Helgarpósturinn - 02.02.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Blaðsíða 12
WmmMmMMMMWMMMMMMMMMMMWMMMMMMMMMMMMMMá Þriðja píning (fyrir karlmenn) Fátt fer jafn óskaplega í taug- arnar á konu og það að hafa gifst rolu. Eins og þið vitið álítur hver kona að henni geti ekki skjátlast í vali sínu á karlmönn- um og síst á eiginmanninum sjálfum, enda hafið þið heyrt hverja konu segja: Hafi ég vit á nokkru hef ég vit á karlmönnum. Þeir eru allir eins. En í þessu skjátlast konunni, auðvitað, vegna þess að enginn karlmaður er öðrum líkur. Ef fjölbreytni er til í nokkru þá er hún í karlmannagerðinni. Aðra eins fjölbreytni og í henni hefur ekkert mannlegt auga litið. Það er ekki til fjölbreyttara úrval af þvottapokum en karlmönnum. Og þessu megið þið trúa. Ef þú ert rola þá skaltu reyna að leyna því á ballinu þar sem þú nærð þér í konu. A öðrum stöðum er nú engin leið að ná í þær. Haldið ekki að hægt sé að ná sér í kvenmann í kirkju, úti á götu, við það að gefa öndunum á tjörninni eða inni í símaklef- um. Nei, til þess eru böllin að bestu menn nái sér þar í konu; og jafnvel aumingjarnir líka. Ef þú ert rola skaltu ræða endalaust um rallí. Ef hún rekur upp stór augu skaltu segja að Pirellihjólbarðar séu ekki fyrir bílinn þinn (sem þú átt auðvitað engan fremur en aðrar rolur) og segðu að þú látir aldrei sóla dekkin og þér þyki ekki taka því að taka nagladekkin undan á sumrin vegna þess að þú sért líka þá í torfæruakstri — ,,á jökl- um úti“. Segðu það með áherslu á úti. Auðvitað fer hún þá að verða afskaplega skotin og láta eins og hún sjái þig ekki heldur félaga þinn, sem er líka rola en kann ekki að leyna því. Þú skalt kalla hann fjörkálf og þá fer hún að verja hann gegn þér, því það finnst konum svo gott þegar þær eru að ganga í gildruna sem þær verjast. „Látt’ekki sona," segir hún. „Hann sem er svo ágætur nagli." Rektu nú upp roknahlátur og biddu alla við borðið að skála í botn. Það gerið þið auðvitað og skálið sérstaklega fyrir vininum og klappið á herðarnar á honum sem kiknar og lifnar við og læt- ur tunguna lafa: Það vekur enn meiri kátínu, en enga ást. Þeir sem ætla að gerast fjörkálfar með lafandi tungu og rang- hvolfdum augum renna venju- lega á rassinn á kvennafari. Það krefst rólegheita. Heimtaðu núna þú fáir að aka fullur. Láttu so öllum illum látum. Heimtaðu að aka fullur. Segðu að þér sé sama um lögregluna. Segðu að bílstjóri vanur torfæruakstri og röllum geti ekið rétt rakur. Láttu í það skína að þú þolir þrjár flöskur. Nei, segir hún. Nú ek ég þér heim, sko. Og það gerir hún enda mann- eskja sem stendur ævinlega við orð sín: hún léti heldur drepa sig en ganga á bak orða sinna, hún léti heldur hengja sig, pína sig, limlesta sig. Daginn eftir þegar þú vaknar, vaknar þú auðvitað í þínum eðli- legu roluham, en hún er tilbúin til að halda að þú sért timbraður eða niðurdreginn og þreyttur eftir nóttina med henni, því hún krefst jafn mikils og hún gefur af örlæti sínu. En til að breiða yfir eðli þitt skaltu segjast vera langt niður vegna framkomu þinnar við vin þinn. Það finnst henni vera afar mannlegt og virðir þig enn meir. Nú ert þú niðurdreg- inn dag eftir dag í hennar aug- um og hún heldur að roluhamur þinn sé samviskusemi og tryggð og sektarkennd; og þú segist ná þér aldrei. Og þá verður hún að vera að hressa þig alla tíð, lífga þig, hvetja þig, porra þið upp. En þú verður alltaf að gera eitt- hvað annað en þú átt að gera, gleyma að koma í mat, hangsa hvar sem þú getur hangsað, og svo verður þú sífellt að snudda, gleyma að gera hitt og þetta, segja: já-já, en sökkva svo í sama roluhaminn. Og hún verð- ur að vera með hnefana yfir þér og á þér, endalaust. Þó er ein hætta á ferðum, að konan þín vilji með tímanum fara að porra upp vin þinn, sem er sama rolan og þú, því dugn- aður hennar eykst við and- streymið. MATKRÁKAN Hrognabrækur á eilífðarbláum himni ið í 225 gr. heitum ofni í u.þ.b. 30 mín. 3. Berið fram með grófu brauði eða kartöfl- um sem baka má í ofninum samtímis hrognunum. Þorskhrogn meö kryddjurt- um (f. 4) u.þ.b. 500 g soðin hrogn 20 g smjör/smjörlíki safi úr '/2 sítrónu 2 msk 'söxuð ný steinseija (eða % msk þurrkuð) 2 msk smátt saxaður púrrulaukur. 2 msk saxaður nýr stjörnumeiís (u.