Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 11
 11. febrúar 1983 L is tin er kiækja ve fur Aðstæður mannsins og lífið er klækjavefur og listamaðurinn spinnur úr því annan vef sem við köllum listaverk. Við gerð sér- hvers listaverks beitirlistamaður- inn þeirri aðferð sem guð er sagður nota í umgengni sinni við manninn: hann gefur og tekur. Listaverk eru þess vegna handa- verk hins gjöfula þjófs. Ekkert listaverk er annað hvort gjöfult eða eyðandi. Það er ekki hlutverk gagnrýn- andans að segja til að mynda sannleikann um eitthvert á- kveðið listaverk, heldur leiðir hann aðra að sannleikanum, sem verður aldrei fundinn sem alls- herjarsannleikur heldur einstakl- ingsbundinn sannleikur og hann ríkir venjulega skamma hríð. Svipað gildir um sannleikann í listum og vísindaritum. Þegar líf er í vísindastörfum þá lifir sann- leikur hvers vísindarits aðeins skamma hríð, enda fleygir vísind- unum svo ört fram að það sem var í gildi í dag verður úrelt á morg- un. Þó er sá munur á listaverkinu og vísindaverkinu að sökum hins hverfula eðlis listaverksins geng- ur sannleikur þess í bylgjum. Og þess vegna er að þótt eitthvað gildi í dag en verði úrelt á morgun getur það sama öðlast nýtt gildi hinn daginn. Gagnrýnandinn get- ur leitt njótandann í sannleikann um gerð verksins og leyst það upp í byggingareiningar, en ef það er listaverk glatar það ekki leynd sinni og töfrum. Góð listaverk þola það að þau séu leyst upp í frumeiningar. Ég man að Símon Jóh. Ágústs- son setti skemmtilega upp dæmi um umgengni við ljóð, þegar hann sagði í Fagurfræði sinni frá ljóði í bók sem stillt var út í búðarglugga í París og lagði hann oft leið sína fram hjá glugganum og las ævinlega ljóðið en það höfðaði aldrei til hans, eins og sagt er, þangað til það laukst upp fyrir honum allt í einu einn dag- inn. Gallinn á þessu dæmi er sá að Símon sagði ekki lesendum sín- um frá seinni viðhorfum sínum til ljóðsins, hinum listræna sann- leika þess, hvort hann breyttist og þá hvers eðlis breytinginvar. Með því móti hefðum við getað fylgst með þróunarferli eða breytilegum viðhorfum ákveðins manns til ákveðins ljóðs, að minnsta kosti man ég ekki hvort hann sleppti hendinni eða öllu heldur huganum af ljóðinu; bók- ina las ég fyrir þrjátíu árum þegar hún kom út. I raun er hverfandi lítill munur á listamanninum, gagnrýnandan- um og njótanda listaverksins. í okkur öllum er í senn listamaður, gagnrýnandi og njótandi; það er aðeins misjafnlega mikið af þess- um mönnum í okkur öllum við hinar ýmsu aðstæður. í lista- manninum er jafn mikið af njót- anda, skapanda og gagnrýnanda. f njótanda listaverks er meiri njótandi en skapandi eða gagn- rýnandi. í gagnrýnandanum er meiri gagnrýnandi en njótandi eða skapari. Allt er í öllum mönnum og allir menn eru allt. Ef gagnrýnandanum er gefið gott tóm og nægilegt rými og að- búnaður hans er sæmilegur, þá kappkostar hann að vísa lesend- um sínum veginn sem liggur að leyndarmálum listaverksins, en gagnrýnandinn getur aldrei leitt í ljós með óhrekjandi dæmum leyndarmálin á hlutlægan hátt. Þetta stafar af því að leyndarmál- ið getur tekið á sig „líkamlega áþreifanlega mynd“ aðeins að hluta til. Þroski mannsins og menning fer mikið eftir því hvað hann þolir að búa við mikla leynd án þess að hugur hans fari úr skorðum eða hann leiti sér hjálp- ar í hjátrú. Listaverkið hjálpar manninum við að búa við hið ó- þekkta á áþreifanlegan hátt. Guðbergur Bergsson skrifar frá Spáni Líkt og börnin þreifumvið okk- ur áfram til æviloka og finnum jarðfestu og andlegt öryggi í því að beina eilífum spurningum hver að öðrum og sjálfum okkur um allt og alla. A þroskaferli okkar kemur þó að því að tíðni spurninganna fer þverrandi. Við teljum að þá sé fundið jafnvægi milli leyndar og hins þekkta í lífi