Helgarpósturinn - 02.02.1984, Side 14
VEIKSAL I
HRAUSTUM LÍKAMA
eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart
Eittsinn kastaöi hann kúlu svo langt aö hann varö frœgur
fyrir, meira aö segja svo langt aö enginn annar íEvrópu gat
betur. I annaö sinn var hann svo djúpt sokkinn í brennivín,
aö honum var vart hugaö líf.
Gunnar Huseby á aö baki viöburöaríkt líf. Hann hefur
staöiö efst á verölaunapalli í útlöndum og svallaö neöst í
rœsi á íslandi. Þetta viötal er ekki nema tilraun til aö lýsa
því helsta sem á daga hans hefur drifiö.
Hann kemur til dyranna á stuttermabol og snjáöum
vinnubuxum. Þaö er fariö aö sjá á skrokknum, tröllslegir
handleggirnir orönir slitnir, komin bumba framan á búk-
inn, andlitiö rauöbirkiö og stórskoriö. Líkaminn ber vott um
erfiöa œvi, sálin sennilega líka.
Gunnar er vingjarnlegur í viökynningu, á auövelt meö aö
fá menn til aö gleöjast meö sér, ellegar taka þátt í sorgum.
Hann talar afyfirvegun, eins og hvert orö sé vandlega hugs-
aö fyrirfram. Samt er hann opinskár, hreinskiptnin er
fölskvalaus þegar hann segir mér sitt lítiö af sjálfum sér.
„Fyrsta metið sem ég sló gæti ég trúað að
hafi verið strax við fæðingu. Eg vó nefnilega
eitthvað nálægt tuttugu og fimm mörkum og
þótti tröllslegur eftir því. Það hefur reyndar
háð mér dálítið mikið á allri lífsleiðinni hvað
ég hef verið stór og fyrirferðarmikill.
Og ég var víst ærið þungur í fangi alla
mína barnstíð. Það má kannski heita lán í ó-
láni að pabbi var atvinnulaus fyrstu árin eftir
að ég kom í heiminn. Það veitti ekkert af því
að hafa karlmann heima við tii að bera mig
milli mála.“
Foreldrar Gunnars voru Kristján Huseby,
norskur járnsmiður sem hingað fluttist upp
úr 1920, og Matthildur Nikulásdóttir fisk-
verkunarkona. Eins og Gunnar tæpir á man
hann fyrst eftir föður sínum sem atvinnu-
lausum. Það voru krepputímar þegar hann
leit heimsins Ijós og mátti hver fulltíða mað-
ur kallast lánsamur ef hann fékk eitthvað við
að starfa, þó ekki væri nema dagspart i mán-
uði. Langar biðraðir mynduðust fyrir fram-
an skrifstofur atvinnurekenda. Þangað
héldu menn árla morguns og stóðu fram eft-
ir degi, uns vonin um vinnu var liðin hjá
þann daginn. Gunnar rekur minni til að hafa
setið í fangi föður síns í þessum biðröðum, en
það kom einriig fyrir að hann fékk að fara
með mömmu sinni í fiskverkunarstöðina og
leika sér með öðrum verkamannabörnum á
stakkstæðinu, á meðan mömmurnar verk-
uðu.
Það væri fráleitt að segja að Gunnar hafi
ekki kynnst fátæktinni á þessum árum.
„Hún birtist manni meðal annars með þeim
hætti að við vorum sífellt að flytjast úr einni
íbúð í aðra. Og ef eitthvað var minnkuðu
þær eftir því sem fram leið.“
Þessir flutningar fjölskyldunnar voru þó
aldrei svo stórtækir að þeir héldust ekki inn-
an marka Vesturbæjarins, þar sem Gunnar
fæddist og bjó rúma þrjá fyrstu áratugina.
Hann segist bera mikla virðingu fyrir þess-
um bæjarhluta og fólkinu sem þar hefur
búið.
„Mér hefur alltaf fundist eitthvað heilagt
við Vesturbæinn. Hann er svo góðlegur.
Og ég sakna þess ákaflega að búa þar ekki
lengur, finnst í rauninni fjandi hart að hafa
ekki keypt eða leigt mér íbúð þarna vestur-
frá. Ég vildi svo gjarnan geta eytt ævikvöld-
inu þar, geta rifjað upp æskudagana í réttu
umhverfi, innan um gamalgróna Vesturbæ-
inga sem mér finnst eina almennilega fólkið
í þessari borg."
