Helgarpósturinn - 02.02.1984, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Árni Þórarinsson
og Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Hallgrimur Thorsteinsson
Blaðamenn: Egill Helgason
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útlit: Björn Br. Björnsson,1
Björgvin Ólafsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Guðmundur H. Jóhannesson
Auglýsingar:
Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóri:
Ingvar Halldórsson
Innheimta:
Jóhanna Hilmarsdóttir
Afgreiðsla: Þóra Nielsen
Lausasöluverð kr. 30.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavlk, slmi
8-15-11. Afgreiðsla og skrif-
stofa eru að Ármúla 36. Slmi
8-15-11.
Setning og umbrot:
Alprent hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Banvænt fíkniefni?
Afreksmönnum I Iþrótt-
um virðist skjóta upp á yfir-
boröið með nokkuð jöfnu
millibili á Islandi. Þetta eru
mennirnir sem með þrot-
lausum æfingum og sjálfs-
aga hafa náð lengst á slnu
sviði. Á hverjum tlma eru
þeir hafðir að fyrirmynd
æskunnar, taldir úrval þjóð-
ar sinnar, enda látnir bera
hróður hennar út á við.
Stimpil fullkomnunar-
innar má lesa úr andlitum
þessara manna þegar
frægðarsólin rís hvað
hæst. Hann er veittur þeim
vegna þess valds sem þeir
hafa náð á sjálfum sér,
þeirrar ótrúlegu orku sem
þeir hafa beislað I skrokkn-
um, þess hugrekkis og
kapps sem þeir hafa sýnt í
keppni.
Orðtækið „heilbrigð sál í
hraustum llkama“ er jafnan
haft I flimtingum þegar
fjallað er um þessa f ræknu
garpa. Það er gengið út frá
því sem vísu að þessartvær
eigindir fari saman þegar
sigrar þeirra eru tíundaðir.
Enda séu þetta fullkomnir
menn, eða hvað ...?
í Helgarpóstinum I dag
er að finna (tarlegt viðtal
við einhvern allra mesta
frjálsfþróttamann sem ís-
lendingarhafanokkru sinni
eignast. Þargerirmaðurinn
Gunnar Huseby upp fortíð
kúluvarparans. Hann er
gramur út í þær sjálfspin-
ingarsem hann beitti sig til
að ná þvl takmarki sem
hann og þjóðin krafðist af
honum; heimsfrægð. Og
segir ennfremur frá ferli
sfnum sem áfengissjúk-
lingur.
„Ég erveik sál I hraustum
llkama,“ segirhann áeinum
stað. „Metnaður afreks-
mannsins verður svo ógur-
legur að líkja má við sál-
rænan sjúkdóm. Þetta var
geggjun. Ég varð gegnsýrð-
ur af eituráhrifum íþrótta-
flknarinnar. Ég reisti mér
hurðarás um öxl með þeim
kröfum sem ég gerði til
sjálfs mín. Sálin lét undan
og ég brotnaði saman.“
Þátttaka í (þróttum kallar
á keppni, oft á tíðum hat-
ramma keppni. Þá þrot-
lausu þjálfun sem þarf til
að standast samanburð í
þessu tilliti, er ekki á allra
færi að fást við, hvað þá ef
menn ætla sér að verða
bestir, ná heimsfrægð. Þá
eru íþróttirnar ekki lengur
heilbrigðar, eins og Gunnar
Huseby játar I Helgarpósts-
viðtalinu I dag. Þá nálgast
iþróttir það að vera ban-
vænt fíkniefni.
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
„ísfilm færir út
kvíarnar“
Fáum í hópi þeirra, sem leiða
hugann að framtíð fjölmiðla á ís-
landi, kom á óvart þegar það frétt-
ist að stofnun fyrirtækis um ýmiss
konar nýbreytni í fjölmiðlun stæði
fyrir dyrum. En eins og Hallgrím-
ur Thorsteinsson rekur að hluta í
grein sinni í Helgarpósti síðustu
viku, þá þykir ýmsum gegna
furðu að Reykjavíkurborg skuli
gerast bandamaður nokkurra val-
inna útgáfufyrirtækja ásamt Sam-
bandinu. Aðild sveitarfélags að
svæðisbundinni útvarps- eða sjón-
varpsstöð getur haft mikla kosti,
en þessi aðferð, sem hér er við-
höfð, sýnist mér sneiða hjá öllum
kostunum, en vera hins vegar
haldin mjög alvarlegum ann-
mörkum. Hér eru fjármunir al-
mennings teknir til að efla lokað-
an hóp fjársterkra einkaaðila í
beinni samkeppni við aðra einka-
aðiia. Janframt eru aðstandendur
hins nýja fyrirtækis fulltrúar svo
þröngs bils á litrófi stjórnmálanna,
að þátttaka borgarinnar hlýtur að
teljast hrein misnotkun á pólitísku
valdi. Ekki bætir úr skák að pukr-
ast var með málið mánuðum sam-
an áður en það var gert uppskátt
við lýðkjörna fulltrúa Reykvík-
inga. Þá var svo komið sögu, að
samningsdrög voru búin að liggja
fyrir í einn og hálfan mánuð.
