Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 5
Jpk%h irínn TOsíudagu r Tl. 'februar 1983 < \ Nýtt tilbod veldur snarlækkun Samkvæmt samningi um útgáfuna var það hlutverk undirbúningsnefndarinnar að leita eftir tilboðum í setningu blaðsins og prentun þess og þeim tilboðum átti að skila til Jó- hanns Þóris fyrir 1. október. Að kvöldi 30. september barst telexskeyti þar sem greint var frá einu tilboði. „Það fannst mér svo glannalega hátt, að ég sá að það væri ódýrara að kaupa setningartæki ogprentvélar, flytjaá staðinn og þau yrðu búin að borga sig upp í mótslokin", sagði Jóhann. „Fleiri tilboð bár- ust ekki og þegar ég hafði mótmælt verðinu við þá ákvað ég að láta gott heita. En strax við komuna til Sviss kom í ljós að fleiri tilboð höfðu þeir ekki fengið. Fólkið, sem þeir höfðu útvegað til að annast setninguna, kunni ekki á ritvél og því síður á tölvuinn- skriftarborð enda allt á aldrinum 70-90 ára. Á endanum fengust svo skólakrakkar úr ná- grenninu til að leysa gamlingjana af og við það lagaðist ástandið nokkuð. Þó engin ósköp.“ Jóhann sagði að verðið á prentuninni hafi virst óhagganlegt. Flann hafi því farið á stúf- ana og gengið inn í aðra prentsmiðju þar í bænum. Þá voru tveir dagar til þess að fyrsta blaðið skyldi koma út. „Prentsmiðjustjórinn sagðist geta gert mér tilboð en það yrði eki gott enda væri allt of naumur tími til stefnu. Til þessara manna hafði ekkert verið leitað áður um tilboð í verkið", sagði Jóhann. „Á hádegi daginn áður en mótið hófst fékk ég svo tilboð frá þessari prentsmiðju og þá reyndist það sjötíu þúsund dollurum lægra en tilboðið, sem undirbúningsnefndin hafði út- vegað.“ Hann sagði að tilboð þetta hafi valdið sprengingu þegar hann kynnti það fyrir Al- fred Becker og öðrum framkvæmdanefndar- mönnum: „Þeir höfðu strax á orði að nú yrði samningnum við mig rift, ég hefði sýnt slíkt vantraust í þeirra garð. Af riftuninni varð þó ekki en ég var krafinn um tryggingu fyrir prentkostnaðinum - og þar fóru þeir 100 þús- und dalir, sem eftir voru af ábyrgðarfénu sem ég hafði ætlað að nota til að koma vörunni á markað. Þar með lamaðist sá hluti dæmisins. Það hafði verið talið nokkuð tryggt að ég fengi 14-1S000 áskrifendur og áskriftin átti að duga sem trygging. Nú gilti það ekki lengur - og auk þess var mér hótað því, að samningn- um yrði rift ef ég hætti ekki þegar í stað að skipta við þessa prentsmiðju. Um leið lækk- aði skyndilega verð hinnar prentsmiðjunnar um sjötíu þúsund dali - nú átti það allt að hafa verið tómur misskilningur úr mér.“ Nógu traustir samningar? Allt þetta gerðist á einni viku. Stöðugt nálgaðist Ólympíuskákmótið og nærri sex hundruð keppendur voru komnir til Luzern ásamt fjölda aðstoðarmanna og fylgifiska. Ritstjórnarlið blaðsins vissi varla hvernig það átti að snúa sér og þeir Jóhann Þórir og Sig- urður Gizurarson sýslumaður, sem var hon- um innan handar ytra, voru á stöðugum fund- um með framkvæmdanefndinni. Harðorð bréf voru skrifuð til Svisslendinganna. Jó- hann mótmælti framkomu Svisslendinganna og ekki voru þeir heldur alltaf glaðir með Jóhann, skv. upplýsingum HP - þótt ekki sé alveg ljóst hvað dró svo úr ánægju heima- manna. „Það er víst óhætt segja að það, að þetta féll ekki allt ljúflega saman“, sagði Friðrik Ólafsson, „og fer tvennum sögum af því hvað olli. Ég held að spurningin sé hvort samning- arnir voru nógu traustlega gerðir. Mér skilst, án þess að ég hafi sett mig inn í það, að hægt hafi verið að túlka einstök atriði á ýmsa vegu.