Köstuöum blýhólkum
Svo fer Gunnar að rifja það upp hvernig
hann komst fyrst í kast við íþróttir. Það var
um sex ára aldur þegar hann bjó á Nýlendu-
götunni.
„Við strákarnir í götunni gerðum mikið af
því að leika okkur innan um járnarusl sem
tilheyrði smiðju ekki alls fjarri heimahúsun-
um. Við tókum okkur í hendur allskonar blý-
hólka og gömnuðum okkur við að kasta
þeim, annaðhvort í mark eða sem lengst.
Það má því segja að áhuginn fyrir kúlu-
varpi hafi vaknað skjótt með mér.
En auðvitað var það samt fótboltinn sem
hafði mesta aðdráttaraflið á þessum árum,
eins og hjá öllum öðrum Vesturbæingum. Ég
held ég hafi reynt við flest allar stöður á vell-
inum, en á endanum varð það fúllbakkið
sem mér fannst eiga best við mig. Um nokk-
urt skeið spilaði Haukur Morthens fyrir
framan mig, sem útherji. Ég átti margar ansi
skemmtilegar sendingar fram á hann sem
Haukur átti til að vinna vel úr. Þetta samstarf
okkar á kantinum þótti spaugilegt að einu
leyti. Haukur var afskaplega lítill og rýr í
samanburði við mig. Þessi stærðarmunur á
okkur vakti svo mikla athygli að hans var
meira að segja getið á íþróttasíðum dagblað-
anna.“
Það var með nokkuð óvenjulegum hætti
að Gunnar gekk í frjálsíþróttadéild KR og hóf
að iðka kastgreinarnar af alvöru.
„Ég hef verið eitthvað um þrettán ára ald-
ur þegar Anton Björnsson, kunningi minn
sem æfði köst með frjálsíþróttadeildinni,
kom að máli við mig og spurði hvort ég gæti
ekki verið sér innan handar við æfingarnar.
Hann vildi fá mig til að kasta tækjunum til
baka svo hann þyrfti ekki sífellt að vera að
sækja þau að aflokinni hverri tilraun.
Til að gera langa sögu stutta fór mér svo
fram við þessa iðju að Toni sá sig tilneyddan
að skrá mig í deildina þegar ég var farinn að
kasta fullt eins langt til baka og hann dreif
fram á völlinn."
— Árið 1937 hófst svo ferillinn.
„Ég fékk að taka þátt í fyrsta drengjamót-
inu í frjálsum. Ég man það vel enn hvað ég
var rosalega montinn að fá að fara út á Mela-
völlinn sem keppandi. Mér fannst ég strax
vera orðinn viðurkenndur íþróttamaður
þegar númerinu hafði verið nælt í mig. Og
svo þegar kom að því að ég átti að kasta, var
ég svo upptekinn af því einu að vera númer-
aður að undirbúningurinn fyrir keppnina
gleymdist.
Eg held ég hafi verið næstsíðastur á þessu
fyrsta móti mínu í frjálsum. En það fékk ekki
á mig — þátttakan, vitneskjan um að geta
bætt sig og hafa að einhverju öðru að vinna,
eiga sér takmark; þessi hugsun varð öllu
öðru yfirsterkari.
íþróttirnar gagntóku mig á næstu árum.
Svo að segja ekkert sem hægt var að keppa
í var mér óviðkomandi. Ég var ennþá með
í fótboltanum, tók þátt í boöhlaupum og svo
náttúrlega í öllum köstunum. Mér fannst
þetta allt eiga við mig og gat ekki gert það
upp við mig hver þessara greina mér þætti
skemmtilegust. Enda fór mér jafn mikið
fram í þeim öllum. Það var farið að skrifa um
mig í blöðunum; hér væri frábært efni á ferð-
inni, sumir sögðu undrabarn."
— Stóðu foreldrarnir að baki þér á þess-
um uppgangsárum þínum á íþróttasviðinu?
„Þau stöppuðu í mig stálinu, einkum
mamma. Ég var óttalegur mömmustrákur á
mjnum yngri árum og leitaði alltaf til hennar
þegar ég var efins um eitthvað. Það var ekki
síst henni að þakka hvað ég náði skjótt ár-
angri í iþróttunum. Hún var sífellt að hvetja
mig til dáða, efla með mér sjálfstrúna, aga
við æfingar, auk þess sem hún sá til þess að
ég fékk alltaf mikla og næringarríka fæðu.
