Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 11

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 11
V V afist hefur fyrir mörgum að fallítt fyrirtæki sem ísfilm var orðið hafi rétt úr kútnum og loks gengið inn í hina miklu fjölmiðlasamsteypu sem HP hefur nefnt Borgarísfilm. - Indridi G. Þorsteinsson hefur verið heilinn bak við fjársöfnun ís- film og á vafalaust mestan heiður- inn að því að fyrirtækið braggaðist á nýjan leik. Indriði beitir oft nýstár- legum aðferðum í þessu sambandi eins og eftirfarandi saga sýnir best: í fyrravor fór Jón Hermannsson, - meðeigandi í ísfilm, á stúfana að undirlagi Indriða og _ bauð kvik- mynd fyrirtækisins, Útlaginn, til sýninga í skólum. Jón talaði við þá- verandi fjármálaráðherra Ragnar Arnalds og Davíð Oddsson og fékk samþykki beggja að ríki og borg keypti sýningarrétt af filmunni í vídeóformi sem hliðarnámsgagn við kennslu á Gísla sögu Súrssonar en sagan er m.a. til prófs í 9. bekk. Útlaginn var fjölfaldaður í 17 VHS vídeókópíum og hófust sýningar á honum í skólum í haust. Dreifingar- aðili er Námsgagnastofnun. Samn- ingurinn sem Isfilm gerði við ríki og borg er sá að sýningarréttur á Út- laganum verði ótakmarkaður í skól- um landsins í 15 ár. Fyrir þennan pakka borguðu Ragnar Arnalds og Davíð Oddsson eina milljón ný- króna til Indriða & co. Það mun vera helmingur hlutafjár Isfilm í hinu nýja fyrirtæki Borgarísfilm .. . D ókastríð er í uppsiglingu. Er hér um að ræða bókaklúbb AB og bókaklúbbinn Veröld. Báðir eru að hleypa matreiðslubókaklúbbum af stokkunum og bjóða upp á vildar- kjör og matreiðslunámskeið. Það sem mun væntanlega ráða úrslitum um sigurinn á matreiðslubóka- markaðnum er tilboðsverðið og sjálft verðið á bókunum . . . c C^Þamtök rétthafa myndbanda standa þessa dagana í mikilli her- ferð gegn þeim myndbandaleigum í borginni sem hafa á boðstólum svo- kallaðar sjóræningjaspólur. Þar er um myndbönd að ræða sem leigð eru í óleyfi rétthafa. Menn frá sam- tökunum hafa hirt allt að nokkrum tugum vídeóspóla á illræmdustu leigunum, en mjög munu þær vera misjafnar í þessu tilliti. Tvær mynd- bandaleigur þykja þó skera sig tals- vert úr í sjóræningjaleiknum. Heita þær Vídeósýn í Breiðholti og Vídeóheimurinn við Tryggva- götu. Þess má geta að sami eigand- inn er að þessum leigum og hefur hann margsinnis verið aðvaraður af hálfu samtakanna ... M £■ V ■enntamalaraðherrann - Ragnhildur Helgadóttir mun ein- hvern næstu daga leggja fram laga- frumvarp á Alþingi um starfsemi myndbandaleiga. í frumvarpi þessu munu vera skýr sektarákvæði gegn þeirri sjóræningjastarfsemi sem að ofan er greint frá. Sýnt þykir að þetta frumvarp nái fram að ganga, og munu þá fyrrnefnd Samtök rétt- hafa mýndbanda hugsa sér að gera út víðtækan leiðangur um lands- byggðina til að hafa uppi á óleyfis- spólum. Sjóræningjastarfsemi í þessum bransa mun nefnilega vera síst minni úti á landi en gerist á höfuðborgarsvæðinu . . . Y ■ msir vindar leika lausum hala á ritstjórn Tímans þessa dagana, eins og ljóst má vera orðið af allri þeirri umfjöllun sem stofnun nýja hlutafélagsins Nútímans og brottrekstur Eliasar Snælands Jónssonar ritstjóra hafa fengið. Nokkur fjölgun mun standa fyrir dyrum á ritstjórn Tímans og ýmsar mannabreytingar í því sambandi: Nokkuð ljóst mun vera orðið að - Friðrik Indridason, blaðamaður og poppfréttaritari, hverfi yfir göt- una á vit DV-manna eftir fimm ára veru á framsóknarpressunni. Fleiri hyggjast víst rölta þennan spotta yfir Síðumúlann og er þar nefnd til Kristín Þorsteinsdóttir sem flyst af helgarblaði DV yfir á helgarblað Tímans. Tæpast þarf að væsa um Kristínu þar, því hún er nefnilega eiginkona Skafta Jónssonar þess eina og sanna, blaðamanns Tím- ans . . . |k| ■ ú er starfandi innan Arn- arflugs sérstök nefnd sem hefur það verkefni að kafa oní rekstur innanlandsflugs félagsins. Eins og HP hefur áður skýrt frá hefur verið mikið tap á þessu flugi og hafa jafn- vel verið uppi hugmyndir um að leggja það niður með öllu. Sam- kvæmt