Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 7
Erfðafræðinefnd með 400.000 Islendinga á tölvuskrá Hvaða Jón var Jón Jónsson, sem fœddist I. apríl 1884 á Hólmavík? Hverjir voru foreldrar hans og úr hverju dó hann? Gekk hann med arfgengan sjúkdóm? 119 ár hefur veriö unnid skipulega aö þvi hér á landi að finna svör viö spurn- ingum af þessu tagi, koma þeim skipulega fyrir í tölvu og vinna úr þeim til heilla fyrir land og þjóð. Erfðafrœðinefnd Háskóla Islands hefur unnið þetta starf. Tilgangurinn er vísinda- legur, einkum lœknisfræðilegur. Á vegum nefndarinnar hafa allir Islendingar sem fœðst hafa eftir 1840 verið skráðir inn á tölvu með það fyrir augum að raða þeim upp í œttarskrár, svo hœgt verði að rekja œttir allra með óyggjandi hœtti. Ýmsum erfðafrœðilegum upplýsingum um Is/end- inga hefur verið safnað og þœr notaðar til rannsókna á arfgengi ýmissa sjúkdóma, t.d. krabbameins, og arfgengi eiginleika svo sem blóðflokka. fjárstyrk. Þessi styrkur hefur komið frá líffræðideild orkuráðuneytis Bandaríkjanna, og ekki verið naumt skammtaður. Hann hefur numið um einni milljón króna eða þar um bil á ári. ,,Við höfum getað verið með fjóra til fimm starfsmenn í fullu starfi fyrir þessa peninga," segir Sturla Friðriksson. Upphaf þessarar styrkveitingar, og jsarmeð frumkvæðið að stofnun Erfðafræðinefndar, má rekja til ítalsks mannerfðafræðings, Cavalli- Swortza. A árunum upp úr 1960 stundaði hann erfðafræðirann- sóknir á ýmsum hópum og fjöl- skyldum á Norður-Ítalíu fyrir styrk frá Kjarnorkunefndinni bandarísku (Atomic Energy Commission), sem síðar varð hluti af nýju orkuráðu- neyti Bandaríkjanna. Cavalli- Swortza var frumkvöðull að hóp- rannsóknum í mannerfðafræði og hann frétti af því að á íslandi væri góður akur fyrir rannsókn ir af þessu tagi. Hann setti sig í sam- band 'við Níels Dungal, lækna- deildarprófessor og stofnanda Blóð- bankans og Rannsóknastofu Há- skólans. Ekkert varð af rannsókn- um ítalans hér á landi en hann sagði auðvelt fyrir íslenska aðila að sækja um samskonar styrk til AEC til að gera hóprannsóknir á arfgengi ís- lendinga. Níels Dungal, Sturla Frið- riksson og fleiri beittu sér þá fyrir málinu og styrkurinn fékkst. „Mannfræðingar hafa lengi haft áhuga á Islandi sem vettvangi fyrir mannerfðafræðilegar rannsóknir," segir Sturla. „Þjóðin er ekki of stór til að gera heildarrannsóknir en samt nógu stór til að tölfræðileg gildi rannsóknanna verði marktæk. Stofninn hér hefur verið skýrt af- markaður og tiltölulega einangrað- ur fram að þessu. Einstaka læknar höfðu þegar riðið á vaðið og gert rannsóknir, eins og t.d. Níels Dun- gal, sem hafði rannsakað blóð- flokka. Markmið rannsókna Erfðafræði- nefndar hefur verið að vinna úr þeim lýðskrárgögnum eða „demo- graphísku" gögnum sem fyrir hendi eru í landinu til^ þess að rannsaka erfðaeiginleika íslendinga og leita að því hvort sjúklegir eiginleikar og aðrir eiginleikar eru ættgengir og hvernig þeir erfast. Lýðskrárgögnin sem við höfum hagnýtt okkur eru t.d. kirkjubækur, manntöl, fæðing- arskrár, hjúskaparvottorð, dánar- vottorð, þjóðskrár og ýmsar