sé í raun lífvæn- legasta gerð raunsæisbókmennt- anna, kærkomin tilbreyting frá leiðigjörnu ný-raunsæinu sem hefur einkennt íslenskar nútíma- bókmenntir um langt skeið. Ég tek því undir með sögumanni þegar hann segir á einum stað: „...ef allt er skoðað líkist lífið að lokum lélegustu tegund bók- rnennta" (104). f stuttum ritdómi er erfitt að koma til skila þeim töfrum sem einkenna verk Gabríels Garcia Marques. Þar fara saman margir þættir en ef ég ætti að taka ein- hvern þeirra út úr þá eru það persónulýsingarnar. Karakter- arnir eru sumir þann veg skapaðir að þeir taka sér bólfestu í vitund lesarans og verða ekki svo auðveldlega hraktir á brott. Sant- íago Nasar er einn þessara kar- aktera. Þegar Víkaríobræðurnir hafa látið slátrarasveðjur sínar heimsækja öll helstu líffæri hans býr hann enn yfir nægilegum krafti til að leita heim í hús. Leið hans liggur um hús Wenefríðu Marques og henni verður vita- skuld bilt við: Santíago; hrópar hún. Hvað gengur að þér góði minn? Santí- ago bar kennsl á konuna. Þeir drápu mig, Wene mín, svaraði eftir Sigurö Svavarsson Marques - „kær- komin tilbreyting frá leiöigjörnu ný- raunsæinu", seg- ir Siguröur Svav- arsson um morö- króniku nýja nób- elsverðlaunahaf- ans. Raunir Bárðar Heimsmeistara Maður dagsins eftir Andrés Indriðason. Skáldsaga. 192 bls. Almenna bókafélagið, Reykjavík. Andrés Indriðason hefur verið iðinn við kolann að undanförnu. Barnabækur hans hafa verið verðlaunaðar og notið vinsælda með réttu. Nú síðast hefur höf- undurinn leitað út af sviði barna- bókanna og samið skáldsögu sem mun vera ætluð fullorðnum. Eftir að hafa lesið söguna læðist að mér sá grunur að Andrés hefði betur haldið sig við börnin og eitt er víst að Maður dagsins mun aldrei verða tilefni verðlauna- veitinga. Andrés fer í þessu skáldverki inn á svið sem er í sjálfu sér for- vitnilegt og gott sagnaefni. Hann tekur fyrir afburðamanninn í íþróttaheiminum og líf hans „í ljóma frægðar,“ baráttuna við stórhvelin sem vilja maka krók- inn á afrekum hans. Bárður Valdimarsson er sögu- hetja bókarinnar. Hann er ein- feldningslegur sveitamaður og ævinlega skotspónn allra sem umgangast hann. Bárður er alinn upp í Gufudalnum, nánar tiltekið á bænum Innra-Koti. Hann flyst síðar í bæinn með móður sinni sem stöðugt þurfti að leita lækna í Reykjavík. í sveitinni hafði Bárður þurft að hoppa og stökkva yfir náttúrulegar hind- ranir eins og gengur og gerist. Þegar Bárður kemur til Reykja- víkur er það fyrir tilviljun að hann fer að æfa langstökk með íþrótt- aklúbbi Vesturbæjar og hvílík til- viljun! Eftir að hafa æft íþróttina í nokkrar vikur undir handleiðslu Sigurbergs Þorgrímssonar setur Bárður glæsilegt íslandsmet, stekkur 7.98 m. Nokkrum vikum síðar setur Bárður Norðurlanda- met, 8.68 m. Enn líða nokkrir dagar og Bárður fer á Evrópu- mótið í Helsinki og setur að sjálf- sögðu heimsmet 9.86 m I (Til samanburðar má geta þess að heimsmetið í langstökki er nú 8.95 m. Þegar Bob Beamon setti þetta ótrúlega met í þunna loftinu í Mexícó ’68 leyfðu menn sér að fullyrða að löng bið yrði eftir öðru eins risastökki). Já árangur Bárðar Valdimarssonar er ekkert slor. A hluta úr sumri hefur hann bætt árangur sinn um eina 2 metra. Hvað þetta atriði snertir væri réttast að flokka Mann dags- ins undir ævintýri. Það er í rauninni fátt í persónu og fari Bárðar sem gerir frægðar- feril hans trúverðugan, a.m.k. kemur hann illa heim og saman við þá hugmynd sem ég hef um slíka garpa. Hann er einfaldur, ótrúlega saklaus og virðist skorta bæði viljastyrk og festu til að geta stefnt ákveðið að settu marki. Höfundur velur þá leið að gera konur að drifkraftinum í lífi hans og met sín setur hann yfirleitt til að ganga í augun á þeim konum sem á vegi hans verða: „Ég lofa þér því að ég skal setja met. Ég skal setja met fyrir þig, Lína“ (28). Og fjórum blaðsíðum síðar má lesa: „Ég skal setja met. Ég skal setja met fyrir J?ig, Lára“. Og skömmu síðar: „Eg skal setja met fyrir þig. Ég lofa þér því. Ég skal setja met fyrir þig, María Fil- arova“. (44) Þegar mamma Bárðar hefur verið flutt á spítala í skyndi kveður hann með orðun- um: „Ég skal setja met fyrir þig, mamma. Ég lofa þér því. Ég skal stökkva fyrir þig og ég skal setja met fyrir þig.