Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Blaðsíða 25
Jakob Tryggvason, orgelleik- ari á Akureyri, talaði um að Kristján hefði breyst í framkomu eftir að honum fór að ganga svona vel: „Hann hefur orðið ennþá elsku- iegri eftir það. Hér áður fyrr átti hann til að láta eitt og annað út úr sér. En nú gætir hann sín betur, og er innilegri en fyrr. Mér finnst það ákaflega ánægjulegt og bendir til þess að hann sé sá sanni listamað- ur, því velgengnin hefur ekki stig- ið honum til höfuðs." Kristján Jóhannsson kallar Val Arnþórsson, stjórnarformann SÍS og kaupfélagsstjóra KEA, guðföð- ur sinn. Valur Arnþórsson: „Við Kristján kynntumst þegar ég var forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Ég stóð þá fyrir listahátíð, og við fengum Karlakórinn Geysi tii að syngja. Kristján Jóhannsson söng ein- söng, og það var í fyrsta skipti sem ég heyrði í honum. Það vildi svo til að hann söng stykki sem ég þekkti mjög vel, úr Aidu eftir Verdi. Mér fannst hann leysa það mjög vel og þóttist heyra að hann hefði ó- venjulega hæfileika, mjög fallega rödd, mjög mikinn raddstyrk, mikið öryggi, bæði músíkalskt og í framkomu. Mér fannst hann hafa allt til að bera til að geta orðið góður söngvari, ekki bara fyrir Akureyri, eða ísland, heldur einn- ig á breiðari grundvelli. Ég hóaði í hann einum eða tveimur dögum .seinna. Hann vissi náttúrlega hver ég var. Ég sagði við hann stutt og laggott: Þú verður að læra. Við höfum ekki efni á að fara á mis við þig- Sigurður Dementz söngkennari var sömu skoðunar og ég um Kristján. Þar hafði ég stuðning frá mjög færum manni, og ég sá að ég var ekki á villigötum. Svo fóru hjólin að snúast. Sigurður Dem- entz er ítali og hann kom Kristjáni í samband við ágætan kennara. Svo fór Kristján að fikra sig sjálfur áfram. Við reyndum að styðja við bakið á honum, fjárhagslega með- al annars. En það er ekki eini stuðningurinn sem menn þurfa. Kristján lagði mjög mikið í söl- urnar, seldi meðal annars fyrir- tækið sitt. Vitanlega skiptast á skin og skúrir í þessu. Það er ýmist gleði eða sorg á svo erfiðri braut. Sigrar vinnast ekki skjótt, og samkeppn- in er gífurlega hörð. í gegnum allt höfum við Kristján orðið prýðilegir vinir. Hann hefur miklar tilfinningar og stórt hjarta, hann er glaðlegur og hress, en allt þetta þurfa menn að hafa í mikl- um mæli ef þeir ætla sér að kom- ast áfram.“ Skrifari Nærmyndar spurði Val Arnþórsson hvað hann héldi að ræki Kristján áfram. „Hann hefur ákaflega gaman af því að syngja. Hann er músíkalsk- ur í besta lagi. Svo hefur hann mjög heilbrigðan metnað, sem menn verða vissulega að hafa, ef þeir ætla að fást við slíkt. Hann er einnig verulega stoltur, ekki síst fyrir íslands hönd. Mér finnst hann hafa áhuga á því að verða góður fulltrúi íslands, og bera hróður landsins sem víðast. Það kom nýlega fram að Placido Domingo talaði um Kristján sem „the young Icelandic tenor" (unga íslenska tenórinn). Ég sá að það snart Kristján djúpt að vera á þennan hátt kenndur við land sitt. Ég vona að Kristjáni takist að koma sér upp góðum mönnum á fjármálasviðinu, það er mjög þýð- ingarmikið fyrir hann. Hann er kominn svo langt að það fer að verða heilmikið í kringum þetta. Það veltur auðvitað á mjög miklu fyrir hann að hafa góðan umboðs- mann og menn á viðskiptasvið- inu. Mér finnst Kristján hafa tekið gífurlegum framförum. Hann hafði mikla hæfileika, rödd, radd- styrk og hljómlistarnæmi, en hann þurfti líka að læra. Ég heyri mikla framför hjá honum í hvert skipti sem hann kemur. Hann hef- ur unnið mjög samviskusamlega, hann er reglusamur og duglegur, og nú er hann að uppskera árang- urinn af því.