upplýs- ingar úr ættartölum og starfs- mannatölum. Þessum gögnum hefur verið safnað fyrir tímabilið frá 1840 fram á þennan dag og á þessum tíma hafa rúmlega 400.000 Islendingar fæðst. Stærsta verkefni nefndarinnar hefur verið að tengja alla einstakl- inga saman í ættarskrá. Grunn- einingin í ættfærslunni er þrenning- in: einstaklingur-foreldrar og nú má heita, að allir íslendingar fæddir eftir 1840 séu komnir í þetta form hjá okkur og inn á tölvu." Nefndin hefur m.a. fært hand- skrifað manntalið frá 1910 í tölvu og gefið Þjóðskjalasafninu, þar sem það getur komið ættfræðingum og áhugafólki að gagni. í framtíðinni verður væntanlega hægt að fá út úr tölvu hvort heldur sem er, skrá yfir niðja eða forfeður allra íslendinga fæddra eftir 1840, með því að styðja á hnapp. Þetta er að vissu marki hægt í dag, en enn er talsvert starf óunnið í þessum efnum. En tilgangur starfs Erfðafræði- nefndar hefur ekki aðeins verið ætt- fræðilegur, heldur einnig sá, að nota þau grundvallargögn sem unn- in hafa verið, til mannfræðilegra og læknisfræðilegra rannsókna. Þá eru tölvuskráðu lýðskrárgögnin ýmist notuð beint eða í tengslum við aðrar og sérhæfðari upplýs- ingar, sem finna má í sérhæfðari skrám svo sem læknaskrám. Með tölvuvinnu af þessu tagi má til dæmis leiða að því líkur, með því að nota skráningu dánarorsaka, hvort tiltekinn sjúkdóm sé frekar að rekja til erfðafræðilegra en umhverfis- legra þátta. Þá er kannað hvernig tiltekinn sjúkdómur skipar sér í ættir. Slíkar rannsóknir geta þó ekki verið einhlítar því að ættmenni geta fengið sama sjúkdóminn þótt erfðafræðilegir þættir komi ekki við sögu og eins geta umhverfislegir þættir ættmenna verið mjög svip- aðir, svo sem búseta og mataræði. Lýðskrárgögnin má einnig nota með beinum hætti í athugunum á t.d. skyldleikagiftingum og þetta hefur lítillega verið gert. Erfða- fræðinefnd hefur t.d. kannað hvaða áhrif systkinabarnagifting hefur á börn þessara hjónabanda og aðra afkomendur. Sturla' Friðriksson segir að ekkert í niðurstöðunum bendi til þess að skyldleikagiftingar séu til baga, nema þegar um er að ræða alvarlega erfðagalla. Séu þeir til staðar, margfaldast þeir við inn- giftingar. Við þessar athuganir var safnað gögnum um líkamsbygg- ingu, blóðflokka, barnafjölda og heilsufar, auk þess sem bandgrein- ingar voru gerðar á litþráðum. Erfðafræðinefnd hefur haft sam- vinnu við ýmsar stofnanir og ein- staklinga í rannsóknarverkefnum. Af stofnunum má nefna Blóðbank- ann, Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, Kleppsspítalann, Krabbameinsfélag Islands og Reiknistofnun Háskólans. Ætt- skráning á vegum nefndarinnar hefur farið fram á Þjóðskjalasafninu og tölvuvinna í Háskólanum, hjá IBM og víðar. Þessar rannsóknir fara þannig fram, að lýðskrárgögn Erfðafræði- nefndar eru keyrð saman í tölvu með öðrum tölvutækum upplýs- ingum um einstaklinga, sem t.d. hafa verið unnar upp úr lækna- skrám. Það gefur auga leið, að hér eru oft á tíðum viðkvæmar per- sónulegar upplýsingar á ferðinni. Á síðustu árum hafa augu manna opn- ast fyrir þeim feiknakrafti §em tölvutæknin býr