Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 18
KVIKMYNDIR
Kvikmyndahátíö Listahátíðar
eftir Ingólf Margeirsson
Kvikmyndhátíð Listahátíðar sem hefst á
laugardaginn býður upp á margar og fjöl-
breyttar kvikmyndir. Sýndar verða 52
myndir frá 14 þjóðlöndum og allar eiga þær
það semeiginlegt að vera gerðar á undan-
förnum árum. íslensku myndirnar eru 15 að
tölu eftir 10 höfunda og ber þar hæst frum-
sýningu kvikmyndar Hrafns Gunnlaugsson-
ar,,Hrafninn flýgur".
Bandarísku kvikmyndirnar eru áhuga-
verðar að því leyti að hér er einungis um
myndir að ræða sem gerðar eru utan kvik-
myndavera, þ.e.a.s. af einstaklingum og
minni félögum. John Cassauetes er þekktasti
leikstjórinn frá USA í þessum hópi; sýndar
verða myndir hans Faces, Woman under
influence og Opening night. John Waters
hefur getið sér góðan orðstír sem „under-
ground" — leikstjóri. Kvikmyndir hans sem
hingað koma eru Pink Flamengos, Female
trouble og Desperate liuing. Myndir Waters
þykja ekki síst eftirtektarverðar vegna þess
að þær ganga fram af fólki, alla vega í
Bandaríkjunum. Af öðrum leikstjórum,
hverrar filmur gista hátíðina, má nefna
Slaua Tsukerman en hér verður mynd hans
Liquidsky sýnd og mun vera sú geggjaðasta
í þessum flokki. Þá má geta myndar Jack
Hofsiss, I’m dancing as fast as I can.
Spánn býður upp á margar spennandi
myndir. Sumar eru reyndar spennandi í
eiginlegri merkingu eins og El crack og El
crack dos eftir José Luis Garci; báðar spæj-
aramyndir með samtímalegu ívafi. Garci
gerði reyndar myndina Voluer a empezar
sem hér verður sýnd og hlaut Óskarinn sem
besta erlenda myndin á sínum tíma. Myndir
Garcis lýsa öðrum Spáni en menn eiga að
venjast: Spáni eftir fall Francos. Af öðrum
spönskum leikstjórum má nefna E.A.
Gimenez — Rico en mynd hans Vestida de
azul vann sér mikið frægðarorð sem frábær
heimildamynd um kynskiptinga.
Frakkland býður upp á margar góðar
myndir, þar á meðal Hotel des Ameriques
eftir André Techiné með Catherine Deneuue
og Patrick Deware í aðalhlutverkum. Einnig
eiga hátíðargestir kost á að sjá myndir eftir
Chantal Akerman — Toute une nuit — og
Yues Boisset — Le prix du danger. Af öðrum
frönskum myndum má nefna Orlög Júlíu (Le
destin de Juliette) eftir Aline Isserman og
Herbergi úti íbæ (Un chambre en ville) eftir
hinn gamla meistara Jacques Demy sem
gerði regnhlífar í Cherbourg frægar á sínum
tíma.
Norrænir leikstjórar eru einnig mættir til
leiks. Af þeim má nefna Jaakko Pyhálá frá
Finnlandi með myndina Jon, þar sem ver-
búðalífi er lýst. H.H. Jörgensen gerði mynd-
ina Sagan um Kim Skow, sem fjallar um
flutning drengs úr sveit í borg. Þá er Daninn
Hans Erik Philip með mynd sína Samhliða
lík. Philip er sá sami og gerði tónlistina við
kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „Hrafn-
inn flýgur“.
Svíar senda tvær myndir, Lífsþrótt (Mot att
leva) eftir Ingelu Romare og Leyndarmálið
(Hemligheten) eftir þá Rainer Hartleb og
Staffan Lindquist.
Bretland býður fram Draughtman's
daughter eftir Peter Greenaway. Þar segir
frá 17. aldar þema á ærslafenginn hátt. Ind-
land, Filipseyjar og Kína eru einnig á blaði
með sína myndina hvert. Sovétríkin sýna
myndina Brautarstöð fyrir tuö. Fassbinder
er til staðar í myndum sínum Querelle sem
er um hómósexúalista og Der Bauer uon
Babylon; heimildamynd um gerð Querelle.
