Helgarpósturinn - 02.02.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Blaðsíða 20
LEIKLIST Tilbrigöi vid Didda fílósóf Stúdentaleikhúsið sýnir Jakob og meistar- ann eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Leikendur: Arnór Benónýsson, HelgiBjörns- son, Aslaug Thorlacius, Ingileif Thorlacius, Kjartan Bjargmundsson, Daníel Ingi Péturs- son, Ari Matthíasson, Bára Magnúsdóttir, Björn Karlsson, Rása Marta Guðnadóttir, Halla Helgadóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Erla Rut Harðardóttir, Hilmar Jónsson, Hafliði Helgason, Arna Valsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir og Mörður Arnason. Tékkinn Milan Kundera er hálf-sextugur að aldri. Hann er einkum þekktur fyrir skáldsagnagerð en hefur einnig fengist við leikritun. Innrás Sovétmanna í Tékkó árið 1968 breytti högum hans líkt og fleiri lista- manna og verk hans voru bönnuð. Hann fluttist til Frakklands árið 1975 og hefur búið þar síðan. Leikritið um Jakob og meistarann er til- brigði við sögu 18. aldar heimspekingsins Denis Diderot (sem Ieikstjórinn kallar Didda fílósóf!) um Jakob örlagatrúar og meistara hans. Kundera gerir rækilega grein fyrir vinnubrögðum sínum og viðhorfum í grein sem birt er í leikskrá. Þar segir m.a. að leik- ritið sé hvorki aðlögun né yfirfærsla „ .. þetta er mitt eigið leikrit, mitt eigið „tilbrigði við Diderot",. .Kundera stefnir einnig að því að búa gamanleiknum ,,. .. þetta frelsi í forminu sem skáldsagnahöfundurinn Dide- rot fann upp en leikskáldið Diderot kynntist aldrei". Jakob og meistarinn eru þræll og hús- bóndi. Meistarinn er virðulegur borgari en Jakob hefur gengið húsbænda á milli og ekki alltaf verið sæll. I sambandi þeirra kemur þó fram velþekkt þversögn sem stríðir gegn þeim valdahlutföllum sem liggja á yfirborð- inu. Jakob og meistarinn verða jafningjar á vissan hátt vegna þess að hvorugur getur án hins verið. Lýsingin á sambandi þeirra minn- ir um margt á keimlíkt par í Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, þar sem áður- nefnd þversögn er einnig mjög sláandi. Líkindin með þeim Jakobi og meistara hans eru undirstrikuð með sögum af ástarmálum þeirra sem eru í raun aðeins tilbrigði við sama stef. Auk þessara tveggja sagna er sögð og leikin ástarsaga frú Aldinfríðar. Sú saga er utan og ofan við atburðarásina og virðist beinlínis stefnt gegn kröfunni um rök- lega atburðarás í leikritum. Sögurnar eru heldur ekki sagðar hver út af fyrir sig heldur fleyga stöðugt hver aðra og blandast saman. Út úr þessu öllu kemur hinn ágætasti gaman- leikur, á köflum bráðfyndinn. Ég ætla mér ekki að útleggja orðræðu verksins til neinnar hlítar. Þar eru á ferðinni misjafnlega alvarlegar heimspekilegar vangaveltur um ástina, girndina, vinskapinn og skáldskapinn svo eitthvað sé nefnt. Aðal- persónur verksins eru einkar skemmtilega meðvitaðar um tilurð sína. Jakob og meist- arinn eru firna óhressir með margt í vinnu- brögðum skapara sinna, einkum beina þeir spjótum sínum að Kundera en virðast sáttari við Diderot! Meistarinn er t.d. afar fúll yfir að kúldrast á þröngu leiksviði og finnst óeðli- legt að þeir séu á ferðalagi gangandi, Dide- rot hafði ætlað þeim hesta. „Of margir meistarar hafa búið okkur til,“ stynur Jakob einhverju sinni þegar honum ofbýður með- Jakob og meistar- inn hjá Stúdenta- leikhúsinu — ( hæsta máta metn- aöarfull og vel lukk- uð sýning, segir Sigurður m.a. f um- sögn sinni. eftir Sigurð Svovorsson ferðin. Slíkar og þvílíkar spekúlasjónir eru vitaskuld hluti af gamninu en bera jafnframt í sér brodd, frelsisviðleitni leikritaskáldsins Milan Kundera. Uppfærsla Sigurðar Pálssonar virðist mér að öllu leyti haganleg. Það er góður hraði í sýningunni, ekkert fum og fát, og flestum leikendum tekst vel að stilla sig um þann afkáraskap sem svo oft vill fylgja skopleikj- um. Þeir Helgi Björnsson (Jakob) og Arnór