Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 8
ÞANNIG BORGARÐU MINNA . . . mjög lengi til aö komast til botns í þeim. Og margur hefur hreinlega gefist upp í miðri lesningu. Petta er náttúrlega galiö. Það er aug- ljóst að eitthvað er að þegar maður fær til sín sama fólkið ár eftir ár, sem segist einfaldlega ekki treysta sér til að telja fram án sérfræðilegrar aðstoðar. Ann- aðhvort þorir það ekki, eða er jafnvel hrætt við þennan frumskóg sem það seg- ir skattalögin vera.“ Skattasérfræðingurinn segir þó fram- tal hér á landi vera ólíkt skárra að fást við eftir að umtalsverðar breytingar voru gerðar á skattalögunum árið 1978. Fyrir þann tíma hafi varla verið hægt að ætlast til þess að fólk kæmist klakklaust í gegn- um framtalið sitt af eigin rammleik, svo tyrfnar voru framtalsaðgerðirnar og ofurflóknar. Með nýju skattalögunum frá 1978 fækkaði frádráttarliðunum mikið og skattframtalið varð allt einfaldara í snið- um af þeim sökum. Einn helsti frádrátt- arliðurinn sem miklar deilur urðu oft um, féll út, en það var viðhaldskostnað- ur íbúðarhúsnæðis. Þá varð einnig mikil breyting á vaxtafrádrætti. í fyrri lögum var mönnum leyfilegt að draga frá tekj- um sínum öll vaxtagjöld. í dag er hins- vegar aðeins heimilt að draga frá tekjum sínum gjaldfallnar verðbætur, afföll og gengistap, enda séu gjöld þessi af skuld- um sem sannanlega eru notaðar til öfl- unar á íbúðarhúsnæði. Við þessa skattabreytingu kom nýr frádráttarliður sem átti að koma í stað þeirra frádráttarliða sem féllu út, en það er tíu prósent frádráttur af heildartekj- um. Með öllum þessum breytingum sem orðið hafa á skattalögum okkar síðast- liðin ár, hefur framtal orðið einfaldara og frádráttarliðir í fastari böndum en áð- ur var. Engu að síður eru enn fyrir hendi margir liðir á skattframtalinu sem vefj- ast fyrir almenningi, svo mjög í mörgum tilvikum að mönnum geta yfirsést frá- dráttarliðir sem lækka álögð gjöld þeirra að miklum mun. -------O-------- Ef velja ætti í dag þá helstu frádráttar- liði sem fólki yfirsést við framtalsgerð sína, ellegar að það athugar ekki mögu- leika þeirra nægilega, má taka eftirfar- andi dæmi. Það skal undirstrikað að þær tíu leiðir sem hér eru gefnar, eru hafðar eftir skattasérfræðingi sem á að baki langa reynslu af framtalsaðstoð við ein- staklinga. 1.________________________ Vaxtagjöld og verð- bætur af skuldum sem notaðar eru til öfiunar íbúðar- húsnæðis: Það helsta sem fólk gleymir í þessu efni er að færa greiddar eða gjaldfallnar verðbætur af lánum til frádráttar á árinu. Rétt er að reikna vexti frá síðasta gjald- daga eða lántökudegi til næstu áramóta. Tökum sem dæmi hjón sem kaupa íbúð fyrsta dag febrúar árið 1983 á krónur 1.500.000. Þau greiðakrónur 1.100.000 í útborgun á árinu, en fá afganginn af íbúðarverðinu - krónur 400.000 - lán- aðar frá seljanda til fjögurra ára með tuttugu prósent vöxtum (óverðtryggð- um). Næsti gjalddagi þessa láns sem fylgir íbúðinni er fyrsti febrúar 1984. Þau hafa þá heimild til að reikna sér tuttugu prósent vexti frá fyrsta febrúar 1983 til lokadags þess árs af krónum 400.000 til frádráttar heildartekjum sínum. Hér er um 73.333 krónur í frádrátt að ræða, sem á að minnka skattana um 33.000 krónur ef fólkið telst vera með há laun. Ef þessi hjón fjármagna útborgun- ina með tveimur öðrum Iánum, annars- vegar verðtryggðu bankaláni að upphæð 200.000 krónum, útgefnu fyrsta febrúar 1983 og gjaldfellur fyrir árslok 1983. Hafi þau ekkert greitt af þessu láni á árinu, sem þar með hefur hækkað upp í krónur 300.000 á áliðnum lánstíma vegna verðtryggingarinnar, þá hafa þau heimild til frádráttar frá tekjum sínum mismuninn, það er krónur 100.000. Hinsvegar taka þau lífeyrissjóðslán þann fyrsta febrúar 1983 að upphæð krónur 200.000 sem er verðtryggt með þrjú prósent ársvöxtum með gjalddaga fyrsta febrúar ár hvert. í þessu tilfelli hafa hjónin aðeins heimild til að reikna þrjú prósent ársvexti af láninu frá fyrsta febrúar 1983 til áramóta, eða krónur 5.500 til frádráttar tekjum sínum, þar sem lánið gjaldfeilur ekki á árinu. Samkvæmt ofanrituðu er mjög mikil- vægt aó greiða öll verðtryggð lán upp ef þau eru ekki gjaldfallin fyrir áramót og taka ný lán til að fjármagna gömlu lánin, svo hægt sé að reikna sér vexti frá lán- tökudegi til áramóta sem síðan eru frá- dráttarbærir frá tekjum. Fólki er sér- staklega bent á að gjaldfæra allar verð- bætur og vexti af íbúðalánum vegna skuldbreytinga sem bankarnir og ríkis- st jórnin stóðu fyrir á síðastliðnu ári til að bæta hag húsbyggjenda. 