Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.11.1983, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Qupperneq 14
LIKAMINN “ö c S e r o E cn Auöur Bjarnadóttir í Helgarpóstsvidtali Auöur Bjarnadóttir er ballettdans- ari á tímamótum í list sinni og lífi. Hún er nýkomin heim frá fimm ára starfi viö tvo erlenda dansflokka. Hún er komin heim, m.a. til aö taka þátt í 10 ára afmœlissýningu Islenska dans- flokksins sem veröur frumsýnd í nœstu viku. Auöur talar hér um lífsitt og list og hvernig afstaöa hennar hef- ur veriö aö breytast, m.a. fyrir tilstilli trúarinnar. Eftir Hallgrím Thorsteinsson — Afstada ballettdansara til listar sinnar virdist stundum vera alvarlegri en annarra listamanna. Það er eins og dansarar gefi sig listinni algjörlega á vald—dansinn verður líf- ið sjálft. „Já, dansinn heltekur mann svo ungan. Ég byrjaði átta ára í ballettskóla. Mér finnst hætta á því að dansinn loki mann á vissan hátt af, maður hefur enga hliðarsýn, fram- undan er bara lífið og það er dans. Ég hef mikið velt þessu fyrir mér að undanförnu — afstöðunni til listarinnar — og mér finnst þetta þurfa að snúast bæði um dansinn og sjálfa mig. Stundum finnst mér eins og dans- inn móti mig á þann hátt sem ég vil ekki mót- ast. Hann krefst þess að maður einblíni á sjálfan sig þegar maður vildi kannski helst af öllu þróa sig út frá sjálfum sér. Maður er nátt- úrlega alltaf að vinna með eigin líkama — hann er manns hljóðfæri". — En ertu þá orðin frábitin því að þroskast eingöngu innan ramma ballettlistarinnar? „Ég gerði það ómeðvitað ansi lengi. Strax sem barn var ég t.d. meira í leikhúsinu held- ur en í skóla. Svo þróaðist þetta áfram. Ég byrjaði í Dansflokknum 14 ára, þegar hann var stofnaður. Þar var ég á fullu í sex ár. Þetta var orðið líf manns. Ég man einmitt eft- ir því að þegar við vorum að byrja með Dansflokkinn, þá var þar ein okkar sem átti nankinsjakka og á bakið á honum hafði hún krotað: „Dance is Life — Life is Dance“. Þetta höfðaði til mín. Maður var áhugasam- ur, dansinn tók mann og gaf manni líka mik- ið í staðinn. Ég hef verið að pæia í því núna hvers vegna þetta var svona gaman, hvað ég sæki í dansinn. Þetta er ekki orðið það sama fyrir mér og það var. Áður fyrr hugsaði maður ekkert um hlutina. Áhuginn var svo blossandi — það komst ekkert annað að". — En kemur ekkert í staðinn fyrir þennan brennandi áhuga þegar þú eldist, t.d. að þú takir beinlínis þá ákvörðun að helga líf þitt listinni, dansinum? „Ég fór í gegnum ýmislegt hér heima áður en ég ákvað að fara til útlanda. Ég fékk alla þessa athygli, var hátt uppi og það var alltaf mikið um að vera. Þetta hristi mikið upp í mér og mínu gildismati, og þetta viðhorf breyttist. Ég var leitandi á þessum tíma, ung, bara 19 ára, og ég vissi ekki hvernig dans- flokkar störfuðu erlendis. Ég hef verið í tveimur flokkum úti. Fyrst var ég í Múnchen í fjögur ár hjá ballettflokki Bayerische Staatsoper. Þá sá maður mikið þetta vélræna — og hvernig þetta var orðið eins og fyrirtæki og verslun og oft lítil manneskjulegheit, og sér- staklega í Basel í Sviss, þar sem ég var síð- asta árið. Tilhneigingin verður sú, að dansinn verð- ur eins og eitthvað heilagt, og manneskjunni er fórnað. Hún verður fórnardýrið, í stað þess að dansinn þjóni manninum um leið og listinni. Þetta verður oft svona vegna þess að í þessum flokkum er ungt fólk, og stjórnendur flokkanna misnota aðstöðu sína, taka upp einræðisstjórn, fara á einkaflipp. Stjórnand- inn nær slíku valdi í sumum hópum að það er bókstaflega leikið sér að fólkinu eins og