Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 17

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 17
LISl Smartmynd Óþverralýður og óblíð véðrátta eftir Ingólf Margeirsson Kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar ,,Hrafninn flýgur" verdur frumsýnd laugardaginn 4. febrúar og opnar Kvikmyndahátíö Lista- hátíöar. Meðal aöalleikara mynd- arinnar eru þeir Helgi Skúlason og Flosi Olafsson en þeir fara meö hlutverk fóstbræöranna Þóröar og Eiríks. I myndinni segir frá þeim fóstbrœörum og víking þeirra þar sem þeir rœna og brenna bœ einn á Irlandi. Dreng- ur, Gestur aö nafni, kemst lífs af og þegar hann fullorönast heldur hann til Islands til aö leita menn- ina uppi og hefna fjölskyldu sinn- ar. ,,Hrafninn flýgur" fjallar um hefnd Gests og hvernig hann etur fóstbrœörunum saman. Aö frum- kvœöi HP komu leikararnir Flosi Olafsson og Helgi Skúlason sam- an í vikunni og rœddu sín á milli um hlutverk sín, og reynslu af kvikmyndinni. Helgi Skúlason og Flosi Ólafsson um ,,Hrafninn flýgur“: Helgi: Það skemmtilega við per- sónur þessarar sögulegu myndar er að hér birtast vikingarnir okkur ekki sem hetjur, klæddar glæstum fatnaði með hefðbundin vopn í hendi, heldur eru persónurnar fremur skítugir slúbbertar sem minna á óþverralýðinn í Gerplu Halldórs Laxness. Flosi: Ég leik til dæmis slefandi barbara í býsantísku dressi. . . Helgi: Já, einmitt. Þessi hug: mynd er snjöll hjá Hrafni og leik- búningahöfundi að láta suma hinna norrænu víkinga klæðast fötum með austurlensku yfir- bragði. Sumir þessara manna voru jú í víking í austurvegi, fóru niður rússnesku fljótin og að Kon- stantínópel. Það gefur auga leið að einhverjir þeirra hafa haft með sér gripi, klæðnað og muni frá fjarlægum stöðum. Flosi: Búningarnir eru líka úr ekta efni; finasta skinni, leðri og húðvöru. Helgi: Manni leið líka svo vél í þessum fötum, var farinn að venj- ast þeim eins og skot og fannst eig- inlega að maður hefði bara alltaf gengið í þessum klæðnaði. Þar að auki gáfu búningarnir myndinni mjög trúverðugan blæ. Ég held að það hafi farið þrjár hrosshúðir í kápuna sem ég ber í myndinni. Það rigndi nú mest allt sumarið og ég ætla að kápan hafi verið ein 300 kíló þegar hún blotnaði. Þá var oft erfitt að vippa .sér á bak hestum. En hitt verð ég að segja að íslensk sumarveðrátta setti ansi trúverðugan blæ á mynd- ina . . . Flosi: Já, menn voru orðnir ugg- andi um að íslensk sumarveðrátta myndi stórskemma myndina. En hún skyldi nú aldrei eiga eftir að setja bestu einkennin á hana . . .? Helgi: Landslagið er til dæmis aldrei neitt glanskort, ávallt hrjóstrugt. . . Flosi: Ég held einmitt að hin ó- blíða náttúra eigi eftir að koma myndinni til góða. En hrifnastur er ég þó af konseptinu; að kasta gjörsamlega glorífíseringunni á víkingunum. Hér eru engir sjampóvíkingar á ferð. Þessi mynd sækir greinilega hugsunina í Gerplu eins og þú nefndir, hér er ekki verið að lýsa neinu glæsilegu riddaratímabili heldur þeim sterk- ustu sem komast af. Survival of the fittest. Helgi: Það var alla vega skemmtileg upplifun að taka þátt í kvikmyndinni. Flosi: Það var kannski skemmti- legra svona eftirá en meðan á því stóð. Ég minnist til dæmis þess þegar krofið af manni dauðum var dregið í svaðinu og skítnum í aus- andi slagviðri í þrjá daga samféllt og varla spjör á líkinu. Þá getur náttúrlega gamanið kárnað — auk þess sem þess háttar senur út- heimta mikla konsentrasjón í leik — og minningin verður ljúfari en sjálf upplifunin. Ég er sérfræðing- ur í að leika lík og get talað af reynslu: Það þarf mjög vanan leik- ara til að leika náinn. Manstu þeg- ar filma átti senu í 200 metra fjar- lægð þar sem hópur manna kem- ur með þrjú lík liggjandi þverbaks yfir hross? Eitt Iíkanna var leikið af amatör