Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 10.12.1982, Qupperneq 22
22 Það eru greinilega umbrotatímar í íslensk- um stjórnmálum um þessar mundir, svo sem, glöggt má sjá í skoðanakönnun þeirri um fylgi flokkanna í Reykjavík, sem birtist í| blaðinu í dag. Þar var reynt að kanna fylgi flokkanna ef kosið væri í dag og þá j afnframt tekin inn í myndina þau nýju framboð, sem, rætt hefur verið um að hugsanlega muni sjái dagsins ljós í næstu kosningum. Vert er að ítreka að könnunin náði einungis til kjósenda í Reykjavík, sem okkur þótti nógu forvitni- legt viðfangsefni eftir þann atgang sem átt hefur sér stað í því kjördæmi að undanförnu. Niðurstaðan er býsna athyglisverð. Kann- ski fyrst og fremst að fleiri eiga eftir að gera upp hug sinn til stjórnmálaflokkanna heldur en nokkru sinni fyrr eða vilja ekki láta uppi skoðanir sínar af einhverjum ástæðum, eða alls 56% þeirra sem spurðir voru. En meðal SÉRFRAMBOÐ Á SIGLINGU þeirra sem voru tilbúnir að svara kemur þó fram, að hin þrjú nýju megin framboð sem einkum hefur verið rætt um undanfarið, þ.e. framboð Bandalags jafnaðarmanna Vil- mundar Gylfasonar, Kvennaframboð og framboðslisti Gunnars Thoroddsen núver- andi forsætisráðherra, eiga meiri hljómgrunn meðal kjósenda en e.t.v. flesta hefur órað fyrir og mundu allir þrír listarnir fá mann kjörinn í Reykjavík samkvæmt könnuninni. Athyglisvert er einnig, að þessi nýju fram- boð virðast fyrst og fremst höggva skörð í raðirgömlu flokkanna í Reykjavík, sem hafa kennt sig við félagshyggjuna. Sjálfstæðis- flokkurinn kemur sterkur út úr könnuninni - eins og ýmsum fyrri könnunum - þ.e.a.s. meðal þeirra kjósenda, sem gert hafa upp hug sinn. Og það er þrátt fyrir hamaganginn í prófkjörinu þar á dögunum, að flokkurinn kemur út úr þessari könnun með 48% fylgf. Haldi flokkurinn því hlutfalli á landsvísu þarf ekki mikið til að Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta á næsta Alþingi. Sjálf- stæðisflokkurinn nýtur þess vafalaust í þessu tilliti, að fjölmargir kjósendur hans, sem ekki láta sér detta í hug að ganga í flokkinn, hugsa eins og kerlingin, sem sagði: Ég er alveg á móti pólitík. Égkýs bara Sjálfstæðisflokkinn. En hvaða ályktanir má draga af þessum niðurstöðum? Hvernig má útskýra vaxandi „lausafylgi“ og það, sem túlka má sem aukið tómlæti gagnvart stjórnmálaflokkunum? Og hvað veldur því, að svo stórt hlutfall kjós- enda hefur enn ekki gert upp hug sinn gagn- vart flokkunum? „Óvissuhlutfallið gæti verið að stækka“, segir Ólafur Þ. Harðarson, lektor í stjórn- málafræðum við Háskóla íslands. Það má hinsvegar ekki taka skiptinguna á milli þeirra, sem ekki vilja svara, og þeirra sem segjast óákveðnir, of bókstaflega. í hópi þeirra, sem segjast óákveðnir gæti verið talsverður hóp- ur, sem einfaldlega kýs að láta ekki í ljós skoðanir sínar. Menn hafa haft vissar hug- myndir um að lausafylgið fari vaxandi og að það stafi af talsverðri óánægju með stjórn-, málaflokkana. Það er ekki óþekkt, að fólk láti í ljós óánægju sína með flokkana, þegar svo langt er til kosninga, með því að segjast; helst geta hugsað sér að kjósa einhvern annan flokk, engan flokk eða jafnvel nýjan flokk. En þetta þarf ekki að vera nein spá um endanleg kosningaúrslit. Við höfum fylgst með svipuðum hlut gerast í t.d. Bretlandi, þar sem Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið mikið fylgi í skoðanakönnunum og auka- kosningum. Sama má e.t.v. segja um hinn nýja flokk jafnaðarmanna í Bretlandi, sem fékk mikið fylgi í skoðanakönnun fyrst eftir stofnun Eftir ósigur flokks síns í þingkosningunum í síðasta mánuði, kaus Reagan Bandaríkja- forseti að reyna að styrkja stöðu sína á stjórn- málavettvangi með því að skora þingið á hólm á þeim velli sem hann telur