Þá sýnir Holland myndina Smaak uan Water
eftir Orlow Seunke. Sú mynd segir frá ungu
fólki á uilligötum í Hollandi. Myndin fékk
uerðlaun nýuerið á kuikmyndahátíðinni í
Feneyjum. Kanada teflir fram myndinni
Gray Fox eftir Philip Boros.
Góðir gestir sækja kvikmyndahátíðina
heim. Frá USA koma Jack Hofsiss og John
Waters leikstjórar eins og fyrr var getið en
auk þeirra kemur frá Bandaríkjunum prófes-
sor Al Milgren fyrirlesari. Franski leikstjór-
inn Yues Boisset mætir einnig. Blaðamenn
koma til að skrifa um hátíðina en aðallega til
að kynna íslenskar kvikmyndir í sínum
heimalöndum. Þrír blaðamenn koma frá
Frakklandi og Bretlandi en framleiðendur
Úr myndinni Jon eftir Finnann Jaakko
Pyhálá.
Lifsþróttur (Mot att leva) eftir sænska leik-
stjórann Ingela Romare.
Atriði með Catherine Deneuve og Patrick
Deware úr frönsku myndinni Ámerlkuhótel-
ið (Hotel des Ameriques) eftir André
Techiné.
og dreifingaraðilar koma frá Spáni. Frá
Hollandi kemur leikstjórinn Orlow Seunke
og frá Danmörku leikstjórinn og tónlistar-
maðurinn Hans Erik Philip.
Nœturljóð
Alla nóttina / Toute une nuit.
Stjórn og handrit: Chantal Akerman.
Það er hitabylgja í evrópskri stórborg: í
kvöldhúminu verður mollan óbærileg, bæði
í miðborginni og í úthverfunum. Enginn fær
undan flúið, úti sem inni er kæfandi hiti. Bíl-
arnir keyra kurrandi um strætin og mann-
fólkið ráfar um eirðarlaust.
Ung stúlka í dimmu herbergi: hvítir vegg-
ir, rauður kjóll. Hún er spennt, tekur upp
símtól, vill hringja, hikar. Svo velur hún sér
númer og heyrir karlmann svara, hún skellir
á. Situr svo grafkyrr og stynur ástarjátningu
til hans.
Áhorfandinn á sárasaklaus von á miklum
rómans eftir þetta upphaf: verður þessi kona
rauði þráðurinn í jsessari nætursögu? Nei,
við sjáum henni bregða fyrir á næstu mínút-
um og kvikmyndinni lýkur reyndar á botni
í hennar hálfkveðnu vísu. En þess á milli
koma margir við sögu: hvert parið af öðru
hittist, kynnist fer á mis, hittist aftur. Allir
viðþolslausir í þrúgandi hitanum, konur leita
uppi karla, karlar konur, margar sögur eru í
gangi í senn, allar myndaðar hreyfingar-
lausu auga, ekkert klippt innan hvers frá-
sagnarskeiðs. Litirnir eru dumbir í nætur-
myrkrinu, jafnvel svo við sjáum ekki nema
lítið í þreifandi myrkri. Við færumst hægt ut-
an af götunni, inn í húsin, í dyragættir, veit-
ingastaði, hol, ganga og stigahús. Lengra inn
á stofugólf, svefnskála og rúm.
Ein langdregin, leiðinleg frönsk?
Auðvitað á hraðferðardeildin lítið erindi
hingað, nema til endurhæfingar. Máski ertu
lesandi góður í fámennum en góðmennum
hópi sem sá eldri myndir Akerman: Stefnu-
mót Önnu Jeanne Ðielman o.s.frv.? Heyrt af
þeim kannski? Láttu ekki fordómana buga
þig. Þetta er gullfalleg og mannleg mynd,
einföld í byggingu þegar aftur er litið og
segir miklu meira en margt sem okkur finnst
sjálfsagt að skoða. Þar hjálpast margt að:
efnið sem flestum er kunnugt, sjónarhornið
sem gefur mikið í skyn en lætur lítið yfir sér,
lýsing og litir, leikur sem var vís á fyndin, al-
menn viðbrögð við slíkar kringumstæður.