og eftir nokkrar tilraun- ir gafst leikstjórinn gjörsamlega upp og bað um útskrifaðan leikara til að leika líkið. Þó var senan uppi í 30 metra kletti og í 200 metra fjarlægð eins og fyrr segir og meira að segja breitt yfir líkin. Helgi: Leikstjórar eru nú að átta sig á því að það þurfi atvinnuleik- ara í hlutverk. Én annars fannst mér rnjög gaman að leika á móti prófessional mönnum eins og t.d. þér FIosi. Við eigum allmargar senur saman. Flosi: Já, en þú ert bara miklu lengur á lífi en ég. Eins og vana- lega. Helgi: En glæsilegur ertu í bún- ingnum. Flosi: Finnst þér það? Ég leik norskan slordóna klæddan í ara- bískan purpura og bý í helli. Ann- ars er þetta alveg óvitlaust hjá Krumma að hafa alla mína menn ákveðnar týpur og öil hross skjótt en þína húskarla dökka mann- gerð og hrossin svört. eftir Ingólf Margeirsson „Þetta er kvikmynd sem kemur aö innan. Ég hef œtlað að gera þessa mynd frá því ég var smá- barn, “ segir Hrafn Gunnlaugsson um kvikmyndsína „Hrafninn flýg- ur". ,,Það er hægt að gera kvik- myndir á tvennan hátt. í fyrsta lagi eru þeir kvikmyndagerðar- menn sem finnst gaman að gera myndir og breyta þá gjarnan bók í mynd. Þar liggja yfirleitt skilaboð verksins í öðru listaverki en eru síðan yfirfærð i nýjan miðii, kvik- myndina. í öðru lagi er hægt að tala um kvikmyndagerðarmenn sem alla tíð hafa ætlað sér að koma eigin skilaboðum á fram- Helgi: Já, um leið og maður sér húskarl veit maður af hvorum bænum hann er. Flosi: Alveg eins og í fótbolta- leik. Helgi: Ég fánn mig strax í minni rullu. Eftir að hafa lesið handritið einu sinni var ég búinn að kveikja á hlutverkinu.' Við Hrafn sátum síðan lengi yfir handritinu og þró- uðum karakterinn saman. Þegar að upptökum kom vorum við bún- ir að leysa alla hnökra og gátum gengið beint að verki. Það kom fljótlega fram í viðræðum okkar Hrafns að Þórður þessi er lokaður og segir ekki svo mikið. Þarafleið- andi fór mikill tími í að strika út texta. Þannig varð karakterinn heillegri; fámáll, strammur og ein- angraður. A heimili harts ríkir ekki glaðværð; hann brpsir aðeins einu sinni lítillega til sonar tsíns. Flosi: Það er nú-ekki alvegsömu sögu að segja af mér. Eiríkur er værukær og glysgjarn munaðar- seggur sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Hann er allt annað en slóttugur. Eiginlega er hann ómerkileg manngerð, það er satt best að-segja aLveg merki- legt hve ómerkiiegur hann er. Helgi: Nú, ef við ræðum um manngerðir okkar Flosi, þá erum við fóstbræður ósáttir við kon- ungsvald Haralds og höldum ein- huga til íslands. Þú átt aftur á móti erfiðara með að lifa á fslandi og hugur þinn reikar oft til hóglífsins á óðali föður þíns í Noregi.. . Flosi: Já, með þessa skaphöfn á færi og fundið farveg í kvikmynd- inni. Ég tel sjálfan mig í hópi hinna síðarnefndu og ,,Hrafninn flýgur" er orðinn til á þann hátt. Frá því ég var krakki hef ég þráð að gera kvikmynd sem byggði á hugarheimi lslendinga- sagna, en næði jafnframt að vera sjálfstætt verk. Þar sem persón- urnar væru af holdi og blóði en ekki einhverjir skuggasveinar sem sveifluðu atgeirum sem þú veist að eru úr plasti. Ég tel að „Hrafninn flýgur" sé mitt heilsteyptasta verk til þessa. Þetta er i fyrsta skipti sem ég hef fulla stjórn á gerð kvikmyndar gegnum alla vinnsluna. Ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi gera og ekkert var háð tilviljunum. ég erfiðara með að sætta mig við þetta fábrotna land, Island. Ég er munaðarseggur og hef sjaldan færri en þrjár hjábeðjur — ákjós- anlegt heimilishald það — er ein- faldur og stíg ekki óhóflega í vitið, ennfremur ölkær og ruddafeng- inn. Ég átti sem sagt mjög auðvelt með að setja mig í spor þessa manns. Helgi: Það skemmtilega í eðli filmunnar er einmitt þetta sem þú tæptir á; að setja sig í spor persón- unnar. Maður verður nefnilega að taka meira af sjálfum sér en á sviði. 