Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 12
MATKRÁKAN Bragð er að þá barnið finnur Bækur eftir börn eru sjaldséðar gersemar, ég tala nú ekki um matreiðslubækur. Fyrir nokkrum árum kom út ein slík í Bandaríkj- unum: Smashed Potatoes, A Kid’s Eye View of the Kitchen. Jane G. Martel, kennari í Winchester, Massachusetts, bað börn á dagheimilum og leikskólum að semja mataruppskriftir sem hún skrifaði upp eftir þeim og valdi saman í bók. Ég má til með að snara nokkrum uppskriftum úr þessari ó- venjulegu matreiðslubók. Það er t.a.m. mjög skemmtilegt að athuga tímaskyn og hlutföll hráefna. Appelsínusafa þarf t.d. að hrista í nokkra klukkutíma áður en maður frystir hann í pinna...En nú læt ég uppskriftir barn- anna tala sínu máli! Hrœrö egg 3 pund af soðnu beikoni 2 pund af eggjum 3 pund af engiferöli 1 fita 4 pund af pipar 8 gallon af salti 1 hnífur af smjöri Fyrst opnarðu eggin með fingravettling- unum þínum. Notaðu bara það sem er innan í. Hentu hinu í vaskinn. Settu eggin í 10 punda skál og eldaðu beikonið á plastpönnu. Láttu pönnuna verða vel heita. Ef þú hitar pönnuna fyrst, þarftu bara að steikja í 2 mín- útur. En ef pannan er ekki heit, þarftu að steikja í 3 tíma. Borðaðu þau í morgunmat eða seinnipart- inn. Og á eftir þarftu áreiðanlega að fá þér appelsínusafa. Skabbetti 42 pylsur eins stórar og eyrad á þér 42 kjötbollur ekki eins stórar 42 appelsínugular kartöflur eða tómatar 42 skabbetti 42 hrein olía Fyrst verður þú að ákveða hvað eigi að vera í kvöldmatinn — pylsur eða kjötbollur. Þegar pabbi þinn hefur sagt þér hvort á að vera, byrjarðu að elda. Búðu til sósuna í hrærivélinni, svo að þú meiðir ekki á þér olnbogana. Þegar skabbettíið er búið að sjóða nógu lengi í pottinum (stillt á 2 gráður eða kannski 3), seturðu það í silfurskálina með götunum með sleifinni með götunum. Smurðu svo sósunni yfir. Þetta nægir handa allri fjölskyldunni og öllum vinum pabba þíns. Heill kalkún 1 stór poki fullur af heilum kalkún (fáðu kalkún með engum fjöðrum, ekki svona eins og pílagrímarnir átu) I risastór klumpur af fyllingu 1 eggaldinbaka 1 lítill, fallegur diskur af súrum berjum 1 stór, fallegur diskur af blönduðu grænmeti 20 diskar af allskonar brjóstsykri, súkkulaðikúlum og salthnetum Farðu á fætur þegar vekjaraklukkan hringir og flýttu þér. Taktu utan af kalkúnin- um og opnaðu holurnar. Ýttu fyllingunni inn í nokkra tíma. Þú verður að næla fyllinguna við kalkúninn, annars held ég að hún fari út. Hitaðu eldhúsið vel og þá geturðu bara farið að elda kalkúninn. Svo seturðu grænmetið í pott — fyrst set- urðu eina tegund efst, og svo þá næstu á botninn og svo eina í miðjuna. Svoleiðis færðu blandað grænmeti. Settu 2 rauða bolla af salti út í og 2 rauða bolla af vatni líka. Sjóddu þetta bara þangað til það er Vi heitt. Settu sælgætið út um allt og þegar gestirn- ir koma skaltu setja upp rauðu svuntuna. Venjulegur fiskur 3 diskar af venjulegum fiski 1 dós af matarolíu 1 dós af vanillu svolítið mjöl sem ekki er haframjöl ég veit ekki mn fleira Ég veit að fiskimaðurinn verður að sigla í báti alla nóttina til að veiða fiskinn í fiski- tjörninni sinni. Það er ábyggilega ferlega erfitt. — Það verður að elda fiskinn í kvöld- matarfati og taka fram 3 litlar krúsir af pipar. Hristu 8 sinnum upp og 11 sinnum niður. Síð- an kastarðu fiskinum 11 sinnum upp með pönnukökuspaðanum. Ef fiskurinn verður tilbúinn, ferðu að borð- inu og kveikir á kertunum, en ekki slökkva ljósin því þá sérðu ekki hve góður fiskurinn er. Þegar þú ert búinn að borða nóg skaltu biðja fólkið að afsaka þig. Jesús frá sjónarhóli barna Önnur bók eftir börn kom út á þessu ári í Danmörku. Það var einnig kennari sem stóð að útgáfu hennar, Niels nokkur Vogel í Skanderborg. Hann valdi efni úr ritgerðum danskra barna í grunnskóla um hina