Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 19
irinn Föstudagur 10. desember 1982 19 EyrnalSst 11 Musica Antiqua lék í anddyri Þjóðminjasafnsins á sunnudaginn verk eftir Tele- mann, Bach og Hándel. Það voru Camilia Söderberg á altblokk- flautu, Michael Shcltun á barokk- fiðlu, Helga Ingólfsdóttir á sembal og Olöf Sesselja Óskars- dóttir á viola da gamba. Ekki gerist þess þörf að síend- urtaka hól um þennan hóp, en hann er með því elskulegasta, sem í heyrist nú um stundir. Um staðinn er það að segja, að enda þótt gaman sé að horfa á Gísla biskup Þorláksson og konurnar hans þrjár hlusta á verk samtíðar- manna sinna ofan af vegg, þá þykir mér þessi músík hljóma enn betur í sal Lærða skólans. Flosi 8 er að draga fram og afhjúpa fyrir . augum annarra ýmiss konar nei- kvæði í fari einstaklinga eða í mannlegu félagi, hafa það að hlátri og spotti í þeirri trú, að þannig verði helst sigrast á því“. Það er í rauninni litlu við þetta að bæta því þessi tilvísun lýsir ágætlega ætlun höfundar. Það sem hann beinir spjótum sínum að er aðallega hann sjálfur en einnig ýmislegt í fari annarra, kerfið og margvíslegar skoðanir. Eðli satírunnar er þannig að hana má alls ekki taka alveg bók- staflega þá er voðinn vís. Ég ætla til dæmis að benda ýmsum jafn- réttissinnum sem kynnu að fá hland fyrir hjartað við lestur bókarinnar að lesa betur það sem stendur á milli línanna. Þrátt fyrir áðurlýst vonbrigði mín með bókina, þá er ósköp notalegur tónn í henni. Reyndar gamalkunnur úr Þjóðviljanum og engum þarf að leiðast við lestur hennar. G.Ást • Auður 8 ÞRJU SJONARHORN Samtíma okkar lýst frá þrem sjónarhornum í þrem nýjum íslenskum skáldsögum. ÖLAFURORMSSQN BOÐIÐ tsppíHans DRENGIR MEÐAM Boðlð udp ídans eftlr ólaf Ormsson er í senn alvöru- mlkll og gáskafull skáld- saga. í henni reyna menn að leysa lífsgátuna með formúlum. Mlsvísandl öfl togast á um söguhetjuna og spurningin er: Hvert þeirra verður sterkast að lokum? Þekktlr atburðir um- llðinna ára spinnast inn í söguþráðlnn og víða glittir í fólk sem vlð þykjumst kannast við. Pabbadrenglr eftlr Egll Egllsson Saga af nútímafólkl í Reykjavík. Allt er skipulagt frá rótum. Þennan dag skal barnlð koma undir- í þessari viku skal það fæðast. Sagan fylgir þessum atburðum sem og öllu öðru sem víð ber allt þar til afsklptum fæðlngar- stofnunar og hins opin- bera eftirlits lýkur. En hvernlg gengur mann- lengri náttúru að beygja sig undir sjíka sklpu- lagningu. Kynni það ekki að verða ofurlítið bros- legt? YNGIST Meðan lífið vngist eftir Kristján Albertsson. Hér eru kynntar sérkenni- legar sögupersónur úr athafnalífi, stjórnmálalífí og menningarlífi þjóðar- innar. Svo má virðast við lestur þessarar skáidsögu Krlstjáns Albertssonar að nútímlnn beri sterkan svip af Sturlungaöld. margt vel gerðir og skopskyn höf- undar njóti sín ágætlega þá dugir það ekki til að úr verði skáldsaga. Konan sem persóna er ósköp lítið spennandi og segir lesanda fátt. Maðurinn er einfaldlega lit- laus og leiðinlegur smáborgari, ósköp góður og meinlaus, en það fer einmitt svo mikið í taugarnar á konunni. Sú heildarmynd sem brugðið er upp af veröld konunn- ar og hugarheimi er ósannfær- andi og þó um skopfærslu sé að ræða missir hún marks vegna skorts á samsvörun við raunveru- leikann. G.Ást Popp_______________8 Pat Benatar - Get Nervous Pat Benatar er ein af þeim stjörnum sem skært hafa skinið í Bandaríkjunum undanfarin ár. Plöturnar In The Heat of The Night, Crimes Of Passion og Precious Time hafa allar notið mikilla vinsælda vestan hafs og svo er einnig um einstök lög af þeim. En eins og oft vill verða þegar vel gengur þá er fólk gjarnt á að halda sig við sömu formúl- una hafi hún á annað borð gengið vel í fyrstu. Þetta er pyttur sem Pat Benatar hefur einmitt dottið all rækilega í. Varla er hægt að tala um að neitt nýtt hafi verið að gerast hjá henni undanfarin ár og er svo einnig nú, þó árangurinn nú sé kannski skömminni til skárri á Get Nervous en hann var á Precious Time. Hvað sem öllu líður, þá er Pat Benatar góð söngkona og væri næstum óskandi að formúlan færi nú að bregðast henni, svo hún kannski sneri að einhverju betra. Michaei Schenker Group - Assault Attack Það er einhvern veginn þannig með marga þungarokkara í dag, að það er eins og þeir þurfi að skipta um hljómsveit í hvert skipti sem þeir skipta um nærbux- ur. Gott dæmi um þungarokkara af þessari gerðinni, er söngvarinn Graham Bonnet. Hann gekk t.d. til liðs við gítarleikarann