sig standa sterkast að vígi. Hann fór í sjónvarpið og sagði þjóðinni, að öryggi Bandaríkjanna og geta til að hafa í fullu tré við Sovétríkin í kjarnorkuvígbúnaði væri undir því komið, að þingið tæki með í fjárveitingar til landvarna tæpan milljarð dollara til framkvæmda við að koma 100 eldflaugum af gerðinni MX fyrirá jörðu niðri í þéttri hvirfingu í óbyggðum Wy- oming. Til að gera kröfu sína ómótstæðilega með auglýsingabrag tilkynnti Reagan, að GLÆFRALEG MX-ÁÆTLUN KEMUR REAGAN í KOLL eldflaugin sú arna héti ekki lengur MX, héðan af skyldi hún nefnast „Peacekeeper," Friðarvörður. rátt fyrir nafnbreytinguna varð atkvæða- greiðsla í Fulltrúadeildinni, um fjárveitingu til að koma fyrir MX á þann hátt sem Reagan hafði ákveðið, til að baka forsetanum sárasta ósigur sem hann hefur beðið á þingi. Enn situr saini þingheimur og kjörinn var fyrir tveim árum, þegar vinsældir Reagans voru í hámarki og hann fleytti ýmsum áhangendum sínum inn á þing. Nýja þingið, með 26 sæta viðbót fyrir demókrata í Fulltrúadeildinni, kemur ekki saman fyrr en eftir áramót. Engu að síður féll tillaga stjórnarinnar um 988 mill- jónir dollara til að smíöa fyrstu fimm MX- flaugarnar með 245 atkvæðum gegn 176. A sjötta tug þingmanna repúblíkana, flokks- bræðra forsetans, gengu í berhögg við hann í þessu máli. Reagan er maður þrákelkinn, og í Öld- ungadeild hafa repúblikanar meirihluta. Hann lét það boð út ganga, að þrátt fyrir ófarirnar í Fulltrúadeildinni yrði allt kapp lagt á að fá tillöguna sem þar féll samþykkta í Öldungadeild. Búist er við að hún komi til atkvæða í næstu viku. llorfur dökknuðu til muna fyrir Reagan og hans málstað í fyrra- dag, þegar vitnaleiðslur hófust fyrir hermála- nefnd deildarinnar. Þar kom í ljós, að af fjór um mönnum í yfirherráði Bandaríkjanna höfðu þrír lagst gegn þeirri tillögu um eldflaugaþyrpingu í Wyoming, sem Reagan gerði að sinni. Yfirhershöfðingjar landhers og landgönguliða og yfiraðmíráll flotans voru sammála um að tillagan væri byggð á hug- myndum, sem lítt eða ekki hefðu verið sann- prófaðar með gerlegum tilraunum, og gætu því reynst fásinna. Aðeins yfirhershöfðingi flughersins, sem á að fá MX-flaugarnar í sinn hlut, samþykkti tillöguna. Hversu sem atkvæði falla í Öldungadeild- inni, þykir því sýnt að aijdstæðingar MX í Fulltrúadeild hafi fylgi til að velja svo í nefnd til að jafna hugsanlegan ágreining deildanna, að málið stöðvist að sinni. Þar með gæti það hæglega veriðúr sögunni í núverandi mynd, því ljóst er að þegar nýkjörin Fulltrúadeild kemur saman, bætist andstæðingum MX veru legur Iiðsauki. F.kki kemur timaskortur til, að áform um að koma MX-flaugunum fyrir reynist svo vafa samt og glæfralegt, að þrír af fjórum í yfirherráði Bandaríkjanna telja það ótækt. Umræður um þessa gerð eldflauga hafa stað- ið á Bandaríkjaþingi síðan 1974, og svo árum skiptir lengur í flugher og landvarna- ráðuneyti. Undirrót þeirra umræðna er atburðarás í kjarnorkuvígbúnaði á sjöunda tug aldarinnar. I hersýningu á Rauða torginu 1967, á hálfr- ar aldar afmæli byltingarinnar í Rússlandi, Föstudagur 10. desember 1982 J~leli rieigar--7- pðsturinn flokksins. Það fylgi hefur farið hraðminnk- andi skv. skoðanakönnunum eftir því sem nær dregur kosningum. En svo hefur það líka gerst, til dæmis í Danmörku á miðjum síðasta áratug, að það hafa orðið sprengingar“. Ólafur Þ. Harðarson bendir einnig á, að þar sem svo margir kjósenda virðist óá- kveðnir, hljóti kosningabaráttan að skipta meira máli en áður. Þá muni hinir óákveðnu fá tækifæri til að gera upp hug sinn. Hvað sem öðru líður, þá er augljóst af niðurstöðum skoðanakönnunarinnar, að kjósendur í Iandinu - eða a.m.k. í Reykjavík -gerast nú þreyttir á flokkunum. Undanfarin tíu ár eða svo hafa margar