Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 21
1
Fimmtudagur 28. júlí 1983
21
_J~lelgai--------
Posturinn.
rútunni og fá að fara upp á áhorfendapallana.
Gunna er búin að segja okkur hvaðan heita
vatnið komi, hversu mikið af því og hversu
heitt.
„Og það er mjög ódýrt að kynda með hita-
veitunni og við notum varla nokkra olíu til
kyndinga.“(Ég þykist vita að hún eigi við okk-
ur Reykvíkinga en þori ekki að hugsa þá hugs-
un til enda hvað olíustyrkþegarnir myndu
segja við þessu.) í sundlaugunum liggja Reyk-
víkingar næsta naktir undir sjaldséðri sólinni
og kappklæddir túristarnir standa dágóða
stund og virða liðið fyrir sér. Þeir virðast allir
hafa heyrt um útilaugar með heitu vatni en
reka þó upp stór augu við að heyra að íslend-
ingar syndi líka utandyra í vetrarfrostum og
skoða þetta kynduga fólk af einskærum á-
huga.
Við stoppum líka í Ásmunarsafni. Ólíkt
öðrum reykvískum er það opið á mánudög-
um, safnvörðurinn hleypir hópnum inn og
segir mér að aðsóknin sé ekki það mikil, að
vert sé að missa af skoðunarferðum Kynnis-
ferða. Ég fer ekki inn með hópnum, því safn-
vörðurinn kynni að koma upp um mig, og læt
mér nægja að skoða stytturnar í garðinum.
Sjónvarp fyrir gamla fólkið
Eftir Ásmundarsafn er tekin stefna á mið-
bæinn.
„Sjáiði þetta gráa hús með loftnetinu. Það
er islenska sjónvarpið, sem byrjaði að senda
út 1966. Það er aldrei sjónvarp á fimmtudög-
um og í sumar er í fyrsta sinn sent út í júlí.
Fólki fannst það ágætt að fá frí frá sjónvarp-
inu, en það voru mikil mótmæli frá gömlu
fólki á elliheimilunum og á sjúkrahúsunum
(við vorum áður búin að heyra að til væru elli-
heimili í Reykjavík, sbr. DAS) svo það var
ákveðið að sýna í júlí líka. En fimmtudagar
eru enn sjónvarpslausir dagar og þá byrjar
fólk að tala saman... Fjallið þarna heitir Esja.
Það er mjög litríkt fjall“
Þýsku hjónin stara nokkra stund á Esju-
hlíðar og líta svo enn spurnaraugum hvort á
annað.
„Þessi gata heitir Snorrabraut í höfuðið á
Snorra Sturlusyni, sem var hetja í íslendinga-
sögum. Allar göturnar hér í kring heita eftir
hetjum úr sögunum. Það áhugaverða við þær
er að þær voru skrifaðar á 11. og 12. öld á ís-
lensku en ekki á latínu.
Byggingin hvíta hér til hægri er Hallgríms-
kirkja. Hallgrímur var okkar besta passíu-
sálmaskáld og kirkjan heitir eftir honum.
Hann þýddi líka Biblíuna á íslensku. Gráa
húsið hér til vinstri er safn Einars Jonssonar.
Það er opið á þriðjudögum og fimmtudögum.
Styttan fyrir framan kirkjuna (við erum að
beygja niður Njarðargötuna og þýsku hjónin
horfa skimandi út um gluggann) er af Leifi
heppna Eiríkssyni, sem fann Ameríku 600 ár-
um á undan Kolumbusi, en það eru kannski
ekki öll okkar sammála um það“ Þetta var
stílað upp á Kanann sem hló mikið — „hún er
eftir Calder sem var sonur hins fræga lista-
manns Alexanders Calder og gefin hingað af
Bandaríkjastjórn árið..“
Þýsku hjónin mín sjá aldrei styttuna af
Leifi heppna og eru að skoða Hljómskála-
garðinn, sem „er skrúðgarður, þar sem gaman
er að fara í gönguferðir" Tjörnin, „sem við
köllum Tjörninaý hér er mikið af fuglum t.d.
kríu, sem kemur alltaf 11. maí í þennan hólma
og þá segjum við að vorið sé komið“
Hvers á lóan að gjalda? hugsa ég en auðvit:
að verða gædarnir að fá að haga seglum eftir
vindi líka.