Michael Schenker ekki alls fyrir löngu. Ekki dvaldi hann þó lengur í hljómsveit Schenkers en svo að honum rétt tókst að ljúka við að syngja inn á eina plötu þ.e. plöt- una Assault Attack, sem nýlega kom út. Á Assault Attack leika raunar bara tveir af þeim er voru í Mic- hael Schenker Group á hljóm- leikaplötunni, sem út kom fyrr á þessu ári, en það er.auk Schenk- ers sjálfs, bassaleikarinn Chris Glenn. Það er líka ólíku saman að jafna hvað þessi nýja plata er miklu skemmtilegri en hljórn- leikaplatan var. Þó er svo sem ekkert á þessari nýju plötu að heyra sem ekki hefur verið gert margoft áður, en aðdáendur þungarokks eru yfir höfuð ekki nýjungagjarnt fólk og verða því væntanlega ekki fyrir neinum vonbrigðum með plötu þessa. Það er heldur ekki nein ástæða til þess, Assault Attack er kraft- mikil plata, örlítið poppuð á köfl- um og Schenker er jú alltaf svo- lítið sér á parti, sem einhver besti þungarokkgítarleikari sem starf- andi er í dag. Bad Manners - Forging Ahead Það hefur reynst erfitt fyrir ýmsar ska-hljómsveitir sem upp komu á árinu 1980, að þróa tón- list sína og má segja að engri þess- ara hljómsveita hafi tekist að losa sig undan stefnu þessari nema Madness. Flestar eru þessar hljómsveitir annaðhvort hættar eða bara gleymdar. Bad Manners er þó undan- tekning frá þessu, því hljóm- sveitin hefur nánast alveg haldið sig við þá tónlist, sem þeir léku í upphafi og það sem merkilegra er, komist upp með það. Tónlist þeirra er nærri alveg stöðnuð en alltaf öðru hvoru verður þó vin- sælt með þeim lag og lag, saman- ber My Girl Lollipop, í sumar. Bad Manners eru fyrst og fremst í þessum bransa til að skemmta fólki og nýja stóra platan þeirra, Forging Ahead, ber þess greinileg merki. Tónlist- in er létt og skemmtileg og þeirrar gerðar er ætti að koma fólki í gott skap, en hún ristir þó ekki djúpt. Þing Knattspyrnusambands f 1 íslands á dögunum varð frið- .^Uamara en menn áttu von á. Hclst voru það Valsmenn sem héldu þar uppi þrefi vegna af- greiðslu KSÍ á kærumáli vegna Al- berts Guðmundssonar í fyrra- sumar og vildu fá samþykkta til- lögu um vítur á stjórn KSI. Svo fór þó að þeir stóðu uppi einir á þing- inu og tillagan var felld. í stjórnar- kjöri var helst spenna um það hvor myndi ná kjöri,Helgi Daníelsson, sem lengi hefur átt sæti í stjórn KSÍ, eða Sveinn Sveinsson, sem Reykjavíkurfélögin gerðu tillögu um. Helgi hafði þó betur með um 30 atkvæða mun... Helgarpósturinn skýrði frá f Jþví ekki alls fyrir löngu að ^I Ólafur Jóhannesson, utanrík- isráðherra, hefði tilkynnt flokks- bræðrum sínum að hann ætlaði ekki fram í prófkjöri og næstu þing- kosningum. En skjótt skipast veður í lofti. Sagt er að ýmsir máls- metandi menn í Framsóknarflok- knum í Reykjavík óttist að fram- boð Guðmundar G. Þórarinssonar í 1. sæti listans í Reykjavík sé ekki nógu sigurstranglegt og leggi nú hart að Olafi að gefa kost á sér einu sinni enn. Segja heimildir okkar að Ólafur muni eitthvað vera farinn að linast í fyrri afstöðu og hafi lofað að leggjast undir feld til að hugsa . ráð sitt betur.... r'1 Það fer víst ekkert á milli /l mála, að almenningur er far- S inn að óttast kreppuna marg- umtöluðu. Verslunarmenn, sem við höfum spurnir af, hafa allir sömu sögu að segja: þeir ná ekki einu sinni að selja fyrir sömu krónu tölu ' og á sama tíma á síðasta ári, hvað þá að þeir hafi haldið í við verðbólguna. Þá hafa vanskil á skuldabréfum hjá afborgunar- kjaraverslunum farið hraðvaxandi á undanförnum mánuðum og versl- unarfyrirtæki eiga í sífellt meiri vandræðum með að standa við skuldbindingar sínar gagnvart bönkum og öðrum lánastofnunum. En kaupmenn gera sér vonir um að jólavertíðin muni bjarga málum fyrir horn, eins og svo oft áður... íslenskt skrifræði hefur oft Y J sannað gildisleysi sitt. Ein lítil S saga af því: íslenski veitinga staðurinn Cockpit Inn í Lux- emborg hefur um skeið lagt metn- að sinn í að kynna íslenska fiskrétti og fleira slíkt og flutt inn hráefni frá íslandi. Þetta hefur mælst vel fyrir í Lux. Nú er útlit fyrir að veitinga- staðurinn verði að draga saman seglin í þessu efni að einhverju leyti. Meðal þess hráefnis sem not- að hefur verið er íslensk síld. Þessa síld hefur Cockpit Inn orðið að flytja inn í svo smáum pakkningum að það hefur reynst óhagkvæmt frá fjárhagssjónarmiði. Ástæðan er sú, að Síldarútvegsnefnd hefur einkarétt á útflutningi síldar í pakkningum sem rúma meira en tíu kíló...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.