2.____________________ Menntunarkostn- aður barna eldri en sextán ára: Mjög margir foreldrar athuga ekki að draga frá tekjum sínum menntunar- kostnað barna sinna, eldri en sextán ára. Foreldrar geta fengið allt að krónum 25.500 í frádrátt frá tekjum sínum ef bam þeirra er tekjulaust. Þessi frádrátt- ur lækkar hlutfallslega eftir tekjum bamsins, og fellur algjörlega út ef barnið er með meira en þrefaldan skólafrá- drátt, krónur 76.500 á síðastliðnu ári. Foreldrar geta fengið hjá skattstofunni sérstök eyðublöð til að fylla út varðandi þennan frádrátt. Þessi eyðublöð eru merkt: Umsókn B, skv. 4. tl. 66. gr. 3_____________________________ Umsóknir um lækk- un á tekjuskatts- og eignarskattsstofni: Brýnt er að fólk kynni sér betur en dæmi eru fyrir, aðra möguleika á frá- drætti samkvæmt sextugustu og sjöttu grein nýju skattalaganna. Skattstofan hefur sérstakt eyðublað merkt: Umsókn A, skv. 66. gr. og eða 80. gr. Helstu möguleikar á frádrætti samkvæmt þeirri grein eru þessir: Umsókn um lækkun á tekjuskatts- stofni: a) Vegna mannsláts. b) Vegna veikinda, slysa eða ellihrör- leika. c) Vegna barns sem haldið er lang- vinnum sjúkdómi; er fatlað eða van- gefið og er á framfæri umsækjenda. d) Vegna eignatjóns sem umsækj- andi hefur orðið fyrir. e) Vegna taps á útistandandi kröfum sem ekki stafa af atvinnurekstri. f) Vegnaþessaðumsækjandilæturaf störfum sökum aldurs. Umsókn um lækkun á eignarskatts- stofni: g) Vegna mannsláts, samanber lið a. h) Vegna veikinda, slysa eða ellihrör- leika, samanber lið b. i) Vegna þess að umsækjandi lætur af störfum sökum aldurs, samanber lið g. 4^____________________________ Frádráttur vegna meðlagsgreiðslna: Þeir sem greiða meðlög skulu athuga vandlega að færa helming af greiddu meðlagi í reit 47 á skattframtalinu til frádráttar tekjum sínum. Hámark frá- dráttar fyrir hvert bam er krónur 8.939. 5______________________ Sjómannafrá- dráttur af lögskráð- um dögum og frídögum: í þessum lið skattframtalsins gætir oft- lega yfirsjónar af hálfu framteljenda. Sjómenn sem eingöngu starfa við sjó- mennsku eiga rétt á sjómannafrádrætti í 360 daga á krónur 140 fyrir hvem dag, eða samtals krónur 50.400 , þó þeir séu ekki allan tímann lögskráðir. Sjómenn hafa gjarnan einungis fært til frádráttar þann dagafjölda sem þeireru lögskráðir, sem er algengt í kringum 250 dagar á ári, en sleppa þá oft frídögum sínum. Rétt er að telja þá með til frádráttar. Þessi frá- dráttur fer í reit 48 á skattframtalinu. 6._____________________ Tíu prósent fiski- mannafrádráttur: Sjómenn sem stunda fiskveiðar á ís- lenskum skipum eiga rétt á fiskimanna- frádrætti sem nema má tíu prósentum af beinum tekjum af fiskveiðum. Færa ber þennan frádrátt í reit 49. 7. ____________________ Frádráttarleiðir iðnaðarmanna: i----—----------------- Iðnaðarmenn hafa rétt á frádrætti vegna kaupa á verkfæmm samkvæmt framlögðum reikningum, allt að krónum 6.310, eða föstum frádrætti án sönnun- arskyldu, allt að krónum 4.240. Síðar nefndi möguleikinn vill oftlega gleym- ast, en þennan frádrátt skal færa í reit 35. 8. ____________________ Hjónabands- frádráttur: Framteljendur sem gengið hafa í hjónaband eiga rétt á frádrætti vegna kostnaðar við stofnun heimilis. Frá- drátturinn er krónur 15.600 hjá hvoru hjóna, og færist í reit 50 hjá báðum. 9. ____________________ Frádráttur vegna hverskonar náms eða námskeiða: Almennur námsfrádráttur er krónur 25.500, eins og greint er frá að framan, enda sé nám stundað að minnsta kosti sex mánuði á tekjuárinu. Fólk fær þó námsfrádrátt þó aðeins sé um að ræða óreglulegt nám eða námskeiðshald. 