Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN Virðisaukaskatturinn bætirúr megingöllum söiuskattskerfisins, svo sem uppsöfnun og undanpágum, en hann kallar á stóraukna skriffinnsku og veröur f,lóknari, viðameiri og dýrari f framkvæmd. Fáum viö VASK? Fjármálaráðherra hefur látið dreifa meðal þingmanna handriti að frumvarpi tii laga um virðisaukaskatt í stað söluskatts. Plaggið er óvenjulegt að því leyti, að hér er ekki um að ræða fullbúið frumvarp heldur ber að líta á það sem fræðslurit til að vekja umræðu um breytt fyrirkomulag á skattlagningu neyslu. Það sem einkum hefur farið fyrir brjóstið á ráðamönnum er hið gloppótta kerfi sölu- skatts, þar sem margvíslegar undanþágur hafa valdið vandkvæðum. Núverandi sölu- skattskerfi leiðir einnig af sér óheppilega uppsöfnun sem hefur tilviljanakennd áhrif á framleiðsluaðferðir og samkeppnisaðstöðu atvinnugreina. Söluskatturinn er 23,5% en hinn nýi virðisaukaskattur skal vera 21%. Höfundar ofangreinds frumvarps eru fimm manna starfshópur innan fjármála- ráðuneytisins sem falið var þetta verkefni haustið 1982 og lauk störfum nýverið. í starfshópnum átti sæti Arni Kolbeinsson, deildarstjóri í tekjudeild ráðuneytisins og skattasérfræðingur þar á bæ. Hann hefur eftirfarandi að segja um frumvarpið: „Það hefur bæði kosti og galla. Helstu kost- ir þess eru þeir að hér er um að ræða hlut- lausan skatt gagnvart viðskiptaháttum og neysluvali. Virðisaukaskattur bætir úr megingöllum söluskattskerfisins, en forsendan er auðvitað sú að skattskyldusvið- ið verði víkkað verulega og nær allar undan- þágur núverandi kerfis felldar niður. Með upptöku virðisaukaskattkerfis byrjum við með alveg nýtt kerfi í stað þess að bæta sífellt gloppótt kerfi sem fyrir er. Gallar virðisaukaskattsins eru einkum tveir. í fyrsta lagi er það kerfi mun flóknara og viða- meira og þar með dýrara í framkvæmd en núverandi söluskattskerfi. Til dæmis get ég nefnt að um 20 manns vinna við söluskatt- inn og er það lítili tiikostnaður miðað við að skatturinn nemur þriðjungi af tekjum ríkis- sjóðs. Virðisaukaskattur myndi kalla á að minnsta kosti helmingi fleiri starfsmenn og skriffinnska fyrirtækja og rikiskerfis myndi aukast. I öðru lagi hefði virðisaukaskattur- inn taisverð áhrif á verðlag í landinu". Vöruverð myndi að sjálfsögðu raskast verulega. Matvörur eru nú undanþegnar söluskatti og myndu þær hækka um 21%, eða sem næmi virðisaukaskatti. Almennt yrði þó um hækkanir og lækkanir á víxl að ræða á vörum og þjónustu. í heild er ekki ráðgert að ríkið fái meiri tekjur í kassann. Virðisaukaskattur (VASK) er neysluskatt- ur eða söluskattur sem lagður er á söluverð vöru og þjónustu á öllum viðskiptastigum. Skatturinn er fjöistigaskattur þar sem fyrir- tækjum er gert að innheimta skatt af heildar- andvirði seldrar vöru og þjónustu. Skattur- inn hefur hins vegar ekki margsköttun í för með sér því að við skil í ríkissjóð mega fyrir- tækin draga frá innheimtum skatti af heildarsölu (sem eftirleiðis á að hljóta nafn- bótina „útskattur") þann skatt sem þau greiða við kaup á vörum og hvers konar að- föngum (sem kallast mun „innskattur"). Þannig skilar hvert fyrirtæki í ríkissjóð að- eins skatti af virðisaukanum sem hjá því myndast, þ.e. mismuninum á útskatti og inn- skatti. Aðaleinkenni virðisaukaskattsins er að hann leggst í raun aðeins einu sinni á sama verðmætið, hversu oft sem það gengur milli viðskiptastiga og verður því hlutlaus gagn- vart söluverði til hins endanlega neytanda. Þetta skilur hinn nýja skatt frá söluskattinum þar sem uppsöfnunaráhrifa gætir mismun- andi mikið eftir því hve varan eða verðmæt- in fara um mörg viðskiptastig áður en hinum endaniega neytanda er náð. 21% virðis- aukaskattur, innheimtur á öllum viðskipta- stigum, verður 21% af söluverði til neytand ans. Virðisaukaskattur hefur verið til umræðu hérlendis í meira en áratug. Margvíslegar athuganir hafa farið fram á þessu skattformi og tvær skýrslur hafa verið samdar um mál- ið að tilhlutan fjármálaráðuneytisins; sú fyrri á árinu 