Helgarpósturinn - 28.07.1983, Síða 19

Helgarpósturinn - 28.07.1983, Síða 19
Núverandi ríkisstjórn hefur uppi áform um samdrátt og sparnað. Margir spurja þá sem svo hvort sá sparnaður muni ekki koma niður á félagslegri þjónustu í landinu. Hverju svarar félags- málaráðherra þessu og hvað er hann með á prjónunum? Alexander Stefánsson er í Yfirheyrslu Helgarpóstsins: Nafn: Alexander Stefánsson Staða: Félagsmálaráðherra Fæðingardagur og staður: 6. október, 1922 á Ólafsvík Heimili: Hjarðarhagi 48 Bifreið: Opel Rekord 1982, P-500 Áhugamál: Félagsmál, stjórnmál, ferðalög, tónlist Heimilishagir: Giftur, 6 börn og Í6 barnabörn ,,Það má lagfæra ýmislegt...“ — Verður staðinn vörður um félagslega þjónustu í landinu í væntanlegum sparnað- araðgerðum ríkisstjórnarinnar? — Persónulega hef ég mikinn áhuga á því að þessi svokallaða félagslega þjónusta verði ekki skert; slíkt myndi ekki samræmast minni lífsskoðun. Það verður erfitt við nú- verandi aðstæður, og eflaust þarf að hægja eitthvað á; sumt er nauðsynlegra en annað. — Hvað er nauðsynlegt og hvað er ekki nauðsynlegt? — Það má kannski segja að sumt megi bíða, en t.d. allt í sambandi við málefni fatl- aðra, sem hafa verið mín baráttumál á und- anförnum árum, og málefni aldraðra, eru forgangsverkefni. — Hvað er síður nauðsynlegt? — Það er náttúrlega erfitt að nefna það en svo sem í sambandi við ýmsa styrki og annað til félagasamtaka, þar mætti nú kannski hægja á. — Hvað um húsnæðismálin; hverjar verða efndir loforðanna frá í vor? — Ég er nú að vinna í þeim málum núna og hef einbeitt mér nokkuð að þeim. Hér er starfandi nefnd við að endurskoða húsnæð- islöggjöfina. — Hvaða fyrirmæli hefur sú nefnd? — Eitt atriði tel ég ákaflega veigamikið, og það er að flýta lánum, þannig að þau verði ekki svona margskipt og að það taki ekki marga mánuði að fá þau afgreidd. Ég tel að vinna eigi að því að reyna að fá lánin afgreidd sem mest í einu eftir að hús er fok- helt. Nefndin hefur einnig fyrirmæli um að auka lánshlutfallið, auk þess sem við gerum ráð fyrir breytingum á félagslega kaflanum. Við gerum ráð fyrir eflingu byggingarsam- vinnufélaga og verulegum breytingum á uppbyggingu leiguhúsnæðis þannig að hægt verði að kaupa sér rétt til hlutdeildar. Þetta er nýtt form en virðist vera ákaflega nauð- synlegt. Ég held að ekki sé hægt að horfa fram hjá því, að a.m.k. í þéttbýli sé nauðsynlegt að byggja leiguhúsnæði og mín stefna er sú, að það eigi að færa það meira í slíkan búning; að ýmis samtök auk sveitarfélaganna geti fengið hagstæð lán til að byggja Ieiguhús- næði. — Húsnæði sem leigutaki gæti þá eignast á langtímakjörum? — Já, og fjármagnið verði greitt til baka ef aðili vill fara út. — I vor var einnig talað um að lánsfjár- hlutfallið skyldi verða 80*%. Hvernig miðar? — Það er talað um 50% á næsta ári. Ég veit ekki hvort að það tekst, en við stefnum að því. Lokatakmarkið hefur verið áætlað um 80%, en það er auðvitað ekki sama hvort miðað er við staðalíbúðir eða vísitöluíbúðir. Nú, eins er það í húsnæðismálum, sem er —eftir Magdalenu Schram — líka markmið í þessari endurskoðun, og það mikilvægt, að koma bankakerfinu meira inn í húsnæðismálin. Við höfum gífurlega sterkt og a.m.k. mjög fyrirferðarmikið bankakerfi í landinu og það er kominn tími til að gera það virkara í húsnæðismálum. Nefna má þær aðgerðir, sem við höfum ver- ið að koma í gegn núna undanfarnar vikur, þ.e. skuldbreytingar, bæði að fresta lánum og eins það að breyta skammtímalánum í lengri lán. Það hamlar okkur að bankakerf- ið er ákaflega fyrirferðarmikið en hefur ver- ið skipulagslaust hvað þessi mál varðar og það þarf að kom meiri festu í þau þannig að fólk geti smátt og smátt snúið sér til síns við- skiptabanka og fengið fyrirgreiðslu vegna húsbygginga. Þetta fyrirkomulag er komið á allt í kring um okkur. — Koma lífeyrissjóðirnir inn í þetta líka? — Já, já. Lífeyrissjóðirnir voru að vísu sér á parti í þessu, en þeir hafa samþykkt að gangast undir þetta og veita sínu fólki þessa fyrirgreiðslu. — Hvernig tekst að fjármagna þetta?’ — Þetta kostar mikla peninga en er nauð- synleg aðgerð, því annars væri þetta að flækjast meira og minna í vanskilum og hlaða upp á sig. Að vísu getur þetta eitthvað dregið úr því peningamagni sem annars væri til í þetta, en þó held ég ekki að sú verði raunin. — Hver er staða byggingarsjóðanna? — Það eru tveir sjóðir, annars vegar Byggingarsjóður ríkisins sem veitir almenn lán og lán til verktaka og þess háttar, og svo Byggingarsjóður verkamanna, sem fjár- magnar verkamannabústaði og leiguíbúðir. Það er ekki um að ræða skuld núna við Seðlabankann, nema þá einhverja yfirdrátt- arskuld, kannski 50 milljónir. Aðalatriðið er hinsvegar það, að ríkissjóður þarf að vera þess megnugur að standa við sínar skuld- bindingar miðað við fjárlög og lánsfjárá- ætlun og hlaupa undir bagga ef atvinnuleys- istryggingasjóður eða lífeyrissjóðirnir greiða t.d. hægar inn. Núna í ár er vandinn sá, að verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir og þessi mismunur við báða byggingarsjóðina er eitthvað um 120 millj- ónir. Eg er að vinna að þvi núna að leysa þennan vanda, þannig að sjóðirnir báðir, og Húsnæðismálastofnun í heild, geti staðið við þær skuldbindingar, sem hún hefur tek- ið að sér á árinu og ég hef fyllstu ástæðu til að ætla að svo geti orðið. — Hafa húsnæðisniálin kannski veriö einna fyrirferðarmest síðan þú tókst við starfi félagsmálaráðherra? Já, þaö er óhætt aö segja það. — Nú, en hvað um önnur málefni; er t.d. eitthvaö í bígerð hvað varðar sveitarstjórnar- rnálin? — Ég hef náttúrlega mikinn áhuga á því að koma meiri hreyfingu á sveitarstjórnar- málin almennt. Tvær nefndir hafa verið í gangi; önnur er að endurskoða sveitar- stjórnarlögin og þar undir kemur sameining sveitarfélaga. Sú nefnd er í miðju kafi og er gert ráð fyrir að hún skili niðurstöðum um næstu áramót. Ég vonast eftir fullmótuðum tillögum þar. Svo er önnur, sem er að skila af sér núna um mánaðamótin og það er nefnd sem átti að gera ákveðnar tillögur um verkaskiptingar — breytingar þ.e. á milli rík- is og sveitarstjórna. Það er ætlun mín að a.m.k. hluti af þeim tillögum verði jafnvel tekinn til framkvæmda strax í sambandi við fjárlagagerð 1984. — Um hvaða breytingar er þar að ræða? — Ja, það eru t.d. breytingar á heilbrigð- iskerfinu, þannig að það verði einfaldað meira, ríkið taki meira yfir á sig frá sveitar- félögunum, það verði meira ríkisrekið en nú er. Þetta er stórt mál, sem ég geri ráð fyrir að við tökum föstum tökum. Rekstur og laun er nokkuð blandað, án þess að sveitarfélögin hafi í rauninni nokkuð með þetta að gera. Þáttur sjúkrasamlaganna er eiginlega orð- inn óþarfur milliliður. Inn í þessa athugun kemur líka grunn- skólakerfið. Ef ríkið tekur yfir heilbrigðis- kerfið, þá er talað um að sveitarfélögin komi meira inn í skólana, taki við stjórninni meira en nú er og beri þá meiri kostnað líka. Enn fremur kemur til greina að sveitarfélög- in yfirtaki alveg dagvistarstofnanir. Þetta eru miklar grundvallarbreytingar, sem miða að því að færa fjárhagslega á- byrgð og stjórnun saman. Það er í rauninni það sem er kjarni málsins. — En standa sveitarfélögin undir þessu? — Þetta er auðvitað ekki framkvæman- legt nema til komi tekjustofnabreytingar. En stærsta málið er þó kannski skipulags- breyting á sveitarstjórnarskipulaginu. Það væri eðlilegra að auka samvinnu