heimildum HP skilar þessi nefnd áliti um miðjan mánuðinn og er talið að í lengstu lög verði reynt að gera reksturinn hagkvæmari en ekki leggja hann niður. Þá heyrir biaðið úr annarri átt að litlu flugfé- lögin svokölluðu séu þegar farin að renna hýru auga til einhverra af flugleiðum Arnarflugs innanlands og liggi 2-3 umsóknir þegar fyrir hjá samgönguráðuneytinu. . . T alsverðar mannabreytingar eru um þessar mundir hjá frétta- stofu hljóðvarps. Rafn Jónsson - flýgur yfir í fréttastofu sjónvarps og sest í flugstjórasæti Ómars Ragn- arssonar sem snýr sér að dagskrár- gerð. Við starfi Rafns í innlendum fréttum hljóðvarps tekur Alli Steinarsson og við starfi Atla í er- lendum fréttum tekur Máir Jóns- son. Þá fer Guðrún Guðlaugsdótt- ir í leyfi yfir á Morgunblaðið, en ekki er ljóst hver tekur við starfi hennar á meðan. Og svo er staða - Helga H. Jónssonar að losna. . . Í^Hftirlit það sem Versiunarráð íslands hefur beitt sér fyrir að haft verði með upplagi blaða hér var til umræðu í þessum dálkum fyrir skömmu vegna brotthlaups DV úr því samstarfi. Nú heyrir HP hins vegar að nýtt blað hafi bæst í hóp þeirra sem óska eftir því að vera með í upplagseftirlitinu. Það er blaðið Bóndinn, sem kemur út ann- an hvern mánuð í 5000 eintaka upp- lagi. Af því er 4500 eintökum dreift ókeypis til bænda um landið og mun þurfa að setja nýjar reglur inní efrirlitið vegna þessarar ókeypis dreifingar til neytenda. Afgangur- inn af upplaginu er svo seldur í verslunum og til nokkurra áskrif- enda. . . „Þessivélmunspara húseigendum ú Islandi milljónir kióna..." Viö höfum tekið í notkun vélasamstæöu sem hefur í för meö sér byltingu í fúavörn glugga, dyrabúnaðarog klæöningar. Hérerum að ræöaGORI-vac6002-mjög fullkomið fúavarnarkerfi sem gerir okkur mögu- legt aö bæta enn gæði framleiðslu okkar. Við undir- og yfirþrýsting er fúavarnarefnum þrengt djúpt inn í viðinn sem verja hann síðan gegnraka ogfúa. Fúavarnarvökvinn sem við notum erolíuupp- lausn og nýtist hann því einnig sem grunnur og auðveldarfrekari vinnslu viðarins. Viður sem hefur verið fúavarinn með olíuupp- lausn hrindir frá sér vatni - rúmmálsbreytingar verðasíðuráhonum, en þærorsakam.a. sprungur. í þessu sambandi skal tekið fram að við notum ekki vatnsuppleyst fúavarnarefni og þarfnast viðurinn þvíekki þurrkunareftirfúavörnina. Hvers vegna þarf fúavörn? Gluggar og útihurðir á íslandi verða fyrir miklu álagi vegna raka- og hitabreytinga sem orsaka m.a. fúa, rúmmálsbreytingarog sprungur. Skemmdir þessar kosta húseigendur milljónir krónaárlega. Stuttur líftími glugga og útihurða kosta hús- eigendur- og þjóðarbúið - miklar fjárhæðir, bæði vegna innkaupa og viðgerðarkostnaðar aukaliraóþæginda. Nær gagnvörn djúp inn í viðinn? J Tf -U -I J L Viönum er komid fyrir i tanknum sem siðan erlokað. Undirþrýstingi er komið á. Tankurinn er fylltur fúavarnarlegiþar til flýturyfir allt timbur. Undirþrýst- ingur erí tanknum meðan á áfyllingu stendur. Þvínæst er undirþrýstingi aflétt og yfirþrýstingi komið á í ákveðinn tíma. Tankurinn ertæmdurafvökva. Undirþrýstingi er komið á að nýju tilþess aðnáúr löðrandi viðnum þeim fúa varnarvökva sem hanngetur ekki nýtt sér. Timbrið erað þessu loknu næstum þurrt viðkomu. Uridirþrýstingi er aflétt. Tankurinn er opnaður. Viðurinn er tekinn úr tanknum. Fúa vörnin hefur tekið umþað bil 45 mínútur. Á undanförnum árum höfum við stöðugt unnið að endur- bótum framleiðslunnar. Með því að taka í notkun fúavarnarkerfið frá GORI-vac stigum við stórt skref í gæðamálum. Stórtskref, sem munsparaviðskipavinum okkar milljónir króna á komandi árum. Viðarbútarnirhafa verið lagðir i upplausn sem gefurfúavörninni dökkan lit. Á myndunum séstað fúavörnin nærdjúpt inn i rysjuna, gljúpasta hluta viðarins. Óháður eftirlitsaðili á gagnvöru: Iðntæknistofnun (slands glugga og hurðaverksmiðja Njarðvík. Sími 92-1601. Söluskrifstofa í Reykjavík: Iðnverk ht., Nóatúni 17. Símar 91-25930 og 91-25945.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.