Helgarpósturinn - 17.11.1983, Side 9

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Side 9
eftir Kristínu Ástgeirsdóttur Þær létu lífid fyrir f eguröina Snyrtivörur hafa verid til í mörg þúsund ár. Konur og karlar hafa alltaf og alls staöar leitast vid að skreyta sig og fegra, oftast í þeim til- gangi aö ganga í augun á hinu kyninu. Upphaflega notaöist fólk við þaö sem náttúran bauö upp á; jurtir, mjólk, mold ogsteina. Á 18. öld varö framleiösla snyrtivara aö iönaöi og nú bera snyrtivöruverslanir og fjöldi tegunda þess vott aö fegrunarlyf hafa aldrei veriö vinsœlli en nú. I ríki náttúrunnar er að finna mörg dæmi þess að kynin haldi sér til hvort fyrir öðru. Fuglar skrýðast skrautlegum fjöðrum og dansa sum- ir listilega til að kveikja ástir vænt- anlegs maka. Alþekkt eru lætin í köttum, breim þeirra og slagsmál. Fiskar gerast vígreifir og skipta sumir litum af ástarbríma. I mann- heimi hefur tíðkast frá alda öðli að nýta náttúruna til að búa til skraut- muni, málningu og fegrunarlyf til að ganga i augun á hinu kyninu. Indíánar og svertingjar máluðu bæði andlit sitt og líkama á hátiðum og ófriðartímum, en hér á vestur- hveli jarðar hafa fötin oft á tíðum gegnt því hlutverki að skreyta, málning og litir hafa verið notuð á andlit, hár og neglur. Elstu áreiðanlegar heimildir um snyrtivörur er að finna hjá Egyptum hinum fornu. Þó er talið að Kínverj- ar hafi fyrstir manna farið að búa til snyrtivörur og að frá þeim hafi þær borist víða um lönd. Snyrtivörur til- heyrðu allt fram á 19. öld hirðum og aðli, bæði vegna þess að þær voru dýrar og einnig hafa þær ásamt hvers kyns skrauti, skinnum og purpura verið notaðar til að sýna hvurs var hvað og hver var hver. Leyndardómsfullar kúnstir í Egyptalandi er heimildir um fegrunarlyf að finna í gröfum, múmíum og á myndum. Egyptar máluðu andlit sitt, þeir fóru í bað, smurðu líkamann með olíum og notuðu kryddjurtir til að búa til góða lykt. Á vösum og veggmynd- um má sjá fólk greiðá sér og mála. Myndin af Nefroditu drottningu sýnir tískuna frá tímum egypsku konunganna; augabrúnir svart- málaðar, hárið falið undir eins konar hatti. Andlitsmálning náði hámarki í Egyptalandi á dögum Kleopötru drottningar nokkru fyrir Kristsburð. Sú góða kona var reynd- ar þekkt fyrir það að baða sig upp úr mjólk og hefur það lengi verið þekkt fegrunarráð. Augnskuggar voru í tísku. Undir augunum var höfð græn rönd, en fyrir ofan augun var allt svart og var það gert með kolum. Talið er að prestar hafi séð um að búa til snyrtivörur og þótti sú iðja leyndardómsfull og æruverð. Alls konar krúsir fyrir varninginn fylgdu með og voru hinar skrautlegustu. Þau efni sem Egyptar notuðu voru jurtir eins og timjan og oregano sem gefa frá sér góðan ilm. Trjábörkur (sem gjarnan var brenndur), myrra og ýmiss konar ilmjurtir voru fluttar inn frá Arabíu. Jurtirnar voru lagð- ar í sesamolíu og ólífuolíu. Egyptar fundu fyrstir upp baðker svo vitað sé, en þau þróuðust áfram meðal Grikkja og Rómverja. Baðinu fylgdu baðolíur og ilmsmyrsl. Egyptar notuðu líka spegla úr málmum til að sjá árangur hinna dýru smyrsla. Rómversku böóin í Bibliunni, sem er heimild um menningarheim Gyðinga, er ekki að finna ýkja margt um snyrtingu eða skrautgirni. í annarri konungs- bók segir frá Jesabel drottningu sem máiaði andlit sitt og reyrði hár sitt. Þar segir: Þú hefur þvegið þér, málað augu þín og skreytt þig skart- gripum. Þá má minnast þess er fæt- ur Jesú voru smurðir með olíum. Rómverjar höfðu lítinn áhuga á tískuvörum meðan ríki þeirra var ungt og vaxandi, en á gullöld þeirra þegar auður streymdi til Rómar og ríki þeirra náði allt til Egyptalands og norður um Bretlandseyjar, gerð- ust þeir tískusinnar. Hjá Grikkjum og íbúum Suður-Italíu kynntust Rómverjar snyrtivörum. Á dögum Nerós keisara 54 e.Kr. segja heimildir frá