Benónýsson (meistarinn) fara með lang viðamestu hlutverkin í leiknum. Samleikur þeirra er að vissu leyti undirstaða verksins og sú undirstaða er traust. Helgi fer oft á kostum og laðaði samúð áhorfenda mjög að hinum skondna Jakobi. Þetta er vissulega þakklátt hlutverk en engu að síður vand- meðfarið. Frammistaða Helga er sú besta sem ég hef séð til hans hingaðtil. Smærri hlutverkin eru flest í höndum lítt reynds áhugafólks eins og jafnan áður hjá Stúdenta- ieikhúsinu. Systurnar Ingileif og Áslaug Thorlacius bera hitann og þungann af sög- unni um frú Aldinfríði markgreifaynju og skila sínu með sóma. Ari Matthíasson leikur Skramba yngri sem Jakob kokkálar. Hann náði að gera mikið úr sínu hlutverki og smíð- aði drephlægilegan karakter. Sýning Stúdentaleikhússins á Jakobi og meistaranum er í hæsta máta metnaðarfull og vel lukkuð. Áhorfendur á frumsýningu tóku leiknum gríðarlega vel og ég spái því að verkið eigi eftir að galdra til sín fjölmarga áhorfendur og væri það vel. Takk fyrir konunglega skemmtun! BÓKMENNTIR Jólaóratórían Göran Tunström: Juloratoriet. Skáldsaga. Bonniers, 1983. Eins og fram hefur komið í fréttum hlaut sænski rithöfundurinn og skáldið Göran Tunström bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs að þessu sinni, og verða þau af- hent með tilhlýðilegri viðhöfn á þingi ráðs- ins í febrúar. Það hefur orðið að samkomu- lagi að ég greini lesendum Helgarpóstsins frá nokkrum þeirra bóka sem að þessu sinni voru lagðar fram til verðlaunanna, en þar er um að ræða tvær frá hverju landi og yrði víst langur uppi að fjalla sæmilega ýtarlega um allar. í þessari grein verður þó aðeins ein á dagskrá, verðlaunaskáldsagan Jólaóra- tórían. Svo segir höfundurinn frá að hugmyndina að sögunni hafi hann fengið í Nepal ein- hverju sinni, „þegar ég hitti sænskan starfs- mann í þróunarhjálpinni. Á hverjum fimmtudegi hittust hann og aðrir Vestur- landabúar þarna til þess að æfa Jolaóratóríu Bachs. Það rigndi í Himalaya, eldar Nepal- búanna skinu í myrkrinu á götunni úti fyrir Goethestofnuninni litlu og mér þótti mikið til um hið táknræna í þessu: að halda svona fast í .frumeindir fagnaðarins" andspænis fátækt og neyð.“ Jólaóratórían er lofsöngur um lífið, rétt eins og gjörvöll tónlist Bachs virðist full af fögnuði og gleði. Tengslin við Bach eru reyndar margháttuð. Rammi skáldsögunnar greinir frá flutningi óratóríunnar í Iitlu sænsku þorpi. Æfingar hafa tekið þrjátíu ár, enda vantar alla þá „krafta" til flutningsins sem vant er að krefjast, en með þrautseigj- unni getur mannsandinn yfirstigið hvaðeina og að sögulokum fær Viktor, sögumaðurinn, að stjórna flutningnum, en það var einmitt amma hans sem fyrst kveikti hugmyndina. Sigurinn getur tekið kynslóðir og kostað mannslíf, en samt er hann í höfn. Beinar tilvitnanir til söngtextans má einn- ig finna í sögunni, einkum þá hin frægu upp- hafsorð: „Jauchzet, frohlocket, auf preiset die Tage . ..“ (Hrópið og fagnið, lofið dag- ana o.s.frv.) og eins til kóralsins í II. kafla Óratóríunnar, „Brich an, o schönes Morgen- licht". — En auk slíkra tilvísana minnir sagan um margt á óratóríu. Þarna skiptast á resíta- tív og kóralar, frásagnir og lofsöngvar um fegurðina, ástina, lífið. — Enn má og nefna það að stíllinn minnir stundum á „tónmál- verk“ Bachs. Sjálfur söguþráðurinn er býsna fjörlegur, enda frá mörgu að segja í lífi þriggja kyn- slóða á Vermalandi og í Ástralíu, þangað sem leið liggur um tíma. Meginhluti er raun- ar upprifjun Viktors, knúin fram þegar renn- ur upp fyrir honum að hann muni aldrei skilja sjálfan sig nema í krafti sögunnar: hann var alinn upp hjá móður sinni, því hún leyfði föður hans aldrei að gerast sá faðir sem hann vildi, og einmitt þess vegna verð- ur þörfin svo brýn. Gegnum söguna getur hann kynnst föður sínum, Sidner, föður hans, Aroni — og kannski ekki sist Sólveigu, konu