Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 5

Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 5
irinn Fimmtudagur 28. júlí 1983 Sr. Arelíus Níelsson lét af /' J störfum fyrir nokkru. En y hann hefur samt haldið á- fram að gefa saman fólk. Þessar giftingar eru nú til athugunar hjá Dóms- og kirkjumálaráðu'neytinu. Svo virðist sem sr.Át'elíus hafi ekki haft umboð frá starfandi presti fyr- ir þessum giftingum, sem er þó nauðsynlegt, ef sá sem vígir brúð- hjónin er sestur í helgan stein. Sr. Ár elíus er ennfremur talinn hafa lát- ið undir höfuð leggjast í vissum til- vikum, að ganga eftir lögskilnað- arpappírum. Hann hafi þannig gift fólk sem formlega er ennþá gift öðru fólki. Nú er unnið að því að greiða úr þessum rugluðu reitum í pappírsvinnu sr. Árelíusar... Margar sögur eru til af því er f' J prestar fara með vitlausa y líkræðu í jarðarförum. Við heyrðum eina skemmtilega sögu af presti, sem lenti í dálitlum vand- ræðum við giftingu á dögunum er pappírsvinnan þvældist eitthvað fyrir honum. Umræddur prestur átti að gefa saman tvenn brúðhjón sama daginn og er ekkert við því að segja. Þegar fyrri athöfnin var að* ná hámarki sínu, spurði prestur hana „Gunnu“ hvort hún vildi ganga að eiga hann „Jón“ sem stæði við hlið hennar. stúlkan neit- aði. Prestur spurði í annað sinn og allt fór á sömu leið. Þá spurði prest- ur í þriðja sinn, og var mönnum ekki farið að lítast á blikuna, og enn sagði stúlkan nei. Þá kom í ljós, að prestur var að gefa stúlkuna saman við manninn úr síðara brúðkaup- inu. Ekki fylgir sögunni hverju stúlkan svaraði þegar rétt nafn var nefnt í hennar eyru. Sagði hún já, eða var hún orðin svo vön að segja nei, að...? •’f'l Eins og menn muna brást f' \ Kvennaframboðið þannig við 'JT' Spegilsmálinu að það sendi Ríkissaksóknara bunka af klám- blöðum sem keypt höfðu vérið í sjoppum borgarinnar og innihéldu myndir af konum í allrahanda nið- urlægjandi stellingum og sam- hengjum. Var að því spurt hvort hann sæi ekki ástæðu til að gera þessi blöð upptæk eins og Spegilinn sem hafði unnið sér það helst til óhelgi að birta myndir af tippum. Engin viðbrögð hafa orðið við þessu bréfi. í síðasta tölublaði Veru málgagns Kvennaframboðsins, er minnst á þetta mál og spurt í fram- haldi af því hvort ekki sé hægt að kæra Ríkissaksóknara til Jafnrétt- isráðs. Röksemdafærslan er sú að með því að gera tippin upptæk en ekki píkurnar hafi Ríkissaksóknari gert karlmönnum hærra undir höfði en konum... Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum á fimmtudag um nýjan útreikning lánskjaravísitölu. Ætlunin er að fjölga mælingum á grundvelli lánskjaravísitölunnar sem samanstendur af byggingar- vísitölu og framfærsluvísitölu, reikna hann út mánaðarlega, a.m.k. óformlega, í stað ársfjórðungslega. Einnig er í ráði að taka upp sérstaka vísitölu fyrir húsnæðislán, þar sem laun myndu vega þyngra í útreikn- ingum. Lánskjaravísitala hefur hækkað langt umfram laun síðustu misseri. Helgarpósturinn heyrir nú, að fyrirhuguð gerð nýju húsnæðis- lánavísitölunnar, geti leitt til enn þyngri kjara á húsnæðislánum, ef kaupmáttur batnar. Laun eru eins og alþjóð veit í lágmarki, en vaxi laun umfram verðlag, þýðir nýja vísitalan þyngri verðbótagreiðslur en núgildandi með lánskjaravísi- tölu. Hins vegar er á það bent að ekki verði hægt að neyða fólk til að breyta