Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 3
Kukl-sjokk í London Forðist eftirlíkingar Ómar Hallsson -^„Sjokk! Óþekkt íslensk hljómsveit hentist i gang og framleiddi senniiega skemmtilegasta hávaöann af öllum þetta kvöld. Þessi sér- kennilegi hópurskapaöi spennu úr kaosi, sem minnti á hljómsveitina Fall—allt varö dásamlega hysterískt— en grunnurinn var samt tryggur allan tímann. Maður haföi auöveldlega gaman af hljómsveitinni, þó þaö sama verði ekki sagt um aðrar þetta kvöld.“ Eitthvaö á þessa leið hljómar umfjöllun breska rokk-timaritsins Sounds um tónleika Kukls í yfirgefinni sjúkrabílastöð í Suöur- London um miðjan janúar. Með Kuklinu á þessum tón- leikum voru Flux of Pink Indians og óþekkt bresk pönksveit. Kukl tók upp sex lög i Southern Studios i London, sem verða gefin út á stórri plötu á vegum Crass með vorinu. Á plötunni verða líka tveir stuttir lagabútar sem búið var að taka upp hér heima. Kukliðið vonast til að geta fylgt plötunni eftir með tónleikum i Bretlandi og á meginlandi Evrópu í haust. Myndirnar tók myndaklefi London. Þrjú voru frammi, tveir aftur í: Björk, Einar Órn, Sigtryggur, Birgir og Gunn- laugur. Einar Melax er sagður hafa verið annars staðar. Bara með þursa ^Baraflokknum bætist held- ur betur liðsauki nú um helg- ina er hann veröur á tónleika- ferðalagi um sunnanvert landið. Þursarnir Ásgeir Óskarsson og Tómas Tómas- son ganga þá til samstarfs og leika með á konsertum og dansiböllum. Ekki er að efa að út úr þessum samleik komi eðalmúsík, enda skipa þennan Baraþurs úrvalstón- listarmenn í það heilatekið. Og þá er bara að leggja við hlustirnar, svo sem eins og i Safari í kvöld, á Borginni á laugardagskvöld, en á föstu dagskvöld verður þessi kokteill kneyfaður Eyjum. if- Forðist eftirlíkingar Að gefnu tilefni viljum við upplýsa að þorramatur okkar er lagður í mysu í byrjun september og er undir eftirliti annan hvern dag frá þeim tíma og skipt um mysu eftir þörfum. Því miður virðist fara í vöxt að kastað sé til hönd- unum við gerð þorramatar og notuð ediksýra til að flýta fyrir, sem að sjálfsögðu rýrir gæði matarins. Á þessu sést að neytandinn er stórlega blekktur og ekki til sóma fyrir þá sem selja slíka vöru. í 28 ár hefur Naustið verið í fararbroddi í gerð þorramatar og þess vegna segjum við: Ertu Við? „Já, ég er við.“ — Og þú sérð hálfsmánaðarlega um þátt í Útvarpinu, þáttinn „Við“. Um hvað fjallarðu þar? „Þessi þáttur er um fjölskyldumál. Ég fjalla einvörð- ungu um það sem ætla má að snerti nokkuð stóran hluta fjölskyldna í landinu. Ég tek ekki að mér að leysa lífsgátuna, en það sem ég hef fyrst og fremst reynt að gera í þessum þáttum er að vekja fólk til umhugsunar um það að við erum ekki bara karríerfólk, starfsframagosar. Við erum lika tilfinn- ingaverur." — Meinarðu að sjálfsimynd fólks sé yfirleitt of mikið bundin þvi starfi sem það sinnir? „Já. Við kynnum okkurtil dæmis oft með starfsheit- um — við erum það sem við vinnum — og við erum litið fús, mörg hver, til að sýna á okkur aðra hlið. Við höfum öll veikar hliðar, snögga bletti sem við felum vegna þess að við höldum að þettaséu höggstaðir áokkur. En það er aðeins mannlegt að hafa veikleika, við erum öll manneskjur. Karlmenn fara oft illa út úr þessu. Það er vandamál fyrir karlmenn hvað þeir taka sér lítinn rétt til þess að lifa tilfinningalífi. Ég tek til dæmis eftir þvf að karlmenn sem hafa verið í áfengismeðferð og skoðað þessa hluti með sjálfum sér, eru margir óhræddari við að tjá sig sem mannverur, manni Ifður oft albest með þeim, því margir þeirra þora að vera einlægir og hlýir. — En konur... ? „Konur hafaallt önnurog meiri réttindi á þessu sviði." — En hver eru helstu vandamál kvenna þá? „Ég er enginn vandamálasérfræðingur og vil ekki vera það. En konur eiga til dæmis í vandræðum með það hvað þær þurfa að vera margskiptar og þetta getur skapað vandamál í ýmsum samböndum... bíddu, nú kallar annað barniö á mig... þú sérð hvað ég er marg- skipt. Annað er, að öryggisleysi er oft áberandi hjá kon- um: þær eru oft áberandi bangnar við að leita eftir al- mennri samsvörun viö það sem þær vilja njóta í lífinu. — Þú hefur verið gagnrýnd fyrir það að taka fyrir mál sem margir álita aðeigi að Ifggja í þagnargildi, svo sem kynlíf, konubarsmíðar eiginmanna, hómósexúalisma, geðsjúk börn. Hvað hefurðu að segja þér til málsbóta? „Þessir þættir í fari okkar eru hluti af Iffinu hvort sem maður vill eða vill ekki. Við bætum ekkert með því að segja að þetta sé ekki til staðar. Við, þessi „stórgáfaða og sterka'1 þjóö, eins og við álítum okkur vera, við þessir hæfustu af þeim hæfu samkvæmt skilningi okkar á þróunarkenningunni, við eigum líka við vandamál að stríða og því fyrr sem við viðurkennum þau, þeim mun meiri möguleikareru áþví að við gerum eitthvað í þess- um málum f stað þess að látaþau vaxaokkuryfir höfuð. Ég finn á viðbrögöum við þættinum að það er þörf á að fjalla um þessa hluti. Ég er ekki aö skapa sensasjón með honum, heldur reyni ég að fjalla um hlutina á máli sem fólk skilur, ekki með neinu sérfræðingastagli. Ég erekki að gera fræðilegar heildarúttektir." — Hvernig hefur þér gengið að fá fólk í þáttinn? „Mjög vel. Eg hef mætt velvilja og skilningi hjá fólki. Það vill leggja manni lið. Ég kemst gjarnan I sambandi við einstaklinga í gegnum þessi apparöt, stofnanirnar sem hafa með þessa ýmsu þætti félagsmálanna að gera. En það þýðirekki að ráðast með gassagangi inn áfólk, rjúfatrúnað o.þ.h., þágetur maðureins sleppt því alveg." — Þér virðist ganga ótrúlega vel að fá fólk til að opna sig. „Það opnar sig, já. Eg er sennilega ekki ógnvekjandi manneskja. ht. Helga Ágústsdóttir er 36 óra, gift og ó tvö börn. Hún hefur ver- ið kennari, stundöð nóm í sólfræöi, kynnt sér ófengismeðferðar- mól í Bandaríkjunum og verið fjölskyldufulltrúi hjó Félagsmóla- stofnun Kópavogs. Hún er núna lausróðinn dagskrórgerðarmað- ur hjó Utvarpinu og stýrir Kvöldvökunni alla virka daga og þætt- inum Við, sem er sendur út tvisvar í mónuði, ó miðvikudagskvöld- um, ó Rós 1; þætti sem margir vilja aldrei missa af. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.