1971 en hin síðari á árinu 1975. Þær athuganir sem fram hafa farið hér á laridi, komu í kjölfar upptöku virðisaukaskatts í flestum löndum V-Evrópu. Af háifu ríkisstjórnarinnar hefur hvorki verið tekin afstaða tii virðisaukaskattsmáls- ins í heild né til einstakra þátta þess, svo sem skattskyldusviðs, skattahlutfalls, uppgjörs- eftir Ingólf Margeirsson aðferðar og greiðslutímabils. Frumvarpinu hefur verið dreift sem upplýsingabæklingi meðal þingmanna. En hver er afstað þing- flokkanna til þessa máls? Verður gamli sölu- skatturinn við Iýði eða mun virðisaukaskatt- urinn hefja innreið sína? Þeir þingmenn sem HP ræddi við vörðust flestir allra frétta. Málið er víðtækt og flókið og flokkarnir enn ekki búnir að móta afstöðu sína til fulls, þótt fjármálaráðherra hafi látið dreifa drögum að umræddu frumvarpi meðal þingflokkanna fyrr í haust. Eiður Guðnason (A) sagði að hann væri fylgjandi VASK í meginatriðum, því skattur- inn væri undanþáguiaus. Hins vegar fylgdi hinum nýja skatti mikil skriffinnska og þá vaknaði sú spurning hvort ekki væri meiri hagræðing í að endurskoða gamla sölu- skattskerfið. Guðmundur Einarsson (C) sagði að sölu- skattsmálin væru í óreiðu og annað hvort þyrfti að taka upp virðisaukaskatt þegar eða endurmóta söluskattinn. Það jákvæða við hið nýja skattkerfi væri að byrjað væri á byrjuninni. „Þá yrði byrjað á hreinu borði“, eins og Guðmundur orðaði það. „Mestu vandræðin með söluskattinn nú- verandi eru allar undanjiágurnar", sagði Ólafur G. Einarsson (D). „Eg er því fylgjandi virðisaukaskattinum. En ég segi þetta með öllum fyrirvara. Það fylgir nýju skattkerfi mikill kostnaður og flókin framkvæmd". Svavar Gestsson (G) sagði að Alþýðu- bandalagið væri ekki búið að gera upp hug sinn til þessa máls. Virðisaukaskatturinn væri dýr í framkvæmd og honum fylgdi mikil skriffinnska en ljóst væri að núverandi söluskattskerfi væri mjög gloppótt. Ingvar Gíslason (B) sagði að frumvarpinu fylgdu kostir og annmarkar og það yrði að íhuga þessi mál gaumgæfilega áður en frum- varpið yrði lagt fram til afgreiðslu. Það er því opin spurning hvort Islendingar fá yfir sig virðisaukaskatt á næstu vikum og mánuðum eða hvort málið dagar uppi í kerf- inu eina ferðina enn. ERLEND YFIRSYN W . * 'Éátá ' ' mm Slðast kom Júri Andrópoff (t.h.) fram opinberlega 18. ágúst, þegar hann tók á móti bandarisk- um öldungadeildarmönnum í skrifstofu sinni í Kreml. Þeir eru f.v. Russell B. Lona oa Clai- borne Pell. Herstjórnin fyllir tóm eftir Andrópoff Undir árslok er venja að Æðsta ráðið, þing Sovétríkjanna, komi saman í nokkra daga til að hespa af fullgildingu á gerðum forsætis- nefndar og ríkisstjórnar liðið misseri, svo og gjalda jáyrði við fjárlagafrumvarpinu sem fyrir ráðsmenn er lagt. Samfara fundahaldi Æðsta ráðsins er einatt fundað í miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétrikjanna. í ár bregður svo við, mót venju, að hvor- ugur fundurinn hefur verið boðaður, þó kominn sé desember. Er þetta enn einn vitnisburðurinn um að ekki er allt með felldu á æðstu stöðum í Moskvu. Komið er á fjórða mánuð síðan foringi Kommúnistaflokksins og þjóðhöfðingi Sovétríkjanna, Júrí Andró- poff, hefur sést sinna embættum sínum með opinberum hætti. Hann lét sig meira að segja vanta við helstu helgiathöfn ríkisins, hersýningu og skrúðgöngu á Rauða torginu 7. nóvember í minningu byltingarinnar, og hefur siíkt ekki komið fyrir síðan Lenín lá fyrir dauðanum. Svona tóm á tindi valdapýramidans hefur eftirköst í jafn rígskorðuðu miðstýringar- kerfi og því sovéska. Óvissa ríkir, þegar stað- genglar og næstráðendur sinna hver sínu sviði, verða að gæta þess að gerast ekki offari en hljóta jafnframt að leitast við að bæta stöðu sína komi til vals á nýjum for- ingja. Af opinberri hálfu hefur það eitt verið látið uppi um ástæðu til ósýnileika Andrópoffs, að hann þjáist af kvilla sem hlotist hafi af kvef- sýkingu. Nokkru áður en hann hvarf af sjónarsviði, var orðið ljóst að maðurinn gekk ekki heill til skógar. Þegar Æðsta ráðið kaús hann