heimilishögum þeirra Nerós og Poppeu konu hans. And- iitsmálning og ilmvötn voru mikið notuð, hvíttað blý og kalk var notað til að lýsa hörundið, kol til að sverta kringum augun, kinnalitur var til og úr hveiti og smjöri var búinn til maski til að hreinsa- húðina. Pimpsteinn var notaður til að hreinsa tennur og rómverskar kon- ur kunnu aðferð til að lýsa hár sitt með sápu sem flutt var frá Galisíu. Rómverjar bjuggu til alls konar krúsir fyrir snyrtivörur, margar hin- ar skrautlegustu. Böð Rómverja vekja enn í dag hrifningu, en siðapostular þeirra tíma voru ekki eins hrifnir. Böðin þóttu mjög siðspillandi, þar komu börn undir og konur og karlar böð- uðu sig saman. Kvikmyndastjórinn Fellini gerði rómversku böðunum frábær skil í myndinni Satyricon, þar sem sjá mátti rómverska aðal- inn í einni kös, hoppa upp og niður i lauginni. Böðunum fylgdu auðvitað olíur og ilmur, allt úr ríki náttúrunnar, búið til úr ávöxtum, hnetum, blóm- um, kryddjurtum o.fl. Púður á andlit og hár Snyrtivörur í einhverri mynd þekktust meðal íbúa Norður- Evrópu áður en áhrifa sunnan að tók að gæta. Með krossferðunum hófst innflutningur á góssi frá Aust- urlöndum. Gaman væri að kanna hvað íslendingasögurnar og sam- tímaheimildir frá 13. öld segja um snyrtimennsku íslendinga og fegr- unarlyf. Við vitum að þar sem nóg var af heitu vatni stunduðu menn böð og má nefna t.d. Laxdælu og Sturlungu sem heimildir um það. Jurtalækningar hafa eflaust alið af sér ilmsmyrsl og lengi hefur þekkst að setja jurtir innan í lín og fatnað til að fá góða lykt. Á tímum Elísabetar I. í Englandi (16. öldin), þegar stórveldistímar Englendinga voru að hefjast, var notkun snyrtivara veruleg. Inn- flutningur á sápum og ilmsmyrslum er vel skjalfest og í rituðum heimild- um er að finna mörg dæmi um venj- ur þessa tíma. Það er t.d. til frásögn af því er Shakespeare kom til Lon- don. Þá varð hann mjög hneykslað- ur á kvenfólki því sem málaði andlit sitt og minntist á þær í nokkrum ljóða sinna og leikrita. Á dögum Elísabetar þóttu heit böð sjálfsögð fyrir hefðarkonur. Andlitið var gjarnan þvegið úr víni til að fá á það roða. Þessi aðferð þótti dýr, en María Stúart Skota- drottning lét sig ekki muna um að fara í vínbað á meðan aðrar og yfir- leitt yngri konur létu mjólkurbað duga. Bæði kynin notuðu púður á andlitið og um tíma var í tísku að púðra hárið. Sú venja stóð stutt við enda má geta nærri að fólk hefur orðið að þvo hár sitt oft, ella var hætta á kláða og annarri óáran. Sápa var flutt til Englands í veruleg- um mæli sem bendir til þess að snyrtimennska hafi farið vaxandi. Með illu skal illt út reka Tískan og andlitsförðun hafa alltaf átt sér óvini. Siðapostular börðust gegn snyrtivörum og hvers kyns skrauti og tengdist það siðbót- inni og hreintrúarstefnum. Á mynd- um má sjá djöfulinn læðast aftan að konum sem sitja við að snyrta sig og svo iangt var gengið að lög voru sett í Englandi 1779 vegna þeirra freist- inga sem konur þóttu vekja með til- burðum sínum. I lögunum sagði að hverri konu skyldi refsað sem freist- aði karlmanns og notaði til þess eftirfarandi: ilmvötn, málningu, fegrunarböð, falskar tennur, hár- kollur, spænska ull, lífstykki, há- hælaða skó og falskar mjaðmir (púða). Tækist þeim að draga karl- inn að altarinu með slíkum ráðum, skyldi það hjónaband teljast ógilt. Sams konar lög voru sett í Pensil- vaníuríki í Bandaríkjunum. Sem nærri má geta dugðu lögin skammt, en þau voru hluti af þeim ofsóknum sem geisuðu á 18. öld gegn konum og birtust meðal annars í galdrabrennum. Á 18. öld urðu systur tvær mjög frægar í Bretlandi vegna fegurðar sinnar. Þær komu bráðungar frá Irlandi og voru ekki lengi að ná sér í ríka eiginmenn. Þær vöktu svo mikla athygli að fólk stóð í biðröð- um til að sjá þær. En fegurð þeirra Maríu og Elísabetar Gunning sem urðu Lady