“ Jóhann Þórir segir hins vegar, að samning- urinn hafi verið góður. „Víst hefði hann get- að verið betri - en helst vantaði kannski í hann skilgreiningu á nokkrum atriðum.“ En svo kom fyrsta blaðið út. „Fyrsta nóttin í prentsmiðjunni var ekkert átakanlega skemmtileg,“ skrifaði Illugi Jökulsson. „Þar sátu að vísu ljúfir menn og kurteisir, en kunnu því miður ekki stakt orð í þeirri ensku, sem blaðið var skrifað á, og var trúandi til að gera hrikalegustu vitleysur út af því - eins og við værum ekki einfær um slíkt. En allt gekk þetta einhvernveginn og sjá: daginn eftir var blaðið komið út, flestum til undrunar. Og þá var komið að því að gefa út blað númer tvö. Það gekk betur. Og þannig koll af kolli. Vinnuaðstaða ritstjórnarinnar var kannski ekki sú besta: annars vegar var það yfirgefinn sturtuklefi í Festhalle og svo hafði flutninga- gámi verið komið fyrir utan við húsið. Sturtu klefinn var kallaður „gasklefinn" af stafsliði Skákar og áður en langt um leið var gámurinn fullur af sígarettustubbum, pappírsrusli og tómum bjórflöskum. En þarna var unnið stundum tólf og fjórtán tíma á sólarhring - og útkoman var blað, sem vakti mikla og al- Svissneskir skólakrakkar við setningu á skákum í Olympíuútgáfu Skákar. Fyrst unnu háaldraðir „skákáhugamenn“ þetta starf - síðan voru fengnir duglegir skólakrakkar. Skemmdir í flutningi menna hrifningu meðal keppenda og annarra mótsgesta. Besta skák- blað í heimi Kunnur skákmeistari, Donner, lét þau orð falla í mótslok að sér hefði þótt verst, að það sem best hefði verið gert á mótinu, blaðið, hefði verið stöðugt bitbein mótshaldaranna og FIDE sem væru að reyna að draga af því fé. íslenskur áhrifamaður í skákhreyfingunni fullyrti við Helgarpóstinn, að þetta blað hefði einfaldlega verið besta skákblað, sem komið hefði út í víðri veröld - „og ég hef góðan samanburð frá bæði Bandaríkjunum og Evr- ópu“, sagði þessi heimildarmaður okkar. En þótt blaðið væri farið að koma út - með m.a. þeim annmörkum fyrst í stað, að meira en helmingur skákanna úr fyrstu og annarri umferð vantaði í blaðið - voru ekki öll vand- ræði úr sögunni. Það hefur lengi verið venja á skákmótum að keppendur, starfsmenn, liðs- stjórar og blaðamenn hafa fengið útgefin fréttabréf ókeypis í hendur. Þannig hefur það og verið á Ólympíuskákmótum þótt um það gildi engar sérstakar reglur. Og í Luzern var þetta um þúsund manna hópur. „Ég var búinn að benda framkvæmda- nefndinni á þetta hvað eftir annað“, sagði Jóhann í samtalinu við HP, „og að einhver annar en ég þyrfti að bera af þessu kostnað. Fyrst í stað töldu þeir þetta ekkert mál til að hafa áhyggjur af - en svo fóru undir lokin að renna á þá tvær grímur. Þá var mér stillt upp við vegg og bætt inn í samninginn, að þeir fengju 200 eintök ókeypis. Ég lét undan - fannst þetta ekki skipta öllu máli gagnvart mér - en vissi jafnframt, að það yrði spreng ing þegar keppendur og starfsmenn áttuðu sig á því, að þeir fengju ekki blaðið nema að borga fyrir það. Sú varð og raunin á. Niður- staðan varð sú, að ég lét keppendur og starfs- menn hafa um 900 blöð - en með þeim fyrir- vara, að það yrði á kostnað mótshaldar anna.