Þegar fulltrúar einkaframtaks-
ins eru krafðir sagna um áform sín
með ísfilm h.f. veita þeir eðlileg og
rökrétt svör, svo sem að ætlunin
sé ,,að fylgjast með þeirri þróun
sem er að verða á sviði mynd-
banda- og fjölmiðlatækni allt í
kringum okkur og notfæra okkur
hana eftir því sem efni og aðstæð-
ur leyfa“, svo vitnað sé til for-
sprakka liðsins. Fuiltrúar meiri-
hluta borgarstjórnar svara hins
vegar á þann veg að mjög illa
kemur heim við svör einkaaðil-
anna, og beinlínis fáránlega við
þær hugmyndir, sem gera mætti
sér um hugsanleg markmið borg-
arinnar í samstarfi um fjölmiðla.
Haft er eftir borgarstjóra að ísfilm
yrði, þegar fram liðu stundir, í
verulegri samkeppni við Útvarp
og Sjónvarp. Síðan hvenær er slík
samkeppni í verkahring borgar-
innar? Og hvernig getur fjár-
mögnun upp úr vösum útvarps-
greiðenda á svo hægrisinnuðu
innrætingarbákni, sem hér virðist
vera í uppsiglingu, talist í þágu
almennings í borginni? Röksemd-
ir málsvara borgarinnar í þessu
máli benda einna helst tii þess að
þeir hafi ekkert velt því fyrir sér
hvernig væri unnt að verja þetta
uppátæki. Rugiið er svo mikið að
borgarstjóri ber það á borð fyrir-
þjóðina í sjónvarpi, að fyrir hon-
um vaki að styðja við þennan fjöl-
miðla- og fjármagnsrisa meðan
hann stígi fyrstu skreíin! Skyldi
ekki einhverri fésveltri og veik-
burða borgarstofnun þykja sem
hér sé seilst um hurð til lokunnar
við að koma tveimur milljónum af
almannafé í lóg? Mér koma í hug
skólabyggingar í Breiðholti og
Vesturbæ, ellimáladeild og ungl-
ingaathvarf, svo nærtæk mál séu
tilgreind.
Sérstaklega er ámælisvert hlut-
verk forseta borgarstjórnar í þess-
um málum. Hann tekur sér ekki
einasta fyrir hendur að verja
þessa ósæmilegu meðferð á al-
mannafé (en hann er jafnframt
formaður bæði fræðsluráðs og
félagsmálaráðs borgarinnar),
heldur er hann á sama tíma í þeirri
aðstöðu að vera formadur út-
varpsráds. Æðsti yfirmaður Ríkis-
útvarpsins (að menntamálaráð-
herra frátöldum) er m.ö.o. í íor-
ystusveit þeirra afla, sem hafa það
yfirlýsta markmið að veita Ríkis-
útvarpinu „verulega samkeppni"!
Spyrja má hvernig trúnaðarsam-
band geti ríkt miili formanns út-
varpsráðs og starfsliðs Ríkisút-
varpsins við þessar aðstæður. Mér
er nær að halda að hlutverka-
brenglun af því tagi, sem hér birt-
ist, þætti ekki til fyrirmyndar í
þeim lýðfrjálsu löndum, sem ég
veit að forystumenn borgarstjórn-
armeirihlutans vilja gjarna geta
borið sig saman við.
Þorbjörn Broddason
lektor
BORGARÍSFILM
✓
Ur samhengi
í umfjöllun Helgarpóstsins um
ísfilm er meðal annars vitnað til
orða minna. Ég sætti mig ekki við
hvernig Helgarpósturinn hefur
slitið orðin úr samhengi, og óska
því eftir að koma að þessari at-
hugasemd.