dúkkum. Þetta fannst mér alveg dýrslegt. Ég upplifði þetta talsvert svona. Mér fannst þetta orðið svo óhuggulegt og það í flokki þar sem maður hafði kannski vonast til að helga sig listinni. Fólkið mátti ekki vera með fjölskyldur. Það komst í rauninni ekki annað fyrir. Þetta er næstum því glæpur. Stjórn- endurnir fá fólk til sín og ætlast til þess að það sé alveg eins og þeir vilja hafa það; Þeir geta svo kastað því frá sér á næsta ári — þess vegna. Það er þá ekki eins og það sé verið að byggja eitthvað upp. Þér er kannski kastað út og fólk verður að finna rætur einhvers staðar allt an'nars staðar“. — Er samkeppnin svona hörö? „Já, hún er það ansi mikið í þessum ballett- heimi. Það sem ég hef verið að leita að núna síðustu ár er að fá að starfa þar sem reynt er að tengja þetta saman. Auðvitað: að maður gæfi sig listinni og gæfi henni krafta sína, en að það væri líka leit að einhverju, að gera betri hluti, gera hluti krefjandi fyrir áhorf- enciur, eitthvað til að hjálpa manneskjunni. Motsögnin var sú, að jafnvel þó að sett væru upp góð verk, sem endurspegluðu okkar tíma, og á vissan hátt krefjandi verk fyrir áhorfendur, þá var þetta skemmandi fyrir dansarana. Mig langar til að vera í hópi þar sem meiri áhersla er lögð á drama. Sem sagt dansa eitthvað sem er ekki bara fyrir augað, heldur líka eitthvað sem ýtir við manneskj- unni, hefur eitthvert innihald. Það eru fáir svona hópar, en þeir eru til“. — En hvernig hefur ferillinn verið hjá þér úti? „Ég var í Múnchen í fjögur ár, og svo eitt ár í Sviss. Þetta voru opinberir flokkar starf- andi við óperuhús. Við vorum með klassísk verk sem halda svona flokkum gangandi: Hnotubrjótinn, Giselle, Svanavatnið og þetta allt. Og inn á milli var verið að reyna nýja hluti og gefa fólki tækifæri, en við vor- um óheppin þarna. Þessi grunnur er ekkert rangur í sjálfu sér. En það vantaði greinilega á það, að fólkið væri nýtt sem skyldi. Þarna var mikið af virkilega góðu fólki, þarna var efniviður óg allt fyrir hendi, nægir peningar, en það er eins og el^ki hafi unnist úr því. Þarna á þessum fjórum árum sem ég var í Múnchen var þrisvar skipt um stjórnendur flokksins. Margir komu og reyndu, en þetta virtist ekki ganga nógu vel upp“. — Hvers vegna gekk þetta ekki? „Það voru margir sem sögðu að vegna þess að óperan væri svo afgerandi góð þarna í Múnchen, hefði það komið niður á ballettinum. Fólk var áhugasamt um óper- una, og ballettflokkurinn varð númer tvö, settur skör lægra. Þetta virðist oft vera þann- ig hjá þessum húsum, að það er annað hvort, sem rís hærra. Þetta hefur gengið svona í áraraðir, voðalega skrítið. Ég held að góður stjórnandi hefði átt að geta náð saman góð- um flokki þarna“. — Hvernig stóð á því að þú fórst út? „Þetta var einhver leit bara, sjá meira... Samkepgnin hefur farið hraðvaxandi síð- ustu árin. Ég var heppin. Ég kom inn á nýju dansári og þá var akkúrat einn samningur laus og þau réðu mig sem sagt". — Hvernig hlutverk fékkstu þarna? „Ég byrjaði í hópi og var sett í það sem ver- ið var að gera í það og það skiptið. Svo fékk ég hálfsólósamning, dansaði lítil hlutverk og svo komst ég á sólósamning. Þá dansaði ég ágæt hlutverk í klassískum verkum, ekki aðalhlutverk að vísu. Svo dansaði ég líka í þeim nútímaverkum sem tekin voru til sýn- inga. Þetta verður rútína. Maður er að gera sömu hlutina — sýna Þyrnirósu í fjögur ár. Það er klassíski ballettinn sem heldur þessu uppi. Hér hjá Islenska dansflokknum erum við að vinna að sýningu, skapa eitthvað um leið. Uti kunni maður dansana eða lærði þá af videoi, eða