Helgarpósturinn - 28.07.1983, Síða 9
Helgai--;---
-pðsturinn,
Fimmtudagur 28. júlí 1983
Myndlistarumræöan í New York:_
List og siögæöi
Sandro Chia er ungur ítalskur
listmálari, sem vinnur í New York.
Nafn hans er eitt af þeim stóru í list-
heimi borgarinnar. Hann málar í
nýja expressioniska stilnum, sem
nokkur síðustu ár hefur verið í
sviðsljósinu. Fyrir skömmu birtist
viðtal við Sandro Chia í Art News.
Hann er þar spurður hvort það sé
rétt að list hans sé afturhaldssöm,
jafnvel fasismi, og stuðli að ríkj-
andi ástandi. Hann svarar:
„Ég viðurkenni að verk mín eru
ekki gerð til að breyta neinu í þjóð-
félaginu, og því ekki pólitísk Iist.
Þeir, sem gagnrýna verk mín fyrir
þetta, vilja hafa tengsl milli lífs og
listar. En list annars vegar og líf
hinsvegar eru óskyld fyrirbrigði.
Þessir gagnrýnendur vilja fá listina
út á strætin. En listin er of viðkvæm
til þess. Hún getur ekki verið í þjón-
ustu pólitískra hugmynda".
Þetta er álit Sandro Chia. Til að
fá aðra hlið á málinu er eftirfarandi
grein, sem birtist í „The Artist and
Critic’s Forum“, litlu blaði, sem gef-
ið er út af nokkrum óháðum galle-
ríum í Soho. Greinin sem er eftir
John Perreault, ber nafnið „List og
siðgæði" og undirtitill hennar er:
Hið „góða“, hið „slæma“, hið
„ljóta“. I greininni segir Perreault
m.a.:
„Það virðist vera kominn tími til
að greina milli myndlistar og sið-
gæðis. Þá skilgreini ég „siðgæði" í
þessu sambandi sem borgaralegt
siðgæði, eða öllu fremur sem vand-
lætingu. Vandlæting er falskt sið-
gæði og hefur að geyma dómharðar
reglur um hvernig á að gera hlutina,
bæði í lífi og list. Það er greinilegt
að ekki er hægt að nota orðið
„gott“ í sömu merkingu um „góða“
hegðun og „góða“ list eða „gott“
líf. Eigandi „góðra“ listaverka hlýt-
ur að lifa „góðu“ lífi, annars hefði
hann ekki efni á að eiga þau. En
það gerir hann ekkj endilega að
góðum manni. Ennfremur getur
„góður“ listamaður verið „slæm-
ur“ maður, jafnvel illmenni, og
„góður“ maður getur gert „slæm“
listaverk.
En er þetta allt og sumt, sem
hægt er að segja um list og siðgæði?
Það er auðvitað ekki hægt að
segja að hlutir hafi mannlega eigin-
leika. Hlutir eru ekki „góðir“ eða
„slæmir“ á sama hátt og menn.
Menn velja hluti. En val á hlut, sér-
staklega ef um listaverk er að ræða,
gæti breytt einhverju um hegðun
manna.
Hvernig list breytir hegðun
manna, er annað mál og erfitt við-
fangsefni. Samt sem áður trúa
margir á þessi áhrif listarinnar og
einræðisstjórnir af öllum gerðum
ganga út frá þeim sem vísum.
Þó sleppt verði hér að ræða
hættuleg og viðkvæm mál, eins og
siðgæði í myndlistarverkum er allt
umhverfi þeirra, markaður, notk-
un, saga, gagnrýni og menntun, sið-
legt eða ósiðlegt. Það er til rétt og
rangt, í því sem öðru.
Það særir mig að verða að lýsa
því yfir, að allt kerfið kringum Iist-
ina, ýtir undir og samþykkir ósið-
lega hegðun, okur, framabitlinga
og leynimakk. Það er einnig í gangi
viljandi fölsun á listasögu fortíðar-
innar og framtíðarinnar. Sú lista-
saga, sem kemur til með að verða
skrifuð verður byggð á þeim vafa-
sömu nútímaheimildum, sem
geymast, og þær heimildir eru í
höndum þeirra, sem græða á list.