Helgarpósturinn hafði samband
við mig vegna þess að ég er einn
þeirra sem hafa barist fyrir því að
útvarps- og sjónvarpsrekstur
verði gefinn frjáls hér á landi. HP
spurði mig um álit mitt á hinum
nýja fjölmiðlarisa ísfilm, og ég gaf
það álit. Það var upp á um það bil
300 orð. HP tók út úr ummælum
mínum tæp 10%, og hafði eftir
mér.
HP vitnaði í þau orð mín að ég
hefði áhyggjur af því að öflug fjöl-
miðlafyrirtæki á borð við DV,
Morgunblaðið og Almenna bóka-
félagið væru í meirihluta í ísfilm,
því þá væri hætta á fjölmiðlaein-
okun.
Að sjálfsögðu þjónaði það
vinstri sinnaðri blaðamennsku
Helgarpóstsins að vitna eingöngu
til þessara orða minna. Önnur um-
mæli mín voru ekki birt, enda
þjónuðu þau ekki trúboðinu.
Helgarpósturinn sleppti þessum
orðum mínum:
Ég sagðist fagna því að fram
væri komið öflugt fyrirtæki til að
gera sjónvarpsmyndir og reka
sjónvarpsstöð. Það veitti ekki af
sterkum aðilum til að keppa á
móti ríkinu þegar útvarps- og sjón-
varpsrekstur verður gefinn frjáls.
Ég rakti hvaða ástæður ég teldi
fyrir því að þessir aðilar hefðu
hópað sig saman um ísfilm, og
sagði að þar ætti DV augsýnilega
mestra hagsmuna að gæta. Einnig
sagðist ég treysta þeim mönnum
vel sem á bak við ísfilm voru upp-
haflega, og nefndi Indriða G. Þor-
steinsson fremstan meðal jafn-
ingja í þeim hópi.
Hins vegar sagði ég það spurn-
ingu hvort eðlilegt mætti telja að
jafn sterkir aðilar á sviði fjölmiðl-
unar og DV, Mbl. og AB kæmu sér
saman um rekstur svona fyrirtæk-
is. Ég sagðist reyndar engar á-
hyggjur hafa ef tilgangurinn væri
eingöngu að gera fræðslumyndir,
því þá skipti fjármagn minna máli
en hæfileikar. En ef stefnt væri að
rekstri sjónvarpsstöðvar (sem ég
tel engan vafa á) þá væri varhuga-
vert að hafa fjölmiðlunarfyrirtæki
í meirihluta í fyrirtækinu. Þá væri
hætta á fjölmiðlaeinokun.
Ég benti á að dæmin frá útlönd-
um sýndu að full ástæða væri til
að óttast fjölmiðlaeinokun í þessu
tilfelli. Reynslan erlendis sýnir að
of mikið vald einstakrá fjölmiðla
er sjaldnast til góðs.
Þetta var efnislegt svar mitt, og
má sjá að tilvitnuð ummæli í Helg-
arpóstinum segja ekki nema brot
af minni meiningu.
Ef Helgarpósturinn hefði ein-
ungis spurt mig hvort ég teldi ekki
varhugavert að hafa þessa fjöl-
miðla í meirihluta í ísfilm, þá hefði
svar mitt varla orðið lengra en
það sem birtist í blaðinu, og engin
ástæða til athugasemda. En HP
spurði um álit mitt á ísfilm í heild.
Með því að draga aðeins brot af
ummælunum út úr gera blaða-
menn HP sig seka um þá tegund af
blaðamennsku sem rýrir traust
þeirra og álit út á við.
Olafur Hauksson
ritstjóri og útgefandi
Kœri Ólafur.
Ég þakka þér fyrir bréfið. Á-
stæðan fyrir því að aðeins hluti
ummæla þinna voru höfð með í
greininni var þessi: Flestir aðrir
efnisþættir svarsins voru búnir að
koma fram áður í greininni og
engin ástæða var til að endurtaka
þá. Það stóð heldur aldrei til að
birta svar þitt í heild. Hefðu svör
þeirra sem HP hafði samband við
við vinnslu greinarinnar öli verið
birt í heild, þá hefði gr.einin orðið
óþolandi langhundur sem enginn
hefði enst til að iesa. Slík grein
hefði miklu frekar orðið til að
„rýra traust og álit út á við“ en þau
eðlilegu vinnubrögð sem viðhöfð
voru. Fullyrðing um ,;vinstri sinn-
aða blaðamennsku" ér því mark-
laus frasi.
Með vinsemd,
Hallgrímur Thorsteinsson
ritstjórnarfulltrúi
fyrr en 1969, sem ástir milli karl-
manna urðu refsilausar aftur í
Vestur-Þýskalandi og hœttu að
úarða sök eða sakleysi.