1 leikhúsi leikur þú frá þér en í kvikmynd inn í þig. Flosi: Maður tekur úr sjálfum sér . . . Helgi: Tekur alveg úr sjálfum sér, Eg gat fundið karakterinn alveg úr upphaflegu handriti og var síðan að nálgast manninn jafnt og þétt. Flosi: Það ídeala er að komast nær og nær sjálfum sér í hlutverk- inu. Helgi: Maður er náttúrlega ekki vanur að bera vopn eða vera í þessum klæðum en þessi leikur ér spurning um að fara inn í fyrir- framgefinn ramma og verða sam gróinn umhverfi þeirrar sögu sem verið er að lýsa. Flosi: Verkfærin eru einnig þannig, að þau urðu fljótt þjál i höndunum á manni. Enda voru þetta engin amboð frá riddaratím- anum heldur tæki og tól góð til síns brúks þótt ekki væri alltaf verið að drepa fólk með þeim. Handritið var skrifað út í ystu æs- ar, myndin klippt nákvæmlega eins og handritið og aldrei tekið aukaskot eða atriðum bætt inn í. Þetta er aðalstyrkur myndarinn- ar. „Hrafninn" er mitt stærsta verk til þessa. Ég er líkt og rithöf- undur sem er að skrifa sig inn í sín stóru verk. „Óðal feðranna" var eldhúsróman, „Okkar á milli" tæt- ingslegt verk en þó með sterkum senum. „Hrafninn“ er samnefnari af öllu sem ég hef lðert af reynslu minni sem kvikmyndaleikstjóri. Og reyndar hef ég lært mikið af „Hrafninum" einnig: M.a. að því einfaldari og klárari sem sagan er, því meiri von um að verkið verði vel heppnað," segir Hrafn Gunn- laugsson. Helgi: Við vorum í búningunum frá morgni til kvölds svo okkar eigin föt voru orðin okkur hálf- framandi. En þetta er nú ekki bara spurning um búninga og tól; sem leikarar verðum við einnig að aga okkur og einbeita. Flosi: Maður verður alla vega að álíta það sjálfsagf mál að allt kvik- myndabatteríið sé fyrir framan mann þegar maður er að leika. . Helgi: Það var líka mikill styrkur hve góður sænski kvikmynda- tökumaðurinn Tony Forsberg var. Og ég dáist að þrjóskunni í Krumma. Það er eldmóður og kraftur í honum að gefast ekki upp . heldur koma myndinni heim og saman. Og samvinna allra aðila var til fyrirmyndar. Ertu ekki sam- mála Flosi? Flosi: Jú, jú. Helgi: Það var verulega gaman að glíma við þetta . . . Flosi: Það var þrælgaman að vera méð í þessu. Ég tók þátt í þessu ævintýri vegna. ,þess að maður sá fyrir sér skémmtilegt viðfangsefni. Svo á maður alltaf von á einhverri skemmtilegri dellu frá Hrafni Gunnlaugssyni. Eftirá verð ég að segja að þetta var frekar gaman. Það má segja að þetta hafi veriö dálítið geggjuð reynsla. Þarna dundu á miklar náttúruhamfarir og aörar hamfar- ir. Samvinnan við Krumma var mjög góð. Alveg ágæt fyrir menn eins og mig sem kunna að meta hæfilega geggjun. Helgi: Þetta var mjög gaman. Flosi: Já, myndin hefur þegar fengið miklar og góðar viðtökur hjá fulltrúum kvikmyndahátíðar- innar í Berlín af blaðafregnum að dæma. Helgi: Af 650 kvikmyndum sem sýndar verða á kvikmyndahátíð- inni í Berlín hafa 25 verið valdar til sýninga á aðalhátíðinni. „Hrafninn flýgur" er ein þeirra. Kvikmyndin hefur líka verið valin ein af fimm myndum sem sýndar verða sérstaklega í boði hátíðar- innar. Þetta er mikill heiður og það lengsta sem íslensk kvikmynd hefur komist til þessa. Krummi sagði sjálfur að þetta væri líkt og að vera búinn að setja í laxinn en eiga eftir að landa honum. En ég tel að þessi kvikmynd hans sé metnaðarfyllsta verk hans. Og Hrafn hefur unnið það sem slíkt. Þess vegna samgleðst ég honum þegar Þjóðverjar sýna honum þennan áhuga. Það er vonandi að myndin eigi eftir að vinna alþjóð- lega sigra. Flosi: Þá er heimsfrægðin loks- ins í höfn. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri: Mitt heilsteyptasta verk HELGARPOSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.