okkar. Hinir síspyrjandi finna aldrei þetta jafnvægi. Hið svo nefnda „venjulega fólk“ finnur ótrúlega fljótt slíkt jafnvægi, á miðjum aldri, og fer eftir það lítið út fyrir þá spurningarþörf sem náttúran gefur hverjum manni. Sá sem er síspyrjandi þarf ekki að vera rótlaus eins og ýmsir halda. Þeir sem eru í eðli sínu miklir gagnrýnendur, listamenn eða njótendur, eru síspyrjandi. Þess vegna telur „venjulegt fólk“ lista- manninn vera rótlausan, hverf- lyndan og jafnvel andlegan aumingja. Sá sem ann samtíð sinni þreytist aldrei á því að spyrja um hana. Listin er klækjavefur og því verður að beita bellibrögðum og slóttugheitum ef hægt er að nálg- ast hana. Þótt list spretti úr gróðurríkum menningarjarðvegi eða frjóum huga rís hún sem hill- ingar í eyðimörk. Þegar gengið er nær hverfur hillingin undan og er á alla vegu. Einnig líkist listin regnboganum; sá sem stendur undir honum miðjum getur ósk- að sér óskar sem rætist. En eng- inn getur staðið undir regnbogan- um miðjum, og þess vegna fæst ósk njótandans og gagnrýnand- ans aldrei uppfyllt, sú ósk að gáta regnbogans verði leyst og þó vit- um við hver gerð regnbogans er en hann er ætíð jafn fagur. Það er eitthvert undarlegt drápseðli í manninum. Því hvert er eðli ósk- arinnar annað en það að vilja að óskin rætist og þegar óskin er upp- fyllt þá hættir eitthvað að vera til? Leyndardómurinn rís upp sem lífsvörn gegn drápsvilja ósk- arinnar. Njótendur lista, listamaðurinn sjálfur og gagnrýnandinn verða að sætta sig við að í listum er aðeins til andartakslausn. Viðvit- um ekki einu sinni hvort til eru nokkrar haldbærar og algildar reglur um hvernig handbragðið eigi að vera þegar ákveðinn hlutur er smíðaður. Allir tímar hafa engu að síður samið ein- hverjar meginreglur um hvernig handbragðið skuli vera við gerð hinna ýmsu hluta. Síðan tekur nýtt handbragð við og hitt gleymist. Gleymskan er frjó. Og meðan gamla handbragðið gleymist blandast það hinu nýja hand- bragði og sprettur fram í endur- nýjaðri eða breytti mynd, enda- laust. Þannig spinnst sá klækjavefur sem lífið er. Höfuðvandinn er sá hvort við getum hrifist endalaust, hvort við getum leikið á okkur með list og klækjum. LEiKFÉLAG REYKjAVÍKUR SÍM116620 Salka Valka sunnudag kl. 20.30 miðvikudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Forsetaheimsóknin föstudag uppselt. Skilnaður laugardag uppselt. Jói þriðjudag kl. 20.30. Miðasala í Iðnó'kl. 14-20.30. HASSIÐ HENNAR MÖM MIÐNÆTURSYNING í AUSTURBÆJARBÍÓI LAUGARDAG KL. 23.30 Miðasala í Austurbæjarbíói. Kl. 16 - 21. Sími: 11384. föstudag kl. 20.00 uppselt laugardag kl. 20.00 uppselt sunnudag kl. 20.00 uppselt Ath.: Vegna mikillar aösóknar veröa nokkrar aukasýningar og verða þaer auglýstar jafnóðum. Sunnudag kl. 17.00 TÓNLEIKAR til styrktar Is- lensku óperunni. Judith Ðauden sópran. Undirleikari Marc Tardue. Miöar fást hjá islensku óperunni. Miðasalan er opin milli kl. 15—20.00 dagiega. Simi 11475. #ÞJÓfil£IKHÚSItt Danssmiðjan í kvöld kl. 20. Síðasta sinn Lína langsokkur laugardag kl. 12 uppselt sunnudag kl. 14 uppselt sunnudag kl. 18 uppselt Ath. breytta sýningartíma Jómfrú Ragnheiður laugardag kl. 20 Litla sviðið: Tvíleikur sunnudag kl. 20.30. Tvær sýningar eftir. Súkkulaði handa Silju þriðjudag kl. 20.30. Miðasala 13.15 - 20. Sími 1-1200. mánudaga—fimmtudaga kl. 8-18. Föstudaga kl. 8-19. Laugardaga 9-12. p ii 1 BYGGINGAVORUR1 ^ Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). L miH==il H==il IL: ■. - «111=1 H==jl d Ótrú/ega hagstæöir greiðs/uskilmá/ar AUt niður í 20% OPIÐ: • FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR • • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • • VIÐARÞILJUR • • PARKETT• PANELL• EINANGRUN • • ÞAKJÁRN • ÞAKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL.. O. FL. Gunnar__________________________21 