Atburðir þeir er snúast nú um
Kiessling hershöfðingja varða því
ekki sök eða sakleysi. Þar er tekist
á um allt aðra hluti.
Fyrir hönd Samtakanna '78,
félags lesbía og homma á Islandi
Guðni Baldursson
Jazz
í útvarpinu
í síðasta tölublaði Helgarpósts-
ins gerir sá ágæti blaðamaður,
djassunnandi og Garbarekisti
Guðlaugur Bergmundsson, smá-
athugasemd við grein mína Jazz-
árið '83 er birtist í Helgarpóstin-
um 12. janúar sl. Þarsem ég segi
að ríkisfjölmiðlar hafi sinnt djass-
inum ágætlega og að „í Ríkisút-
varpinu hefur prófessor Jón Múli
Árnason flutt stórskemmtileg er-
indi um sögu djassins.“ Saknar
Guðlaugur þess að minnst sé „ein-
göngu á djassþætti Jóns Múla í út-
varpinu,“ en látið „hjá líða að
nefna þann þátt, sem hefur veitt
okkur innsýn í þá djasstónlist sem
verið er að skapa um þessar
mundir. Þar áýg við þátt Gérards
Chinotti og Jorunnar Tómasdótt-
ur.“
Þetta var ekkert „glappaskot"
af minni hálfu einsog Guðlaugur
gefur í skyn. Ég minntist ekkert á
þá föstu djassþætti sem verið hafa
í Ríkisútvarpinu um árabil, þætti
Jóns Múla og Chinotti. Ég minntist
aðeins á þann erindaflokk er Jón
Múli flutti í sumar og haust og fjall-
Ástir milli
karlmanna
I erlendri yfirsýn 26. janúar síð-
astliðinn kemst Magnús Torfi
Ólafsson svo að orði, að Kiessling
hershöfðingi „hafi ekki fengið það
tækifæri er honum bar til þess að
fría sig sök.‘
Hér er um misskilning að ræða.
Ástir milli karlmanna urðu fyrst
lagabrot með hegningarlögum
Bismarcks 1871. Ákvæði þess efn-
is fólust í 175. grein þeirra, og
munu þeir er nokkuð eru færir í
þýsku vita, að hommar voru löng-
um kallaðir hundraðsjötíuog-
fimmarar. Eftir áratuga baráttu á
þingi var grein þessi felld niður ár-
ið 1929, og voru það kommúnist-
ar og síðar sósíaldemókratar er
unnu að því. Þá þegar lýstu nasist-
ar því yfir að þeir myndu við
fyrsta tækifæri beita sér fyrir end-
urreisn greinarinnar. Ög það
efndu þeir 1935. Ríkisstjórnir
Vestur- og Austur-Þýskalands og
Austurríkis firra sig allri ábyrgð
gagnvart hommum er sátu í
fangabúðum ríkjanna á þeirri for-
sendu að þar hafi þeir verið settir
inn fyrir lagabrot. Það var ekki
INNLIND YFIR5TN
BRfer TIL RITSTJÚRNAR
aði um sögu djassins frá blús til
bopps. Þetta er í fyrsta skipti sem
saga þessarar tónlistar hefur verið
rakin skipulega í þessum fjölmiðli
og þar var sannarlega tími til kom-
inn! Um hina föstu þætti Jóns og
Gérards hef ég skrifað áður.
Hitt er svo annað að ég get ekki
verið Guðlaugi sammála um að
Gérard fjalli fyrst og fremst ,,um
þann djass sem verið er að skapa
NÚ“. Þættir Gérards og Jóns Múla
endurspegia fyrst og fremst við-
horf þeirra til djasstónlistar og er
ekkert að segja við því. Það vant-
ar alveg djassþátt þarsem fjallað
er um það sem verið er að gera
óháð því hvort stjórnandi þáttar-
ins hafi gaman af því eða ekki.
Ýmsir straumar innan djassins
berast okkur aldrei á öldum Ijós-
vakans. Þeir eiga sér enga tals-
menn innan ríkisfjölmiðlanna!
Afturá móti vill undirritaður
nota þetta tækifæri og játa glappa-
skot er hann framdi í fyrrnefndum
pistli; að minnast ekki á fráfall eins
ágætasta svíngpíanista ís-
lendinga. í fyrra lést einn af frum-
herjum íslandsdjassins Magnús
Pétursson, sem oft spann heita
sólóa einsog heyra má á skífu
Gunnars Ormslevs: Jazz í 30 úr.
. Vernharður Linnet.
10 HELGARPÓSTURINN