þ. b. 1 msk þurrkaður) eða önnur kryddjurt Bræðið feitina á pönnu og hrærið sítrónu- safa, söxuðum kryddjurtum og salti saman við. Skerið hrognin í sneiðar og hitið þau í grænni sósunni. Berið st’rax fram með soðn- um kartöflum og t.a.m. tómatsalati. Ofnbökuð hrogn med spínati (f. 4) 500 g soðin þorskhrogn 1 pakki frosið spínat (u.þ.b. 375 g) Sósa: 20 g smjör/smjörlíki 2 msk hveiti u.þ.b. 3 dl mjólk 1 dl rifinn ostur salt og agnarögn af cayennepipar 1. Smyrjið eldfast fat og þekið með hálf- þiðnuðu spínatinu. Skerið hrognin í sneiðar og raðið þeim yfir. 2. Bræðið smjörið í potti, hrærið hveiti sam- an við, hrærið mjólkinni smám saman út í, látið suðuna koma upp. Hrærið rifnum osti og kryddi út í sósuna og hellið henni yfir hrognin í fatinu. 3. Bakið við 200 gr. í u.þ.b. 20 mín. og berið fram t.d. með snittubrauði og blaðsalati. Hrognakæfa (f.4) u.þ.b. 400 g soöin þorskhrogn 25 g smjör/smjörlíki 2 egg 1 '/2 dl mjólk 2 msk kartöflumjöl eða maísenamjöl salt, paprikuduft smátt saxaður púrrulaukur 1. Fjarlægið himnur utan af hrognunum, stappið þau með gaffli og hrærið hinum hráefnunum saman við. 2. Hellið farsinu í smurt form og bakið í ofni við 175 gr. í u.þ.b. 45 mín. Berið fram t.d. með soðnu grænmeti og góðu brauði. Nú á miðjum þorra er náttúrlega mikið frost á Fróni og nauðsyniegt að gera sérstak- ar ráðstafanir til að hindra að frjósi í æðum blóð. Margir blóta þorra með vinum, vinnu- félögum og ættingjum og örva blóðrásina með brennuvíni og hver sannur íslendingur herðir tær og fingur með rammstækum há- kalli og súrsuðum millifótasviðum. En ekki einungis tungurótin bráðnar við brennuvínsstaupið, heldur aukinheldur grá- brúnt kraðak gatna og fata fótgangandi und- ir hundruðum litbrigða janúarhiminsins. Að þreyja þorrann er ekki þyngst þrauta í slíku andrúmslöfti. Þorrabakkinn klæðist nýjum búningi brjóstbirtu og hugur leitar út í hafs- auga mætrar matarmenningar. Dumbungur borðsins eflist af díónýsískum krafti árs- hátíða og ertingu bragðiaukanna af súrsuð- um líkamshlutum sauðkindar og samsetn- ingu þeirra. En í froststillum vetrarvertíðar renna hrogn og iifur á sjóndeildarhring líkt blóðinu sem rennur um æðar íslendinga, sjóndeildar- hring á hverjum þjóðin gengur þessar vik- urnar. Bleikrauð skýin blakta á eilífðarbiá- um himni eins og hrognabrækur af nýslægð- um þorski eða undirbuxur flæmskrar gleði- konu, ef menn vilja það heldur. Sem tungl í fyllingu berast þessir bossar inn um opin- mynntan möriandann. Er sem sólmyrkvi verði er þessi egg hafsins ber við sólu áður en þeirra er neytt. í unaði þorrans verður sú sæla varla metin til jarðnesks auðs. Hverju skiptir þá þótt menn hrasi nokkrum sinnum um lifrarbrúna skafla á leið sinni inn í „extase ultime" þessa lífs? Og úr ilman kæsts hákalls vindum við okk- ur að ferskum vertíðarinnmat þorsks, hvernig prúðbúa megi t.a.m. öskugráa lifur og orkideuföl hrognin. Þorskalifur Þorskalifur er afskaplega rík af A- og D- vítamínum, en einnig fitu og því kemur dá- lítil grútariykt úr pottinum þegar hún er soð- in. Gott er að sjóða hana í vatnsbaði, þ.e. setja hana í eldfast fat eða krukku, þekja með álpappír og setja svo út í sjóðandi vatn og sjóða í 20-30 mín. Eða þá að sjóða lifrina í svokölluðum suðupokum. Berið hana fram t.d. með ‘ úgbrauði, grófu salti og sítrónubát- um. Þorskhrogn Auðlegð þeirra felst í gnótt B1 og B2 víta- míns, ásamt dágóðum slatta af C-vítamíni. Bleikur litur hrognanna getur verið dálítið eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mismunandi, en liturinn stendur í engu sam- bandi við gæðin. Suða: Pakkið hrognabrókinni inn í álpappír eða setjið hana í suðupoka og sjóðið í létt- söltuðu vatni. Bæta má út í vatnið 2-3 pipar- kornum, litlum Iauk sem skorinn hefur verið í fjórðungsparta, einu lárviðarlaufi og ögn af ediki. Sjóðið hrognin með loki við vægan hita í 15-20 mín. (eftir stærð). Varist að sjóða þau of lengi, þau eiga aðeins að komast í fast form. Ofnbökuö hrogn (f.4) u.þ.b. 500 g hrá þorskhrogn smjör/smjörlíki salt og nýmalaður svartur pipar nýtt dill eða þurrkað 1 dós niðursoðnir tómatar, u.þ.b.400 g 1. Skolið hrognabrækurnar, skerið himn- una langsum í sundur og pressið hrognin (eggin) úr himnunni beint í smurt, eldfast fat. 2. Kryddið með saiti og nýmöluðum, svört- um pipar og strájð ríkulegu dilli yfir. Hell- ið niðursoðnum tómötum- yfir, dreypið smör-/smjörlíkisklípum yfir fatið og bak- 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.