Helgarpósturinn - 28.07.1983, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 28. júlí 1983
^pústurinn
GLEÐITÍÐINDI!
fyrir Cannon handklæðaunnendur. Þau fást í
miklu úrvali og á hagstæðara verði en
erlendis.
Nokkrar gerðir með 20% kynningarafslætti,
frá okkar góða Cannon verði.
VIRKA
Klapparstíg 25—27
simi 24747
Samkvæmt útreikningum
Hagvangs er kostnaður við
frágang með Thoro-efnum:
Thoroseal: Sprautað og pússað.
Quickseal: Kústað.
Thoroglaze: Akrylvökvi, úðað.
Kostnaður, efni og vinna 133 kr. á hvern m2. Undirbúningsvinna, vírhögg og
viðgerðir áætlað 55 kr. á hvern m2.
Hefðbundin pússning og málníng um 360 kr. á hvern m2.
Thoro-frágangur er einfaldur, ódýr og endingargóður.
Leitiö nánari upplýsinga og tilboða. Sérþjálfaðir fagmenn til þjónustu.
steinprýði
StÓrhÖföa16 sími 83340-84780
I
I
THORO
UTANHÚSSFRÁGANGUR
40%
SPARNAÐUR..!
Thoro-efnin eru samsett úr
fínmöluðum kvartzstein-
efnum, sementi og akryl-
efnum.
Thoro-efnin eru m.a.
notuð til frágangs á
steyptum flötum utan-
húss, þau fást í mismun-
andi litum og grófleika.
Thoro-efnin fylla í holur og
sprungur, þau þekja mann-
virkin og verja gegn veðrum.
Thoro-efnin koma í stað
pússningar og málningar.
Þau hindra ekki nauðsynlega
útöndun flatarins.
Sunnudagsferð
til fagnaðar
Á sunnudaginn var fórum við
mæðgurnar í bíltúr. Alveg fyrir-
heitalausan. Bara með kók og
prinspóló í plastpoka og þá frómu
ósk að einhvers staðar væri sól-
skinsblettur í heiði handa okkur að
setjast í og gleðjast með. Okkur
sýndist vera bjartara yfir Hafnar-
firði en Reykjavík svo mamman
efndi gamalt loforð um að heim-
sækja Hellisgerði. Hellisgerði er
ævintýri litlum krökkum, fullt af
krókaleiðum og klettum til að
klöngrast í. Sjálfri þykir mér þetta
útivistarsvæði ekki síður markvert
fyrir þá staðreynd eina, að þar er-
alltaf fólk, fólk verandi sjaldséðir
hrafnar á reykvískum útivistar-
svæðum, hvað sem því nú veldur.
Nú, en Hellisgerði þeirra Hafn-
firðinga hélt okkur hugföngnum
allt þar til helgarblöðin voru upp-
lesin, nestið uppurið og Ieynistígar
kannaðir — þá var okkur orðið kalt
þrátt fyrir sumartíðina og ekki um
annað að gera en hverfa inn í bíl og
setja miðstöðina í gang. Og halda
áfram bíltúrnum. Og einhvern veg-
inn æxlaðist það þannig að allt í
einu vorum við roknar út úr bílnum
aftur til að skoða fallega húsið eins
og dæturnar nefndu það — Pakk-
húsið. Þegar Hafnarfjörður átti af-
mæli á dögunum var opnuð sýning
í Pakkhúsinu en það fór alveg fram-
hjá mér þá. Líklega er maður ekki
nógu duglegur við að lesa blöðin!