“ Upphaflega var ráðgert að fimmtán tölu- blöð kæmu út. Fjórtán blöð sáu dagsins ljós í Luzern - hið fimmtánda, sem að vanda skal innihalda töflur, hlutfallstölur, endanlega röð sveita og keppenda og þar fram eftir göt- unum, er enn í vinnslu í Skákprenti Jóhanns Þóris við Dugguvog en er væntanlegt á næstu dögum eða vikum. Ætlunin var að binda þessi fimmtán blöð inn í tvær bækur og selja í settum. En fyrir utan þau 900 eintök, sem keppendur og starfsmenn fengu í Luzern fyrir jólin seldist lítið af blöðum þar, enda hafði aldrei verið ráð fyrir því gert. Og það sem verra er: sáralítið er til af því upplagi, sex þúsund settum, sem prentað var og átti að fara til væntanlegra áskrifenda. Upplagið var ekki haft stærra svo að Sviss- lendingarnir fengju ekki óeðlilega stóran hluta af kökunni en þeir áttu að fá 60% af hagnaði, eins og áður segir. Þegar mótinu lauk voru til sjö hundruð sett af tölublöðunum fjórtán. Þrjú þúsund sett voru til prentunar í örkum (þ.e. ekki brotin og heftuð) í prentsmiðjuni í Luzern. Þeir Jó- hann, Guðmundur Árnlaugsson og fleiri settu settin 700 inn í tvo bíla í Luzern til að flytja til Luxemborgar og áleiðis heim. Papp- ír sígur íjþegar búið var að hlaða bílana voru þeir orðnir svo þungir, að neistaflugið stóð aftur úr þeim þar sent málmur kom við mal- bikið. Ætlunin var að fara í gegnum Frakk- land en þegar kom að frönsku landamærun- um voru þar tortryggnir tollverðir, sem ótt- uðust að blaðið yrði selt í Frakklandi. Þeim félögum var þess vegna vísað frá og urðu að fara næturlangan krók um Þýskaland til að komast til Luxemborgar. „Það var samið um það við framkvæmda- nefndina, að þeir sendu svo hingað heim þau 3000 eintök, sem voru í prent- smiðjunni ytra“, sagði Jóhann Þórir við HP. „Ég hafði óskað sérstaklega eftir því að þeir gengju frá upplaginu mjög tryggilega fyrir flutninginn og tryggðu fyrir ákveðna upphæð í dollurum. Þegar upplagið kom hingað heirn, fjórum dögum eftir að það átti að vera komið í síðasta lagi, höfðu sex tölublöð af fjórtán eyðilagst í flutningnum - og trygging- in var í svissneskum frönkum. Þar ntunar miklu á vátryggingarupphæðinni - og það gæti gert gæfumuninn. Þetta þýddi náttúrlega að blöðin komust ekki á jólamarkað í bóka- formi, eins og ég hafði ætlað. Þar með hefur maður meira og minna misst af lestinni hér heima og eftir því sem lengra líður frá mótinu minnkar áhuginn. Og tryggingin, sem ég var neyddur til að setja aukalega fyrir prentun- arkostnaðinum ytra eftir að ég hafði sjálfur útvegað tilboð í hann, batt það fé sem átti að nota til söluherferðarinnar." Ástandið er því ekki björgulegt. Nú er það • spurningin hvernig skaðinn verður bættur af tryggingafélaginu og hver ber ábyrgð á því, að ekki var tryggt fyrir fullt verð og eins hver ber ábyrgð á því, að ekki var betur gengið frá sendingunni en raun bar vitni. Jóhann Þórir á sjálfur einfalt svar við því: „Svissneska framkvæmdanefndin. “ Einkahags- munir Beckers? Og hann reiknar með að allt endi í mála- ferlum. Enn hefur ekki bólað á greiðslu fyrir tólf hundruð sett, sem Svisslendingarnir héldu eftir og senda átti greiðslu fyrir. Jó- hann segir