Ekki svo að skilja að hún hafi troðið í mig,
þess þurfti ekki með, ég var ótrúlega lyst-
ugur á þessum árum. Góður matur var það
næstskemmtilegasta sem ég fékkst við, næst
á eftir íþróttunum."
Metnaöargjarn ofurhugi
Um átján ára aldur sneri Gunnar sér ein-
vörðungu að kastgreinunum. Hann segir
mér svolítið frá því hvernig hann æfði.
„Mér lét best að æfa einn. Einveran hefur
alltaf átt vel við mig, og það var líklega af
þeim sökum sem ég tók köstin fram yfir
flokkaíþróttirnar. Þegar maður hefur næði,
er ótruflaður af leiðbeiningum annarra og
hefur þá óbilandi trú á sjálfum sér að geta
alltaf betur, bara ef maður æfir meira og ná-
kvæmar, þá er það til marks um hæfileika-
leysi ef árangur fer ekki að sjást mjög fljót-
lega...“
— Og þínir hæfileikar voru fyrir hendi, en
segðu mér, hvað er gaman við það að kasta
kúlu ellegar kringlu? Hvað heldur mönnum
að þesum gerningi?
„Það er fyrst og fremst útrásin sem af köst-
unum hlýst, sem gerir þau heillandi. Síðan
bætist spenningurinn við, spennan að ná til-
settu takmarki.
Metnaðargirnin kemur loks til sögunnar
þegar farið er að viðurkenna mann, hrósa
og líta upp til. Við verðum að hafa það í huga
hvað þetta snertir að það er sitthvað að vera
íþróttamaður og afreksmaður. Sá fyrrnefndi
er bara að þessu til að halda sér í horfinu, en
sá síðarnefndi er metnaðargjarn ofurhugi
sem gerir hvað sem er til að ná takmarki
sínu. Og^ það er að verða bestur. Ég var
þannig. Ég var farinn að setja mér það mark-
mið að ná heimsfrægð. Ég var tilbúinn að
leggja allt í sölurnar til þess að það mætti
takast.
Auðvitað er þetta ekki heilbrigt. Ég sé það
núna eftir öll þessi ár að ég var orðinn and-
lega sjúkur af þessari hrikalegu píningu sem
ég beitti mig við íþróttirnar. Þetta var orðin
fíkn. Ég var orðinn háður því að æfa, keppa
og sigra.
Það sér það hver maður að þegar metnað-
urinn í svona ungum manni er orðinn svona
ógurlegur — eins og hjá mér táningnum sem
viídi öðlast heimsfrægð — að þá er þetta orð-
inn sálarlegur sjúkdómur sem jaðrar við
geggjun. Og þeirri geggjun er ekki hægt að
halda niðri öðruvísi en með því að æfa stans-
laust, keppa og sigra sem oftast. Þetta eru
eituráhrifin af íþróttafíkninni. Og ég var
gegnsýrður af þeirn."
Veldi og vöövar
— Fannstu þig sem einhvern kraftakarl á
þessum árum? Fannst þér fólk hræðast búk-
inn á þér?
„Ég fann strax fyrir því sem barn að jafn-
aldrar mínir hræddust mig, þá líklega vegna
vaxtarlagsins. Það var eins og ég mætti ekki
vera með í ýmsum leikjum, yrði útundan.
Þessi kraftur sem mér var gefinn hefur líka
komið sér vel. Framan af aldri fannst mér ég
vera afskaplega voldugur og vöðvarnir
skapa mér mikið öryggi. Ég hræddist ekkert
hvert sem ég fór, vissi sem var að ég átti
kraftinn ef i harðbakkann sló.
Þessi sterki skrokkur hefur einnig komið
sér vel við alla vinnu sem ég hef tekið mér
fyrir hendur. Ég hef eiginlega alltaf valist í
frekar leiðinlega, erfiða og einhæfa verka-
mannsvinnu, en þar hefur komið á móti að
styrkur líkamans hefur létt undir.“
Alltaf veriö tvískiptur
— Afrek Gunnars Huseby sem kúlu-
varpara þarf vart að tíunda í þessu viðtali,
svo kunn ættu þau að vera lesendum. Hann
sigraði á fjölda móta jafnt hérlendis sem er-
lendis, varð Evrópumeistari tvisvar sinnum
og Islandsmeistari af og til í nær þrjátíu ár.