samsteypustjórnir setið á Islandi og margar útgáfur reyndar. Ekki hefur verið að sjá neinn sérstakan mun á frammistöðu þeirra. Eilífðarmálið, verð- bólgan, hefur haldið áfram með ljóshraða, fjárfestingar verða stöðugt vitlausari og kappræðuþættir stjórnmálamanna í sjón- varpi verða stöðugt líkari hver öðrum. Það gæti verið ein skýringin á glæsilegri útkomu „sérframboðanna" í þessari skoð- anakönnun. Lausafylgið hrífst af stjórnmála- mönnum, sem tala öðruvísi og skamma ríkj- andi kerfi. Lítill vafi er á, að þrumuræða Vilmundar Gylfasonar í sjónvarpsumræðun- um um vantraustið á Alþingi á dögunum, hefur aflað honum talverðs fylgis meðal hinna óráðnu. Slagsmál dr. Gunnars Thor- oddsen í Sjálfstæðisflokknum eru í sjálfu sér nægileg ástæða fyrir ýmsa til að lýsa yfir stuðningi við forsætisráðherra. Og Kvenna- framboðið nýtur vafalaust fylgis margra fyrir það eitt að vera „sérframboð“. En á þessari stundu er allt óvíst um hvort af nokkru þessara framboða verður. Fari svo, að Vilmundur og Bandalag jafnaðarmanna bjóði ekki fram, dr. Gunnar ákveði að draga sig í hlé og Kvennaframboðið bíði enn um sinn, hefur lausafylgið enn vaxið. „Lausafylgi hefur ekki alltaf breytt kosn- ingaúrslitum", segir Ólafur Þ. Harðarson lektor. „Það hefur ekki alltaf orðið til að efla nýja flokka, eins og dæmin sanna í til dæmis Noregi og Svíþjóð. í Danmörku hafa orðið miklar sveiflur og pólitísk upplausn en kerfið þar virðist nú vera að jafna sig eitthvað eftir hámark þessara átaka á síðasta áratug. En þar blómstrar líka ótrúlegur fjöldi smá- flokka. Þótt staða flokka hafi víða breyst er það víðar, sem smáflokkar og lausafylgi hafa ekki megnað að breyta sjálfri uppbyggingu hins pólitíska kerfis“. að verður því að teljast víst, að enn á margt eftir að breytast á stjórnmálasviðinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær kosn- ingar muni fara fram þótt skilja megi tals- menn flokkanna svo, að það verði um eða upp úr miðjum apríl. Kosningabaráttan er öll eftir og þar munu úrslitin ráðast. Takist Bandalagi jafnaðarmanna að setja saman frambærilega lista í fleiri kjördæmum en Reykjavík er enginn vafi á því að Vilmundur Gylfason og hans menn (og konur) munu láta að sér kveða í kosningabaráttunni. Sú niður- staða skoðanakönnunarinnar, að mun fleiri konur en karlar eigi eftir að gera upp hug sinn til flokkanna, verður að teljst Kvennafram- boðinu til tekna. Ætla má, að konurnar eigi stærri hlut í þeim hópi en aðrir. Á sama hátt má það vera Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík áhyggjuefni, hversu áberandi færri konur fylgja flokknum en karlar. Þá er ekkert víst, að fylgi Gunnars Thoroddsen í þessari skoð- anakönnun muni allt skila sér til Sjálfstæðis- flokksins verði ekkert af framboði forsætis- ráðherra. Það er allt að því óhætt að slá því föstu, að dr. Gunnar myndi ná kjöri færi svo, að hann ákveddi að bjóða sig fram, þótt skoðanakönnunin bendi til að það yrði ekki með sama glæsibrag og Vilmundur Gylfason. Það kann að stafa af því hversu loðin svör Gunnar hefur gefið þegar hann hefur verið spurður um áformin. En hvað sem öllum þessum vangaveltum líður er það eitt víst, að niðurstöður þessarar skoðanakönnunar hljóta að vera flokkunum íhugunarefni. Dómur kjósenda er sá, að þeir hafi einfaldlega ekki staðið sig. Þeir hafa ekki staðið við gefin loforð. Fylgi sérframboðanna svonefndu bendir eindregið til, að fólkið í landinu sé búið að fá nóg af innantómum orðum. _____________ IIMIMUEIMO VFIRSVN Eqi E=i\jn * WmmrShmmS sýndi svovétstjórnin risaeldflaug sína, SS-9. Upp úr því tóku bæði Sovétríkin og Banda- ríkin að gera tiiraunir með eldflaugar, sem borið geta margar kjarnorkusprengjur og má skjóta sinni á hvert skotmark. Burðargeta sovésku eldflauganna