Og með því á ég ekki við framleið-
endur listaverka.
Siðgæði má ekki rugla saman við
hræsnisfullar hreintrúarstefnur,
eins og oft er gert. Hreintrúarstefn-
ur sem reyna að snúa öllum á sitt
mál. Siðgæði getur ekki réttlætt
manndráp, hver sem ástæðan kann
að vera. Siðgæði getur ekki sam-
þykkt að umhverfi fólks sé mengað
eitruðum úrgangi frá iðnaði, kjarn-
orku eða öðru.
Það er ósiðlegt að upphefja list-
ina, aðskilja hana frá lífinu, sög-
unni, þjóðfélaginu svo auðveldara
sé að græða á henni á mörkuðum.
Ef fjallað er uni siðgæðislegt efni í
listaverki er verðgildi þess skert.
Hver kærir sig um að eyða pening-
um í hlut, sem gæti truflað stöðu
hans, hóglífi og jafnvægi?
Breytir myndlistin lífinu? Er hún
til góðs? Hefur þjóðfélagslegur
boðskapur nokkuð að gera í list? Er
ekki form og persónuleg tjáning
nægileg?
Stundum getur form og persónu-
leg tjáning verið félagslegur boð-
skapur um leið. Til dæmis gæti al-
gjörlega óhlutlægt (abstrakt) verk,
ef það er þá til, verið að segja, hvort
sem listamaðurinn ætlaði sér eða
ekki, að um samfélags eða pólitísk
málefni ætti list ekki að fjalla,hún
væri hátt yfir það hafin. Þetta gæti
verið sannfærandi og sterk fram-
setning, en bæði pólitísk og fagur-
fræðileg.
Á tímum þegar svokallaður sið-
gæðismeirihluti, sem er í rauninni
siðlaus minnihluti, vinnur á móti
persónufrelsi í valkostum, verða
menn tortryggnir á orð eins og sið-
legt og ósiðlegt. Við þurfum að
endurheimta rétta merkingu þeirra.
Nokkrir, ef til vill margir, halda
því fram að list sé hvorki siðleg né
ósiðleg, þessi hugtök eigi ekki við.
Fjöldi manns skoðar list sem hlut-
laust svæði milli landamæra sið-
gæðis og ábyrgðar. Þeir vilja gjarn-
an lyfta listinni upp fyrir hugtökin
„gott“, „slæmt“, „ljótt".
Þetta er ekki mín skoðun. Mitt
álit er, að ef listaverk er ekki byggt
á siðgæði, sé það eins og hver önnur
markaðsvara.
List er ósiðleg, þegar hún er unn-
in í þeim tilgangi að græða peninga.
Hún er ósiðleg, þegar markmiðið
er að auka hégómagirnd manna, og
þegar hún er notuð til að stjórna
fólki.
List er ósiðleg, ef hún stuðlar að
ríkjandi ástandi. (status quo)“.
Heimildir: Art News, april 1983.
The Artist & Critic’s Forum, Vol. 2 no 2
1983.
Þýtt og endursagt: Ragna Hermanns-
dóttir.
„Woman of the Lake“, málverk eftir Sandro Chia, olia á striga, stærð
1.7x2.5 metrar, 1983. Verð á svona málverki er á milli fjörutíu og sextíu
þúsund dollarar.
allir frívaktina. Rosalegt stuð.
17.05 Af stað. Tryggvi Jakobsson er einn
í dag. Hann stendur sig nú samt al-
veg bærilega.
17.15 Upptaktur. Guðmundur Benedikts-
son á leið upp á háa séið.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
kynnir nýjasta nýtt.
20.40 Stígum fast. Jenna (og Hreiðar)
Jensdóttir talar við föreyskur dans-
fiflur á Ólafsvakurinn.
23.00 Nóttfari á næturvakt. Þannig fær
hann meira kaup. Gestur. Ásgeir
llka.