Svo sýningin varð okkur hálfgild-
ings uppgötvun. Og aldeilis ekki
amaleg. Fyrst skoðuðum við líkön
af alls konar bátum og skipum, sex-
æringum, kútterum, þilskipum,
togurum og lystiskipum eins og
Gullfossi. Aldeilis er það ótrúlegt
að sóttur hafi verið sjór á svo ófull-
komnum farkostum að því okkur
þótti — „duttu mennirnir ekki í sjó-
inn“ spurði sú stysta og starði stór-
um augum á árabátinn. Svo klöngr-
uðumst við upp slitinn stigann til að
skoða næsta ógnvekjandi kafara-
búning, dýrðlegar myndir af fisk-
verkun, saltfiskburði og síldarplön-
um. Svo voru þarna verkfæri, sem
við höfðum aldrei áður séð, flest
tengd sjónum. Og fleiri myndir:
karlarnir að leggja sig á dekkinu á
milli kasta og á milli þeirra strák-
snáði ekki mikið eldri en sú okkar í
miðið og „þurfti hann að fara á sjó-
inn líka? Var mamma hans með?“
og konur að bera sólþurrkaðan fisk
á börum og aðrar að salta sild niður
í tunnur og fleiri karlar að borða
matinn sinn í lúkarnum og „sullað-
ist ekki grauturinn út um allt?“ og
einn var að lesa bók uppi í koju. Úti
í horni stóðu gömul skólaborð
frammi fyrir kennarapúlti þar sem
var hnöttur með öllum heiminum á
og hægt að sjá ísland og sjóinn allt
um kring. Þetta var nú aldeilis
ævintýri fyrir litlar stelpur, sem
kaupa fiskinn beint yfir borðið og
fyrir mömmuna Iíka, sem hugsaði
um afa sína sem veiddu fisk af kútt-
erum eiginlega löngu áður en þeim
óx fiskur um hrygg. Og allt í svona
gömiu húsi, „já það er meira en
hundrað ára gamalt og nei, það
voru ekki til rafmagnsperur þá“.
Svo fórum við aftur út og horfðum
á höfnina fulla af skipum og það
voru uppi vangaveltur um það hvort
gömlu skipin hefðu komið með
nokkuð handa krökkunum.
„Kannski kandís". Svo fórum við
inn í hús Bjarna riddara Sivertsen,
þar sem kaupmaðurinn bjó greini-
lega í vellystingum. Auðvitað var
það þannig að kaupmaðurinn lifði
sínu Iífi úti í Kaupmannahöfn og
útibússtjórinn fékk að vera í fína
húsinu. Svo var búðin sjálf í rauða
húsinu og já, okkur kom saman um
að þar væri gaman að hafa búð sem
seldi kandís og kannski eitthvað að
drekka líka, þó ekki gætum við í-
myndað okkur hvað krakkarnir
fengu gegn þorstanum þá, mjólk
líklega eða bara vatn. Alla vega ekki
kók!
Svo snerum við heim á leið með
fangið fullt af Baldursbrám úr
fjöruborðinu utar þar sem elliheim-
ilið rís eins og gráklæddur risi úr
hrauninu og ekkert skildum við í
því hvers vegna ekki er búið að gera
fallegt í kring um gamla fólkið. Og
hvers vegna það er látið búa svona
langt í burtu frá „Fallega húsinu"
sögðu litlu stelpurnar því þeim óx í
augum hvað langt var að ganga inn
í bæinn aftur og gatan erfið yfir-
ferðar. En það er eflaust allt önnur
saga.
Sýningin í Pakkhúsinu er á mun-
um úr Byggðasafni Hafnarfjarðar,
Sjóminjasafninu og Þjóðminja-
safninu. í húsi Bjarna riddara eru
húsgögn og myndir. Þar er elsku-
legur safnvörður, sem kann á öllu
skil og svarar flestum spurningum
og það sama er reyndar hægt að
segja um unglingsstelpurnar úti í
Pakkhúsi, sem gættu munanna þar
eins og sjáaldurs auga síns. Það fer
hver að verða síðastur að skoða sýn-
inguna þar, henni lýkur víst þessa
helgi. Ms
Nú er engin afsökun fyrir því að láta sér leiðast í norðurbœ Hafnarfjarðar
þrátt fyrir óþurrka og allt það. Bara trítla í Bókbceinn eftir góðri bók til
að halla sér að. Líklega var kominn tími til að þeirrar sveitar menn fengju
sína eigin bókabúð, a.m.k. voruþcer bjartsýnar og brosmildarsölukonurn-
ar á bak við búðarborðið, þœr Valgerður Franklinsdóttir og Eygló Guð-
mundsdóttir, þegar HPgcegðist inn hjáþeimfyrr í vikunni. Bókbcerersvo
splunkunýr að enn er skógarlykt af hillunum og er það ekki dálaglegur
sumarauki? Og svo allar nýjustu íslensku bækurnar, dönsku blöðin, vasa-
brotsbœkur frá útlöndum, ritföng, gjafavörur... Reyndar ku ekki heiglum
hent aðfá tilskilin leyfi til bóka- og blaðasölu — (mikið ef ekkiþarf að vera
sturtafyrir viðskiptavinina Uka), en látum það nú liggja á milli hluta og
óskum heldur norður-Hafnfirðingum til hamingju með menningaraukann
við Reykjavíkurveg.