verður aldrei að veruleika í þessum heimi þótt því sé ekki að neita, að kaþólska kirkjan gældi löngum við þá freistingu að taka sér það bessaleyfi að skilgreina sjálfa sig sem ríki Guðs á jörðu. En kenningin um syndina hef- ur m.a. gegnt því hlutverki að kalla kirkjuna til raunsæis og líta á lífið eins og það er en ganga ekki eingöngu út frá því eins og það ætti að vera eða gæti hugsanlega verið. En þótt útópía sé blekking þá er þar með aðeins hálf sagan sögð. Innst inni finna menn, að hið fornkveðna er rétt, að „betra muni dreymt en ódreymt". Útópía er í vissum skilningi sönn, hún á sér rætur i því fyrirbæri, sem gefur manninum kraftinn til að lifa: von- inni. Án vonar gæti maðurinn ekki lifað, án vitundar um að einhverju væri unnt að þoka áleiðis væri allt strit mannsins tilgangslítið. Sagan sýnir, að þrátt fyrir allt eru það kenn- ingar um útópíu, sem hafa breytt lífinu til hins betra, vonin um betri heim og betra líf hefur ævinlega náð tökum á manninum. Þess vegna mætti orða það svo, að í fyrirbærinu útópía byggi kraftur sem manninum er nauð- synlegur til þess að vilja takast á við þetta líf. En útópían verður blekking um leið og mað- urinn gerir sér grein fyrir því, að hlutskipti mannsins er firring eða framandleiki í þess- urn heimi: útópían gengur út frá manninum eins og hann gæti verið en ekki eins og hann er. Þess vegna étur byltingin börnin sín, para- dís næst ekki hversu langt sem seilst er. „Austan Eden“ kallaði Steinbeck eitt merk- asta verk sitt; með því vildi hann segja á sinn hátt, að paradís væri ekki langt undan en samt óendanlega fjarri, jafnvel svo fjarri, að betra væri ódreymt um það fyrirbæri. Hugmyndin um útópíu er ekki röng í eðli sínu.ekki frekar en að taka þá áhættu að vona eitthvað í þessum heimi. En um leið og mað- urinn fer að trúa því, að vonir um útópíu geti ræst - hrynur Babelsturninn. Svo þver- stæðukennt fyrirbæri er útópían! Páll 21 Því miður hlýt ég að draga í efa að staðleysuhugmyndir af því tagi sem hér hafa verið reifaðar nái fram að ganga í samfélagi okkar og vil nefna nokkrar staðreyndir því til stuðnings. Varðandi fyrsta atriðið: Ef umræður stjórnmálamanna eru marktækar um félags- lega vitund íslendinga sem einnar heildar, þá bendir margt til þess að við séum ekki og viljum ekki vera ein pólitísk heild, þ.e.a.s. mynda eitt heilsteypt ríki (sbr. hvernig staðið er að málum við endurskoðun stjórnarskrár- innar). Varðandi annað atriðið: Ef opinber um- ræða á íslandi um mennta- og menningarmál er til marks um ástand menningarinnar, þá virðist fátt mega verða henni til bjargar úr því öngþveiti sem hún er lent í og því brenglaða verðmætamati sem fylgir verðbólgu og upp- lausn í lífsháttum síðari ára. Varðandi þriðja atriðið: Hér er einn ljóður á ráði þjóðarinnar sem stendur í nánum tengslum við stjórnmálalegt ráðaleysi og brenglað mat á verðmætum: Ekkert samfélag fær dafnað eðlilega, ef þorri meðlima þess telur sér hag í því að braska með frumstæð lífsgæði þess í því skyni að hagnast hver á öðrum - í stað þess að eiga sjálfir þátt í sköpun þessara lífsgæða. (Af þessu leiðir spillingu sem fólgin er í því að búnar eru til nýjar og nýjar þarfir, langanir eða kröfur eftir gæðum sem eðli sínu samkvæmt geta aldrei veitt fólki þá fullnægju sem það þráir). Varðandi fjórða og síðasta atriðið: Svo illa virðist hafa tekist til víða í opinberri stjórn- sýslu að starfsmennirnir misskilja hlutverk sitt: í stað þess að vera þjónar fólksins líta þeir ranglega á sig sem yfirboðara þess að hætti dómara. Þessa ranghugmynd er eflaust auðvelt að uppræta - og ef sama gilti um annað sem hér hefur verið nefnt, þá gætu íslendingar gert hvaða staðleysu sem er að veruleika.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.