Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.11.1983, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Qupperneq 13
YFIRHEYRSLA heimili: Laugavegur 46b heimilishagir: Fráskilin, 3 uppkomin börn nafn Vilborg Haröardóttir FÆDD: 13.9.1935 í Reykjavík STAÐA: Útgáfustjóri ÁHUGAMÁL: fjölmörg SUMIR skilgreina verkalýds- hreyfingu mjög þröngt eftir Hallgrím Thorsteinsson, myndir Jim Smart Landsfundur Alþýöubandalagsins hófst ídag, fimmtudag, undir kjörorö- unum „Framtíö án fjötra“. Kjartan Ólafsson, varaformaöur flokksins, gefur ekki kost á sér til endurkjörs og Guörún Helgadóttir ritari og Tryggvi PórAö- alsteinsson gjaldkeri ekki heldur til sinna embœtta. Því má búast viö nokkr- um átökum viö stjórnarkjöriö á landsfundinum. Alþýðubandalagskonur mœta sameinaöar til fundarins og bjóöa Vilborgu Haröardóttur fram til embœttis varaformanns. Vilborg er höfundur „jafnréttisreglunnar“ svoköll- uöu, sem er meðal þeirra róttœku skipulagsbreytinga innan flokksins sem lagöar verða til á landsfundinum. Vilborg Haröardóttir er í yfirheyrslu HP. — Er frambod þitt lidur í baráttu kvenna innan Alþýðubandalagsins fyrir auknum völdum innan flokksins? Það má segja að það sé það. Ég mundi frekar segja barátta fyrir auknum áhrifum. Okkur finnst nauðsynlegt að kona sé einn af æðstu forystumönnum flokksins, basði fyrir okkur sjálfar, okkur til stuðnings, og líka fyr- ir andlit flokksins út á við. — Er það orðid mikilvægt núna, þetta andlit flokksins út á vid? Það hefur að sjálfsögðu alltaf verið mikil- vægt, en kannski enn mikiivægara nú á tím- um en áður vegna þess að nú hefur svo mik- ið af pólitískri baráttu raunverulega færst út í fjölmiðla. Nú tekur fóik meira tillit til þess sem það sér, þó það, að sjálfsögðu, taki von- andi líka tillit til þess sem það sér gert. — En hefur konum verið haldid sér- staklega niðri í Alþýðubandalaginu? Ekki meðvitað, held ég. En þeirra hlutur hefur ekki verið nógu góður.þó að fyrsti varaformaður flokksins hafi að vísu verið kona (Adda Bára Sigfúsdóttir) og verið vara- fórmaður í nokkur ár. Núna síðustu ár hafa konur orðið mjög virkar í Alþýðubandalag- inu og þá um leið komist til meiri áhrifa, en okkur þykja þau ekki nóg, ekki vegna þess að við þurfum persónulega að hafa meiri á- hrif hver um sig, heldur af því að okkur finnst málstaður kvenna í þjóðfélaginu yfir- leitt ekki koma nógu vel fram, og við teljum, að ef við getum komið honum vel fram í Al- þýðubandaiaginu, þá sé það liður í því að breyta þjóðfélaginu konum í hag. — Hvaða mál eru það sem konur í Al- þýðubandalaginu ætla aö beita sér sér- staklega fyrir innan flokksins? Hafa þær sérmál þar? Já og nei. Við ætlum sérstaklega að beita okkur fyrir því að það séu engin sérmál karla og sérmál kvenna, heldur að þau mál, sem margir líta á sem sérmál kvenna, og sem ýmsir karlmenn virðast hafa takmark- aðan áhuga á, fái þá viðurkenningu að þau séu mál allra í þjóðfélaginu, og þar með allra í Alþýðubandalaginu. — Konur í stjórnmálaflokkum; Al- þýðubandalaginu, Framsóknarflokkn- um og Kvennaframboðinu viröast upp á síðkastið hafa lagt líkar áherslur í stjórnmálum. Stjórnmálastörf þeirra hafa beinst aö málefnum kvenna sér- staklega. Geta þær ekki stofnað einn stóran kvennaflokk? Nei. Ef ég héldi það, þá væri ég ekki í Al- þýðubandalaginu. Konur hafa mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að stjórna land- inu, hvernig eigi að skipta þjóðartekjunum og fara með mál að öðru leyti. Þær hafa jafn misjafnar skoðanir á því og karlmenn, þó þær hafi svipaðar skoðanir á ýmsu, sem við getum kannski sagt að snerti konur sérstak- lega — ja, þú segir það, en ég segi það ekki. Mér finnst t.d. að málefni barna snerti bæði kynin jafnt. — Engu að síður hefur ykkar barátta innan stjórnmálaflokkanna snúist mikið um ykkui sem hópa innan flokkanna. Þið hafið verið uppteknar við að koma ykkur áfram. Mér finnst þetta ekki rétt oröað hjá þér. Við höfum ekki verið uppteknar við það að koma okkur áfram. Við höfum verið upp- teknar við það að koma áfram málum, sem við höfum áhuga á að verði a.m.k. gert jafn- hátt undir höfði og öðrum málum og tekin framyfir sum. Margar konur hafa öðruvísi á- herslur á málum heldur en karlar hafa. Við viðurkennum það, og af því að karlar hafa ráðið svo miklu, þá hafa þessi mál orðið út- undan. Það þýðir ekki, að við höfum