“ (121) Já konur hafa mikil áhrif á líf Bárðar og þær eru í rauninni yfirleitt hinir mestu skaðræðisgripir er undan eru skildar mamman og Lína. Línu er líka á mjög ódýran hátt Andrés Indriða- son „Sagan um mann dagsins er skrifuð eftir for- múlu sem er ekki lengur gjald- geng...“ stillt upp sem andstæðu annarra vinkvenna Bárðar. Hún er frem- ur ófríð (Bárður er það reyndar líka) en undur væn og ósköp heimkær. Hinar stúlkurnar eru hins vegar fagrar , skemmtana: - sj úkar, kynæsandi og mæla yfir - leitt fagurt er þær flátt hyggja. Reynsluleysi Bárðar í kvenn- amálum er algjört enda koma konur í líf hans í fyrsta skipti þetta viðburðaríka sumar. Hið sama má segja um áfengið því fram til þessa sumars hafði líf heimsmeistarans verið vímu- gjafalaust. Þegar Bárður bragðar áfengi fer venjulega allt á annan endann og hann er raunar sjaldnast sjálfviljugur í þeim efn- um heldur^ því brennivín er beinlínis neytt oní hann oft á tíð- um. Bárður sækir kraft og þor tii vínandans í lókauppgjörinu við fjendur sína og sá kafli er hinn máttugasti í sögunni, í raun hinn eini sem stendur upp úr meðal- mennskunni. Þá gerir Bárður upp við vinnufélagana í Vöru- höllinni, eigandann (föður Láru) sem hafði nýtt hann í hrikalega ósmekklegar auglýsingar og skemmtikraftinn er áleit Bárð ekkert annað en efni í góðan brandara (kannski hafði hann einmitt rétt fyrir sér). Skandall- inn leiðir til sjúkrahúsvistar og á sjúkrabeðnum lærir heims- meistarinn að meta Línu að verð- leikum og gerir þessa lifandi eftir- mynd móður sinnar að unnustu sinni. Andrés Indriðason skýtur rækilega yfir markið í þessari „krufningu“ á lífi afreks- mannsins. Þar kemur margt til, persónusköpunin er slök og blær frásagnarinnar er ótrúverðugur. Á bókarkápu er Maður dagsins sögð vera „raunsæ nútímasaga" en því miður rís verkið engan veginn undir þeirri einkunn. Það er örugglega ætlun höfundar að lesandinn fái samúð með Bárði en það mistekst (a.m.k. hvað mig snertir) og þar með geigar ádeila verksins. Sagan um mann dagsins er skrifuð eftir formúlu sem ekki er lengur gj aldgeng og þess vegna mistekst höfundi að afhjúpa líf og feril afreksmannanna í íþrótta- heiminum og lítið stendur því eftir. SS IITVAKP Föstudagur 10. desember. 9.05 Morgunhundur barnanna. Húsgagnið hennar langómmu styttir okkur stundir um eilifð alla. 10.30 Það er svo margt að minnast á. Torfi Jónsson sér um íslenskan dánumannaþátt. 11.30 Frá Norðurlöndum. Finnavinurinn segir okkur frænda visur og flettir ofan at skandöjum. 13.30 Á frívaktinni. Hann var sjómaður dáðadrengur, svona lagviss bar' eins og gerjgur. Sigrún Sigurðar kynnir. 15.00 Miðdegistónleikar. Vínarfílan leikur tónlist eftir Dvorak. 16.20 Ógnir töframannsins. Ofbeldissaga fyrir börnin með kristilegu ívafshugarfari. Þórir S. Guðbergsson les eigin hugarfóstur. 17.00 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir ný lög og leiðinleg. 22.35 Skáldið á Þröm. Á heljarþröm, anda- giftin horfin og seðlarnir með. 23.00 Kvöldgestir. Óþarfi að fara fleiri orðum um Jónas. 01.10 Á næturvaktinni. Hins vegar er alltaf hægt að tala um Sigmar. Laugardagur 11. des- ember. 9.30 Óskalög sjúkrahúsanna. Landsspita- linn sendir Borgó sínar bestu kveðjur. 11.20 Hrímgrund. Frost i barnalandi. 13.20 Helgarvaktin. Er liðið ekki á bullandi kaupi fyrir alla þessa helgarvinnu? Hróbjart- ur er skinandi bjartur og Arnþrúður er eintómt púður. 16.40 islenskt mál. Ásgeir Blöndalskaffi Magnússon skýrir frá merkum nýjungum úr heimi vísindanna. 17.00 í dægurlandi. Ég hef aldrei heyrt um það. Þar eru bara milljón plötu menn. Sam- anber prósentin. 