Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.11.1983, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Qupperneq 10
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarf ulltrúi: Hallgrlmur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Kristín Ástgeirsdóttir Útlit: Björn Br. Björnsson, Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goögá h/f. Framkvaemdastjóri: Guömundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverö kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 36, Reykjavlk, sími 8-15-11. Afgreiösla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaöaprent hf. Vændi í smáum stíl Dag eftir dag getur aö lita auglýsingar I einkamáladálki DV (sem er eina blaöiö sem birtir slíkar auglýsingar) frá konum sem falast eftir fjár- hagsaöstoö karlmanna meö einu eöa öðru móti og oftar en ekki er f þessum auglýsingum gefiö I skyn að karlmaöurinn fái eitthvað fyrir sinn snúö hjá þeirri sem auglýsir. Þessir einkamáladálkar eru, aö þvl er viröist, vinsaelt les- efni, e.t.v. fyrirþásök, aö I þeim er ýjaö aö einu helsta feimnis- máli siðmenntaöra þjóö- félaga, kynllfinu. í sumum þessarra auglýsinga er aug- sýnilega veriö aö selja þetta tabú þjóöfélagsins. Vændi hefur aldrei verið vandamál á íslandi. Annars staöar, þar sem vændi hefur fundiö sér ákveðnara rekstrar- form, t.d. I erlendum gleöihús- um, hafa neikvæöir þættir þess þótt felast f þeirri almennu sþillingu, sem talið hefurverið aö þrlfist innan um og f kringum vændi; svo sem glæpastarfsemi ýmiss konar, fjárhættuspil og flkniefna- verslun. í þessu sambandi hef- ur einnig verið bent á hina hrikalegu niðurlægingu sem konur götunnar hafa þurft aö gangast undir I skipulögöum vændisrekstri og hin almennu siöspillandi áhrif út I þjóð- félagiðsem sllkurlifnaöurhef- ur verið talinn hafa. Hér á landi er engu sllku til aö dreifa. En vændi er stundaö á ís- landi þóft f smáum stll sé. í Helgarpóstinum I dag er frá- sögn manns sem tók að sér fyrir blaöiö aö skrifa f rásögn af heimsókn sinni til vændis- konu I Reykjavlk. Eins og kem- ur fram I frásögninni er kona þessi ekki hrædd viö aö kom- ast I kast viö lögin vegna þessarar iöju sinnar, sem hún stundar sem aöalstarf. Hún segist enda ekki stunda vændi, helduraöeins eiga hóp kunningja sem heimsæki hanaog skilji eftir gjafir handa henni aö heimsókn lokinni. Einnig kemur fram aö af- staöa löggjafarvaldsins til vændis á Islandi er nokkuö óljós. Kjarni þeirrar lagagrein- ar sem snertir vændi snýst ekki um þaö að vændi sé ólög- legt, heldur þaö, að sá eöa sú, sem þaö stundar,framfleytisér ekki á löglegan hátt. Þjóöfélagið virðist ekki amast við vændi af þvi tagi sem lýst er I blaðinu I dag. Þaö fer fram I heimahúsum og er þjóöfélaginu á engan hátt til tjóns, nema ef vera skyldi I glötuöum skatttekjum af þeim þegnum sem þaö stunda. 10 HELGARPÓSTURINN Upprætum skattsvikin Stjórnvöld fengu þarfa áminn- ingu frá skattrannsóknastjóra Garðari Valdimarssyni í síðasta tölublaði Helgarpóstsins, en þar talar skattrannsóknastjóri um að það vanti pólitískan vilja til að gera átak í skattsvikamálum. Þegar til þess er litið að í skatt- svikum liggur hrikalegasta mis- rétti og ein helsta þjóðfélagslega meirisemdin, þá er það raunar furða að ekki hafi fyrir löngu verið gerðar markvissar og skipulagðar aðgerðir og úrbætur af hálfu stjórnvalda til að koma í veg fyrir skattsvik og bókhaldsbrot. Við sjáum fyrir okkur víða í þjóðfélaginu á lífskjörum og lífsstíl margra, að það er oft hrópandi ósamræmi milli lifnaðarhátta og þess sem greitt er í sameiginlegan sjóð landsmanna. Það er von að fólki blöskri sem ávallt greiðir skilvíslega af öllum sínum tekjum, þegar