24.00 Áfangar. Ásmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson kveöja
hlustendur með grand tónleikum
og djammi í útvarpssal i beinni út-
sendingu. Frábært lið mætir á stað-
inn.
Laugardagur 30. júlí
8.20 Morguntónleikar. Fjölbreytnin i
fyrirrúmi.
10.25 Óskalög sjúklinga. Eða: löngu eftir
morgunverð. Lóa Guðjónsdóttir
kynnir lögin og les kveðjur.
11.20 Sumarsnældan. Sverrir Guöjóns-
son, sá frækni kappi og unglingur-
inn eilífi. Alltaf er hann tólf og alltaf
skal hann segja nei.
13.40 fþróttaþáttur. Glaðbeittir fimm-
aurabrandarar á ferð og flugi um
allar jarðir.
14.00 Á ferð og flugi. Ragnheiöur er
komin aftur og Tryggvi er enn á sin-
um staö.
15.10 Listapopp. Vinsældalistarnir eru
skondnir listar og ær og kýr unga
fólksins.
19.35 Allt er ömurlegt í útvarpinu. Loftur
Bylgjan JÓnsson stjórnar umræðu-
og gamanmálaþætti. Svei mér ef
þetta er ekki líka ömurlegt eins og
allt annaö.
20.30 Sumarvaka. Guðmundur Frimann
fer yfir Langadal.
00.30 Næturtónleikar. Klassikin um mið-
næturskeiðiö. Pure delight.
Sunnudagur 31. júlí
10.25 Biskupsvigsla f Skálholti. Ólafur
Skúlason settur inn i embætti
vígslubiskups. Gaman og gagn-
legt.
13.30 Sporbrautin. Ég næ ekki andanum
yfir þessum ágætu mönnum að
norðan.
15.15 Stórsveit 1981. Björn R. Einarsson
stjórnar léttfrikuöu djassbandi.
16.15 Ábendingar til ferðafólks. Tryggvi
Jakobsson minnir fólk á bilbeltin og
stefnuljósin og Ijósin og aksturs-
hæfnina. Ef ég mætti ráða myndi
helmingur ökumanna missa prófið.
16.25 Út og suöur. Friðrik Páll hlustar i
síðara sinn á unga menn segja frá
Asíuferð.
18.00 Andartak. Sigmar andar i hljóð-
nemann.
19.35 Samtal á sunnudegi. Áslaug
Ragnars rýfur þögnina.
23.00 Djass-blús. Jón Múli gólar í sjötta
sinn.
Mánudagur 1. ágúst
8.40 Tónbilið. Tjaldbúar emja undan
klassikinni. Trésmiðir í uppmæl-
ingu.
11.00 Eg man þá tið. Er ég var ungur og
edrú. Nei, Hermann Ragnar kynnir
gömul lög.
11.30 Lystauki. Ætli það sé annað en pill-
inn.
14.30 islensk tónllst. Lif og dauði. Jón
Leifs samdi.
16.20 Popphólfið. Það var mikið hrópar
fossbúinn.
17.30 Á frídegi verslunarmanna. Páll
Heiöar Jónsson stjórnar umræðu-
þætti um fróölega efnisþætti.
22.35 Leynigestur ( útvarpssal. Stefán
Jón Hafstein lætur hlustendur káfa
á sér og öðrum. Gaman.
Ilíóðll
★ ★ ★ framúrskarandl
★ ★★ ág»t
★ ★ góö
★ þolanleg
Q léleg
Laugarásbíó:
Þjófur á lausu (Bustln Loose).
Bandarisk, árgerö 1981. Leikendur:
Richard Pryor, Cecily Tyson, Angel
Ramirez. Leikstjóri: Oz Scott.
Ungur afbrotamaður er látinn laus
upp á skilorð og fær það hlutverk að
fara með krakka yfir Bandarikin í
sumarbúöir. Hann stendur sig eins og
hetja og lendir í ótal ævintýrum á leið-
inni. Pryor er meö betri gamanleikur-
um og þess vegna ætti myndin að
vera ósvikin.
Bíóhöllin:
Svartskeggur (Blackbeard's Ghost)
Bandarisk kvikmynd. Aöalhlutverk:
Peter Ustinov, Dean Jones ofl.