ekki á- huga á öðrum málum. Ég hef til dæmis mjög mikinn áhuga á herstöðvarmálinu og það hefur ekki dregið úr honum þótt ég hafi á- huga á jafnréttismálum. — Á landsfundi Alþýðubandalagsins núna liggja fyrir tillögur laga- og skipu- lagsnefndar flokksins, þar sem gert er ráð fyrir aö hvort kyn hafi a.m.k. 40% fulltrúa í ráðum og nefndum flokksins en að þessi kvótaregla gildi ekki um framboðslista. Finnst þér rétt að undan- skilja framboðslista? Ég tel að ef við náum fram þessari breyt- ingu, þá sé hún svo stórt stökk og svo nýr atburður á íslandi, að það sé kannski nóg í bili. Þessari reglu hefur verið komið á í opin- berum nefndum og ráðum í Noregi og henni hefur verið komið á í fiokki sem ég þekki mjög vel í Danmörku, Socialistisk Folke- parti, þar sem framboðin eru undanskilin, nema til Evrópuþingsins. Reglan í fram- kvæmd hefur virkað þannig, að þegar kon- um var treyst fyrir þeirri ábyrgð að taka svona mikinn þátt í starfi og mótun stefnu flokksins, þá kom í Ijós að konur voru nátt- úrlega svo ágætir félagar, og ekki síðri en þeir sem voru af karlkyni, að það fór að verða alveg sjálfsagt mál að konum væri treyst til jafns við karla. Ég er að vona að eitthvað samskonar gerist hér og ég vona að það gerist í fleiri flokkum en hjá okkur. Ég hef verið í laga- og skipulagsnefnd, þetta er tillaga frá mér. Ég hef jafnframt verið í nefnd sem hefur verið að endurskoða jafnréttislög- in. í drögum að nýjum jafnréttislögum er gert ráð fyrir ákveðinni jákvæðri mismun- un, þó að mismunun sé Ijótt orð, þannig að tilgangur laganna sé ekki bara að jafna stöðu og réttindi karla og kvenna, heldur líka sá, að beinlínis bæta stöðu kvenna. Reynslan hefur sýnt okkur að ef eitthvað raunverulegt á að gerast, þá verða a.m.k. að koma til ein. hverjar tímabundnar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. — Þad hefur verid bent á að sú vald- dreifing innan Alþýðubandalagsins sem felst í skipulagstillögunum leiði hugs- anlega til klofnings í flokknum. Fellst þú á þetta? Alls ekki. — Eru uppi mismunandi armar í flokknum, sem berjast innbyrðis? Eins og þú getur rétt ímyndað þér, og eins og nafn Alþýðubandalagsins bendir til: þetta er bandalag, þá eru auðvitað mismunandi á- herslur og mismunandi skoðanir uppi í þess- um flokki þó að markmiðið sé eitt og hið sama. Menn greinir ævinlega á um leiðir að þessu markmiði. Það verður ekkert meiri munur þó að skipulaginu sé breytt. En við höldum að flokkurinn verði miklu skemmti- legri og fleiri muni hafa áhuga á að starfa í svona, eins og við köllum það, heldur „laus- beisluðum" flokki, t.d. margiróflokksbundn- ir vinstri menn, að ákveðnum málum. — Því hefur víða verið haldið fram, að jafnréttisbarátta kvenna sé stéttabar- átta, sem Alþýðubandalagið berjist í heild fyrir. Guðmundur J. Guðmunds- son hefur gagnrýnt konur í Alþýðu- bandalaginu fyrir að vera ekki inni á þessu sjónarmiði. Hvað viltu segja um það? Guðmundur J. Guðmundsson hefur aldrei léð því eyra, sem konur í Alþýðubandalag- inu hafa haft aö segja, hvort sem þær hafa verið í verkalýðsstétt eða annars staðar og það, sem hann fer með í Þjóðviljanum á mið- vikudag nú í vikunni um konur í Aiþýðu- bandalaginu, eru hreint út sagt staðlausir stafir. Konur í Alþýðubandalaginu hafa ein- mitt ævinlega lagt áherslu á það, að kvenna- barátta sé óaðskiljanlegur hluti stéttabarátt- unnar. Og það er þess vegna sem við erum í Alþýðubandalaginu en ekki í Kvennafram- boðinu. — Er Alþýðubandalagið að fjarlægjast verkalýðshreyfinguna? Þvert á móti, Alþýðubandalagið vill fyrst og fremst berjast fyrir verkalýðshreyfing- una. Hins vegar kann suma að greina á um það hvað verkalýðshreyfing er. Sumir virð- ast t.d. skilgreina verkalýðshreyfingu mjög þröngt, að í henni séu aðeins þeir sem séu innan ASÍ, en ég held að við verðum að horf- ast í augu við þær breytingar sem hafa orðið á þjóðfélaginu. Ég tek sem dæmi BSRB; ég lít ekki síður á það sem verkalýðssamtök en ASÍ og þar er láglaunafólk ekki síður en í ASÍ. Alþýðubandalagið er tilbúið að berjast við hliðina á og með launamönnum hvar svo sem þeir eru skipulagðir í verkalýðshreyf- ingunni og telur það sitt stærsta hlutverk. Við iítum á okkur sem hluta af verkalýðs- hreyfingunni en ekki endilega hluta af hin- um skipulögðu verkalýðssamtökum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.