er svo mikil, að Ijóst er að þær má búa sprengjum sem eyðilagt geta eldflaugar andstæðingsins, þótt komið sé fyrir í rammgerðum neðanjarðarbyrgjum. Fyrsta viðbragð Bandaríkjanna, á stjórn- arárum Nixons, var áform um að korna upp varnareldflaugakerfi, sem megnaði að skjóta niður aðvífandi eldflaugar áður en þær valda usla á geymslusvæðum eldflaugaflotans. Eftir langar samningaviðræður varð það ein fyrsta ráðstöfuna stjórna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til að draga úr kjarnorkuvopnakapphlaupinu, að bæði ríkin afsala sér gagneldflaugaviðbúnaði. Bandaríkjastjórn féllst á að Sovétríkin mættu hafa 300 þungar eldflaugar, og er það gerðin SS-19. Þar á ofan koma sovétmenn með gerðina SS-18, sem þeir halda fram að teljast skuli létt eldflaug, en er í reynd svo öflug að nægir til að rjúfa eldflaugabyrgi. Af þessum sökum varð það niðurstaða bandaríska landvarnarráðuneytisins 1974, að Bandaríkin þyrftu að koma sér upp eldflaug sem unnið gæti á eldflaugabyrgjum Sovét- manna, til að girða fyrir að þeir gætu talið sig hafa tök á að eyða flota langdrægra, banda- rískraeldfluga sem geymdur er á þurru landi. Síðan er búið að setja fram tvær tylftir tillagna um hvar og hvernig MX-eldflaugum skuli komið fyrir. A sínum tíma ákvað Carter forseti, að gerðar skyldu 200 eldflaugar af þessari tegund, hver búin 10 kjarnorku- sprengjum, og þeim komið fyrir í kerfi 4.600 byrgja í óbyggðum Nevada og Utah. Brautir skyldu tengja byrgjaþyrpinguna, svo sovét- menn vissu aldrei með vissu, hvar eldflaug- arnar væru niður komnar. Auk óhemjulegs kostnaðar við slík mann- virki, varð það áformi Carters að fótakefli, að íbúar fylkjanna sem í hlut eiga og öldunga- deildarmenn þeirra, miklir vinir Reagans, kærðu sig ekkert um að hýsa þessi vopn. Var því enn tekið að brjóta heilann, og árangur- inn er áætlun um að grafa 100 MX-eldflaugar á spildu í Wyoming, sem yrði 22.4 km á lengd og 1.6 km á breidd. Hugmyndin er sú, að með því að hafa eld- flaugarnar svona þétt, yrði sovétmönnum ógerlegt að eyða þeim öllum í einni skyndiat- lögu. Kæmi það til af því, að segulbylgjur og önnur sprengiáhrif frá fyrstu, sovésku spengjunni yrðu til þess, að hinar sem á eftir kæmu spryngju hátt í lofti og næðu aldrei að granda MX-flaugunum í byrgjum sínum, sem að miklum meirihluta væru óskaddaðar eftir og til reiðu í endurgjaldsárás. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við þetta afbrigði MX-áætlunarinnar sé 30 milljarðar dollara. Gallinn er sá, að útreikningarnir sem kenningin um seguláhrif fyrstu árásar- sprengjunnar byggjast á, eru aðeins til á pappírnum. Meira að segja gerð sjálfra byrgjanna, sem hýsa eiga MX-eldflaugarnar, er óráðin og reyndar óþekkt. í einu af fylgi- skjölunum til forseta og þings, plaggi sem flugherinn gerði reyndar til að halda eftir, ségir sá sérfræðingur sem um þessa hlið máls- ins fjallar, Charles H. Townes við Kaliforníu- háskóla, að óvíst sé með öllu að unnt sé að gera byrgin eins rammbyggð og ráð er fyrir gert, sem sé að þau standist 10.000 punda þrýsting á hvern ferþumlung. Þetta er tífalt meiri styrkur en áður hefur mestur náðst. ó er það alvarlegast, segir Townes, að gera má ráð fyrir að sovétmönnum takist að breyta svo vopnakerfum sínum, um þær mundir sem lokið er að koma upp MX- þyrpingunni, að hún geti með engu móti talist óhult. Talað er um kjarnorkusprengjur, sem grafi sig í jörð niður áður en þær springa. James R. Schlesingar, landvarna- ráðherrann sem fyrstur gerði tillögu um MX- eldflaugina, segir í Washington Post, að það sé nú að koma Reagan og ráðuneytum hans í koll, að í þessum alvarlegu málum hafi þeir látið málskrúð og áróður koma í stað rökvísi og yfirsýnar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.