af blaði eða var kennt og þetta var mjög vélræn vinna. Hérna er maður þó við það að skapa eitthvað, það fæðist en svo er það líka búið. Það er á vissan hátt leiðin- legt hvað þetta er stutt, maður hefur byggt eitthvað upp sem svo dettur strax niður eftir fjórar sýningar. Það eru kostir og gallar við hvort tveggja. En það er eins og þetta hér sé eðlilegri þróun, hér er verið að skapa eitt- hvað“. — Finnst þér þetta eiga betur við þig? „Já, því að klassísku ballettarnir eru svolít- ið eins og vél sé sett í gang. Oft eru þetta bara fallegir dansar og búið. Ég kann ekki við að gera svoleiðis til lengdar, eitthvað sem ekki er krefjandi, að maður sé ekki að skapa einhverja persónu eða glíma við eitt- hvað sem maður getur þróað. I þannig um- hverfi getur maður náttúrlega þróað tækni, en lítið meira". — En er ekki hœgt að fá einmitt mikið út úr því að eltti uppi fullkomnunina í þessum klassísku hreyfingum? „Jú, það er auðvitað hægt og ég gerði það, og gat notið þess. En ég hef verið að fara í gegnum einhvern prósess sjálf. Þótt ég hafi gaman af þessum dansi, þá finnst mér hann ekki list eins og ég vildi helst standa undir. Þetta hefur verið endalaus barátta við líka- mann og takmörk hans. Líkaminn verður nánast eins og óvinur manns, maður er að þrælka hann. Þetta er svolítið sérstakt sam- band. Ég vil frekar að hann sé eins og tæki sem maður getur notað á jákvæðan hátt, en ekki eitthvað sem maður lemur áfram og áfram án tilgangs". — Verður samband þitt og líkama þíns öðruvísi þegar þú fœst við dans sem þér finnst innihaldsríkur? „Já. Það getur verið jafn erfitt, tæknilega, en manni finnst maður vera að skapa eitt- hvað meira, og það er nóg til þess að hvetja mann til þess að glíma við það. Þá verður þessi barátta manns við líkamann leið en ekki takmark í sjálfu sér. Þá fær maður ekki á tilfinninguna að maður sé í sirkus". — Hvað tók við hjá þér eftir þessi fjögur ár í Munchen? „Þá var ég eitt ár í Sviss. Hjá flokki í Basel sem stendur vel, a.m.k. út á við,og er talinn vaxandi. En þar var stjórnandi sem var á einkaflippi. Þetta er góður flokkur en fólkið í honum er allt eins og inni í skel. Pressan er svo mikil á því að það lokar sig af. Öll tækni er reyndar dregin fram en það vantar þarna að persónurnar megi rísa og fá að þróast sem einstaklingar. Þú átt bara að vera svona og svona, passa inn í þetta form. Þarna var verið að baka mann í ákveðið form, og ég kunni ekki nógu vel við það“. — En nú hefur maður heyrt sagt að í ball- ett sé maður ekkert endilega til sem einstakl- ingur, að verið sé að nálgast hina hreinu fegurð sem hefur ekkert með persónu við- komandi að gera. Þetta sé hreint form? „Já, því hefur alltaf verið haldið fram að ballettinn sé augnayndi, allur stílaður upp á fegurðina og formið, og á þennan hátt getur ballettinn verið yndislegur, en mér finnst þetta viðhorf oft vera svolítið léttúðugt. Hvers vegna má ballettinn ekki leita út á aðrar brautir, eins og aðrar listir, t.d. leiklist? Dansinn er krefjandi, ögrandi, hann er um manninn. Hvers vegna ætti dansinn alltaf að vera á einhverju óskilgreindu og óháðu fegurðarplani? Þetta er nokkuð áberandi viðhorf í Ameríku og í sjálfu sér gott og gilt. í Evrópu er mikið verið að spyrna gegn þessu viðhorfi, tíðarandinn er þannig, maðurinn sjálfur verður viðmiðunin". — Það virðist vera að grípa um sig eins konar dansœði í Vesturheimi — fólk streymir á námskeið í diskódönsum og jassballett? „Já, dans virðist vera mjög í tísku, þú sérð bara allar þessar danskvikmyndir. Hérna er sjálfsagt líka að verki