Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 9
_He/gai-——— -Pösturínn Föstuda9ur 11- febrúar 1983 Æskan í Vínarborg 1923 Nemendaleikhúsið - Leiklistar- skóli íslands: Sjúk æska eftir Ferdinand Bruc- hner. Pýðandi: Þorvarður Helgason. Leikstjóri: Hilde Helgason. Leikmynd og búningar: Sigrid Valtingojer. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikendur: María Sigurðardóttir, Edda Heiðrún Backman, Vilborg Halldórsdóttir, Helgi Björnsson, Kristján Franklín Magnús, Eyþór Árnason, Sigurjóna Sverrisdóttir. Það þarf ekkert sérstaklega mik- ið ímyndunarafl til þess að draga hliðstæður milli þess andrúmslofts sem æskumenn í Vínarborg bjuggu við árið 1923 og þær aðstæður sem æskan býr við á Vesturlöndum nú á tímum. Að vísu hefur æska okkar daga ekki gengið í gegnum reynslu eins og fyrri heimsstyrjöldina, sem var fyrsta vélvædda styrjöldin þar sem manndráp voru beinlínis stór- iðja og kollvarpaði hugmynda- heimi manna og skildi eftir sig tóm sem mörgum reyndist erfitt að fylla. Tóm fullt af spurningum um tilgang lífsins í þessari tilveru. Upplausn og kreppa þessara eftir- stríðsára var ekki beinlínis tími bjartstýni á lífið og tilveruná. Á sama hátt eru núna blikur á lofti sem síður en svo gefa tilefni til bjartsýni á framtíð mannsins á þessari jörð, þó með ólíkum hætti sé en fyrir 60 árum. Þó að kreppa og svartsýni hafi ekki enn heltekið íslenska æsku að ráði, þurfum við ekki að fara langt út fyrir landsteinana til þess að við- horf af svipuðu tagi og ríkja í leikritinu Sjúk æska æpi á móti manni. Eins og þegar hefur fram komið gerist leikritið í Vínarborg árið 1923. Persónur leiksins eru lækn- anemar sem eru mismunandi langt komnir í námi sínu. Yfir vötnunum svífur reynsla styrjaldarinnar sem nýlokið er og ástand upplausnar og vantrú á framtíðina. Öll siðferðileg gildi eru á reiki og fæstir vita al- mennilega hvar þeir standa. Hinn félagslegi veruleiki er baksvið verksins. Viðfangséfni þess er fyrst og fremst að lýsa tilfinningum og vonum eða öllu heldur tilfinninga- brenglun og vonleysi æskufólks á upplausnartímum. Eins og vænta má eru'það fyrst og fremst ástamál þessa unga fólks sem tekin eru til meðferðar. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart miðað við tímann, en leikrit- Helgi Björnsson og María Sigurðardóttir í sýningu Nemendaleikhússins eftirminnileg frammistaða undir nákvæmri leik- stjórn. (Mynd Sigfús Már Pétursson) ið er skrifað skömmu eftir að það á að gerast, að sálfræði gamla Freuds gengur ljósum logum í hugmynda- heimi verksins og verður reyndar meira og minna virk á sviðinu. Átök verksins eru átök milli ein- staklinga í samfélagi í upplausn sem helteknir eru af freudiskum komplexum. Þau leita sér halds í tengslum við aðra sem byggð eru á þessum hvötum, sem þau um leið, sum hver að minnsta kosti, eru að reyna að flýja. Þannig hefur hin lífsglaða og örugga Desiree leitað skjóls hjá hinum glæsilega Freder, og reyndar mörgum öðrum á undan honum, en það er í raun flótti frá sæludraumi bernskunnar þegar hún finnur hlýju og öryggi hjá systur sinni Marion. Hún lætur undan þessari bernskusókn og reynir ástarsamband við sambýl- iskonu sína Maríu, en það reynast henni einnig vonbrigði. María aftur á móti hefur verið í ástarsam- bandi við hinn veiklundaða Petrell, verið honum móðurímynd Ödipus- arkomplexins. írena hefur tekið hann frá henni, en hún er sterkari persónuleiki og því enn sterkara móðurskjól fyrir hann, svo að Mar- ía verður auðveld bráð fyrir Desir- ee. Irena hefur til þessa bælt til- finningar sínar og búið um sig skel kaldlyndis, hún setur námið og vís- indin ofar öðru og flýr þannig til- finningarnar, en hún er samt sú eina þeirra sem hefur einhverja trú á framtíðina. Freder er hinn kaldrifjaði og til- finningalausi maður sem leikur