„Þetta er miðborg Reykjavíkur. Þarna er
Menntaskólinn, hann var reistur á Bessastöð-
um á 14. öld“
Ég sver að hún sagði reistur og þakkaðu
Guði fyrir að enginn ferðafélaga minna vissi
hvar Bessastaðir eru — og nú sveigjum við
fyrir Dómkirkjuhornið „byggingin hér til
vinstri með græna blikk-þakinu (var það þá
bara blikk eftir allt saman?) er Dómkirkja
Reykjavíkurí' Alþingið, „byggt úr grjóti frá
Þingvöllumý Túngatan, „sem við nefnum
sendiráðsgötuna“ og nú förum við niður á
Granda, „því þið verðið a.m.k. að finna lykt-
ina af fiskinum okkar“ og „hér er ódýrasti og
besti fiskiréttastaðurinn.“
Útlendingarnir hafa gaman af höfninni. Á
leiðinni þaðan segir Gunna okkur frá þorska-
stríðinu,„Islendingar á gæslubátunum sínum
sigruðu breskar freigátur, sem voru sendar til
Falklandseyja.“
„Það hlægilegasta við þetta allt saman var,
að okkar skip voru tryggð hjá Royal Exchange
í London“ (Þessi var líka stílaður upp á Kan-
ann.) Sólarlagsbraut og Hofsvallagata og
Ægissíða: „Hér er gott að eiga heima því hér
er útsýnið best úr Reykjavíký sagði Gunna.
Ferðinni lýkur í Lækjargötu. Að vísu fer
rútan áfram út að Hótel Loftleiðum og þeir,
sem vilja, mega fljóta með þangað og þá
vaknar spurningin um það hverjir vilja verða
eftir. Sem við komum Vonarstrætið blasir við
okkur auglýsing á húsi við Laufásveginn:
„Iceland Handicraft Center". Bandarísk frú
vill fá að vita hvort þarna sé opið núna, hún *
virðist halda að um sé að ræða einhvers konar
safn. Gunna leiðréttir hana og minnir á að
verslanir eru opnar til klukkan sex — „en það
er meira úrval í búðinni á Hotel Loftleiðum“
Frúin ákveður nú samt að fara úr í miðbæn-
um, hún hefur áhuga á þessari verslun við
Laufásveginn. „Já, það er opið“ endurtekur
Gunna „en það er meira úrval í götunni áfram
til vinstri" — við erum nú í Lækjargötunni og
hún á við Hafnarstræti: „önnur gata til
vinstri“ Ég þegi þunnu hljóði en velti því fyrir
mér hvort Gunna vinni hjá Rammagerðinni
eða Kynnisferðum. „Oh yes“ hrópar sú ame-
ríska allt í einu upp fyrir sig á leið út úr rút-
unni, „mig langaði líka til að spyrja þig hvar
besta ljósmyndavörubúðin í bænum er“
„Þarnaý svarar Gunna hiklaust, og bendir á
Focus í Lækjargötunni.
„Nú, jæja, hugsa ég, — kannski læra þau
bara líka, hvaða búðir eru bestar í leiðsögu-
mannaskólanum."
Ms
Ferðin tekur rúma tvo tíma og kostar 303
krónur.
i
I i
i
iiillLU ÉM*
Sá skemmtilegi misskilningur aö
Zurich sé höfuöborg Sviss á sér eðlileg-
ar ástæöur:
Viöskiptin og verslunin, listasöfnin og
leikhúsin, veitingahúsin og nætur-
klúbbarnir og hrífandi feguröin hvar
sem iitiö er gefa borginni fölskvalaust
yfirbragö stórborgar, heimsborgar og
höfuöborgar.
Og þegar við höfum náö áttunum er
ómissandi aö skella sér í lengri eöa
skemmri feröir um nágrennið; á mark-
aöinn í næsta þorpi, bátsferö um Zu-
richvatn, í nálægt miöaldaþorp eöa
kastala, í kröftuga fjallaferö, róman-
tískan Alpaleiöangur eða einfaldlega í
notalega skyndiferö út í bláinn sem viö
endum bara einhversstaðar, gistum í
gróöursælum dal eöa friðsælum fjalla-
kofa - og njótum þess aö vera til.
lÉSwÍo Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, slmi 84477