Coventry og hertogafrú- in af Hamilton, fölnaði fljótt. Ástæð- an var sú að þær notuðu andlits- málningu. Á þessum tíma var notaður kinnalitur sem búinn var til úr blýi og ediki. Uppfinningamaður- inn Sir Robert Moray sagði frá því árið 1661 að reyndar hefðu margir verkamannanna sem unnu við framleiðsluna þjáðst af svima, upp- köstum, harðlífi, andateppu, höfuð- verk og jafnvel blindast (blýeitrun), en allt kom fyrir ekki, varan fór á markað. Maria Gunning lést úr blý- eitrun innan við þrítugt, en systir hennar lifði af. Þannig fór um marg- ar konur á þessum tíma, þær eyði- lögðu húð sína með þessum eitur- vörum. Lokkar á höfði Frakkar urðu snemma leiðandi í framleiðslu snyrtivara. Á dögum Napóleons mikla var farið að leggja vísindalegan grunn að framleiðsl- unni, með rannsóknum og prófun- um. Frá Frakklandi komu ilmvötn, krem og málning, svo sem varalitur og kinnalitur. Það hefði mátt halda að tímar Viktoríu drottningar, sem einkenndust af siðsemi á yfirborð- inu, hefðu verið snyrtivörum and- snúnir, en það var nú eitthvað ann- að. Hreinlæti þótti kvenleg dyggð, konur máluðu á sér andlitið, í hófi þó, einna mest áhersla var lögð á hárgreiðslur. Viktoría drottning réð sér hárgreiðslumeistara og vildi greiða honum gott kaup, svo gott að enska þingið vildi setja henni stól- inn fyrir dyrnar. Miklir lokkar á höfði voru i tísku eftir að tíma hár- kollanna lauk. Við þekkjum úr sögum og kvik- myndum frásagnir af konum sem sátu tímunum saman við að snyrta sig og setja upp á sér hárið, þar má t.d. minnast Onnu Karenínu í sögu Tolstoys, og fleiri hefðarkvenna. Tuttugasta öldin breytti mjög lífi kvenna. Þá losnaði um hömlur, kiæðnaður varð mun einfaldari og léttari og jafnframt urðu snyrtivör- ur almenningseign. Púður, varalitur og kinnalitur þóttu sjálfsögð eign þegar til stóð að lyfta sér upp og punta sig. Hvað rædur? Sennilega hefur vegur fegrunar- lyfja aldrei verið jafnmikill og nú. Snyrtivöruiðnaðurinn er geysilegur og úrvalið engu líkt. Frakkar eru enn sem fyrr í forystu en aðrar þjóð- ir hafa látið til sín taka. Meðan kvennahreyfingin lét til sín taka á strætum og torgum og hippatískan réð ríkjum bar lítið á andlitsmáln- ingu og skrautlegum hárgreiðslum. Konur á götum, skemmtistöðum og á tískumyndum bera með sér að tími andlitsförðunar er aftur geng- inn í garð. Nú er mikið gert af því að höfða til karlmanna, krem og ilm- vötn þeim ætluð eru mikið auglýst. Hvað er það sem ræður ríkjum í snyrtiiðnaðinum? Látum við aug- lýsingar segja okkur hvernig við eigum að vera eða er það skraut- girnin sem alltaf stingur upp kolli? Það er greinilegt af þeirri sögu sem hér hefur verið rakin að á upp- gangs- og valdatímum þegar allt flýtur í auði, komast snyrtivörur í 'tísku. Þá mála bæði karlar og konur sig, og það eru þeir ríkari sem sýna auð sinn og völd með skrauti og fín- um klæðum. Þegar héu-ðnar á daln- um verður tískan mun fínni, úr dýr- um efnum, kjólar eru efnismikiir, kvenskór óþægilegir með háum hælum og litadýrðin í andlitsmáln- ingu lætur ekki á sér standa. Tíska hinna ríku. Hinir fátæku verða að sætta sig við minna og meðal fá- tækra þjóða notast fólk við það sem náttúran og umhverfið bjóða upp á. Þess voru dæmi á stríðsárunum meðan snyrtivörur voru af skorn- um skammti að konur hér á landi notuðu bréf utan af exporti (rauð) tii að lita á sér kinnar og varir, en held- ur entist sá litur illa. Fjölbreytnin ræður ríkjum í dag og timi hinna miklu fyrirmynda er liðinn. Fyrr á öldinni greiddu stúlk- ur sér og máluðu eins og Greta Garbo, á sjöunda áratugnum var beinasleggjan Twiggy vinsæl fyrir- mynd, en ekki verður séð að slíkar stjörnur séu uppi nú, enda best að hver og einn sé sem honum / henni líkar best, með eða án málningar og annarra fegrunarlyfja.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.