Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 19
eftir Pál Baldvin Baldvinsson og Árna Þórarinsson ar ung blaðakona, fyrrverandi hugsjónar- maður í bransanum, (merkilegt hvað blaða- menn eru alltaf svag í bíómyndum) kemur með snjalla hugmynd: þátt þar sem valdir eru sjálfboðaliðar úr hópi umsækjenda: fimm til að drepa einn. Sá á að fá eina milljón dollara í verðlaun takist honum að komast undan morðingjum sínum í fjórar klukku- stundir, sem er erfitt því hann er líka hund- eltur af kvikmyndatökuvélum, svo andskoK ar hans geta alltaf vitað hvar hann leynist. Ungur gæi býður sig fram, leikinn af nýj- um hjartaknúsara, Gérard Lanvin. Myndin segir svo frá eltingarleiknum og óvæntum endalokum — vitaskuld. Víst er allur frá- gangur sniðinn til að trekkja á manni taug- ina og það tekst vel; þú ert negldur við sætið í að minnsta kosti áttatíu mínútur. Klipping er fantahröð og sannfærandi eftirgerð á svona ,,live“ sjónvarpsgerð, sem hér fórnar beinlínis lífi á stalli gróðans. CTV er sjón- varpsstöð sem keppir við aðrar um athygli á- horfenda og auglýsingaframleiðenda. Leik- urinn sannfærandi, eiilkum hjá Lanvin og Michel Piccoli, en sú kempa leikur MC í sjón- varpsþættinum — kynninn. En þessu lyktar öllu illa. Tilgerðarleg á- deila á beinar útsendingar og hræsnisfulla blaðamennsku í bland við kapítalíska sölu- hætti. Engum dettur í hug í lok myndarinnar að þeir sem stóðu að gerð hennar hafi haft einhverja sértæka eða almenna ádeilu í huga við gerð hennar, þetta er bara eins og hver önnur spennumynd. Svo manni er háll illt eftir þessa siðferðilegu predikun. Og þá kemur til gamli góði efinn um alla innri gerð þessa verks. Var t.d. eðlilegt að ungi gæinn væri svo vitlaus að halda að í þessum morð- leik giltu einhverjar reglur? Hvers vegna er eytt löngum tíma í að útskýra hlutverk mót- Helgi Skúlason, Egill Ólafsson og Flosi Ólafsson í hlutverkum slnum I kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur. mælanda sjónvarpsþáttarins, Elísabetar þegar hún dettur bara svo út úr öllu um miðja mynd? Af hverju er ekki hægt að stoppa þáttinn einfaldlega á þeirri forsendu að hann stofni lífi annarra í hættu? Og þá hugsar þú með þér: þetta var nu meiri dellan. Örlög Júlíu Örlög Júlíu / Le destin de Juliette Stjórn: Aline Issermann. Handrit: Aline Issermann og Michel Dufresne. Þetta er fyrsta mynd höfundarins af fullri lengd og með betri myndum sem hér hafa sést í langan tíma, vísast ein besta myndin á þessari hátíð. Hún lætur engan ósnortinn: örlög Júlíu eru ekki ósvipuð því sem margar konur hafa mátt þola hér á landi áður fyrr; njörvaðar niðrí karlaveldið og afdankaða framleiðsluhætti verða þær á unga aldri það eina sem fátækir og húsnæðislausir foreldr- ar eiga sér til bjargar, svo þeir selja raun- verulega dætur sínar til þess að tryggja sér húsaskjól í náð tengdasonarins nýja. Þetta er saga af slíkri nauðungargiftingu, Júlía er gef- in bónda sínum og á með honum eitt barn — og tuttugu ár í vonlausu hjónabandi. Ekki er ástæða til að útmála raunir stúlkunnar frek- ar hér, hún verður af ástinni sinni fyrir bragðið, ungum manni og geðþekkum, og þegar þeim gefst kostur á að byrja upp á nýtt og garðurinn hennar er í blóma, þá er vinur- inn slitinn orðinn fyrir aldur fram af stritinu í sveitinni. Sagan af Júlíu er hversdagsleg saga í sniði, myndmálið einfalt og iburðarlítið, hvergi ofaukið, heldur farið sparlega með sögu- skeiðin: sviðsetningin öll látlausog ótrúlega sannfærandi. Sjá t.d. atriðið þegar móðir Júlíu hleypur að heiman frá börnunum fjór- um í örvæntingu og óhamingju, eða endalok yngri bróður Júlíu. Hér er farið svo dæma- laust nettlega og smekklega með mikil örlög fólks, að þegar manni verður hugsað til frumvirkis ungs, íslensks leikstjóra um örlög bændafólks, þá er ekki hægt