með fólk og tilfinningar, tækifær- issinni sem á það mark eitt að kom- ast af. Hann táldregur „í tilrauna- skyni“ þjónustustúlkuna Lucy, en hún er haldin Electrukomplex, dýrkar Freder sem föðurímynd og gerir allt til þess að halda „ást“ hans, hvort sem það er að stela skartgripum gestanna á gistiheimi- liinu eða að selja sig á götunni. Alt er hinsvegar hinn kynlausi og heimspekilegi áhorfandi sem ekki tekur neina afstöðu en skoðar mannlífið í kringum sig eins og hvert annað forvitnilegt fyrirbæri án þess að það komi honum við. Hilde Helgason leikstýrir þessu verki af mikilli nákvæmni. í túlkun hennar á verkinu er lögð meginá- hersla á innra líf persónanna, reynt að sýna eftir mætti innri togstreitu þeirra í látbragði og breytni. Þetta fannst mér takast harla vel og hópnum í heild takast að miðla andrúmslofti þessa tíma. Um leið birtir hann eftirminnilegar myndir þessara persóna. Leiksýning sem leggur svona mikla áherslu á sálfræðilega hlið persónanna reynir mikið á leik- arana og gerir til þeirra fjölþættar kröfur. Leikhópurinn stendur ó- trúlega vel undir þessum kröfum. Persónurnar eru allar dregnar mjög skýrum dráttum, vel afmark- aðar og ólíkar en samleikur þeirra mjög góður. Það fer ekkert á milli mála að það er mikið hæfileikafólk í þessum árgangi Leiklistarskólans. Hlutverkin gefa nokkuð mismun- andi tækifæri, en öll eru þau vel af hendi leyst og verður hér ekki hirt um að segja deili á hverjum og ein- um. Leikmynd Sigrid Valtingojer er einföld og köld, en hún nýtir af hugkvæmni þetta öngslega svið sem Nemendaleikhúsið verður að búa við í Lindarbæ. G. Ást. „Icelandic Films 1980—1983": Glæsileg frumraun Kvikmyndasjóðs „Icelandic Films 1980-1983“ heitir litprentaður bæklingur á ensku um íslenska kvikmyndagerð, sem Kvikmyndasjóður hefur gefið út í samvinnu við Kvikmyndasafn íslands. í bæklingnum er að finna ágrip af kvikmyndasögu íslands eftir Er- lend Sveinsson, sem einnig hefur ritað um íslenskar heimildarkvik- myndir, og Guðlaugur Berg- mundsson hefur ritað um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar nú. Þá eru stuttar frásagnir um myndir, sem hafa verið gerðar á þessum tíma, og birt litmynd úr hverri þeirra. Einnig er sagt frá myndum sem eru í framleiðslu. Jafnframt er sagt frá nokkrum heimildarmynd- um síðustu ára. Kvikmyndasjóður og aðrar kvik- myndastofnanir, svo sem Kvik- myndasafnið og Kvikmyndahát- íðin, fá sitt rými í ritlingnum og er sagt frá þeim í stuttu máli. Listi yfir öll kvikmyndafyrirtæki landsins er í ritinu, svo og önnur heimilisföng, sem kunna að koma útlendingum og íslendingum að notum. Öllu þessu er svo fylgt úr hlaði af Knúti Hallssyni, formanni stjórnar Kvikmyndasjóðs, þar sem hann segir m.a. frá stofnun sjóðsins og þeim áhrifum, sem hún hafði á kvikmyndagerðina í landinu. Flestar ef ekki allar kvikmynd- aþjóðir gefa út einhverja bæklinga af þessu tagi og er sá íslenski snið- inn eftir skandínavískum fyrir- myndum. „Það verður mikið gagn af þess- um bæklingi, þar sem erlendis er mikið spurt um upplýsingar á ensku um íslenska kvikmynda- gerð“, sagði Knútur Hallsson í samtali við Helgarpóstinn. Bækíingurinn var prentaður í 7500 eintökum og sagði Knútur, að honum yrði dreift á öllum stærstu kvikmyndahátíðum heimsins og væru eintök þegar farin utan. Hon- um verður einnig dreift til kvik- myndastofnana, erlendra kvik- myndadreifenda og annarra, sem kunna að hafa áhuga á að fá hann. Gunnar Trausti Guðbjörnsson sá um útlit bæklingsins, en Maureen Thomas þýddi textann vfir á ensku. Kápusíða hins nýja bæklings Kvik- myndasjóðs er í fánalitunum. „íslenskar kvikmyndir 1980 - 1983“ er vonandi aðeins upphafið að blómlegri útgáfustarfsemi Kvik- myndasjóðs um íslenska kvik- myndagerð. 9 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Q bíwin Laugarásbíó: ★★★ E.T. Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Henry Thomas, Francis Copp- ola. Leikstjóri: Steven Spielberg. Stórkostleg ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri. Árstíðirnar fjórar *** (The Four Seasons). Bandarísk, árgerð 1981. Leikendur: Alan Alda, Carol Burnett, Jack Weston, Rita Mor- eno. Handrit og stjórn: Alan Alda. Bráðskemmtileg lýsing á vináttu þriggja mið- aldra amerískra para. Myndin er ekki laus við ameriskar klisjur og tilfinningasemi, en margt er býsna lunkið og næmlega athugað. Góða skemmtun. - ÁÞ Bíóbær: Að baki dauðans dyrum (Beoynd Death's Door). Bandarísk kvikmynd, byggð á metsölu- bók Dr. Maurice Rawlings. Leikendur: Tom Hallick, Melind Naud. Leikstjóri: Henning Schellerup. Myndin er byggð á frásögnum tólks, sem hetur séð handan dauðadyra. Ævar R. Kvaran flytur stutt erindi áður en sýningar helgarinnar hefj- ast. Flutningur Ævars hefst kl. 18.30 og kl. 21 á laugardag og sunnudag. Hrói Höttur. Skemmtileg barnamynd. Sýnd ókeypis fyrir börnin á laugardag og sunnudag kl. 14 og 16. Háskólabíó: Sankti Helens, eldfjallið springur (St. He- lens). Bandarisk, árgerð 1981. Leikendur: Art Carney, David Huffman, Cassie Yates. Leikstjóri: Ernest Pintoff. Hver man ekki eftir eldgosinu? Hér er sagt frá því og aðdraganda þess, er ungur jarðfræð- ingur reyndi að fá fólk til að yfirgefa hættu- svæðið, en . ★ Með allt á hreinu. islensk kvikmynd, árgerð 1982. Handrit: Ágúst Guðmundsson og Stuðmenn. Leikendur: Stuðmenn, Grýlur, Eggert Þorleifsson, Sif Ragnhildardóttir. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Hin víðfræga islenska söngva- og gleðimynd gengur enn fyrir fullu húsi áhorfenda. islensk skemmtun fyrir allan heiminn. Bíóhöllin: Gauragangur á ströndinni (Maiibu Beach). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Kim Lankford, James Daughton, Susan Player Jarreau. Leikstjóri: Robert J. Rosenthal. Hressir og lífsglaðir unglingar stunda strandlífið og verða ástfangnir. Hvern deymir ekki um það? ★ ★ ★ Fjórir vinir (Four Friends). Bandarisk, árgerð 1982. Handrit: Steven Tesich. Leikendur: Craig Wasson, Jody Thel- en, Michael Huddleston, Jim Metzler. Leikstjóri: Arthur Penn. Penn og handritshöfundurinn Tesich sýna í forgrunni hvernig fjögur ungmenni eldast og þroskast og glata aeskublóm- anum, en í bakgrunninum glittir á sam- skonar örlög bandarísku þjóðarinnar. Þetta er vel leikin mynd, persónurnar eru sannfærandi flestar hverjar, og myndin í heild gengur ágætlega upp. -GA Flóttinn (Pursuit). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Robert Duvall, Treat Wil- liams, Kathryn Harrold. Leikstjóri: Roger Spott- iswoode. Maður heitir J.R. Meade. Hann sleppur undan lögreglu á hreint alveg ævintýralegan hátt. Myndin greinir frá þessum flótta og er hún byggð á sannsögulegum heimildum. Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Alec Gu- inness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Gold. Hugguleg fjölskyldumynd um lítinn lávarð og annan stærri. Jólamyndin í ár. *** ■ Fram í sviðsljósið (Being There). Bandarísk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skáldsögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik- stjórk Hal Ashby. Regnboginn: Étum Raoul. - sjá umsögn í Listapósti. ** Swenney 2. Bresk kvlkmynd. Leikendur: John Thaw, Dennis Waterman. Spennu- mynd um Skotlandsjardinn og sérsveitir hans. Blóðbönd **• (Die Bleierne Zeit). Þýsk, ár- gerð 1981. Leikendur: Jutte Lampe, Barbara Sukowa. Leikstjóri: Margarethe von Trotta. Sú sögulega sjálfsrýni sem nú brýst fram i þý- skri kvikmyndagerð fær vart betri úrvinnslu um þessar mundir en hjá Margarethe von Trotta. Stjúpi (Beau-pere). Frönsk, árgerð 1980. Leikendur: Patrick Dewaere. Handrit og stjórn: Bertrand Tavernier. *** Ástarsamband þrítugs manns við 14 ára stjúp- dóttur sína. Mynd, sem hefur vakið athygli. framúrskarandí ág»t góft þolanleg léleg Stjörnubíó: Dularfullur fjársjóður (Who find a friend, finds a treasure). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Bud Spencer, Terence Hill. Leik- stjóri: Sergio Corbucci. Tvíburabræðurnir feiti og mjói lenda í ævintýr- um er þeir leita að týndum fjársjóði á eyðieyju. En er eyjari i eyði? Snargeggjað (Stir Crazy). Bandarísk, árgerð 1981. Handrit: Bruce Jay Friedman. Leikendur: Gene Wilder, Richard Pryor. Leikstjóri: Sidney Poitier. Þeir Wilder og Pryor eru bráðskemmtilegt par i þessari „snargeggjuðu" sögu um tvo náunga frá New York, sem freista gæfunnar í Kaliforníu en lenda i fangelsi í staðinn. Frammistaða aðal- leikaranna er reyndar mun betri en efni standa til. handritið og leikstjórnin missa dampinn eftir miðbik myndarinnar, en þeir Pryor og Wilder eru i stuði allt til loka. -ÁÞ Alit á fullu með Cheech og Chong (Nice Dreams). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Thomas Chong, Cheech Marin, Stacey Keach. Leikstjóri: Thomas Chong. Hver kannast ekki við ærslabelgina og háðfug- ana tvo með siða hárið og djoíntið í trantinum. Hér eru þeir komnir i nýrri mynd með nýjum ævintýrum, sem kitla taugarnar, hláturtaugarn- ar. Austurbæjarbíó: Elvis (This is Elvis). Bandarísk kvik- mynd, árgerð 1982, með ýmsum leikurum og einum leikstjóra. The King is dead, en hann lifir svo sann- arlega í minningunni og sérstaklega ef hægt er aö græða á henni. Hér er sem sé mynd um kappann. MÍR—salurinn: Seigla. Sovésk kvikmynd í leiks^óm Larisa Shepitko. Verðlaunamynd, sem gerist að baki vigstöðvanna í Hvítarússlandi veturinn 1942 og segir frá þvi er skæruliöar eru handteknir af Þjóðverjum. Myndin er sýnd á sunnudag kl. 16 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Tónabíó: The Party (Glaumurinn). Bandarísk kvik- mynd. Leikendur: Peter Sellers, Claudlne Longet. Leikstjóri: Blake Edwards. Sellers i essinu sinu sem indverskur stórleikari, sem leggur öll kvikmyndaver heimsins í rúst. Tveir góðir saman: Sellers og Edwards. Nýja bíó: ★★ Pink Floyd - The Wall. Bresk kvlk- mynd, árgerð 1982. Handrit: Roger Waters. Leikendur: Bob Geldof. Leik- stjóri: Alan Parker. Myndin er mikið tækniundur og teiknimyndakaflarnir eru með því betra, sem ég hef séð. lonlist Kjarvalsstaðir: Tónleikar Tónlistarskóla Reykjavíkurverðaá föstudags- og mánudagskvöld. Leikinn verð- ur einleikur, samleikur og einsöngur. Á þriðjudag verða fullnaðartónleikar Gerðar Gunnarsdóttur, Snorri S. Birgisson leikur undir á píanó. Mokka: Á miðvikudaginn opnaði myndlistarmaður- inn Plútó sýningu á fjórum oliumyndum og 19 vatnslitamyndum. Sýningin verður opin til 28. febrúar. viilmrMr Norræna húsið: Leigjendasamtökin verða með fund kl. 4 á laugardag 12. febrúar. Rítari Alþjóðasambands Leigjenda, Björn Eklund mun skýra frá ástandl lelgumála i öðrum löndum og svara fyrirspurnum. Blómasalur Hótels Loftleiða: Hótel Loftleiðlr efna til miklllar síldarveislu I 8lómasal hótelsins dagana 11.-20. febrúar í samvinnu við Islensk matvæli. Félag harmonikkuunnenda sendir tulltrua sinn á staðinn á laugardags- og sunnudagskvöld. Gamla Bíó: Stjórn landsamtakanna LÍF & LAND hefur ákveðið að efna til almenns fundar í Reykjvík á sunnudaginn kemur, kl. 13.15. Þarverður almenningi gefinn kostur á að kynnast rökum með og á móti fullum jöfnuði atkæðaréttar- ins. Fundurinn verður í formi réttarhalda þar sem röksemdir verða kynntar af tveim hæstaréttarlögmönnum, og munu þeirsækja og verja frá báðum hliðum. Samtök um kvennaathvarf: Skrifstofa samtakanna er í Gnoðarvogi 44,2. hæð. Hún er opin alla virka daga kl. 14-16, sfmi 31575. Póstgirónúmer samtakanna er 4442-1.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.