Það vantaði bara hita í salinn og réttan ilm
af mannfólkinu.
Félagslega
mótaður
unglingur
Sagan afKim Skuu/Historien om Kim Skou.
Stjórn: Hans-Henrik Jörgensen.
Handrit: Ulla Ryum og Hans-Henrik Jörgen-
sen.
Þessi mynd er líklega sú eina í þessu pró-
grammi sem á beint erindi við unglinga, lík-
legast brýnt; ofbeldi og kúgun í skólum hér-
lendis er ekki mikið rædd, hvorki af starfs-
fólki þessara stofnana né foreldrum, alla
vega gætir þeirrar umræðu ekki á opinber-
um vettvangi, sé hún í gangi. En örugglega
gætir þess eitthvað í skólakerfi okkar: minni-
háttar fantaskapur er alltaf í gangi meðal
barna og unglinga, þetta er miskunnarlaust
fólk, sérstaklega þegar samheldnin sem er
sterk á þessum aldri keyrir það saman i
minni háttar meiðingum og kvalarastörfum.
Væri sýning þessarar myndar, en upphaf að
vinnslu hennar átti danska kvikmyndastofn-
unin, einmitt í þeim tilgangi að benda á þetta
erfiða mál, góður hvati til umræðu um þessi
efni meðal æskunnar, kannski í skólanum
sjálfum?
Frágangur við verk þetta er allur hinn,
þokkalegasti, þó margt komi manni kunnug-
lega, vanabundið fyrir sjónir í handbragð-
inu. En söguheimurinn er Iíka vettvangur
unglingsins í borginni; hjól, klíkur, náms-
leiði, hugsjónasnautt kennslusystem. Dreng-
urinn, Kim, er aftur úr, hann unir sér betur
úti við vinnu og snudd en í kennslustofunni.
Honum fer eins og mörgum sveitamann-
inum sem á mölina flyst: hann er of bundinn
gömlum lifnaðarháttum. Það fór mest í pirr-
urnar á manni hvað sveitin var fegruð í
myndinni.
Ef þú hefur aðgang að unglingi, 11 til 14
ára, reyndu þá að stinga því að honum á
penan hátt að hér sé eitthvað á ferðinni sem
hann gæti diggað.
Lúsin
El Crack / El Crack dos i
Leikstjóri: Jóse Luis Garci.
Framleiddar 1982 og 1983.
Hann fæddist 1938, er lágvaxinn og kið-
fættur, höfuðstór með mikið og vel snyrt
yfirvararskegg. Fer líka á hverjum degi tii
vinar síns, rakarans, 'og lætur snyrta sig.
Hann ætlaði sér að verða lögfræðingur en
dagaði uppi í löggunni, vann sér þar álit sam-
starfsmanna og ótta andstæðinga sinna.
Hann var heiðarleg lögga. Svo kom upp mis-
klíð milli hans og Gamla mannsins út af leyfi
til húsrannsóknar, svo hann sagði upp og
stofnaði prívat stofu. Prívatlögga. Þeir kalla
hann Lúsina. Hann heitir German.
Garci mun gera þessar löggumyndir í
framhjáhlaupi með metnaðarfyllri verkefn-
um, sem líka eru til sýnis á hátíðinni. Þessar
eru dæmigerðar prívatlöggusögur a la
Chandler. 011 formerki á sínum stað: kynn-
ing á hetjunni á undan titlum, engin svip-
brigði á okkar manni, grá borg á bak við,
hann einn í fjöldanum, aðstoðarmaðurinn á
stofunni, kunningjarnir, Gamli maðurinn —
bossinn hans fyrrverandi; málareksturinn,
frá því að viðskiptavinurinn kemur inn þar
til að síðasti andstæðingurinn úr glæpa-
hringnum er að velli lagður, segir ekki alla
söguna. I millitíðinni kynnumst við vina-
hópnum, ástkonunni, einmanaleikanum í
stórborginni. Hér eru allir fastir í sama net-
inu, borginni sem alltaf er í baksýn, grá og
skuggaleg. Hún er það eina sem okkar mað-
urjjekkir. Þetta er það eina sem hann kann.