annað en að hlæja. Hvílíkur munur á formhugsun, hvílík- ur munur á skilningi á mannfólkinu! Okkur er líkt og öðrum þjóðum álfunnar hætt við að gleyma því hvað við stöndum nærri bændasamfélaginu, þeim uppruna sem við þekkjum ekkert en er okkur samt í blóð borinn. Sú seigla og sjálfsbjörg sem verður Júlíu til lífs er ekkert sér franskt fyrir- bæri. Hún er mannlegur eiginleiki sem í öll- um býr en þarf sjaldan að blossa, sem betur fer. Það er Laure Duthilleul sem leikur Júlíu og fer létt með að sína æðruleysi hennar á tuttugu ára tímabili. Sumt í leik hennar var svo makalaust vel gert, t.d. göngulag hennar á tvítugu, hvernig hún bar sig í sparikjóln- um. Þetta má enginn láta framhjá sér fara. Þessi mynd verðskuldar það að verða mest sótt allra mynda á hátíðinni. -PBB Blablablaaaa Querelle Þýsk-frönsk. Árgerd 1982 Handrit og leikstjórn: Rainer Werner Fass- binder Adalhlutverk: Brad Davis, Franco Nero, Jeanne Moreau Ekki er að efa að Fassbinderfríkin snobbi og slefi yfir þessari fantasíu „meistarans". Fyrir minn smekk hins vegar er Querelle, sem er einhvers konar draumkennd filmu- útgáfa á skáldsögu Jean Genets, ekkert ann- að en óþolandi tilgerð, þar sem fallega lýst stúdíósvið er vettvangur vemmilegrar hommarómantíkur, fjarrænna og fáránlegra einræðna og samræðna, auk drjúgs skammts af klárum smekkleysum. Ææææ, þetta er svoddan rusl að það tekur því ekki að hugsa um það, hvað þá skrifa. En það tek- ur því greinilega að flytja það inn á kostnað Listahátíðar og smjatta svo menningarlega og strjúka skeggið og rugla eitthvað um ,,lý- rík" og „einkar sérstæðan myndheim" og „innsýn Fassbinders í annarlegar hvatir mannsins“ og blablabla. — ÁÞ POPP eftir Gunnlaug Sigfússon Tvœr óviöjafnanlegar The Doors — Alive She Cried Hljómsveitin Doors hlýtur að vera alveg einstakt fyrirbrigði í sögu popptónlistar. Það eru nú liðin bráðum þrettán ár frá því að höf- uðpaur hennar, söngvarinn, lagahöfundur- inn og ljóðskáldið Jim Morrison, lést. Samt sem áður eru Doors-plöturnar í mikilli sölu enn þann dag í dag. Og svo heita aðdáendur átti Morrison að margir þeirra neita enn að trúa að hann sé allur. Eftir dauða Morrisons hélt hljómsveitin áfram að starfa sem tríó og gaf sem slík út tvær plötur, Other Voices og Full Circle, sem báðar eru frekar slappar. Síðan hefur ekkert verið gefið út af Doors-plötum nema saman- safnsplötur, utan það að fyrir nokkrum árum kom út plata með ljóðalestri Morrisons, sem heitir An American Prayer, þar sem leikin var undir tónlist sem hinir eftirlifandi með- limir hjómsveitarinnar settu saman. Nú fyrir skemmstu kom loks út Doors- plata sem hefur að innihalda efni sem ekki hefur verið áður gefið út, þ.e.a.s. hér er um að ræða hljómleikaupptökur, sem nýlega fundust. Vitað var um tilurð þeirra, en þær höfðu glatast einhvern tíma á síðasta áratug og var helst álitið að þær væru með öllu horfnar. Svo var þó, sem betur fer, ekki og þær fundust eftir mikla og ævintýralega leit. Það er aðeins hluti af þessum upptökum sem nú hefur verið gefinn út á plötunni Alive She Cried. Við val á lögum var þess gætt að þau hefðu ekki verið á fyrri hljómleikaplötu Doors, Absolutely Live, hversu ólík sem þau kynnu að vera þeim útgáfum. Eins var reynt að spanna það þriggja ára timabil sem upp- tökur þessar spönnuðu. Ekki verður annað sagt en að valið hafi tekist með ágætum; þótt plata þessi sé svolítið sundurlaus, þá er hún samt sem áður þrælskemmtileg. Fyrsta lagið er Gloria og er það tekið á hljóðprufu fyrir konsert. Þetta gamla Van Morrison lag fylgdi Doors nær allan þann tíma sem hjómsveitin starfaði og notuðu þeir það mikið til þess að hita sig upp á. Þá tekur Light My Fire við en það var vinsæl- asta lag hljómsveitarinnar. í þessu lagi heyr- ist vel hversu þétt spilamennska The Doors var á