fjöldi manna kemst upp með að svíkja undan skatti og ekki er tekið af festu á því að uppræta skattsvikin. Það hlýtur að vera siðferðileg skylda stjórnvalda að koma í veg fyrir slíkt með öllum tiltækum ráðum, og að á þessum málum verði tekið af einbeitni og fyllstu hörku. í fyrsta lagi verður að koma í veg fyrir að skattalögin séu svo götótt að þau geti boðið upp á skattsvik. I öðru lagi verður að búa þannig að skattrannsóknum og eftirliti að hægt sé á markviss- an hátt að uppræta skattsvik og að skattstofur og skattrannsókna- stjóri fái þá sérfræðilegu aðstoð sem nauðsynleg er til að halda uppi svo ströngu aðhaldi og rann- sóknum að skattsvikarar séu hvergi óhultir og mjög hart verði tekið á hvers konar skattsvikum og bókhaldsafbrotum. í þriðja lagi að öll málsmeðferð skattsvika- mála gangi greiðar fyrir sig en raunin er á í dag. Það hlýtur að vera mjög tafsöm málsmeðferð að eftir ítarlega rannsókn skattsvikamála hjá skattrannsóknastjóra, þá þurfi að senda málin fyrst til rannsóknar- lögreglu til frekari athugana og síðan til ríkissaksóknara áður en þau loks komast til sakadóms. Ég tel að það sé vel athugandi hvort ekki mætti greiða úr þessari flóknu og tafsömu leið sem skatG svikamálin fara í gegnum, með því að ríkisskattstjóri eða skatt- rannsóknastjóri fari með saksókn í skattamálum. Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins lagði fram frum- varp á árinu 1979-80 um að setja á stofn sérstakan sakadóm í skattamálum — skattadóm, sem dæmi í refsimálum vegna brota á skattalögum, svo og brotum gegn bókhaldslögum. Það er tvímælalaust ljóst að eitt- hvað verður að gera til að flýta fyrir allri meðferð skattsvikamála og tekur skattrannsóknastjóri undir þá tillögu sem lögð var fram á Alþingi um sérdómstól í skatt- svikamálum, þar sem reynslan sýnir hve seinvirk meðferðin er hjá hinum almennu dómstólum. Það er einnig athyglisvert sem kemur fram hjá skattrannsókna- stjóra að sérfræðingar sem starfað hafa hjá skattayfirvöldum eru mjög eftirsóttir hjá einkafyrirtækj- um vegna sinnar reynslu. Því skal þó látið ósvarað hér hvers vegna svo er. Skattamálin eru svo flókin og margslungin, að skattayfirvöld verða að hafa yfir að ráða sér- fræðingum sem færir eru um að fást við þessi mál, og þó vissulega sé nauðsynlegt að spara í ríkis- kerfinu, þá eru skattrannsóknir ekki sá vettvangur, þar sem hægt er að spara. Þvert á móti verður að efla allt skattaeftirlit til að koma í veg fyrir þau skattsvik sem hafa fengið að viðgangast í þjóð- félaginu. Ég tel að sá takmarkaði mannafli, sem skattayfirvöld hafa yfir að ráða hafi of mikið verið notaður til að eltast við skattfram- töl einstaklinga eða launamanna, sem komið hefur niður á nauðsyn- legu eftirliti með fyrirtækjum og atvinnurekstri í hvers konar mynd. Töluvert skortir á aðhald með upplýsingum og framtöldum tekj- um hjá þeim sem eru í aðstöðu til að skammta sér laun og tekjur svo sem ýmsum stéttum og þjónustu- aðilum og einstaklingum sem hafa sjálfstæðan atvinnurekstur. Hjá fjölda aðilja tel ég einnig að tekjur manna í atvinnurekstri séu allt of lágt metnar í skattalögunum og þær þurfi endurskoðunar við. Vís- bendingu um lágar uppgefnar tekjur atvinnurekenda má glögg- lega sjá á töflum sem fram komu í vinnumarkaðskönnun Fram- kvæmdastofnunar fyrir árið 1981. Ef marka má þær tölur, þá virðast margir atvinnurekendur lifa hreinu sultarlífi og er ekki óeðli- legt að ætla af þeim tölum að þar sé að finna anga af neðanjarðar- hagkerfi skattsvikanna. I byggingarstarfsemi höfðu eigendur aðeins 5,4% hærri upp- gefnar tekjur heldur en ófaglærðir og faglærðir voru þar með 16% hærri tekjur heldur en eigendur. í flutningastarfsemi