624 kennslustundir heimila fullan námsfrá- drátt, en fyrir hverja kennslustund er heimilt að færa til frádráttar krónur 40.87, þar til hámarksfrádrætti er náð. 10. ________________ Raunkostnaður á móti risnuborgun: Þeir sem fá dagpeninga, fæðispen- inga, ferðakostnað, risnukostnað og ökutækjastyrk, skulu athuga vandlega að færa til frádráttar þann kostnað sem þeir hafa á móti þessum tekjum. Yfir- leitt er þó um sömu fjárhæð að ræða sem kemur til frádráttar og þá upphæð sem færð er þeim til tekna. — O — Þetta eru þau tíu atriði sem sá skatta- sérfræðingur sem HP leitaði til, sagði að væru algengustu liðirnir sem fólki sæist yfir við framtal sitt. Annaðhvort væri að fólk hreinlega gleymdi þessum möguleik- um í frádrætti, eða það misskildi þá vegna fátæklegra eða flókinna útskýr- inga á þeim í Leiðbeiningapésa ríkis- skattstjóra. -------O-------- Ríkisskattstjóri er Sigurbjörn Þor- bjömsson. HP bað hann að svara þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á marg- umræddan Leiðbeiningapésa hans. Sigurbjörn sagði að sér fyndist þessi pési mjög einfaldur og skýr í framsetn- ingu. ,,Eg hef ekki heyrt annað en að fólk sé ánægt með þetta framtak okkar. Og engan hef ég hitt sem ekki hefur getað lært eitthvað af honum. Menn verða að hafa í huga að skattakerfið er í heild sinni tiltölulega flókið og þess- vegna verða þeir að gefa sér góðan tíma til að kynna sér efni Leiðbeiningapés- ans. Það mætti vel segja mér að þeir gæfust upp við lesningu hans sem færu yfir hann á hundavaði. Það verður að hafa í huga að þetta er ekkert afþreying- arlesefni. - Gagnrýni skattasérfræðingsins bein- ist öðru fremur að þeim lið leiðbeining- anna sem lýtur að vaxtafrádrættinum. Sá þáttur skattaframtalsins sé í raun mjög flókinn og yfirgripsmikill, en illa og fá- tæklega útskýrður í pésanum þínum. Er ekki brýnt að vekja meiri athygli á þess- um lið en gert er (þrjár stuttar setningar) þar sem hér gerur verið um mjög háar upphæðir að ræða fyrir þá fjölmörgu húsbyggjendur eða íbúðakaupendur sem eru alla jafna að telja fram? ,,Það er afskaplega erfitt að ætla sér að útskýra þennan lið betur en gert er. Það þyrfti annan eins pésa til að gera vaxtafrádrættinum fullnægjandi skil. Það þyrfti að gefa margskonar dæmi og sýna fram á fjölmargar mögulegar leiðir, ef nefna ætti alla varíanta sem til eru í þessu efni.“ - Fólk verður þá bara að gjöra svo vel og sækja aðstoð hjá endurskoðanda með þennan lið? , ,Það er bara ekki hægt að benda fólki á allar hugsanlegar leiðir í þessu atriði. Það er svo bundið hverjum og einum hvemig hagkvæmast er að leysa vaxta- gjaldafrádráttinn. Já, og ef menn geta ekki gert það sjálfir, þá neyðast þeir vissulega til að afla sér aðstoðar. Til þess eru endurskoðendur.“ - Nú Iiggja niðri á skattstofu fimmtíu og fimm mismunandi eyðublöð þar sem hægt er að sækja um allskonar frádrátt, jafnt lækkun á tekjuskattstofni og eign- arskattstofni. Skattasérfræðingurinn segir fjölmörg dæmi þess að fólk viti ekki að þessi plögg em tU. Væri ekki vit í að kynna þau betur en gert er? ,,Ef ég man rétt er allra þessara eyðu- blaða getið í Leiðbeiningapésa mínum. Það er því frumskilyrði að fólk lesi hann svo það viti af þessum plöggum. Ég held við getum ekkert verið að auglýsa þetta betur. Fólk verður bara að bera sig eftir þessu sjálft.“ - Svona í lokin Sigurbjöm. Telurðu að almennum launamanni, sem stendur til dæmis í húsbyggingu eða kaupum á íbúð, sé auðveldur leikur að fylla út skattframtalið sitt, svo allt sé þar skýrt og réttilega skráð? ,,Það held ég að sé ekki nokkur vafi. Mér finnst skattframtalið vera mjög auðvelt plagg að fást við. Það má hins- vegar alltaf vera spursmál hvort fólk gaumgæfir þetta gagn nógu rækilega, eða nenni að setja sig inn í háttu þess. Hver heilvita maður á að geta það með góðri þolinmæði. En ef farið er á hunda- vaði yfir þetta efni er aldrei að vita nema menn geti misskilið þennan frumskóg sem skattakerfið er náttúrlega í heild sinni...“ 8 HELGARPÓSTURIt 'N

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.