hljómleikum. Síðasta lagið á fyrri hlið- inni er You Make Me Real (upphaflega á Morrison Hotel) í kraftmikilli útgáfu. Fyrstu lögin á seinni hliðinni, Texas Radio and The Big Beat og love Me Two Times, eru af danskri videotöku en það var einmitt þeg- ar mynd þessi var sýnd, að áhugi vaknaði aftur á að finna týndu upptökurnar. Little Red Rooster er svo gott dæmi um það hversu vel þeim tókst upp þegar þeir léku blús, en gestaleik í þessu lagi á John Sebasti- an á munnhörpu. Platan endar svo á Moon- light Drive, sem var að finna á annarri plötu þeirra og er það í þessum einstaka gamla Doors-stíl Platan Absolutely Live, sem er hljómleika- plata sem kom út á meðan Morrison lifði, þótti aldrei nógu góð en hún er þó fyllri lýs- ing á tónleikum Doors en Alive She Cried. Hins vegar er sú síðarnefnda skemmtilegri að mínu mati og þá sérstaklega fyrri hliðin, svo og lagið Little Red Rooster. Eg held að það sé ekki nokkur vafi á því.að þessi plata á eftir að skipa sér í flokk með öðrum Doors- plötum og verða í stöðugri sölu næstu árin, að minnsta kosti. Tom Waits- Swordfishtrombones Það er engin lygi þegar sagt er að Tom Waits sé engum öðrum líkur. Það eru aftur á móti margir sem segja, hver andsk . . . er þetta eiginlega, þegar þeir heyra í Tom Waits og því miður vilja flestir ekki leggja við hlustir og hann er afskrifaður. Þetta fólk fer þá jafnframt á mis við að heyra einhverja bestu „rokktónlist" sem framleidd er í Bandaríkjunum um þessar mundir. En hvað er það sem gerir það að verkum að fólk verður svona afhuga Tom Waits? Jú, það er fyrst og fremst söngurinn. Hann er engum öðrum líkur á því sviði og að mínu mati einn sá besti. Einn mikill Waits-aðdá- andi sagði eitt sinn við mig: „Hann syngur eins og áttrætt gamalmenni, sem er að dauða komið vegna lungnakrabba.“ Og það The Doors — sund- urlaus en þræl- skemmtileg hljóm- leikaplata. er einmitt það sem fólk skilur ekki, að slík rödd geti heillað mann. Swordfishtrombones er níunda plata Tom Waits og varla hefur önnur betri komið frá honum. Þetta eru stör orð, eins og þeir vila sem ánetjast hafa tónlist hans, því hann hef- ur aldrei sent frá sér annað en góðar plötur. Waits er.ekki bara söngvari og hljóðfæra- leikari, því hann er ljóðskáld gott (já, ljóð- skáld) og ekki síðri lagasmiður. Ljóð hans fjalla nær öll um skuggahliðar mannlífsins og eru rónar, hórur og annað utangarðsfólk honum hugleikið yrkisefni. Þó að yfirborðið sé kaldranalegt, þá er þó vissa hlýju að finna í skáldskap hans. Það er og greinilegt að hann þekkir það sem hann fjallar um, sem í stuttu máli má kannski segja að sé einmana- leiki og einstæðingsskapur. Það er ekki nóg fyrir Waits að raða saman réttum orðum í sögur sínar, heldur býr hann þeim einstakan búning með tónlist sinni. Hann fer vítt og breitt yfir tónlistarsviðið. Á Swordfishtrombones er m.a. að finna blús, jazz, sömbu, rokk, ballöður, tónlist sem helst má heyra fordrukkna götuhljómlistarmenn leika, tribalisma, lög í amerískum ættjarðar- lagastíl ofl. ofl. Eitt eiga þessi lög þó sameig- inlegt og það er hversu góðar laglínur þeirra eru. Það er nefnilega jafnt á komið með tón- list Waits og ljóðum, að undir hrjúfu yfir- borðinu fyrirfinnst lilýjan. Sjaldan hefur Waits tekist betur upp við út- setningarnar en á þessu nýjasta afkvæmi sínu. Þær eru einfaldar, hráar og skýrar og undirstrika vel hvað hann er að fara hverju sinni. Þetta er nú meiri lofgjörðin kann einhver að segja, en Swordfishtrombones stendur svo sannarlega undir stóru orðunum og satt að segja heyrði ég enga betri plötu frá Bandaríkjunum á árinu 1983. Tónlist Tom Waits þarf svolítinn tíma til að venjast í fyrstu, en þeim tíma er vel varið, svo sem þeir vita sem þegar eru komnir í gegnum skelina. HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.