Arons, henni sem kom með fegurðina og gleðina heim frá Ameríku, var öðruvísi ,en hinn norræni hlédrægi kynstofn. Það er andi hennar látinnar sem svífur yfir sögunni, gefur henni sumpart „yfirnáttúrlegan" tón, en þó einkum tón lífsins þrátt fyrir dauðann. Inn í sögu ættarinnar fléttast margar kunn- ar persónur. Móðir Viktors, Fanny, ber t.d. ævilanga ást til Sven Hedin, ferðasöguritar- ans fræga, og Sidner fær aðeins að koma í hans stað eina nótt. Ávöxturinn er Viktor. Selma Lagerlöf gegnir veigamiklu hlutverki, hálfpartinn sem ævintýrapersóna. í þeim stutta kafla sem birtist hér má lesa um Marc Chagall, og þannig mætti telja áfram. Sum- part gegnir þetta „historíska" fólk því hlut- verki að gera söguna trúverðuga, finna Göran Tunström — verölaunabókin mest og best sagna hans. henni stað í tíma og rúmi, sumpart líka því hlutverki að skýra þróun persónanna. Sidn- er hefði t.d. ekki orðið sá sem hann varð hefði Selma ekki komið til. Af henni lærir hann ýmislegt og með henni lendir hann í ævintýrum. JÓIaóratórían er lofsöngur um lífið og list- ina. En hún er líka saga um dauðann og sorg- ina. „Mig langaði líka að skrifa um sorgina," segir höfundur sjálfur, „til þess að kanna hvort hún er eyðandi afl eða uppspretta sem veitir þrótt." Niðurstaðan er ljós: Úr sorginni og dauðanum sprettur lífið og ástin, einhver partur mannssálarinnar fæðir af sér sigur- vegarann, því svo má víst lesa nafn piltsins af Jjriðju kynslóðinni: Viktor. I heimalandi sínu hefur Göran Tunström Þessi smákafli sem hér getur að lesa úr Jólaóratóríunni gefur ofurlitla hugmynd um frásagnarhátt höfundar þótt I smáu sé. Kenning Marc Chagalls um sannleikann er líka dálítið til vitnis um hvaða leiðir Tun- ström fer til að leita sannleikans um persón- ur sínar. — Sannleikann! fussaði Marc Chagall. Ekki finnurðu sannleikann fyrr en kannski hinumegin við ímyndunina. Við snerum bökum saman, hvor við sínar trönur.. Ég var fimmtán ára'og mamma hafði farið með mig út á vænstu beitilendur mál- aralistarinnar: handan blómgaðra valmú- anna móaði fyrir hæðunum í Provence. Sjálf sat hún undir sólhlífinni, hvítklædd með há- lengi notið virðingar sem ljóðskáld og sagna- smiðurj þótt ekki sé hann gamall að árum (f. 1937). í skáldskap sínum hefur hann komið víða við, en fiestum sænskum gagnrýnend- um bar saman um það í haust að Juloratoriet væri mest og best sagna hans. Hins vegar er hann mjög lítt þekktur utan heimalandsins og væri vel ef verðlaun Norðurlandaráðs yrðu til þess að menn vissu héreftir í grann- löndum Svía hver Göran Tunström er. Það væri líka fagnaðarefni ef bókaútgefendur ís- lenskir létu nú ekki deigan síga heldur sæju til þess að við eignuðumst Jólaóratóríuna í góðri þýðingu. Það væri bók sem við hefð- um gott af, meðal annars vegna þess að hún getur gert mann bjartsýnan á lífið og tilver- una. an kraga, hvort tveggja í senn varðhundur og fyrirsæta. í hárinu blásól. Ég í hvítum málarasloppnum í hlutverki Monets á unga aldri. Þeim gamla hafði skotið upp á klöpp- unum þegar ég var búinn að mála um stund, hann gjóaði augunum öðru hverju til okkar. Mamma sagði án þess að víkja úr fyrirsætu- stellingunum: — Svo þér málið líka? — Já, ég mála líka. — Það er ótrúlega fallegt hér, sagði mamma. — Já, því miður, sagði karlinn, en ég stóðst ekki mátið þegar ég sá ykkur hér. Fyrirgefið þér. Kannski hefur mamma ekki skilið þetta, því hún sagði, guðmávita í hvaða skipti: — Sonur minn er svo efnilegur. — Ekkert er eins hættulegt og að vera efnilegur, sagði karlinn og mamma herpti varirnar taugaóstyrk. Hún starði út yfir land- ið. — Hvað langar þig að mála? spurði hann mig og leit á léreftið hjá mér. — Sannleikann, laug ég með penslinum. Það var þá sem hann fussaði. En aldrei sdgði ég mömmu að það hefði verið Marc Chagall sem fussaði. Heimir Pálsson þýddi 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.