Þrátt fyrir áratugareynslu af því að standa á
verðlaunapalli segist Gunnar aldrei hafa get-
að vanið sig af viðkvæmni á þeim stundum.
Einkanlega hafi hann átt erfitt með sig í þess-
ari stellingu á stórmótum erlendis.
„Þegar maður stendur á verðlaunapalli
sem fyrsti maður einhvers staðar í útlandi og
er í orðsins fyllstu merkingu miðpunkturinn
á víðáttumiklum og þéttsetnum íþróttaleik-
vangi, þjóðsöngurinn er leikinn og íslenski
fáninn dreginn hægt uppaðhún.þá verður
manni óneitanlega hugsað til þess hvað
maður er lítill, en þjóðin sem stendur að baki
manni er allt i einu orðin stór. Á þessu
augnabliki hugsar maður ekki til sjálfs sín,
heldur til landsins síns og móður sinnar ...
Og hágrætur. Ég gat aldrei annað. Það
varð einfaldlega ekki komist hjá því. Spenn-
ingurinn yfir því að ætla að verða þetta og
hafa svo loks komist þangað eftir kannski
margra ára undirbúning, hann slaknar á
þessari stundu og við það fellur maður al-
gjörlega saman."
— Þú hefur þá alltaf verið tilfinninga-
næmur?
„Ég hef í rauninni alltaf verið tvískiptur, ef
hægt er að segja sem svo. Ég er veik sál í
hraustum líkama.
Mitt tilfinningasvið hefur alltaf spannað
óravíddir. Ég er annaðhvort ofsakátur eða
afskaplega reiður. Þessi veika sál mín hefur
oftlega leikið mig grátt. Ég get reiðst hastar-
lega ef mér finnst ég órétti beittur. Það er
auðvelt að æsa mig og þeir sem þekkja mig
vita vel af því, sumir hafa notað sér það. Þá
hef ég verið kallaður brjálæðingur eða bölv-
aður ruddi, sem má vel vera rétt, en það hef-
ur þá ekki verið að ástæðulausu.
Þetta er sem sagt sálin í mér. Og hana kalla
ég veika í hraustum líkama.“
Vín og vinir
Eftir að takmarkinu um heimsfrægð hafði
verið náð með tveimur Evrópumeistaratitl-
um segir Gunnar að talsverð þáttaskil hafi
orðið á ferli sínum.
„Það var þá byrjað að bóla á þeirri rang-
hugmynd hjá mér að ég þyrfti ekki að leggja
eins hart að mér við æfingar og ég hafði
gert.
Ég fór að hugsa svolítið meira um sjálfan
mig og umhverfið. Mér fannst ég vera orð-
inn frægur og nú vildi ég njóta þess. Alls-
konar skemmtanir lágu beinast við og það
varð að nýju takmarki í lífinu að skemmta
sér fyrir öll þau ár sem ég hafði haldið mig
frá gjálífinu.
Þegar inn á skemmtistaðina kom var ég af-
skaplega vel liðinn að mér virtist. Það
þekktu mig allir. Oftast nær var ég mið-
punkturinn í gleðinni. Það heitir víst að vera
hrókur alls fagnaðar.
Með þessu fór ég að velta því fyrir mér að
fyrst það var nú svona afskaplega gaman að
vera til innan um vín og vini, þá hlyti lausnin
á því þunglyndi sem ég lagðist stundum í, að
vera í því fólgin að vera sem oftast með
þessu tvennu.
Og vín og vinir urðu æ veigameiri þættir
í lífi mínu næstu árin. I hvert sinn sem mér
fannst ég eitthvað illa fyrir kallaður, var
lausnin sú að fara að skemmta sér. Og það
þeim mun meira ef þunglyndið var mikið.
Síðan vatt þetta upp á sig, svona rétt eins
og íþróttafíknin á árum áður. Ég fór að verða
kærulaus, en hugsunin var jafnframt sú að
þetta væri allt í lagi, ég ætti þetta allt full-
komlega skilið vegna fyrri afreka. Og allt