19.35. Á tali. Þær mega þá bara tala. Ég hlusta sko ekki. Skol 20.30 Kvöldvaka. Ein af nýjungum útvarps- ins. Bara færa þáttinn á milli daga. Hug- myndaríkir menn. 23.00 Laugardagsspyrpa. Palli og Þorgeir tefla fram sínum sterkustu trompum: fyndn- inni og léttleikanum . Sunnudagur 12. desember. 10.25 Út og suður. Upp oq niður. Friðrik Páll Jónsson flakkar heimshorna á milli á talfær- um annarra. Við líka. Og allir skemmta sér vel. 11.00 Messa. I Dómarakirkjunni. Guð er dómarinn. 13.20 Nýir söngleikir á Breiðvangi. Árni Blandon segir frá ferð sinni i hóruhús ÍTexas. Eða var það púdduhús? Hann skemmti sér allavega vel. 16.20 Mótsögn og miðlun. Hegel er enn samkvæmur sjállum sér. En það verður ekki lengi. Kristján Arnason flytur síðara erindi sitt. 18.00 Það var og. Tímabær þáttur. Goðsagnaeyðandi þáttur. Góður þáttur. Það er skítkalt að vetrarlagi við Miðjarðarhafið. Áfram með niðurrifið. Þráinn Bertelsson spjallar við hlustendur. 19.25 Veistu svarið. Tryggvi Gíslason dæmir norðlenskar mannvitsbrekkur. 21.55 Aðfangadagskvöld. Klukkur landsins kirkja hljómar enn í brjósti minu, þegar ég minnist aðfangadagskvöldsins hins forna... Smásaga eftir Elísabetur Helgadóttur. 23.00 Kvöldstrengir. Ég hljóp nefnilega svo mikið í morgun. Ég er kominn með strengi. Útlendingurinn Helga Alice kynnir að norðan. SJOMVAKI* Föstudagur 1 o.desember 20.45 A tiöfinnl. Birna Hrólfsdóttir les upp fyrir þjóðina. Hún vandar sig vel. 21.15 Prúðuleikararnir. Carol Burnett er með stórar tennur. Hún ætlar að læsa þeim ( græna froskinn leiðinlega og losa okkur endanlega við hann. Farið hefur... 22.00 Kastljós. Innlendur upplýsingaþáttur um erlend og innlend málefni. Ömmi og Gaui setja upp alvörusvipinn. 23.10 Vigamaðurinn (The Stalking Moon). Bandarísk vestfjarðamynd, árgerð 1968. Leikendur: Gregory Peck, Eva Marie Saint. Leikstjóri: Robert Mulligan. Þolinmæðin sigrar allar þrautir. Og spennan eykst. Kona nokkur er leyst úr halai hjá Apac- he indíánum og hefur með sér son sinn. Barnsfaðir hennar, faðir piltsins, eltir hana og hvíta vesalinginn, sem hjálpar henni. Marg- sýnd mynd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Laugardagur 11. desember. 16.30 íþróttir. Bjarni Fel er nú varla búinn að jafna sig eftir áfallið á þriðjudagskvöld. Aumingja strákurinn. Vonandi sýnir hann ekki úr leiknum. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Spænskur flokkur um besta vininn barnanna. Hundgá og fjallaljón. 18.55 Enska knattspyrnan. Alltaf batnar það. 20.40 Löður. Ekki er þetta verra. Urrrrg! 21.10 Pappirstungl (Paper Moon). Banda- rísk bíómynd, árgerð 1973. Leikendur: Ryan O'Neal, Tatum O'Neal. Leikstjóri: Peter Bog- danovich. Kreppan er i algleymingi. Faðir og dóttir ferð- ast um Bandaríkin í leit að ættlingjum, þar sem-koma skal stúlkunni fyrir. Biblíusala á fölskum forsendum. Fyndin og skemmtileg mynd. Endursýning. 23.10 Þrjú hjól undir bilnum (Goodbye Pork Pie). Nýsjálensk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur:Tony Barry, Kelly Johnson, Claire Oberman, Shirley Gruar. Leikstjóri: Geoff Murphy. Galgopar á ferð og löggan reynir að stöðva þá. Gamansöm mynd í léttum gamansömum dúr. Andfætlingar sýna hvað i þeim býr. Eru þeir eins og góðir og stóri bróðir? Sunnudagur 12. desember. 16.00 Sunnudagshugvekja. Hjálmar Jóns- son bolabani flytur lausnarorðin. 16.10 Fréttadálkur frúarinnar. f alvöru. Öðru nafni Gutlað í grænsápunni. Afar spennandi mynd frá sápugerðinni Frigg. 17.05 Þróunarbraut mannsins. Endursýn- ing á framtið mannsins. Hvernig er það hægt? . 18.00 Stundin okkar. Eru þau nýju jafn sæt og hún Bryndis? Hún Bryndís var svo sæt. 20.40 Sjónvarp næstu vikur. Guðmundur Ingi segir frá. 21.10 Glugginn. Það minnir mig á Blómin. Ég sit og stari oft útum glugganr. og sé ekkert nema skuggann af lífinu sjálfu. Þannig er menningin. 22.05 Stúlkurnar við ströndina. Fina franska fólkið er komið i strið. Það var sorg- legt. Undarleg mynd.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.