Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 11.02.1983, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 11. febrúar 1983 íjSsturinn Meirihluti mót fallinn jöfnu vægi atkvæða Meirihluti alþingismanna telur ekki að atkvæði landsmanna eigi að vega jafnt þegar kosið er til alþingis. Það er meginniðurstaðan í skoðanakönnun sem Helgarpósturinn gekkst fyrir meðal þingmanna nú i vikunni. Alls náðist samband við 57 þingmenn af 60. Þeir Jón Helgason, Jósef H. Þorgeirsson og Pétur Sigurðsson voru allir fjarstaddir þá daga sem skoðanakönnunin var gerð. Spurt var einnar spurningar og óskað eftir einföldu svari - já eða nei. Spurningin hljóðaði svona: Telur þú að atkvæði allra kjósenda skuli vega jafnt í alþingiskosningum, án tillits til búsetu? Mikill meirihluti þingmanna svaraði spurningunni afdráttarlaust á annan hvorn veginn. Sumir töldu þó nauðsynlegt að láta einhverjar útskýringar fylgja og var þeim þá gefinn kostur á einni sctningu til skýringa. Nokkrir þingmannanna treystu sér ekki til að taka afstöðu til spurningarinnar. Já sögðu 20 þingmenn, nei sögðu 28 og 9 vildu ekki svara. Það vekur athygli að afstaða þingmanna í þessu máli fer ekki eftir flokkum, heldur kjördæm- um. Þannig svöruðu aðeins tveir landsbyggðarmenn spurningunni afdráttarlaust játandi, og aðeins einn þingmaður úr þéttbýlinu svaraði neitandi - Guðrún Helgadóttir. Að öðru leyti er best að láta lesendum eftir að túlka niðurstöðurnar og minna á fund Lífs og lands um þessa sömu spurningu, sem verður haldinn i formi réttarhalda um helgina. Þeir sögðu nei: Sighvatur Björgvins- son: Nei. Davíð Aðal steinsson: NeL Helgl Seljan: Nei. Egill Jóns- son: Nei. Friðjón Þórðarson: Nei. Garðar Sig- urðsson: Nei. Guðmundur Bjarnason: Nei. Halldór Ás- grímsson: Nei. Ingólfur Guðnason: Nei. i ^ Ingvar Gísla son: Nei. Eggert Haukdal: Nei. (En leiðrétting er nauð- synleg). Guðrún Helgadóttir: Nei (Það verð- ur að taka tillit til þess hvern- ig landið er í laginu). Karvel Pálmason: Nei. Lárus Jóns- son: Nei. Sigurlaug Bjarnadóttir: Nei. Ólafur Þ. Þórðarson: Nei. Páll Péturs- son: Nei • Pálmi Jóns- son: Nei. Skúll Alex- andersson: Nei. Stefán Guð- mundsson: Nei, Steingrímur Hermanns- son: Nei, Sverrlr Her- mannsson: Nei. Tómas Árna- son: Nei. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson: Nei. S. i Æ Stefán Val- geirsson: Nei. Hjörleifur Guttorms- son: Nei. Árnl Gunnarsson: Nei. (Ekki á meðan að- stæður fólks til að ná til stjórn- unarstofnana eru eins mis- jafnar og raun ber vitni). Ragnar Arn- alds: Nei (Vægið milli flokka á að vera jafnt, en ekki milli kjör- dæma). Þeir sögðu já: Blrglr ísleifur Gunnarsson: Já. Friðrik Sophusson: Já. Saiome Þor- kelsdóttir: Já. Ólafur G. Elnarsson: Já. Guðmundur Karlsson: Já. Guðmundur G. Þórarins- son:Já. Jóhann Eln- varðsson:Já. Jóhanna Sig- urðardóttir: Já. Jón Baldvin Hannibals- son:Já. Karl Stelnar Guðnason: Já. Kjartan Jó- hannsson: Já. Magnús H. Magnússon: Já (Stefna ber að þvQ, Matthías Á. Mathiesen: Já (Stefna skal að þv(). Guðmundur J. Guð- mundsson: Já (Þó ekki só hægt að koma því við nú). Ólafur Ragn- ar Grfmsson: Já, Ólafur Jó- hannesson: Já. Gelr Hall- grlmsson: Já (Þó það sé ekki raunhæft núna). Vllmundur Gylfason: Já (Þessu er hægt að ná með því að jafna kosn- ingarétt al- gjörlega fram- kvæmda- valdsmegin). Þórarinn Sigurjóns- son: Já.(En það verður að líta á að að- stæður bjóða ekki uppá slfkt núna.) Alexander Stefánsson: Já (Ef jafnhliða eru gerðar ráðstafanir til að leiðrétta annað mis- rótti), Þeir kusu að svara ekki: Elður Guðna- son. (Treysti sér ekki að svarameðein- földu jái eða neii). Albert Guð- mundsson. Geir Gunnarsson (Við núverandi aðstæður get ég ekki svarað spurningunni). Eyjólfur Kon- ráð Jónsson. ! Halldór Blöndal. Stefán Jóns- son (vii ekki svara spurn- ingunni eins og hún er framsett - eins og Hamlet sagði: íhyglin gerirgungurúr oss öllum). eftir Guöjón Arngrimsson Steinþór Gestsson. Svavar Gestsson (Jafnræði milli flokka já, en varðandi kjör- dæmin er að minu mati rétt- astaðmiðavið það sem var '59). Gunnar Thor- oddsen. myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.