marg- víslegustu hluti. Bókin ber heitið De to forste Mennesker pá Jorden Var Hans Og Grete. Hún varð samstundis metsölu- bók, seldist í 10 þúsund eintökum fyrsta mánuðinn. Þar sem fæðingarhátíð frelsar- ans nálgast nú óðum er ekki úr vegi að birta hér stutta frásögn af lífi hans ogstörfum, eins og ungur grunnskólanemi túlkar þau. ■ Sá sem hefur orðið frægastur úr Biblíunni er Jesús. Hann var frá Nazaret í Egyptalandi. Hann fæddist á jólanótt í fjósi, vegna þesá að öll hótel voru full. Mamma hans hét María og stjúppabbi hans Jósef. Hann var ekki raun- verulegur pabbi Jesú, því María var áður gift einhverjum sem hét Gabríel, en hann var floginn í burtu. Þegar Jesús var nýfæddur áttu þrír jólasveinar leið fram hjá fjósinu og þegar þeir sáu litla barnið, náðu þeir í nokkr- ar jólagjafir og reykelsi handa hjónunum, en það veitti sannarlega ekki af þar sem þau höfðu ferðast allan daginn á asna, af því að það átti að telja þau. Jesús var ekki skírður fyrr en seinna, því í þá daga voru börnin ekki skírð fyrr en þau voru orðin fullorðin og höfðu lært að synda, því þau voru nefnilega alveg færð í kaf. — Þegar Jesús varð átta ára gaf pabbi hans honum Biblíu, og þegar hann var tólf ára kunni hann hana utan að, og það var vel af sér vikið, því í þá daga var Biblían svo stór að það varð að vefja hana upp á kefli. Hann eftir Jóhönnu Sve'nsdóttur var líka duglegur að læra sálma. Hann gat galdrað þegar hann var bara smá strákur. Hann var reyndar mesti galdramaður sem uppi hefur verið. Jesús var mjög sérstakur. Hann gekk um og lagði gátur fyrir fólk sem það átti að reyna að leysa, en það tókst sjaldan. Hann gat líka gengið í gegnum vatn og eld, án þess að það kæmi við hann. Hann gat líka gengið á vatninu. Það var á Genezaretvatni, þar sem hann gekk út að fiskibáti til að kaupa fisk. Pabbi minn segir að það hafi verið ís á vatninu, en hann trúir heldur ekki á Guð og Jesú. Jesús gerði líka mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var á gangi í Jerú- salem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á miðri götu. Jesús sagði: Tak sæng þína og gakk. Maðurinn gerði það og þá gátu bílarnir aftur komist leiðar sinnar. Svo var það ekkja sem átti son, en ég bara skil ekki hvernig hún gat átt hann fyrst hún var ekkja. Jesús tók son ekkjunnar í krafta- verkameðferð og við það varð hann mjög vitur, sagði fólk. Eitt af þvi merkilegasta sem Jesús gerði. var að stjórna borðhaldinu í eyðimörkinni. Það var þegar þessar 5 þúsund manneskjur stóðu aleinar úti í eyðimörkinni án þess að eiga vott né þurrt. Þá gerði Jesús kraftaverk og allir fóru saddir í rúmið. Jesús gat ekki alltaf komið fram í eigin persónu. Stundum var hann dulbúinn sem hirðir, og einu sinni kom hann fram undir fölsku nafni. Kókoskúlur (u.þ. b. 25. stk.) I lokin kemur hér einföld uppskrift að kókoskúlum sem börnin geta spreytt sig á að hnoða einhvern tíma þegar þeim finnst biðin eftir fæðingarhátíð Jesú, besta vinar síns, óþolandi löng. 100 g smjör eða smjörlíki % dl strásykur 2-4 msk kakó 1 tsk kaffiduft (neskaffi) 2'á dl haframjöl 1 dl kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr Hrærið smjör/smjörlíki þar til það er orðið lint og hrærið þá sykrinum saman við það. Blandið kakói og kaffidufti saman við. Að lokum er haframjölinu hrært vel saman við. Hnoðið kúlur úr deiginu og veltið þeim upp- úr kókosmjöli. —Svo er best að sýna þolin- mæði og leyfa kúlunum að harðna smástund í frystinum áður en gráðugir munnar úða þeim í sig.... r % H0FUM 0PNAÐ SERDEILD MED ÖLGERÐAREFNI ALLT TIL ÖL 0G VÍNGERÐAR ÞAÐBESTA FRÁ ENGLANDI UNICAN ÞAÐ BESTA FRÁ DANMÖRKU Verslunin TILBOÐSVERÐ A BYRJENDASETTUM. AI4RKID SENDUM í PÓSTKRÖFU. - KREDITKORTAÞJÓNUSTA. Suðurlandsbraut 30, sími 35320. V 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.