I báðum myndunum er sami stíllinn á frá-
sögninni: hæg stígandi, aldrei neinn asi, tak-
an bundin við sama sjónarhornið, fylgt eftir,
skoðað nær eða að ofan. Hér er allt stillt og
rólegt eins og geðslag hetjunnar. „Dubbað"
tal virkar alltaf furðulega á mann, en leikur-
inn er lýtalaus frá upphafi til enda.
Þessar myndir mega svo sem vel fylgja
með, það er nokk sama hvaða þjóðernis
þessi leynilögga er; hún er alltaf eins,
spönsk, ensk, þýsk, frönsk, amerísk. En eins
og Chandler sagði:down theseimean streets a
man must go who is not himself mean, who
is neither tarnished nor afraid."
Morð í vœndum
Morð í arf
Banuœnt sumar / L Ete meurtrier
Stjórn: Jean Becker.
Handrit: Sebastien Japrisot.
Þessi kvikmynd um síðborna hefnd, gaml-
an draug fortíðar sem eitrar líf og huga ungr-
ar stúlku, mistekst af einni ástæðu: leik-
konan, sem á að flytja yfir djúpstætt hatur og
ofstæki stúlkunnar, er ekki þeirri guðsgáfu
gædd að hafa skap, útlit og hæfileika til að
koma til skila þeim djöfullegu tilfinningum
sem með veslings stúlkunni þrærast. Isa-
belle Adjani, en hún leikur þetta, er einfald-
lega ekki nógu góð leikkona. Hún er snotur-
lega af guði gerð og gerir vafalítið sitt besta
í hlutverki þessarar sálsjúku stúlku en það er
bara ekki nóg.
Annars er sagan samofin elskulegu og ró-
legu lífi smáþorpsins í suðurfrans, margar
persónurnar kunnuglegar týpur úr eldri
frönskum myndum sem alltof lítið sést af hér
á landi, eins og eldri myndum yfirleitt.
Manni skilst að leikstjórinn hafi ætlað sér að
brúa bilið milli alþýðlegrar kvikmyndagerð-
ar millistríðsáranna, sem kennd er við „Ijóð-
rænt raunsæi," og nútímans. En einhvern
veginn verður fléttan aldrei sannfærandi,
stúlkan sem vill finna föður sinn, nauðgara
sem tók móður hennar, og drepa hann, er
meginásinn í verkinu. Án hennar fulltingis
sem skapgerðarleikara gengur ekkert upp.
Spennan nær aldrei tökum á manni, kæru-
leysið sest að í hennar stað svo hörmuleg af-
drif persónanna verða þér gersamlega óvið-
komandi.
En smámyndir úr daglegu lífi og amstri
fólksins eru snoturlega gerðar og alveg
sannfærandi, litirnir fallegir og sólin skín,
stef úr sjálfspilandi píanöi dramatískt og
myndin síður en svo leiðinleg þrátt fyrir mis-
heppnaða stjörnuleikkonu í aðalhlutverki,
að ekki sé talað um útþynntan freudisma
sem er skotið inn til áherslu sjúklegu sam-
bandi stúlkunnar við fööur og móður. En hér
afsannast enn sú dellukenning að fátt sé holl-
ara ungu barni en að missa föður eða móður.
Það líður alltaf sáran skort.
Mannhatur
mestan part
Ahœttuþóknun / Le Prix de Danger
Leikstjóri: Yues Boisset.
Handrit: Yues Boisset og Jean Curtelin.
Ritstjórar dagskrárinnar fyrir Kvikmynda-
hátiðina fullyrða það að í þessari mynd
Boisset megi sjá beinar skírskotanir til þess
ágæta meistaraverks Sam gamla Fullers,
Shock Corridor, sem reyndar er hægt að fá
lánaða hér á vídeostofum, svo hæg eru
heimatök í samanburði kæri einhver sig um.
Þessi mynd er enn ein útgáfan af minninu
um illa fjölmiðilinn; skemmtiþáttur er það í
þessu tilviki á vegum sjónvarpsstöðvar CTV.
Stöðin hefur rambað á barmi gjaldþrots þeg-
18 HELGARPÓSTURINN