“ Hvað segir svo Kristján sjálfur: „Ég er rétt búinn að losa fæt- urna úr startholunum. Ég er mjög spenntur fyrir verkefnum á næsta ári, þá syng ég t.d. í stórum húsum í Bologne og Triest á Italíu í Mac- beth og í Madame Butterfly. Þá er þetta nú farið að snúast. Svo hlakka ég til að syngja Tosca í Englandi, eftir jól, sem égsyng vítt og breitt um landið. í sambandi við verkefnaval hugsa ég mikið um að halda mig sem mest á mínu sviði, að fara ekki út í eitthvað sem á illa við mig, ekki bara röddina, heldur líka mína persónu. Ég er ekki endilega að tala um verkefni sem eru of sterk eða of þung, heldur er ég að tala um mitt náttúrlega svið.“ Maurizio Barbacini, hljómsveitarstjóri og undirleikari Kristjáns, segir: „Hann er um- fram allt stórkostleg persóna. Það kemur alls staðar fram, ekki að- eins í söngnum. Hans aðalsmerki er ótakmarkað hugrekki og áræði. Hann getur gert ailt sem hann vill, og hann kann að velja og hafna rétt. Rödd Kristjáns er alveg sérstök, hún líkist ekki öðrum. En mér finnst röddin samt norræn. Og hún spannar allt; hátt, lágt og allt þar á milli. Kristján vinnur með það fyrir augum að ná fullkomn- un, og ég hef trú á að honum takist það. Það er merkilegt við Kristján að hann hefur fýsíkk sem leyfir allt. Aðrir tenórar halda aftur af sér í mat og drykk og ástum, þegja fyr- ir konserta og passa að sofa nóg. En Kristján lifir eðlilegu lífi.“ Kristján er ekki alveg sammála: „Ég tel mig einmitt mjög seriös og held aftur af mér í sældarlífinu." Leifur Þórarinsson tónskáld hefur þekkt Kristján í fimm ár: „Mér líkar mjög vel við Kristján. Það kemst enginn hjá því sem kynnist honum. Hann er óskaplega gen- erös, flínkur, gáfaður og skemmti- legur. Það halda margir að hann sé vitlaus, ég veit ekki hvort það er af því hann er tenór, eða af því hann er svo léttur, en Kristján er einmitt mjög greindur. Við kynntumst þegar hann kom heim um jólin 1978. Þá var ég á Akureyri og það var talað leiðin- lega um hann. Plebeji og mont- rass. Þeir láta svona þarna við allt alminlegt fólk. Ef þeir fá á tilfinn- inguna að eitthvað sérstakt sé á ferðinni. Nú svo sá ég Kristján til- sýndar og hann virtist mjög bratt- ur, svo ég hugsa með mér: þetta er líklega rétt með montið. Svo fór ég og sonur minn og þriðji maður á konsertinn. Sá hafði einmitt tal- að mjög illa um hann. Nú svo er helvítis maðurinn ekki búinn að syngja nema eitt eða tvö lög þegar maður heyrði að hann var snill- ingur. Meiraðsegja þriðji maður- inn varð að kyngja því og hefur síðan verið aktívur í að viðra sig upp við Kristján." Leifur bjó hjá Kristjáni í Verona á Ítalíu í sumar. Þar segist hann hafa kynnst því að Kristján geri allt vel, eldi ógurlega góðan mat, sé fær í þvottum og straui vel. Leif- ur talar líka um hvað Kristján sé gefandi persóna: „Hann gefur svo mikið af sér að það spennir mann upp. En lífsgleðin hans er líka smitandi. Börn Kristjáns tvö frá fyrra hjónabandi voru einnig í Verona í sumar. Fallegir og skemmtilegir krakkar," segir Leifur, „sem eiga góða mömrnu." Við komum aftur inná umtalið á Akureyri. Leifur segir að allt hafi orðið vitlaust þar þegar Kristján og kona hans skildu: „Þeir eru svo andskoti illvígir. Þetta er það versta sem ég hef kynnst." Leifur Þórarinsson og aðrir sem ég talaði við bera Dorriet Kavanna, konu Kristjáns, mjög fallega söguna, bæði sem lista- manni ög manneskju. „Hún er fíngerð að sjá,“ segir ÍLeifur Þórarinsson, „en mjög sterk manneskja, alveg ljóngáfuð . og skemmtileg. Hún er líka afar vel menntuð, talar mörg tungu- mál og er mjög vel lesin." Eitt af því sem kemur fram í samtölum við vini Kristjáns er að hann nýtur mikillar kvenhylli. Best að spyrja hann sjálfan. Kristján gýs hlátri: „Að ég hafi... ég skal segja ykkur það. Ég hef aldrei ímyndað mér það sjálf- ur. (Þetta virkar alveg einlægt). Það er helst að konur komi til mín alveg heillaðar þegar ég er búinn að syngja." Við tölum um þakklæti áheyr- enda: „Það er alveg ólýsanleg til- finning að sjá hundruð manna mjög snortin. Fólk er kannski að tárfella og snýta sér út um allan sal. Annars hugsa ég ekki mikið um það meðan á því stendur, en eftir á, þegar maður er kominn upp í rúm að hvíla sig, þá fer mað- ur að hugsa og þakka almættinu. Mér finnst það stundum allt að því ótrúlegt sem mér hefur verið leyft að gera.