Helgarpósturinn - 02.02.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Blaðsíða 25
lenska. Nei, til alirar hamingju ekki stærðfræði, leikfimi eða handavinna. . . Tilgangurinn? Fráleitt sá að gagnrýna eða sund- urlima skólkerfið innanífrá, held- ur aðeins ofurlítil mannlífsskoð- un. Nemendurna grunaði auðvit- að ekki að forfallakennarinn þennan föstudag sigldi undir fölsku flaggi, að þeir væru eins konar tilraunadýr-í höndum press- unnar. Ég bið ykkur að virða það á besta veg, krakkar. . . Dagurinn rennur upp tær og fagur, þrátt fyrir óveðursblikur og —spár. Kennarinn verðandi keyr- ir bæinn á enda í japanska smá- bílnum, svolítið angurvær þegar hann skimar út yfir rafvæðingu heimilanna út á ísilagðan frera og klakabrynjuð fjöll utan borgar- markanna. Ekki laust við að hann hugsi með hlýhug til borgarljósa og framfara og með vorkunnsemi og viðbjóði til forfeðra barnanna sem hann á að fara að uppfræða, þessara kringilbeina sem lifðu í eilífu svartamyrkri, dröttuðust skólitlir yfir he.iðar og hjarn og áttu enga japanska smábíla með miðstöð. En það eru afkomend- urnir sem eru á dagskrá, hávaxnir og spengilegir, ekki forfeðurnir. ,,Ertu giftur?" „Naaa, eiginlega ekki. . . Við skulum reyna að fara yfir þetta. Þau eru að reyna að draga mig á kjaftatörn, einsog það hét í mínu ungdæmi og heitir vísast enn. ,,Det var en fremmed kat, for. . . havde aldrig 'Set den för. Det var. . . .stor, graa hankat, Haar- ene knitrede paa ham, og. . . var, ligesom der sad. . . lille glöd ude í spidsen af. . . haar, saadan lyste hvert... haar páá ham.“ „Skiljiði þetta? Jæja, reynum þá að koma henni í skikkanlegt horf þessari fallegu sögu um sanna vin- áttu manns og dýrs.“ Annar tími, átta fjörutíu: enska í áttunda bekk, og í þokkabót tveir tímar í því tungumáli í röð. Þegar ég skima yfir bekkinn er ég orðinn úrkula vonar um að finna þau, börnin — ég meina úll- íngana — í krumpuðu leðurjökk- unum, með bláa hárið skítugt og tjásulegt, hring í nefinu, tunguna útúr sér og túpu af módelalími í vasanum. Þetta eru bara venjulegir krakk- ar. Einsog gengur — svolítið upp og ofan. Þau eru ekki jafn dónaleg og sagt er í Velvakanda, ekki jafn illa upplýst og sagt er í fyrirspurna- tíma á Alþingi, ekki jafn heimsk og stjórnendur „unglingaþátta" í útvarpinu virðast halda. Þetta eru einfaldlega börn síns tíma. Helst að manni finnist þau svolítið þreytuleg, svolítið sultarleg. Jóna Hansen, stórkennari í Hagaskóla, hefði ábyggilega skipað þeim að éta rúgbrauð og gulrætur. Og þau eru heldur ekki mjög áhugasöm um að læra ensku, finnst líklega blaðamadur Helgarpóstsins gerist forfallakennari að þau séu að taka niður fyrir sig, enda námsefnið ósköp lítilfjörlegt miðað við alla þá engilsaxnesku sem bylur í eyrum þeirra í dægur- lagatextum, sjónvarpi og vídeói. Mér hafa líka alltaf fundist enskunámsbækur hálfgerð móðg- un við fólk með fulla greind; allur heilaspuninn um Mr. og Mrs. Brown og þeirra kyn, herra Smið og smiðsynju. Þarna í gluggaröðinni situr stúlka, stór, ljóshærð, gjörvileg, en greinilega illa þrúguð af náms- leiða. David Bowie, Bowie, Bowie — allar námsbækurnar eru bók- staflega útkrotaðar með þessu töfranafni. Ég ætti kannski að breyta um kúrs, verja tímanum í að fara yfir nokkra valda Bowie- texta; under the moonlight, the serious moonlight. En ég er ekki hérna til að um- bylta pensúminu. „Góðan daginn. Ég heiti Egill Helgason. Hann Jakob, kennar- inn ykkar. . . “ „Éigum við ekki að hafa frí! Hann Jaköb gefur okkur aldrei frí!" Háværar raddir. „Nei, börnin góð. Við ætlum að lesa saman dulitla ensku. . . .“ „Má ég þá fara fram að kaupa Svala?“ „Ha, Svala?“ „Já, svona Svala. Til að drekka." Þetta er kladdavörður- inn og segist heita Ebbi. „Áttu ekki að gera það í frímín- útunum?" „Neeeei, leyfðu honum að fara!!“ Aftur háværar raddir. „Keyptu handa mér!“ „Handa mér!" „Og mér!“ Ebbi fer og kemur aftur með Svala handa hálfum grunnskóla. „Nú lesum við. Ég spyr og þið svarið. What is Bill Brown eat- ing?