sveitar- félaganna án lagaboða — og sú hefur orðið þróunin. En þrátt fyrir þá samvinnu eru ein- ingarnar margar svo smáar að gera verður á þeim breytingar. Það þarf því að kanna hvernig koma megi til móts við vanmegnugu sveitarfélögin. Ein hugmynd, sem fram hef- ur komið, er sú að Jöfnunarsjóður sveitar- félaga komi þarna inn í og þá sameiginlegur framkvæmdastjóri. — Hvað um sýslufyrirkomulagið; eru á- form um breytingar á því? — Ég held að margir séu sammála um að það fyrirkomulag sé að meira eða minna leyti orðið úrelt. Réttarstaða sveitarfélaga er ekki lengur sú sama. Stærri sveitarfélög, kaupstaðirnir, brjótast út úr þessu kerfi og rjúfa þannig sýslukerfið. Hlutverk sýslu- sjóða er einnig orðið mjög skert, þeir hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa und- ir framkvæmdum og — já, einn þáttur þess- arar endurskoðunar, sem ég var að tala um, er að breyta því. Ég geri ráð fyrir að þvi verði breytt þannig að þetta verði samstarfsnefnd- ir en ekki stjórnunarnefndir. Ein hugmynd- in er sú, að oddvitar eða forsetar bæjar- stjórna myndi þessar samstarfsnefndir. — Hvað verður þá um sýslumenn? — Sýslumenn verða þá bara umboðs- menn ríkisins í þeirri nefnd, sjá um ríkisgeir- ann — það verður ekki neitt vandamál. — Ein spurning enn um húsnæðismálin. Hver hafa orðið viðbrögðin við því vanda- máli sem upp kom á Patreksfirði varðandi of lágt brunabótamat? — Ég er að skipa-nefnd með fulltrúum tryggingarfélaga, sveitarstjórna og fast- eignamats, sem á að endurskoðá þetta og samræma matið og stefna að því að í leið- inni að hafa bara eina matsstofnun, sem yrði notuð til allra hluta, þannig að ekki þurfi þetta margfalda matskerfi sem nú er. — Hvað um jafnréttismálin? — Ég er nú einmitt að fara inn á ríkis- stjórnarfund með drög að frumvarpi um jöfnun stöðu kvenna og karla, Hér stendur t.d. í inngangi: „Sérstaklega skal bæta stöðu kvenna til að ná því markmiði“. Hér er kom- ið inn á atvinnumál og inn á menntun og öll önnur svið. Það er gert ráð fyrir því að verk- svið Jafnréttisráðs verði aukið. Þetta frum- varp er árangur þeirrar nefndar, sem starfað hefur undanfarin tvö ár og ég mun leggja til að ríkisstjórnin leggi það fyrir Alþingi. Það hefur vantað kjölfestu í störf Jafnréttisráðs, það hefur vantað svona löggjöf sem tryggir framgang ákveðinna atriða og ráðið hefur verið mikið í lausu lofti. Þetta frumvarp ætti að geta breytt því. — En er í rauninni hægt að gera ráð fyrir auknu fjármagni til þess, nú eða til umhverf- ismála, og getum við trúað þvi að félagsmál- in verði ekki skert? — A.m.k. ég og félagar mínir erum alveg harðir á því að við viljum ekki draga úr félagslegri þjónustu. Það má lagfæra ýmis- legt í sambandi við tryggingamál og fleira og ég og fleiri höfum gagnrýnt það á undan- förnum árum að áhrif trygginga að nægjan- legum notum fyrir þá sem mest þurfa á þeim að halda. í því sambandi getur vel verið að draga þurfi úr bótaréttindum þeirra sem alls ekki þurfa á þeim að halda. En við verðum að viðurkenna það að í öllu þessu tali um kerfið og sparnað, þá rek- um við okkur á allt of mikla sjálfvirkni, sem er alveg að fara með okkur. Það er enginn kominn til með að segja það að allar þessar sífelldu hækkunarbeiðnir hjá ýmsum opin- berum stofnunum, — nú verður t.d. fjallað um hækkunarbeiðnir Pósts og síma og Landsvirkjunar á fundinum í dag — þoli ná- kvæma skoðun á viðkomandi stofnun. Það er verið að setja af stað núna hagræðingar- fyrirtæki, sem við látum bara gera úttekt á þessum fyrirtækjum. Við verðum að vera sannfærðir um það sjálfir að grundvöllur- inn á bak við allar þessar kröfur stofnan- anna sé raunverulegur. myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.