Helgarpósturinn - 02.02.1984, Síða 2
Boddyhlutir og bretti
Póstsendum.
fiVvarahlutir
Hamarshöföa 1 — Sfmar 36510—83744
Konur gefa
kvennaráð
-fr„Við höfum opið á þriðju-
dagskvöldum frá kl. 8—10. Þá
geta allar konur, sem hug
hafa á, komið eða hringt í
síma 21500. Og að sjálfsögðu
má skrifa okkur.“
Þannig komust Ragnheiður
Thorlacius laganemi og
Marta Bergmann félagsráð-
gjafanemi að orði við HP er
þær greindu frá fyrirhugaöri
kvennaráðgjöf í Kvennahús-
inu nýstofnaða í húsakynnum
gömlu Hótel Vfkur. Þær
Ragnheiður og Marta eru
meðal tuttugu kvenna sem
stofnað hafa svonefnda
kvennaráðgjöf er felst I að
veita konum félagslega og
lögfræðilega ráðgjöf og enn-
fremur að skapa vettvang fyr-
ir umræöur og tengsl kvenna
á meðal. „Þetta er þáttur I
kvenfrelsisbaráttunni. Jafn-
rétti er vfða komið á í orði en
yfirleitt ekki í framkvæmd.
Hingað geta konur snúið sér
ef þær þurfa á lagalegum
eða félagslegum ráðlegging-
um að halda.
NÝJUSTU TEPPAFRÉTTIR
BERBER
gólfteppi á ótrúlega hagstæðu
verði. Vegna sérstaklega hagstæðra
magninnkaupa bjóðum við BERBER
gólfteppi á aðeins kr. 390,- m2.
Dæmi:
Þú kaupir 40 m2, heildarverð ca kr.
15.600,-, þú greiðir aðeins kr. 3.000,-
í útborgun og eftirstöðvar færðu
lánaðar í 6 mánuði.
OPIÐ:
mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18
föstudaga kl. 8—19
laugardag kl.9-12
r ^ II. BYGGINGAVORURI
llll k. J f HRINGBRAUT120: Simar: Timburdeild 28-604 1 Byggingavörur 28-600 Málningarvörur og verkfæri 28-605 1 ^ Golfteppatíeiltí 28-603 Flisar og hreinlætistæki 28-430 J
HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu),
í ÁSKRIFT
— inn um bréfalúguna
á föstudagsmorgni
Fyrir ykkur öll sem ekki getið hugsað ykkur
helgi án Helgarpóstsins
Áskriftarsími 81511
Við munum taka á móti kon-
um og tala við þær sem kon-
ur.
Hins vegar tökum við ekki að
okkur bein lögfræðistörf eða
rekum mál fyrir dómstólum,"
segja þær Ragnheiöur og
Marta.
í framhaldi af þessu benda
þær á að félagsleg staða
konunnar sé mun verri en
karlsins, hér sé um fjárhags-
lega mismunun að ræða og
konur séu oft verr I stakk
búnar að takast á við kerfið
t.d. eftir skilnað eða aðrar
breytingar sem kalla á laga-
lega eða félagslega íhlutun.
„Við þessa ráðgjöf munu
eingöngu starfa konur, m.a.
félagsráðgjafar, félagsráð-
gjafanemar, lögfræðingar og
Dagar karlrembunnar taldir?
laganemar. Það er von okkar
að auðveldara verði fyrir kon-
ur að leita til okkar vegna
þeirrar sameiginlegu reynslu
sem við konur höfum allar.“
Þær leggja einnig á það á-
herslu að ráðgjöfin sé ókeyp-
is og farið verði með öll mál
sem trúnaðarmál og fullkom-
inni nafnleynd heitið. Að end-
ingu segja þær viö HP að
kvennaráðgjöfin sé ekki
hugsuð sem nein ölmusa til
kvenna, heldur til að styrkja
samstöðu kvenna ( milli og
opnafleiri og greiðari leiðir
fyrir konur ( íslensku þjóðfé-
lagi.
Kvennaráðgjöfin opnar
þjónustu slna þriðjudaginn 7.
febrúar og heimilisfangið er:
Kvennahúsið, Hótel Vlk og
síminn sem sagt 21500. -y
☆ „Karlarnir hérna tóku þetta
óstinnt upp til að byrja með,“
segir einn starfsmanna Bíla-
nausts um Playgirl-dagatalið,
sem hangir uppi í kaffistofu
varahlutaverslunarinnar við
Síðumúla.
„Þeim fannst óþægilegt,"
segir hún, „að koma inn á
kaffistofu með viðskiptavini
og láta þá sjá þetta dagatal
hangandi uppi ávegg. En
þeir hafa linast á þessu."
Konurnar sem vinna í Bíla-
nausti voru búnar að reyna í
áraraðir að panta dagatal
með myndum af berum karl-
mönnum en allt kom fyrir
ekki. Þær fengu það ekki.
„Það gekk ekki átakalaust
loksins fannst eitt i Hollandi
— eða Belglu, okkur til
óblandinnar gleði og ánægju.
Þetta var nauðsynlegt mót-
vægi — myndir af berum
stelpum hafa alltaf hangið út
um allt fyrirtækið, en nú blifur
jafnréttið. Það er það eina
sem við fáum út úr þessu.
Við eigum nóg af körlum
heima.“
Hún segir að reyndar finn-
ist sér bert kvenfólk fallegra.
„Við höfum farið pent í þetta.
Þetta mætti til dæmis vera
stærra. Við vorum að hugsa
um að panta upphleypt daga-
tal en hættum við. Við förum
hægt af stað og færum okk-
ur síðan upp á skaftið."
Þær segja að janúarmaður-
inn 1984 sé „hógvær“.if.
HELGARPÚSTURINN
Fjársterkir aðilar í vafasömum
félagsskap
Indriði vinur vara þig
ávondum Davíðs hrekki:
Borgarisfilm borgar sig
en borgarsjóður ekki.
Niðri
2 HELGARPÓSTURINN