sams konar mót- spyrna, þessi leiði á öllu vélrænu. Dansinn er auðvitað mjög tilfinningarík tjáning. Fólk vill geta sleppt sér og er kannski þannig að skapa sér mótvægi við þetta vélræna í tilver- unni“. — Hvað tók við hjá þér þegar þú fórst frá Sviss? „Ég kom heim. Það er ofboðslega erfitt þegar maður gefur sig allan í dansinn, allan kraft sinn og vilja, að finna þá eitthvað skera á móti, eins og gerðist með mig í Sviss. Ég fann að ég gat ekki unnið við þær aðstæður sem þarna voru. Svo var ég reyndar á leið- inni til Israel, ég var búin að fá samning þar hjá dansflokki. Ég fór þangað í sumar en snerist svo allt í einu hugur og langaði að koma heim. Mér fannst ég búin að vera það lengi út að annað hvort færi ég að fjarlægjast alveg eða kæmi heim. Aðstæður voru líka góðar hér heima til að snúa aftur. Ég átti góðar minningar frá Dansflokknum hérna. Hér heima finnst mér maður hafa meiri og betri grunn til að vera bara manneskja, taka þátt í þjóðfélaginu í stað þess að lifa í þessari einangrun sem ballettinn úti virtist krefjast af manni. Það var svolítið eins og klaustur- lifnaður. Mér fannst gott að geta komið heim og hugsað mín mál upp á nýtt. Það var líka freistandi að geta verið í sínu gamla um- hverfi, það á sterkítök í manni". — Og langar þig núna til að eignast fjöl- skyldu og börn? „Já....Kannski“. — Mundir þú þá frekar vilja gera það hér en erlendis, ef því vœri að skipta? „Ég býst við því. Annars fannst mér alltaf á tímabili að ég hlyti á endanum að verða hér. Núna aftur á móti nýt ég þess að vera hérna en mér finnst það ekki svo afgerandi lengur, ég gæti verið hamingjusöm þó ég byggi annars staðar". — Hreyfir þú þig öðruvísi hér á landi? „Ég veit ekki nema maður verði kannski eitthvað eðlilegri í hreyfingum, ekki eins „sophisticated". Eins og úti t.d.; ef þú ætlar í fjallgöngu, þá þarftu að plana að fara núna út í sveit, stoppa hér, ganga hér — hér heima getur maður verið meiri sveitamanneskja. En ég er strax pínulítið hrædd við það að lokast af, að maður verði út úr heiminum hérna. I Evrópu var maður stríðshræddur, and- rúmsloftið var þannig í Þýskalandi að fólk sagði: „Við gætum þess vegna verið sprengd í loft upp á morgun", þar eru heimsmálin nær fólki, fólk er meira lifandi í umræðum um þessi mál. Hér er maður eins og í öðrum heimi". — Þú ert trúuð. „Þegar ég var 18 ára varð ég fyrir trúar- legri upplifun, sem hefur fylgt mér. Þegar ég segist hafa upplifað eitthvað þá gerir fólk sér kannski alls konar hugmyndir, en þessi trú- arlega reynsla var þess eðlis að eitthvað gjörbreyttist í mér og þetta breytti mínu sjónarhorni á lífið á allan hátt. Trúin hjá mér hefur náttúrlega verið að þróast og þroskast síðan. Þetta var ekkert yfirnáttúrulegt sem gerðist, þannig. Mér fannst bara opinberast fyrir mér innihald og boðskapur kristin- dómsins, hvað það væri að vera kristin, að það þýddi ekki siðareglur eða eitthvað slíkt heldur væri kjarninn lifandi samband við Guð. Ég uppgötvaði að Guð vildi búa í hjarta mínu. Ég er enn að uppgötva hluti, prófa mig áfram með þá ímynd sem ég geri mér af Guði, finna að hún er ekki eitthvað sem ég hef tekið til handargagns, heldur það sem er miklu mikilvægara, að Guð sé að opinbera sig. Ég vil ekki gera mér bara einhverja mynd af Guði til þess að hún hjálpi mér. Þessi reynsla sem ég varð fyrir hefur farið í gegn- um ýmsar prófraunir og nú finnst mér hún ekki bara vera trú vegna þess að hún hjálpar mér, að hún sé ekki eins og vasaklútur í vas- ann. Hjá mér er hugsunin og skilningurinn grunnurinn; reynsla mín kemur svo