Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSYN W Kosningar geta komiö til mála ef veröbólgan eykst aftur, segir forsœtisráöherra Innrömmuö ríkisstjórn Tveir ráðherrar sjálfstæðismanna í ríkis- stjórninni, þeir Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra og Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra,segja að ríkisstjórnin eigi að fara frá og þjóðin að kjósa aftur ef 4% launa- rammi ríkisstjórnarinnar brotnar í þeirri samningagerð sem nú er unnið að á þremur vígstöðvum. Sverrir, sem ekki hefur verið spar á marg- háttaðar yfirlýsingar um samningamál starfsmanna álversins í Straumsvík, segir fullum fetum að fari samningar í álverinu út fyrir rammann þá eigi stjórnin þegar í stað að segja af sér. Hann álítur launakröfur ,,há- launamannanna" í álverinu tilræði við ríkis- stjórnina. Yfirlýsingar sjálfstæðisráðherranna hafa fallið í misjafnan jarðveg, og viðbrögð hafa verið blendin. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, léði þessum yfirlýsing- um allmikið vægi í vikunni þegar hann sagði að ríkisstjórnin áskildi sér allan rétt til þess að skjóta efnahagsstefnunni fyrir dóm þjóð- arinnar. En samkvæmt heimildum Helgar- póstsins er hin ósveigjanlega lína ráðherr- anna tveggja ekki í neinu sérstöku uppá- haldi innan þingflokks sjálfstæðismanna og ýmsum þar finnst að ráðherrarnir hafi valið of stór orð miðað við tilefnið, að yfirlýsing- arnar hafi verið heldur glannalegar. Og inn- an þingflokks framsóknarmanna kveður nokkuð við sama tón. Mönnum finnst yfir- lýsingar af þessu tagi ekki tímabærar. í fyrsta lagi sé ekki vitað hvaða áhrif ísal- samningarnir kunni að hafa á samninga- gerðina almennt og í öðru lagi sé of snemmt að segja til um það hve mikið geti rúmast innan rammans. ,,Það er lang hollast að vera ekki með harðar yfirlýsingar, segir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í samtali við Helgarpóstinn. „Aðilum vinnumarkaðarins hefur verið gerð glögg grein fyrir því að ef laun hækka meira en 4% yfir heildina, þá verður erfitt að ná þeim efnahagslegu mark- miðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. En það verður að vera viss sveigjanleiki. Það gæti orðið meiri afli á vetrarvertíð og við- skiptakjör gætu batnað og þá rúmar ramm- inn hækkanir umfram 4%. En verði þessir þættir neikvæðari en spáð er þá er 4% hækkun yfir heildina á sama hátt of mikil," segir Steingrímur. Steingrímur segir að fari launahækkanir langt umfram þá launastefnu sem ríkis- stjórnin hafi markað, þá verði hún að endur- meta horfurnar og stefnuna í efnahagsmál- um. ,,Ef ríkisstjórnin sæi sig tilneydda í þess konar stöðu að grípa til róttækra lagasetn- inga þá gæti vel komið til mála að gengið yrði til kosninga áður. En það er engan veg- inn tímabært að segja nokkuð til um þetta á þessu stigi. Það þarf að meta þetta þegar þar að kemur. Á til dæmis að efna til kosninga ef viðskiptahallinn eykst um eitt prósent? Eða tvö prósent? Það getur orðið erfitt að meta slíkt. En ef hins vegar verðbólgan fer að fara upp á við á ný, þá gengur það þvert á sam- starfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna og þá gætu kosningar komið til mála,“ segir Stein- grímur. Og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra segir: ,,Eg er ekki þannig skapi farinn að ég seg- ist ætla að hætta og fara ef þetta og þetta gerist eða gerist ekki. Það verður að líta á þessi mál í heild sinni. Allir samningar verða að vera gerðir um raunveruleg verðmæti sem við höfum markað okkar gengisstefnu útfrá. Ef brugðið verður út af þessu í samn- ingum aðila vinnumarkaðarins núna er öll efnahagsstefnan í mikilli hættu. Aðilar vinnumarkaðarins bera þarna mikla ábyrgð og við verðum að treysta því að þeir vilji ekki spilla fyrir og líti á málin í því ljósi að ekkert yrði okkur dýrkeyptara en ef verðbólgan tæki aftur stökk upp á við. Ég hef trú á því að fullur skilningur sé á vinnumarkaðnum á þeirri hættu að vissir hópar brjótist útúr og sæki sér betri kjör á kostnað fjöldans. Það verður að tryggja að það gerist ekki með því að gera heildar- samninga. Það, hvað er fráfararatriði fyrir ríkisstjórn, er að sjálfsögðu hennar að meta eftir Hallgrím Thorsteinsson á hverjum tíma en það er ekki tímabærtað ræða slikt nú.“ Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það í þingflokki sjálfstæðis- manna hvað í samningamálunum gæti orðið að fráfararatriði. ,,Að mínu mati eru for- sendur fjárlagafrumvarpsins raunhæfar for- sendur," segir Matthías. En hafa yfirlýsingar ráðherranna haft áhrif í samningaviðræðunum? „Þessar yfirlýsingar lýsa þvermóðsku en ekki stjórnvisku," segir Örn Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna álversins. „Þessir menn þekkja ekki hvernig vinnandi fólk hugsar. Samningar í álverinu hafa yfir- leitt ekki haft mikið fordæmisgildi. Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem okkar samn- ingar hafa verið blásnir svona upp." Yfirlýsingar ráðherranna hafa mikið verið ræddar í Karphúsinu undanfarna daga, þar sem samninganefndir starfsmanna Isals og BSRB hafa setið á samningafundum með viðsemjendum sínum. „Þessar yfirlýsingar hafa haft töluverð áhrif," segir reyndur samningamaður, ,,en menn taka þau ekki allir jafn alvarlega." Samningaviðræður ganga treglega. f við- ræðum BSRB og ríkisins er skipst á tillögum og gagntilboðum og BSRB heldur fast við 15.000 króna Iágmarkslaun. Annar erfiður hnútur í samningaviðræðunum er kaup- máttartrygging. Þetta á jafnt við um allar samningaviðræður núna. Engin lausn hefur fundist á því hvernig eigi að viðhalda þeim kaupmætti sem næst út úr samningunum. Stóru hnútarnir eru allir óleystir. „Einhverjir verða að losa sig útúr þeirri fjögurra hliða gaddavírsgirðingu sem þeir hafa lokað sig inni í,“ segir einn samninga- maður í fremstu viglínu um launamála- ramma ríkisstjórnarinnar. Næstu dagar leiða í Ijós hvort ramminn er sveigjanlegur. ERLEND YFIRSYN Treholt agn fyrir lykil- mann KGB á Noröurlöndum Sagt er að í sinn hóp nefni leyniþjónustu- menn athæfi sitt „spilið mikla“, í þeirra aug- um eru njósnir, undirróður og blekkingar áhættuspil, sem tekur öllum öðrum fram í spennu og svigrúminu sem leikinn spilamað- ur hlýtur til að leggja gildrur fyrir mótherj- ann. Á þessum skilningi á leyniþjónustu- starfsemi byggja njósnasögurnar, sem eru með vinsælasta afþreyingarefni lesenda og kvikmyndaáhorfenda. Nýja njósnamálið í Noregi er enn um margt óljóst. Sovétnjósnarinn Arne Treholt virðist hafa gengið á mála hjá sovésku leyni- þjónustunni KGB fyrir allt að hálfum öðrum áratug, og allan þann tima hefur ekkert lát orðið á framaferli hans í norskri utanríkis- þjónustu. Rúmum mánuði fyrir handtökuna,, löngu eftir að norsk yfirvöld vissu af sekt' hans, var hann settur yfir upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins í Osló og varð þar með opinber talsmaður þess. Þessi þverstæða, að sovétnjósnari skuli gerður að hægri hönd norskra ráðherra, og það ráðherra sem á í erfiðum samningavið- ræðum við sovétmenn eins og Jens Even- sen, hefur að vonum orðið matur fyrir norska fjölmiðla, sem hafa tíundað rækilega á hvaða sviðum og í hverjum málum áhrifa Arna Treholt gætti og síðan velt fyrir sér að hve miklu leyti hann hafi gengið þar erinda sovéskra yfirboðara sinna. Allt slíkt er enn sem komið er getgátur, vissa fæst ekki fyrr en við réttarhöldin yfir Arne Treholt, ef þau verða þá að öllu leyti opinber. Þangað til verður mikið skrifað og skrafað í Noregi, um hvort sovétmenn hafi í raun og veru samið við sjálfa sig, þegar af- markað var gráa svæðið á Barentshafi, þar sem yfirráðaréttur er látinn liggja milli hluta, af því Arne Treholt var þar ráðunautur Jens Evensens. Einkennið á fréttaflutningi af njósnum Treholts er að þar er fátt eitt komið frá norskum yfirvöldum, sem hafa verið spör á upplýsingar, en þeim mun meira frá frétta- mönnum, sem kortlagt hafa feril hans út í æsar. Ljóst virðist þó, að grunur hafi fallið á Treholt í New York á síðasta áratug, þegar hann var í sendinefnd Noregs hjá Samein- uðu þjóðunum, og þar hafi bandaríska alrík- islögreglan FBI verið að verki. Síðan njósn- arinn kom heim til Noregs hefur svo norska leyniþjónustan haft hann undir smásjá. Eftirlitið með Treholt bar skjótt árangur, norskir leyniþjónustumenn