Grinmynd um sjóræningjann Svart-
skegg sem skýtur upp kollinum eftir
200 ára dvala.
Maöurinn með barnsandlitið. Aðal-
hlutverk: Terence Hill og Bud Spen-
cer:
Trinity bræöurnir eru komnir á kreik.
Utangarðsdrengir (The Outsiders).
Bandarísk, árgerð 1983. Leikendur:
C. Thomas Howell, Matt Dillon,
Ralph Macchino, Patrick Swayze.
Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
Sagan gerist í Tulsa, Oklahóma og
þar er ekki allt í sóma. Ráðist er á
ungan pilt úr einni klíku bæjarins og
upphefjast þvi slagsmál og orrustur á
milli unglingahópa.
Class of 1984 (1984 bekkurinn).
Bandarísk, árgerö 1982. Leikendur:
Perry Klng, Merrie Lynn Ross, Tim-
othy Van Patten, Stefan Arngrim.
Leikstjóri: Mark Lester.
Grófar einfaldanir og slök persónu-
sköpun verða myndinni að falli. Leik-
urinn er einnig fremur dapurlegur og
er þar Vestur-lslendingurinn, og ef til
vill fjarskyldur ættingi, Stefan Arn-
grim, ekki undantekning. Þvi miður.
— GA
Merry Christmas Mr. Lawrence.
Japönsk-bandarlsk, árgerö 1983.
Handrit Naglsa Oshima og Paul
Meyersberg eftlr skáldsögu Sir
Laurens var der Post. Aðalhlutverk:
Davld Bowle, Tom Conti, Ryuichi
Sakomoto, Takeshi, Jack Thomp-
son. Leikstjórl: Nagisa Oshima.
„Þaö er Japaninn Oshima sem gerir
myndina og finnst mér hann halla full-
mikið á sfna eigin landsmenn og
finnst mór það varla nægja sem skýr-
ing, að myndin byggist á vestrænni
bók... Óskandi væri aö Oshima og
félagar hans fengju að gera ekta jap-
anskar myndir i Japan en þangað til
er gott að þeir fái að æfa sig á mynd-
um klæðskerasaumuðum fyrir vest-
rænan markað".
— LÝÓ.
Atlantic City. Bandarfsk kvlkmynd,
árgerö 1981. Leikendur: Burt
Lancaster, Susan Sarandon. Lelk-
stjórl: Louis Malle. ***
Regnboginn:
Flóttlnn frá Alcatraz. Bandarfsk.
Aðalhlutverk: Cllnt Eastwood.
Leikstjóri: Donald Siegel
Segir frá flóttanum frá þessari fanga-
eyju sem lögð var niöur fyrir 20 árum.
Leyndardómur sandanna. Aðal-
hlutverk: Michael York, Jenny
Agutter og Simon Mac Corkindale.
Spennandi og ævintýraleg mynd.
Ekki núna félagi, Bresk gaman-
mynd meö Leslie Philips.
Loftsteinninn. Bandarísk árgerð
1979. Aðalhlutverk: Sean Connory
og Natalie Wood. Leikstjóri: Ronald
Neame.
Vísindafantasía. Loftsteinn stefnir á
heiminn. Bandaríkjamenn og Sovét-
menn taka höndum saman og redda
málunum.
Nýja bíó:
Karatemeistarinn (Klll and Kill
again). Bandarfsk kvikmynd. Hand-
rit: John Crother. Leikendur: James
Ryan, Annellne Kriel, Michael
Mayer, Bill Flynn. Lelkstjóri: Ivan
Hall.
Skúrkur vill ná heimsyfirráöum með
vilja uppleysandi efni. Bardagahetjan
hjálpar til viö að leysa málið og tekst
það að lokum, en ekki fyrr en eftir
skemmtileg slagsmál.
Tónabíó:
Rocky III. Bandarfsk, árgerð 1982.
Lelkstjóri: Sylvester Stallone. Aöal-
hlutverk: Sylvester Stallone, Talla
Shire, Burt Young, Mr. T.