þar ofaná". — Er hœgt að nálgast Guð í gegnum dans- inn? Hjálpar Guð þér í dansinum? „Já. Það sem ég er að berjast fyrir sem dansari er að tengja þetta tvennt, finna leið til að tengja það. Fyrst í stað þýddi það, að vera kristin, það sama og að hætta að dansa og mér fannst ég þurfa að fara í kristniboð. Dansinn var mér eitthvað veraldlegt og óguðlegt. En svo gerði ég mér grein fyrir því að dansinn var mér einskonar pietisk ímynd, hann er guðsgjöf, túlkunin í honum og tján- ingin. Maður upplifir þetta í dansinum, það er eins og símastrengur, það er einhver þörf fyrir að svífa inn í þennan óendanleika. Þetta er spennandi, kannski af því að maður nær því ekki, þetta verður áframhaldandi leit“. — Hefur þetta eitthvað að gera með sýn- ingar sem slíkar? „Það er auðvitað sérstök tilfinning að sýna, viss hápunktur, en svona tilfinningar fæ ég alveg eins á æfingum". — Sleppirðu þér þástundum og dansar ein fram á nótt í œfingasalnum? „Nei, það er ekki svoleiðis. Þetta er kannski það sem ég er oft að berjast við. í ballett er maður mataður á sporum og það er teljandi sjaldan sem ég hef dansað bara eitthvað upp úr mér. Ég hef aldrei sleppt mér þannig. Maður er svo akademiskur, fær sporin og veit nákvæmlega hvað á að gera. Þetta eru kannski á vissan hátt hömlur; þetta hitt hef- ur maður aðeins reynt í gegnum viss spor sem maður getur lagt eigin tilfinningar í“. — En þetta aðhald og þetta stranga pró- gram, sem ballettinn er, erþað til þess fallið að beina manni að hinu góða, á meðan hömlulaus dans vœri þá eins konar djöful- œði? „Nei. Ég held að danseðli manns sé það að dansa af gleði—dansa bara einhvern veginn. í Biblíunni, þar sem talað er um dans, þá er talað um hann sem tákn gleðinnar: „... breyttir gráti mínum í gleðidans..." Það er náttúrlega sjaldan sem fólk dansar af sorg. Það er þess vegna eðlilegt að fólk dansi óút- reiknuð spor. Raunverulega verður að vera til hvort tveggja í dansi, form og frelsi. — Er líkaminn hart keyrður í ballett? „Já, hann er það. Og þetta er kannski það sem mér finnst ég einmitt vera að læra sem dansari, að læra að njóta þess á dýpri hátt að ná eðlilegu viðhorfi til líkamans, að hann sé ekki bara eins og óvinur manns, sem maður sé að berjast á móti til að ná ákveðnum árangri, heldur frekar leið til að ná einhverju fram. Þetta er kannski eins og að ala barn, maður elskar það og hvetur, á í baráttu, og er umbunað". — Renna líkami og sál saman í dansi? „Þau eiga að gera það. Það á að vera eðli- legt, en við einblínum svo mikið á tæknilega fullkomnun að þetta jafnvægi hefur svolítið týnst. En þetta er einstaklingsbundið“. — Nú hefur ballett mikið einkennst af því að konan, ballerínan, er í miðpunkti, karl inn dansar utan um hana. Er þetta eitthvað að breytast? „Já, já. Þetta er svona í klassískum ballett. Viðhorfið var það, að dans væri fyrst og fremst fyrir kvenmenn og þetta hefur líka breyst. I austantjaldslöndum hafa karldans- arar haft miklu sterkari karlímynd en t.d. í Bandaríkjunum og í Vestur—Evrópu, þar sem karlmaðurinn má vera fallegur, en ekki bara karlmannlegur. Nú eru miklu fleiri karl- menn í dansi, miklu meira úrval, og nú er farið að semja mjög mikið af dönsum jafnvel eingöngu fyrir karlmenn. En það er erfitt að snúa þessu alveg við. Það væri dálítið ein- kennilegt ef konan færi að snúa karldansara og lyfta. Það er mismunur þarna en það eru líka til falleg pas-de-deux sem byggjast meira upp á samspili. Oft vorkennum við körlunum að þurfa að burðast svona með okkur“.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.