Helgarpósturinn - 28.07.1983, Qupperneq 11
r
_Helgai-———
pösturinn
Fimmtudagur 28. júlí 1983
irp« Garðbæingar hafa fram til
1 þessa þurft að sækja alla
læknisþjónustu í nágranna-
byggðarlögin. Nú stendur hins veg-
ar til að ráða bót á þessu, því að ný-
lega auglýsti bæjarstjórnin lausa til
umsóknar aðstöðu fyrir 2-3 sér-
fræðinga í heimilislækningum. Að-
staðan er leigð út til rekstrar með
búnaði og stærri tækjum. Það sem
hér er á ferðinni er eins konar -
heilsugæslustöð þeirra Garð-
bæinga. Bæjarstjórnin hefur aftur
á móti ekki áhuga á að reisa héilsu-
gæslustöð samkvæmt lögunum frá
1978, þar sem heilsugæslulæknarn-
ir þiggja laun sín frá ríkinu og
Tryggingastofnun heldur vilja þeir
fá lækna, sem eru tilbúnir til að
reka heilsugæsluna upp á eigin
reikning. Einkarekstur í heimilis-
lækningum verður að ganga á svo-
kölluðu númerakerfi og ef einhverj-
ir læknar ætla að hefja þjónustu
við Garðbæinga í haust, verða þeir
að byrja á núlli, sem þýðir að þeir
hafa enga sjúklinga. Og ef engir eru
sjúklingarnir, eru tekjurnar sömu-
leiðis engar. Læknar í Hafnarfirði
hafa ekki verið hafðir með í ráðum
um lausn þessara mála og bæjar-
stjórnin hefur ekki gert grein fyrir
því hvernig hún ætlar að leysa þau.
Þeir sem til þekkja telja þetta ekki
góða lausn, einkum þegar haft er í
huga, að fyrir fjórum árum áttu
Garðbæingar þess kost að reka
heilsugæslustöð í sambandi við -
Vífilsstaðaspítalann, sem hefði
orðið miklu ódýrari lausn....
Hringborð 22
hvort ríkið mundi hagnast á því
þegar upp er staðið að losa um ævi-
ráðningu í meiri háttar stöðum,
þótt ýmsu mætti þar breyta eins og
víðast hvar.
Lokaorð
Þessi grein er orðin óhæfilegur
langhundur, en henni skal lokið
með því að svara spurningunni, sem
sett er fram í upphafi títtnefndrar
greinar: „Getur ríkiskerfið tekið sig
sjálft í gegn?“
Ríkisreksturinn verður ekki
bættur nema innanfrá undir ötulli
forystu þeirra stjórnmálaforingja,
sem þar hafa verið valdir til að
stjórna. Embættismaðurinn rekur
sig fljótt á, að það er til lítils fyrir
hann að ætla að ganga lengra í því
efni en stjórnmálaforystan raun-
verulega vill, hvað svo sem hún seg-
ir. Og utanaðkomandi nefndir eða
ráðgjafar skila í besta falli góðri
skýrslu, en sjaldnast neinum telj-
andi árangri.
Jón Sigurösson.
Jón Sigurðsson er framkvœmda-
stjóri íslenska járnblendifélagsins á
Grundartanga, en hann áttiásínum
tímaþátt íþví að koma Fjárlaga- og
hagsýslustofnun á laggirnar og tók
fyrstur manna við starfi hagsýslu-
stjóra 1966
Yfirlýs-
ing frá
Sam-
tökun-
um 78
„Samtökin ’78 félag lesbía og
homma á íslandi,“ mótmæla
harðlega niðrandi orðavali um
homma, sem Sjónvarpið leyfði
sér í íslenskri þýðingu þáttarins
„Tvö nútímamein“ (sýndur 25.
júlí). í frumtexta var ekki tekin
afstaða til þessa þjóðfélagshóps
með því að kenna hann við neins
konar villu, og er því allt tal um
„kynvillinga” á ábyrgð Sjón-
varpsins. Á það skal bent að
Ríkisútvarpinu ber sérstök laga-
skylda að gæta hlutleysis gagn-
vart þjóðfélagshópum.
Lesbíur og hommar una ekki
fordómafullu og afstöðumót-
andi orðavali af þessu tagi. Það
vill félagið brýna fyrir þeim, er
ber að gæta hlutleysis gagnvart
lesbíum og hommum, svo og
þeim er það vilja gera.
Veðrið um helgina
Ferðalangar um verslunar-
mannahelgina ættu að búa sig vel
áður en lagt er af stað. Hann verð-
ur nefnilega fremur kaldur og
sumsstaðar blautur. Á laugardag
fer Kári að blása að norðan og þá
má búast við vætu víða um land.
Norðanáttin mun svo ríkja í öllu
sínu veldi á sunnudag og hitastig-
ið lækkar, sérstaklega fyrir norð-
an, þar sem einnig verður eitthvað
um vætu og jafnvel snjó í fjöllum.
Fyrir sunnan léttir aftur á móti til.
Þetta veður helst sennilega út
mánudaginn. Vindur verður þó
hægari og þokkalegt veður alls
staðar. Góða helgi.
á^TT'VCTT? B»»a»eiga
VI I ul l l Car rental
11*
A BORGARTUNI 24
10S REYKJAVÍK. ICELAND - TEL. 11015
Leigjum út nýja Opel Kadett, Mazda 323 og Daihatsu-bíla.
Sækjumog sendum.Símsvari allan sólarhringinn, kredit-
kortaþjónusta.
11
Lausn á
spilaþraut
Vestur tekur fyrsta slaginn og
lætur strax tígul drottningu! Suð-
ur tekur og spilar hjarta. Vestur
tekur. Tígul ásinn látinn. Þá er
hjarta spilað á ásinn. Tígli spilað
og vestur trompar. Nú eru þrír
tíglar fríir og spilið unnið.
BÍLALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
Reykjavíkurblues
(Dagskrá með efni tengdu
Reykjavík)
í leikstjórn Péturs Einarsson-
ar
Sýningar:
Fimmtudag 28.7. kl. 20.30
Föstudag 29.7. kl. 20.30
Fáar sýningar eftir
Miðasala í Félagsstofnun
stúdenta v/Hringbraut.
Sími19455.
Veitingasala.
hielgar -----------~~
pústurinn
BLAÐSÖLUBÖRN
Afgreiðsla Helgarpóstsins Hverfisgötu 8-
10 er opin á föstudögum frá kl. 8 f.h. til 6
e.h.
Komið og takið þátt í blaðsölukeppninni
Glæsilegir vinningar
JpiSsturinn
Ármúla 38
Talstöðvarbílar um allan bæ allan sólarhringinn
FLJÓT OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
BILATORG
BORGARTÚNI 24 500 m2 sýningarsalur.
(HORNI NÓATÚNS) Malbikað útisvæði.
SÍMI 13630 Bónstöð á staönum.
^pSsturinn auglýsir
Krakkar athugið
mánuöina júlí-ágúst stendur Helgarpósturinn fyrir keppni á lausa-
sölu á blaöinu, fyrir blaðburðarbörn.
15 glæsilegir vinningar fyrir söluhæstu börnin yfir landiö.
1 vinningur: Reiðhjól að eigin vali fyrir 7.000r
2 vinningur: Sambyggt útvarps- og kasettutæki
3 vinningur: Kasettutæki
4—15. vinningur: Vöruúttekt að eigin vali fyrir 2.000
Upplýsingar gefur dreifingarstjóri í síma 81866 og umboðsmenn um land allt.