að Alfred Becker, framkvæmda- stjóri mótsins, hafi þegar ávísað stórum upp- hæðum á þá 100 þúsund dala viðbótartrygg- ingu, sem sett var, jafnvel þótt það hafi átt að vera fastákveðið að sú upphæð yrði ekki hreyfð. Jóhann gerir kröfu um að ekki verði gengið að ábyrgðinni, sem veitt var í Fram- kvæmdastofnun, fyrr en málin hafa verið gerð upp við Svisslendingana og það ætti að verða á næstu mánuðum. „Það er ljóst að ég þarf frest“, sagði hann. „En ég geri mér vonir um að sleppa frá þessu þótt það sé ljóst, að þetta ævintýri verður ekki til þess að styrkja útgáfu Skákar hér heima. Núna situr ekki eftir annað en beiskjublandin ánægja yfir því að það hafi þó tekist að gefa út blaðið við þessar aðstæður - það tókst, þrátt fyrir Svisslendingana." Friðrik Ólafsson sagðist hafa fundið „mikla bissnisslykt" af öllu saman. Og hann sagðist hafa heyrt utan aðsér, að ef til vill hefði framkvæmdastjóri mótsins, Alfred Becker, sjálfur átt hagsmuna að gæta í öllu saman. Jóhann tekur undir það. „Hvort Becker átti í prentsmiðjunni, sem þetta svokallaða „tilboð“ kom frá veit ég ekki, en ég veit að hann á í prentsmiðju þarna í borginni. Og þegar ég ætlaði að gera upp hótelreikninginn fyrir mitt fólk hrökk út úr hótelstjóranum, að það yrði að borga í gegnum Herr Becker, því hann ætti að fá 20% kommissjón af öllu saman.“ En um hvað snýst þá væntanlegt skaða- bótamál við Svisslendingana, Jóhann Þórir? „Þeir stóðu ekki við samninginn. Margt af því sem lofað var sviku þeir. Ég geri kröfu vegna þess. Ég á eftir að gera kröfu vegna tilboðanna í prentunina- það er augljóst, að þeir leituðu ekki eftir tilboðum. Ég mun gera kröfu um að þeir borgi fyrir þau blöð, sem fóru til keppenda og starfsmanna og svo mun ég að sjálfsögðu gera kröfu um að þessi auka- ábyrgð verði bætt." X X X X X Það er augljóst, að þetta mál snýst ekki um tittlingaskít. Það snýst um milljónir króna og það gæti komið til þess að það yrðu mill- jónir af almannafé, jafnvel þótt Sverrir Her- mannsson, forstjóri í Framkvæmdastofnun, telji það ólíklegt. En það er jafn augljóst, að þessi útgáfa skilar ekki þeim arði og gjald- eyri, sem stjórnarmenn í Framkvæmdastofn- un gerðu sér vonir um. Og kannski skiptir ekki minnstu máli í þessu öllu, að hátt var stefnt í upphafi. Bindin tvö með fjórtán eintökum eiga að kosta 60 dollara eða um 1200 krónur. Og það þykir talsverður peningur hjá skákáhugamönnum, sem ganga ekki allir í silkifötum. Parítu AÐSTOÐ? • Ráögjöí eöa hönnun • Hurðarsmiðjur • Jarövlnnsluverktaka • Gluggasmiðjur • Byggingarverktaka • Dúklagningameistara • Pípulagnlngarverktaka • Stálsmiðjuverktaka • Raíverktaka • Hreingemingarverktaka • Múraraverktaka • Flutningsverktaka • Málaraverktaka • innréttingaverktaka • o.íl o.íL Þetta er fyrirtœki sem leitast við að veita góöa þjónustu þar sem ábyrgö, Tilboó—verksamningar—greiðsluskiimálar ráðvendni og þekking em höíð í fyrirrúmi. Fyriitœkið staríar almennt á sviði íramkvœmda og breytinga, jaínt í Fyrirtœkið er eingöngu í samvinnu viö fullgilda íagmenn. gömlu sem nýjum húsum. o Yl/U verktakaionaður hf Sími: 29740 Skipholti 19-105 Reykjavík ATH. erum fluttir í nýtt og betra húsnæði Upplýsingar í heimasímum: 26505 - 44759 -44413

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.