Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 24

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 24
 HURÐU, MÁ ÉG FARA Á KLÓSDIÐ? ehir Egil Helgason myndir Jim Smart ,,Þaö vantar alltaf forfallakennara og þú ert guövelkominn efþig langar, “sagdi skólastjór- inn í símann, sposkri röddu. Því nœst bœtti hann viö eftir andartaks umhugsun: „Heyröu, ertu annars meö stúdentspróf.. .?“ Þaö varö heldur fátt um svör. „Jœja, komdusamtefþú vilt. Þetta veröurnú ekki nema hálfur dagur. “ Blaðamenn þvælast víða, láta sér fátt mannlegt óviðkomandi, einsog sagt er á tyllidögum. Það heyrir víst starfinu til, kannski ekki síst í rólegheitasamfélagi einsog hér uppá Islandi þar sem stórtíðindin eru oft æði stopul. Mig rámar í að Illugi góðkunningi minn Jökulsson hafi eitt sinn farið í túr á togara og skrifað ítarlega- skýrslu um vídeóvæddan hetju- heim hafsins. Einhver forveri minn hér á Helgarpóstinum lét rit- stjórana narra sig útí að starfa sem hafnarverkamaður í heilan dag i kulda og hraglanda. Og sjálfur Walraff, þýskur ævintýramaður sem við allir metum nokkurs, hef- ur brugðið sér í gervi vopnasala, gistiverkamanns, klerks og blaða- manns á versta sorpblaði norðan Alpafjalla. Og ég sjálfur, jú, ég hef líka stundað mína rannsóknar- blaðamennsku á vettvangi, þótt í litlu sé; sett mig i spor tveggja lít- ilsvirtra minnihlutahópa,. pipar- sveina og þjófa. Við blaðamenn- irnir erum sumsé einatt að villa á okkur heimildir, jafnt i litlu sem stóru, ekki síður en aðrir sam- ferðamenn okkar. Varst þú ekki einhvern tíma í skóla, lesandi góður? Manst þú þá umhleypingasömu æskutíð, hvort heldur er með hryllingi eða trega? Og kennarana, suma einsog org- andi ljón, aðra einsog viðkvæm blóm, jafnaðarmenn og ójafnaðar- menn. . . Víst er um það að sjaldan fannst manni þeir öfundsverðir, hvorki þá né nú. Og þó? hefur okkur ekki flest langað, gömul skólabörn, þó ekki væri nema rétt aðeins, þó ekki væri nema rétt til að prófa, að standa hinum megin púlts, að fara í föt þessa gamla fjandvinar, kennarans? Jæja. Að minnsta kosti hefur mig, gamlan kennarahrelli og skrópastrák, löngum langað að lit- ast eilítið um í hugarfylgsnum kennarans. Fyrir forvitni sakir fyrst og fremst, en kannski líka vegna einhverrar djúprættrar iðr- unar, löngunar til að gera yfirbót fyrir bernskubrekin — það væri þó ekki nema rétt mátulegt á sjálf- an mig að ganga í gegnum sama hreinsunareld og gömlu uppfræð- ararnir, þar sem ég var oft í hlut- verki yfirkyndara. Af öllum kennurum sem gengu svipugöngin í emm-bekknum í Haga- skóla fyrir tíu árum var hlutskipti forfallakennarans án efa hörmulegast. Það er bæði gömul saga og ný. Ég sé hann fyrir mér þennan unga mann: svolítið heimóttarlegur sveitamaður, skagfirskur eða þingeyskur að ætt, stúdent frá Akureyrarskóla, í stökum jakka, slitnum og gljáð- um, leifarnar af harðsoðnu eggi morgunsins á skræpóttu bindinu, með gleraugu sem tolla illa á nef- inu og skorinn í andliti eftir fljót- færnislegan rakstur. Þannig lifir hann alltént ódauðlegur í vitund minni, þessi íhlaupakennari.Hon- um er svo slöngvað sisona út í tómið, út í ómælið — inní kennslu- stund hjá táningum á óbifanlegu mótþróaskeiði, réttnefndum um- skiptingum. Hann mismælir sig, fær hóstakast, missir kennslubæk- urnar í gólfið, brýtur neglurnar á töflunni, hrasar, en það er engin undankomuleið, sekúndurnar eru hreyfingarlausar einsog langlegu- sjúklingar — af hverju var hann ekki kyrr heima í fjósi frekar en að vera hér að kenna námsgrein sem hann kann hvorki haus né hala á? ,,Þú getur sofið rólegur. Þetta eru engin villidýr sem þú verður settur yfir. Bestu krakkar upp til hópa. Þú ættir að prófa sjöunda bekkinn, þá færi fyrst að reyna á þolrifin í þér. Aðalmálið er að láta kiakkana hafa nóg að gera.“ Með þessi undirstöðuatriði kennslu- fræðinnar frá gamalreyndum læriföður skyldi ég hefja mitt dagsverk. Ekki laust við að hann- brosti útí annað. . . Þetta er orðinn ærið langur aðdragandi að ekki stóru efni. Dagsverkið mitt þennan föstudag var ekki meira eða stórfenglegra en ein- faldlega það að gerast forfalla- kennari í grunnskóla í nýlegu hverfi hér í Reykjavík: nemendur mínir y rðu 14 og 15 ára unglingar, eða í 8da og 9da bekk, og kennslu- greinarnar: danska, enska og ís- 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.