“ Finnst þér líf þitt einsog ævin- týri? „Já, út af fyrir sig. En maður má ekki fara of langt inn í ævintýra- .heiminn. Ég lít á þetta einsog vinnu, og þykist vita hvers það krefst." Ertu aldrei þunglyndur? „Nei, ég hef aldrei verið svoleið- is, þótt lygilegt sé. Manni hefur auðvitað liðið misjafnlega, og orð- ið fyrir óréttlæti, svo maður hefur ekki alltaf verið skælbrosandi. En þá veltir maður hlutunum fyrir sér og losar sig úr þeim, sér í hag eða óhag.“ Er það satt að þú sért örlátur? „Ég hef aldrei horft í nokkra krónu. Það væri víðs fjarri mér að safna auði. Stundum hefur það komið fyrir að ég væri örlátur, á sjálfan mig til dæmis, og hef ekk- ert fengið til baka. Það fer mest í mig.“ En er það satt að þú gerir allt vel? „Ég veit það nú ekki. Ég lít ekki á mig sem neinn dýrling þannig. Margt vildi ég gera betur, bæði i söngnum, í framkomu og öðru. En ég verð að segja að ef ég geri eitt- hvað þá langar mig að gera það. Mér þykir afskaplega gaman að eiga von á komplímenti. Það er til dæmis þess vegna sem mér finnst svo gaman að búa til mat handa konunni minni, eða gera fyrir hana hvað sem er. Ég fæ svo inni- legt þakklæti í staðinn, í einni eða annarri mynd.“ Einn viðmælandinn, vel metinn söngvari, sem vill ekki láta nafns síns getið, var spurður hvort kollegar Kristjáns á Islandi öfund- uðu hann. Hann sagði að margir héldu því fram að Kristján hefði gert of mikið af því á undanförn- um árum að auglýsa sig, en hefði svo ekki staðið undir því. Það kynni að hafa afláð honum óvin- sælda að hann tæki of stórt upp í sig. Viðmælandinn kvaðst muna eftir einum tónleikum, þar sem Kristján hefði áður lýst yfir í við- tali hvað ein arían væri óskaplega erfið, farið á háa-d-ið, og mjög fáir tenórar gætu gert þetta. Tónleik- arnir hefðu svo verið pínlegir mið- að við þessar yfirlýsingar. En síð- an væru tvö eða þrjú ár, og fram- förin væri mikil. Jón Karlsson, framkvæmda- stjóri bókaklúbbsins Veraldar, sem gaf nýju hljómplötuna hans Kristján út, segir að Kristján tali vel um marga söngvara, og að það sé frekar undantekning í þeim heimi. Ég bar undir hann frásagn- ir af illu umtali á Akureyri og Jón sagði að það hefði lika verið talað mjög vel um Kristján þar: „Hann er einsog þjóðsagnapersóna, það er mikil fyrirferð á honum og hann er mikill skapmaður. En hann á marga góða vini á Akur- •' eyri og mikil ítök í þeim sem hann hefur umgengist." Skrifari Nærmyndar spurði flesta viðmælendur, lærða og leika, hvort þeir- teldu að Kristján gæti orð- ið heimsnúmer, komist í allra fremstu og frægustu röð. Menn voru sammála um að Kristján hefði það sem til þyrfti. En hann yrði lika að hafa heppnina með sér. An hennar kemst víst enginn áfram. Ekki einu sinni Kristján Jóhannsson. VERALDARPLATA KRISTJANS JÓHANNSSONAR OG LUNDÚNASINFÓNÍUNNAR íœst hjá okkur Á hljómplötu sinni syngur Kristján gullíalleg lög við allra hœíi við undirleik London Symphony Orchestra undir stjórn ítalska meistarans Maurizio Barbacini. Kristján syngur: O Sole Mio Musica Proibita Core ’Ngrato Non ti scordar di me Mattinata Sjá dagar koma Rondine al Nido í Ijarlaegð Ideale Hamraborgin Torna a Surriento Dicitencello vuie Mamma Maria Mari! eins og honum einum er lagið. TAKMARKAÐ UPPLAG FYRIR JÓL HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.