Þetta er þriðja myndin um hnefaleika-
kappann og hefur hún átt geipilegum
vinsældum að fagna I Bandarlkjun-
um.
Rocky II. Bandarisk, árgerð 1981.
Lelkstjórn og aöalhlutverk: Sylve-
ster Stallone.
Já þeir sem misstu af hnefaleikaran-
um geta gripið gæsina núna. Og svo
biðum við bara eftir Rocky I...
Austurbæjarbíó:
Engill hefndarinnar (Angel of
Vengeance) Bandarísk kvikmynd.
Aðalhlutverk: Zoe Tamerlis og
Steve Singer.
Ráðist er á stúlku (Finnst ykkur það
ekki æsandi?) og hefnir hún þess það
rækilega að munaö verður eftir því.
Stjörnubíó:
Hanky Panky. Bandarisk. Aöalhlut-
verk: Gene Wilder, Gllda Radner,
Richard Widmark. Leikstjórl: Sid-
ney Poiter.
Saklaus maður flækist inn i glæpa-
mál og tekur nú ýmislegt að gerast.
Leikfangið (The Toy). Bandarfsk
kvlkmynd, árgerö 1982. Leikendur:
Richard Pryor, Jackle Gleason.
Leikstjóri: Rlchard Pryor.
Ríkisbubbasonur fær allt sem hann
vill og loks kemur að þvl að hann fær
leikfang af holdi og blóöi til aö
skemmta sér með. Frábært grin meö
góðum gæjum.
Tootsle. Bandarísk kvikmynd, ár-
gerð 1983. Leikendur: Dustln Hoff-
man, Jessica Lange, Terry Garr,
Charles Durnlng. Leikstjóri: Sidney
Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum'
i aðalhlutverkinu og sýnir afburða-
takta sem gamanleikari. Tootsie er ó-
svikin skemmtimynd. Maður hlær oft
og hefur litiö gleðitár i auga þegar
upp er staðið. * * *
— LÝÓ
Laugarásbíó:
Private lessons. Aðalhlutverk:
Sylvia Kristel og Howard Hesse-
man. Leikstjóri: Alan Myerson.
Já, þaö er nú þaö. Léttlynda kennslu-
konan heillar að sjálfsögðu. Þetta er
sko engln fræöslumynd fyrir unglinga
eins og sumir vilja halda fram.
Háskólabíó: * *
Starfsbræður (Partners) Bandarisk,
árgerð 1982. Handrit: Francis
Veber. Aöalleikarar: John Hurt,
Ryan O'Neal, Kenneth McMilland
o.fl. Lelkstjóri: James Burrows.
...þetta er venjuleg amerísk kóme-
dia. Að visu breytist hún á nokkuð
skemnitilegan hátt i þriller þegar á liö-
ur. I henni er gertgrin að hommum og
hræöslunni viö þá. Hygg ég að hún
létti á fordómunum frekar en hitt...
Undir lokin verður myndin svo nokkuö
spennandi og endirinn svolftiö óvænt-
ur. Bara allgóð skemmtimynd, og ekki
smitandi".
— LÝÓ
Nýja bíó:
Lokað laugardag, sunnudag og
mánudag.
viébnréir
BSÍ:
BSl er með ferðir út um allt land um
verslunarmannahelgina. Tryggið ykk-
ur sæti í tíma. Upplýsingar um sæta-
ferðir gefur BSÍ i sima 22300.
Vatnaskógur:
Opið hús verður í Vatnaskógi um
helgina. 60 ár eru liðin frá þvi aö starf-
ið í sumarbúöunum hófst. Næg tjald-
stæði, ókeypis aðgangur og hægt
verður að fá keyptar veitingar. Fjöl-
breytt skemmtiatriði, eitthvað fyrir
alla. Nánari upplýsingar á skrifstofu
KFUM og K í Reykjavlk
Norræna húsið:
Unnur Guðjónsdóttir er með Svlþjóð-
arkynningu á laugardaginn kl. 15 og
íslandskynningu kl 17 fyrir alla sem
skilja sænsku.