“ Ekkert svar. Hljóðið í bekknum er he'ldur ékkert alltof gott, skvaldur. „Vilt þú svara? Það væri kannski rétt að þú opnaðir bókina fyrst. Blaðsíða 67.“ Fórnarlambið er strákpjakkur í öftustu röð, í leður- jakka. „Bill Brown is eating an apple- pí.“ „Apple-pæ,“ leiðréttir kennar- inn. „Éinsog í bæ. Þetta er mjög al- geng framburðarvilla.“ „Heyrðu, Egill. Má ég skreppa á klósdið?" „Gjörðu svo vel.“ „Má ég líka skreppa á klósdið?" „Ef þú endilega þarft." „Má ég líka?“ ,,Nei!“ að eru töffararnir í bekkn- um, óþekku stelpurnar þrjár sem spyrja. Tvær þeirra skreppa, sú þriðja situr eftir, sáróánægð og kannski í spreng. Þær eru ekki ennþá bún- ar að taka upp bækurnar, heldur horfa hæðnislega á kennaranefn- una og dreymnum augum útí loft- ið, ábyggilega hugsandi um ein- hverja stráka og þá frekar ein- hverja kaggatöffara útí bæ en smáguttana í bekknum. I síðari enskutímanum fer að syrta í álinn og sjálfsálitið ögn að dvína. Ég minnist orða gamals kunningja sem hefur fengist tals- vert við kennslustörf: Aðalmálið er að halda athyglinni. Ef þú miss- ir athyglina nærðu henni ekki aft- ur. Ég er búinn að missa athygli þessa ágæta áttunda bekkjar. Ruslakarfan er komin uppá borð í öftustu röð, kúristinn í1 bekknum er farinn að lesa stærð- fræðina sína fyrir næsta tíma, strákarnir í gluggaröðinni eru farnir að stinga hvor annan með sirklum, stelpurnar í dyraröðinni tala í hálfum hljóðum, skríkja og flissa, teygja tyggjó og blása kúlur. Aðeins einn nemandi á fremsta borði lætur sig þetta engu varða, minnsti nemandinn í bekknum, og svarar spurningu kennarans greiðlega. „Bill Brown is eating an ice- cream.“ Svo hvíslar hann öfur- lágt, ekki laust við að örli á vorkunnsemi í röddinni: „Eigum við ekki að fara í leiki." En þegar skrifstofustúlkan birt- ist undir lok tímans með könnun um reykingar skólanema vaknar áhuginn aftur, og nú fyrir alvöru: Finnst þér töff að reykja? Neytir þú áfengis? Finnst þér að ætti að banna að selja börnum tóbak? Já, það er eitthvert vit í að taka svona próf. . . Hvergerðingum fanst hvimleitt hvað Sighvatur var hvinnskur og hvatvís. Fjórði tími, klukkan tíu tuttugu- ogeitt: réttritun í áttunda bekk. „Ég heiti Egill Helgason. Hann Jakob.. . í þessum tíma ætlum við að kynna okkur aðeins muninn á há-vaff og ká-vaff. . . Við flettum uppá æfingu 96 í bókinni." „Heyrðu Egill. Við erum komn- ar svo langt á undan. Megum við ekki bara spila?“ Það er hópur af bjartleitum stúlkum sem ber upp þessa frómu ósk. „Bööhhh!" heyrðist í bekkjarfé- lögunum. „Þær eru soddan kúúúr- istar!!!“ „Hann Jakob leyfir okkur alltaf að spila,“ segja þær og mæna und- ursakleysislega á kennarann. „Ég trúi því nú rétt mátulega. Hann Jakob sem er svo strangur?“ Hveljan (með hái) var hvít (með hái) -þvegin í hvernum (með kái) „Nei, það er með hái!!!“ Allur bekkurinn einum rómi „Æ-æ, ég mismælti mig. . . Kverslags er þetta. Haldið þið ekki annars að menn sem semja svona texta hljóti að vera svolítið skrítnir?” Unglingarnir velta vöngum. Það er kannski ekki rétt af mér að kynda undir efasemdir af þessu tagi svona snemma á námsferli þeirra? Jæja. Stelpurnar eru hvorteðer farnar að spila manna. Mér sýnist líka að krakkarnir séu mun fremri iðnaðarráðherranum sínum í staf- setningu — þótt ekki sé verið að sárkvelja greyin á bannsettri zet- unni. * Ahádegi lýkur þessum fyrsta kennsludegi mín- um í lífinu og ég er í raun ekki mikils vísari um hlutskipti þessarar furðuveru, kennarans. Þessar fimm kennslu- stundir hafa í raun ekki gert ann- að en að vekja forvitni mína — for- vitni um krakkana, og það kúnst- uga og innilega samband nem- enda og kennara sem hlýtur að vera forsenda allrar góðrar kennslu. Ég bið að heilsa ykkur, krakkar. Ég gæti vel hugsað mér að koma aftur. Gaukur á Stöng veitingahús, Tryggvagötu 22, sími 11556 HELGARPÓSTURINN |25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.