útreikningi vísitölunnar á lánum sem þegar hefur samist um. Ekkert Iát er á verðbólgunni f J hvað sem síðar kann að verða. y Hagstofa Islands spáir því nú að hækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar tímabilið maí-júlí verði 20-23%, eða litlu minni en á síðasta þriggja mánaða tímabili þar á und- an. Endanlegur útreikningur vísi- tölunnar mun liggja fyrir um miðj- an ágúst. Þjóðhagsstofnun segir að verðbólgan fari ekki að hjaðna að marki fyrr en kemur fram í ágúst... Sverrir Hermannsson iðn- J aðarráðherra hefur skipað y Magnús Óskarsson borgar- lögmann sem fulltrúa sinn í stjórn Isal. Forveri Magnúsar í þessu starfi var Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags Islands, skipaður af Hjörleifi Guttormssyni fyrrver- andi iðnaðarráðherra... Vl Meira um væntanlegar bæk- YJ ur. Árið 1983 verður hálfgert fiskaár hjá bókaútgáfunni Fjölva. Hvorki fleiri né færri en þrjár stórar fiskabækur munu koma út hjá forlaginu. Fyrst er það Stóra fiskabókin, mikil bók um fiska veraldarinnar, og er hún í sama flokki og Stóra blómabókin. Þá er von á bók um íslenska fiska eftir Gunnar Jónsson fiskifræðing og er það allsherjar lýsing á íslensk- um fiskum, einum 230 tegundum og eru myndir af hverjum fiski. Síð- asta fiskabókin fjallar um liffræði og vistkerfi fiska. Þá gefur Fjölvi einnig út heljarmikla rokkbók og munu litmyndir prýða þá bók... Haustið nálgast og þar með J bókavertíðin. Bókaútgefend y ur eru nú í óða önn að undir- búa útkomu jólabókanna og við höfum hlerað nokkrar væntanlegar frá bókaforiaginu Svörtu á hvítu. - Fyrst skal telja eitt af betri verkum franskra 20. aldar bókmennta, La Condition Humaine eftir André Malraux, í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar. TVö íslensk verk a.m! k. verða meðal þess sem okkur verður boðið upp á, smásagnasafn- ið Mannæturnar eftir ungan rithöf- und Sigurð Á. Friðþjófsson, sem áður hefur sent frá sér tvær skáld- sögur, og Sjö skáld í mynd, þar sem verða áður óbirt ljóð eftir sjö valin- kunn ljóðskáld. Þá eigum við von á’ bók frá Marokkó, sem lýsir lífinu í fátækrahverfum Tanger. Þýðandi þeirrar bókar er Halldór Björn Runólfsson. Loks skal getið barna- bókarinnar Kalli og sælgætisgerðin eftir Roald Dahl, sem flestir þekkja líklega úr myndaflokkum sjón- varpsins um Óvænt endalok. - Barnabók eins og þær voru í gamla daga þegar þær gerðust bestar, bók með miklu gotteríi. Þýðandinn er - Böðvar Guðmundsson.... lllllllPanasonic / ..\ Panasorttc N Snúöu blaðinu viö veldu ■ Panasomc nv- 333 Nytt tœki á betra verði með fleiri möguleikum Já, enn koma Panasonic á óvart með NV-333. Tæki með miklum myndgæðum, tæknilega fullkomið, en samt ekki dýrara. Hér eru nokkrir góðir punktar: • Quarts stírðir beindrifnir mótorar. • Quarts klukka. • Myndskerpustilling. Nýtt. • 14daga upptökuminni. • 8 stöðuminni. • Skyndi tímaupptaka OTR frá 30-120 mín. Nýtt. • Fín editering (Tengir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni). • Sjálfvirk fínstilling á móttakara. • Góð kyrrmynd. • Myndleitari. Hraðspólun með mynd, afturábak og áfram. • Sjálfvirk bakspólun. • Raka skynjari. • Byggt á heilsteyptri álgrind. • 8 liða fjarstýring fáanleg. Kynningarverð aðeins 37.420 stgr. Valið er auðvelt Panasonic NV 333 JAPIS hf. Brautarholti 2 lllllllPanasoníc

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.