yfir til að safna upplýsingum um einstaklinga. Hér á landi sem annars staðar hefur ver- ið reynt að setja reglur til að koma i veg fyrir misnotkun þessara upp- lýsinga, til að vernda friðhelgi ein- staklingsins. Upplýsingasöfnun Erfðafræði- nefndar og síðari meðferð þessara upplýsinga í höndum hennar og annarra eru mjög viðkvæm atriði að þessu leyti. „Fyrir suma geta það verið mjög viðkvæmar upplýsingar að láta í té hvar og hvenær þeir voru fæddir," segir Sturla Friðriksson. „Við erum þakklátir því fólki sem hefur gefið okkur ættfræðilegar upplýsingar. Ég held að íslendingar séu opnir fyrir því að gefa upplýsingar um ættmenni sín og hafi á því jákvæð- an skilning vegna ættfræðiáhuga síns hversu mikiivæg þessi gögn geta reynst í læknisfræðilegum rannsóknum. Það er mjög vel hugsað fyrir öryggisráðstöfunum í þessu starfi. Algjör þagnarskylda starfsfólks hefur rikt hjá nefndinni og á tölvu eru þessar upplýsingar lokaðar inni með sérstökum lykil- orðum. Þegar um er að ræða læknisfræðileg rannsóknasvið er nafnleynd virt í birtingu og úr- vinnslu verkefnanna. Almenningur hefur ekki aðgang að neinum gögn- um Erfðafræðinefndar nema þeim sem við höfum skilað í handhægu formi á Þjóðskjalasafnið, þ.e. mann- talinu frá 1910 og upplýsingum úr kirkjubókum." Það hefur alla tíð verið heldur hljótt um Erfðafræðinefnd. Hún hefur ekki látið mikið á sér bera, frekar læðst með veggjum í heil- brigðis- og menntakerfinu. Ein ástæða þess er e.t.v. eðli þeirra upp- lýsinga sem nefndin hefur verið að afla: hún hefur haft hægt um sig til að styggja ekki neinn og til að forð- ast umtal sem gæti gert fólk tregara til að láta af hendi persónulegar upplýsingar. Önnur ástæða, sem ónefndur læknir nefndi í samtali við HP, er sú, að nefndin hafi hugsan- lega verið að vernda uppsprettu styrkjanna sem hún hefur notið. Vitað er að innlendir visindamenn hafa litið þá uppsprettu öfundaraug- um i eyðimörk vísindastyrkja hér á landi. „Margir hafa haft horn i siðu nefndarmanna fyrir það hvað þeir hafa verið duglegir að útvega styrki," segir þessi læknir. Erfðafræðinefnd hefur líka verið gagnrýnd fyrir samskiptaleysi við skyldar vísindastofnanir innan- lands. Einn af gagnrýnendum nefndarinnar að þessu leyti er dr. Jens Pálsson, forstöðumaður Mann- fræðistofnunar Háskólans. „Það er ekki vafi á því að nefndin hefur unnið mjög þarft verk en hún hefur ekki verið nógu opin i sinum störfum. Ég hef gagnrýnt nefndina út af prinsippafstöðu, m.a. vegna þess að frumkvæði að stofnun nefndarinnar kemur frá útlending- um. Ég hafði lagt fram tillögur um hliðstæða starfsemi á grundvelli mannerfðafræði en starf nefndar- innar hefur meira verið klínískt. Það er eðlilegast að tekið verði upp samstarf milli nefndarinnar og Mannfræðistofnunarinnar, en það hefur verið sama og ekki neitt hingað til,“ segir Jens. „Við höfum líklega lokað okkur of mikið af,“ viðurkennir Sturla Friðriksson. „Meiri samvinna við t.d. Mannfræðistofnunina væri æskileg," segir hann. Nefndin hefur í hyggju að kynna störf sín meira en hún hefur hingað til gert. Henni er það líklega orðið nauðsynlegt, því