eltu hann bæði til Helsinki og Vínarborgar, og mynduðu þar fundi hans með útsendurum KGB. Enn fyrr hafði norskum ráðherrum verið skýrt frá, að þessi embættismaður þeirra lægi undir njósnagrun. Þrátt fyrir þetta var Arne Treholt valinn úr hópi embættismanna utanríkisráðuneytis- ins til að sækja námskeið háskóla norska hersins, sem ekki á að vera opið öðrum en þeim sem verðir eru fyllsta trúnaðar. Með öðrum á námskeiðinu fór Treholt víða um Vestur-Evrópu til að kynna sér landvarnir og hernaðaráætlanir, meðal annars til ís- Iands, Danmerkur, Svíþjóðar og Vestur- Þýskalands. Kunna þeir, sem þar voru blekktir til að veita sovétnjósnara upplýsing- ar um hermál sín, norskum stjórnvöldum nú litlar þakkir fyrir að hafa vísvitandi gert þeim slíkan grikk. Anders Sjaastad, landvarnaráðherra Noregs, sá sér ekki annað fært en að svara þessari gagnrýni. Svar hans er á þá leið, að hann hafi ekki átt annars úrkosti en hleypa Arne Treholt inn á háskóla hersins, því ella hefði njósnarann máske tekið að gruna, að hann væri uppvís orðinn. Jafnframt bað Sjaastad þau riki afsökunar, sem telja sig hugsanlega hafa beðið skaða af heimsókn sovétnjósnara á vegum norska landvarna- ráðuneytisins. Sú skýring Sjaastad og annarra norskra yfirvalda, að handtaka Treholts hafi verið látin dragast eins lengi og raun varð á, vegna þess að sannanir hafi skort gegn honum og því hafi skipt öllu máli að grípa hann glóð- volgan, er ekki sannfærandi. Mun senni- legra er, að hann hafi árum saman verið leik- soppur á báða bóga í „spilinu mikla“, norska leyniþjónustan vissi að hann var sovétnjósn- ari, og notaði sér þá vitneskju til að teyma KGB á asnaeyrunum. Algengt er í leyniþjónustustarfi, að njósn- ara er „snúið", hann er afhjúpaður og síðan notaður til að leiða hans fyrri húsbændur á villigötur, með því að láta hann koma á framfæri við þá því sem nýju stjórnendurnir óska helst að þeir trúi. Enn áhrifaríkara get- ur verið að láta njósnarann ekkert af því vita að hann er uppvís orðinn, en beina til hans blekkiefni, sem hann er vís til að láta berast áfram til yfirboðara sinna. eftir Magnús Torfa Seint eða aldrei verður gert uppskátt, hvort norska leyniþjónustan notaði Arne Treholt á þennan hátt, öll þau ár sem vitað var af njósnum hans en þær látnar viðgang- ast. En nú er svo að sjá að Norðmenn hafi reynt að hefna sín á KGB um leið og Treholt var handtekinn á Fornebuflugvelli rétt áður en hann hugðist stíga um borð í flugvél til Vínar. Það eina trúlega í reiðilestri sovétmanna út af brottvísun sovéskra diplómata frá Osló í kjölfar Treholts-málsins, er að norskir leyniþjónustumenn hafi í Vínarborg reynt að fá á sitt band sovéskan embættismann og meðal annars boðið honum hálfa milljón dollara fyrir að ganga sér á hönd. Fyrir liggur, að hátt í tveir sólarhringar liðu frá því Treholt var handtekinn, þangað til málið var gert uppskátt í Osló. Sá sem taka átti á móti Treholt í Vín af hálfu KGB var Gennadí Títoff, hershöfðingi í KGB. Hann hafði einnig verið tengiliður sovésku leyni- þjónustunnar við Treholt á fyrri fundi í Vín og fundi í Helsinki, sem norska leyniþjónust- an hafði ljósmyndað og væntanlega einnig hlerað. Títoff er talinn vera lykilmaður í njósnum KGB á Norðurlöndum. Hefði það verið mik- ill fengur fyrir norsku leyniþjónustuna, að hann gerðist liðhlaupi í kjölfar handtöku Treholts. Framavonir Títoffs í KGB hljóta að vera á enda og hann má jafnvel búast við að fá bágt fyrir frammistöðuna. Komið er á dag- inn að norska leyniþjónustan hefur árum saman vitað af sambandi hans við Treholt, fylgst með því og getað notfært sér það tii að blekkja KGB. Til annars og betra er ætlast af KGB-manni með hershöfðingjatign. Þegar allt kemur til alls verður að teljast vel skiljanlegt, að yfirmenn norsku leyni- þjónustunnar reyni að leika þann leik að nota norskan sovétnjósnara til að fletta sem rækilegast ofan af starfsemi KGB, áður en þeir taka manninn úr umferð. Umsvif KGB á Norðurlöndum eru aðeins einn vitnisburður af mörgum um þörf Norðurlandaþjóða að vera vel á verði gagnvart risanum í austri. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.