voru atvinnu- rekendur með 52% lægri tekjur en ófaglærðir og 140% lægri tekj- ur en faglærðir í flutningastarf- semi. Ef teknar voru fiskveiðar voru útgerðarmennirnir með 36% lægri tekjur heldur en ófaglærðir sem vinna við fiskveiðar. Skattsvikamálin krefjast miklu meiri umræðu heldur en verið hefur í þjóðfélaginu og stjórnvöld- um ber skylda til að styðja af alefli við bakið á skattayfirvöldum í við- leitni þeirra tii að uppræta skatt- svikin. Væri fróðlegt að fá fram hjá skattrannsóknastjóra ítarlegar tillögur hans um úrbætur í þessum málum, og láta á það reyna hvort ekki sé hægt að vekja upp þann pólitíska vilja sem nauðsynlegur er og skattrannsóknastjóri nefnir í síðasta Helgarpósti. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Blómin á Grund Ágætu Helgarpóstsmenn. Særún Stefánsdóttir sendir mér tilskrif útaf Grund í síðasta blaði. Særún þykist hafa „hankað" mig í mótsögn um hvort Grund sé gamaldags eða ekki. Því er til að svara að gamaldags er ekki alvont í sjálfu sér. Áherslan hjá mér var á hvort starfsfólk á Grund hefði litla tilfinningu fyrir andlegri og líkam- legri vellíðan vistmanna, sem ég fullyrti að ekki væri, og hvort Grund sé KALDRANALEG gamal- dags stofnun, sem ég líka fullyrti að ekki væri. Særún vill nánari skýringu á þvi að ég segi að ýmislegt mætti betur fara á Grund. Þar má t.d. nefna að herbergi mættu vera stærri og bjartari, vistmenn færri og veru- leg sjúkraþjálfun starfrækt. Ekkert af þessu er þó hægt að skrifa á reikning þeirra sem reka Grund eða starfa þar. Ég held að við séum öll sammála um, þar með taldir aðstandendur Grund- ar, að óskalausnin er auðvitað að aldraðir geti búið í björtu og skemmtilegu einbýli og notið þar þeirrar þjónustu sem þeir hafa sannarlega unnið til. En þar til þjóðfélagið hefur séð sér fært að koma þessu i kring áegnir Grund mikilvægu hlutverki og gegnir því eins vel og kringumstæður leyfa. Særún er stórhneyksluð á því að ég skuli hafa gengið um Grund með Gísla Sigurbjörnssyni og starfsfólki og virðist telja að þar með sé ekkert að marka þá mynd sem ég hafi gert mér af stofnun- inni. Hún kýs að sleppa því sem ég tók fram; að ég hef líka farið þar um einn míns liðs. Ég byggi ekki álit mitt á umsögnum annarra. I athugasemd minni á dögunum fór ég ekki út í smáatriði um það sem sagði í viðtali Helgarpóstsins við Dagmar Sævaldsdóttur, en það er kannski rétt að taka eitt eða tvö dæmi. Á einum stað segir: „Dagmar Sævaldsdóttir segir frá því þegar einn vistmanna, kona, dó eina nóttina. „Það mátti ekki hringja á lækninn og hún var ekki hlustuð. Ljósmóðirin á vakt úr- skurðaði hana látna. Þetta var hjartasjúklingur og það hefði mátt reyna eitthvað, hnoð eða eitt- hvað“. Það er enginn ljóður á ráði Dagmarar að hún skuli eiga erfitt með að sætta sig við dauðann. Það sýnir hinsvegar að hún veit ósköp lítið um lífsins gang að láta sér detta í hug að senda eftir lækni út í bæ til að reyna hjartahnoð „eða eitthvað" á öldruðum hjarta- sjúklingi sem var þegar látinn. Á öðrum stað segir frá konu sem hafði fengið stóran skurð á höfuð- ið: „Eftir langa leit fundum við einn heftiplástur í húsinu til að hefta sárið saman“. Þetta er auð- vitað tóm vitleysa, á Grund eru öll sjúkragögn sem þarf til að veita fyrstu hjálp. Dagmar talar einnig um mistök lækna sem ekki verða nánar rakin hér. Slíkt er auðvitað óskemmtilegt en getur gerst hvar sem er. Annars hefur Dagmar tæplega þá kunnáttu til að bera að hún geti dæmt um hvort læknar séu starfi sínu vaxnir. í viðtalinu er tíðrætt um að þrjár VERÐMÆTI VINNINGA 4,5 MIUJÖNIB DREGIDÁ LAUGARDAG BYGGINGAR HAPPDRÆTH SÁÁ1983

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.