forseta forsætisnefndar, eins og þjóðhöfðingjastaðan nefnist, þurfti hann stuðning upp og niður þrep, og varð það enn meira áberandi næstu vikur. Síðan 18. ágúst hefur Andrópoff svo ekki sést við opinberar athafnir. Kviksögur ganga í Moskvu um ástæður til að foringi flokks og ríkis lætur ekki sjá sig. Sú reyfaralegasta er á þá leið, að Andrópoff hafi verið skotinn í handlegg. Á þar ýmist að hafa verið að verki sonur Bresnéffs fyrirrennara hans að hefná fyrir atlögu lögreglu að mann- orði systur sinnar, eða ekkja afsetts innan- ríkisráðherra, en sá skaut sig þegar rann- sókn var fyrirskipuð á embættisfærslu hans. Sú saga sem erlendir sendimenn í Moskvu ieggj'a helst trúnað á, er á þá leið að Andrópoff hafi síðsumars verið skorinn upp við nýrnasjúkdómi. í aðgerðinni hafi komið upp blóðrásartruflun, sem gert hafi hann legusjúkling. Svo mikil er óvissan, að fyrir hálfum mánuði flaug sú fregn um heiminn, að Andrópoff væri látinn. Var þetta ályktað af því að Sovétríkin keyptu skyndilega milljarð Bandaríkjadollara á gjaldeyris- mörkuðum. Síðan hefur það gerst, að lesin var í útvarp og sjónvarp Sovétríkjanna yfirlýsing í nafni Andrópoffs, vegna þess að Sovétríkin ákváðu að hætta viðræðum við Bandaríkin í Genf um takmörkun meðaldrægra kjarn- orkuvopna í Evrópu. Forsætisráðherrum Vestur-Evrópulanda hafa undanfárið verið að berast bréf frá Andrópoff, rituð af sama tilefni. Á síðustu dögum viðræðnanna í Genf kom einmitt upp óvissa um afstöðu sovétstjórnar- innar, sem fréttamenn hneigjast til að setja í samband við forystuleysi í Kreml og tog- streitu máttarvalda í sovéska stjórnkerfinu. Julí Kvitsinski, aðalsamningamaður Sovét- ríkjanna í viðræðunum um meðaldræg kjarnorkuvopn, óskaði eftir óformlegum fundi með aðalfulltrúa Bandaríkjanna, Paul Nitze, til að kynna honum nýjar uppástung- ur frá Moskvu. Þegar þeir hittust kom í ljós, að Sovétmaðurinn taldi stjórn sína nú geta fallist á að láta kjarnorkuvopn' Bretlands og Frakklands liggja milli hluta á þessu stigi mála. eftir Magnús Torfa Ólafsson Hefði þetta staðist, var um að ræða veru- lega tilslökun af Sovétríkjanna hálfu. Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, gerði málið opinbert, þegar hann frétti af því, og taldi líkur mjög vænkast á að ekki þyrfti að koma til viðræðusiita í Genf. Þá var Vladimír Semjónoff, sendiherra Sovétríkjanna í Bonn, látinn ganga á fund kanslarans með bréf frá Andrópoff, og bera um leið til baka að nokkuð væri hæft í að sovétstjórnin hefði boðist til að láta bresku og frönsku kjarn- orkuvopnin iiggja milli hluta. Fréttamenn sem fylgdust með viðræðunum í Genf og eftirköstum í Bonn kunna þá skýr- ingu helsta á gangi mála, að Gromiko utan- ríkisráðherra hafi heimilað Kvitsinski að þreifa fyrir sér hjá Bandaríkjamönnum með þeim hætti sem hann gerði. En þegar það fór saman, að Bandaríkjastjórn lét sér fátt um finnast, og Kohl gerði málið opinbert, urðu þeir ofan á í Moskvu, sem ekkert vildu að- hafast til að bjarga Genfarviðræðunum. Þar þykjast menn einkum sjá að verki Ústinoff landvarnaráðherra og yfirher- stjórnina. Vaxandi áhrif hersins í flokksfor- ustunni eru helsta merkjanlega afleiðing af hvarfi Andrópoffs af vettvangi virkrar for- ustu. Ústinoff talar nú hvarvetna eins og sá sem valdið hefur. Þetta er í samræmi við valdahlutföllin í flokksforustunni, sem lyftu Andrópoff á stall fyrir ári.Ústinoff og herstjórnin áttu þar útslitaatkvæðið. Síðan hafa herforingjarnir gerst æ umsvifameiri, eins og berlegast kom í ljós eftir að sovéski flugherinn skaut niður kóresku farþegaflugvélina yfir Japanshafi. Þá var Ogarkoff marskálkur, forseti yfirher- ráðsins, látinn sjá um að koma á framfæri út- gáfu sinni af atburðarásinni og réttlæta að- farir Sovétmanna. Eftir svona langt hvarf úr sviðsljósinu, þykir fréttamönnum og diplómötum í Moskvu óhugsandi að Andrópoff eigi kost á að hreppa raunveruleg æðstu völd sem sovéska kerfið gefur kost á, jafnvel þótt honum verði lengra lífs auðið. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.