að bandaríski styrkurinn hefur nú fallið niður. Líf- fræðideild bandaríska orkuráðu- neytisins styrkir nefndina ekki lengur. „Það er víst ekki vanalegt hjá stofnuninni að styrkja sama verkefnið svona lengi, hvað þá er- lendis," segir Sturla. „Það hefur líka orðið samdráttur í styrkveitingum þeirra." Þess má geta að sama stofnun styrkti Surtseyjarrannsókn- irnar á sínum tíma. Erfðafræðinefnd hefur komist inn á fjárlög allra síðustu ár, en Sturla segir að nefndin hafi þurft að segja upp starfsfólki eftir að bandaríski styrkurinn hvarf. Nefndin fær 260.000 krónur á fjárlögum þessa árs en hefur einnig notið styrkja úr vísindasjöði. „Við erum á lágmarks- keyrslu núna," segir Sturla. „Ég vona að nefndin þróist í sérstaka stofnun við Háskólann." ¥ ** eftir Hallgrím Thorsteinsson mynd: Jim Smart Tölvunefnd dómsmálaráðuneyt- isins hefur haft til umfjöllunar um- sókn Erfðafræðinefndar frá því í fyrra um ýmiss konar samkeyrslu þessara persónuupplýsinga. Nefndin er enn að fjalla um þessa umsókn, nú síðast í þessari viku. „Við erum í hálfgerðum vand- ræðum með þessa umsókn," segir Benedikt Sigurjónsson, formaður tölvunefndarinnar. „Umsóknin er stór í sniðum og það er erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir hugsanlegri notkun þessara upplýs- inga. Þarna er verið að fara fram á aðgang að mjög viðkvæmum skrám og við ætlum að fara okkur hægt í þessu máli. Við höfum verið að afla okkur upplýsinga um með- ferð hliðstæðra mála hjá nágranna- þjóðunum." Þessi varkárni tölvu- nefndarinnar er mjög eðlileg, m.a. í ljósi þess að nú stendur til að tölvu- taka allar sjúkraskrár í landinu. Slík skráning mundi gera alla tölvusam- keyrslu á persónulegum upplýsing- um mun auðveldari en nú er. Tölvu- skráning sjúkraskráa er nú til um- fjöllunar hjá landlækni. „Þessi upplýsingasöfnun er grundvallaratriði til þess að við getum þekkt þann stofn sem býr í landinu. Þetta verður e.t.v. með þýðingarmestu þjóðarverðmætum okkar, ef okkur tekst að koma þess- um upplýsingum í form sem hægt verður að nota til þjóðarheilla," segir Sturla Friðriksson erfðafræð- ingur, framkvæmdastjóri Erfða- fræðinefndarinnar. Erfðafræðinefnd Háskóla íslands var stofnuð 1965. Með reglugerð frá 1966 var nefndinni falið að veita forstöðu og skipuleggja erfðafræði- legar rannsóknir við Háskóla ís- lands. Nefndin hefur þó aldrei verið háskólastofnun á sama hátt og aðrar stofnanir Háskólans, t.d. Líf- fræðistofnun. Ástæðuna fyrir þessu er einkum að rekja til þess hvernig Erfðafræðinefndin hefur verið fjár- mögnuð. Nefndin hefur haft sjálf- stæðan fjárhag, þó svo að fjárreiður hennar séu að nokkru leyti í hönd- um Háskólans. Sturla Friðriksson segir að háskólaritari hafi jafnan verið féhirðir nefndarinnar. Nefnd- in hefur starfað á svipaðan hátt og sjálfseignarstofnun en er þó ekki uppbyggð sem slík. Erfðafræðinefnd hefur verið fjár- mögnuð með all-sérstæðum hætti þau 19 ár sem hún hefur starfað. Reyndar má segja að stofnun nefnd- arinnar og öll tilvera hennar hafi snúist um einn fjárstyrk, erlendan HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.