Helgarpósturinn - 02.02.1984, Side 26
HELGARDAGSKRÁIN
I
Föstudagur
3. febrúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.50 Þumalina Dönsk brúðumynd
gerð eftir ævintýri H.C. Ander-
sens. Þýöandi Veturliði Guðna-
son. (Nordvision — Danska sjón-
varpið)
21.15 Kastljós Þáttur um innlend og
erlend málefni. Umsjónarmenn:
EinarSigurðsson og Ingvi Hrafn
Jónsson.
22.20 „Fávitinn" Sovésk biómynd gerö
eftir fyrri hluta skáldsögu Fjodor
Dostojevskis. Le.ikstjóri Ivan
Pyrien. Aðalhlutverk: Juri Jako-
vlev, Julia Borisova og N. Pod-
gorny. Myshkin prins snýr heim
til Pétursborgar eftir langa dvöl
í útlöndum. Prinsinn er heiövirö-
ur og góöhjartaöur og verður þvl
utanveltu I spilltu skemmtana-
og viðskiptallfi borgarinnar þar
sem hann gengur undir nafninu
„fávitinn". Merkileg saga, en
myndin er ?
00.20 Fréttir í dagskrárlok.
Laugardagur
4. febrúar
/
\f
J
16.15 Fólk á förnum vegi 12. í kjörbúð
Enskunámskeiö I 26 þáttum.
16.30 íþróttir Umsjónarmaður Ingólfur
Hannesson.
18.30 Engin hetja Lokaþáttur. Breskur
framhaldsmyndaflokkur fyrir
börn og unglinga. Þýöandi
Guörún Jörundsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan Umsjónar-
maöur Bjarni Felixson.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 í lifsins ólgusjó Fimmti þáttur.
breksur framhaldsmyndaflokkur
i sex þáttum. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
21.00 Hampton i Reykjavik Siöari hluti
hljómleika Lionels Hamptons og
stórsveitar hans i Háskólabíói 1.
júní 1983. Stjórn upptöku: Tage
Ammendrup.
21.40 Handfylli af dinamíti (A Fistful of
Dynamite) italskur vestri frá
1972. Leikstjóri Sergio Leone.
Aöalhlutverk: Rod Steiger, Jam-
es Coburn, Romolo Valli og
Maria Monti. (rskur spellvirki og
mexlkanskur bófi sameinast um
aö ræna banka og verður það
upphaf mannskæöra átaka.
Leone gerir hér langdregna
vestradellu, sem skortir hnitmiö-
un og sérstæöan stil „dollara-
myndanna." 2 stjörnur.
00.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
5. ferbrúar
16.00 Sunnudagshugvekja Séra Jón
Helgi Þórarinsson, frikirkjuprest-
ur ( Hafnarfiröi, flytur.
16.10 Húsið á sléttunni Ævintýri i
draumi Bandariskur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi Óskar
Ingimársson.
17.00 Stórfljótin 4. Volga Franskur
myndaflokkur um sjö stórfljót,
sögu og menningu landanna
sem þau falla um. Þýöandi og
þulur Friörik Páll Jónsson.
18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn:
Ása H. Ragnarsdóttir og Þor-
steinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Tage Ammendrup.
18.50 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjónar-
maóur Magnús Bjarnfreösson.
20.50 Áfangará ævi Grundtvigs Heim-
ildarmynd um danska prestinn,
sálmaskáldið og hugsuöinn
Grundtvig, forvígismann lýð-
háskólahreyfingarinnar á Norö-
urlöndum, en áriö 1983 var
minnst 200 ára afmælis hans.
Þýöandi Veturliöi Guðnason.
(Nordvision — Danska sjón-
yarpið).
21.30 Úr árbókum Barchesterbæjar -
Þriðji þáttur. Framhaldsmynda-
flokkur i sjö þáttum frá breska
sjónvarpinu, gerður eftir tveimur
skáldsögum frá 19. öld eftir
Anthony Trollope. Þýöandi
Ragna Ragnars.
22.25 Tónlistarmenn Anna Guóný Guö-
mundsdóttir og Siguröur I.
Snorrason leika Grand Duo —
concertant fyrir pianó og klari-
nett eftir Carl Maria von Weber.
Stjórn upptöku: Elln Þóra Friö-
finnsdóttir.
22.50 Dagskrárlok.
©
Föstudagur
3. febrúar
14.00 „lllur fengur“ eftir Anders Bod-
elsen Guðmundur Ólafsson les
þýöingu sína (9).
14.30 Miödegistónleikar.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiriks-
dóttir kynnir nýútkomnar hljóm-
plötur.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
17.10 Siödegisvakan.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Guðlaug
María Bjarnadóttir.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka „Mýrarþokan," smá-
saaa eftir Guðmund Frimann -
Heiödís Noröfjörö les.
21.10 Schola Cantorum i Osló syngur
,21.40
22.15
22.35
23.15
00.50
14.00
15.10
16.00
16.20
16.30
17.00
18.00
18.45
19.00
19.35
19.55
20.20
á tónleikum i Háteigskirkju 27.
aprii i fyrra.
Fósturlandsins Freyja Umsjón:
HöskuldurSkagfjörö.
Veðurfregnir. Fréttir.
Djassþáttur Umsjónarmaður:
Gérard Chinotti. Kynnir: Jórunn
Tómasdóttir.
Kvöldgestir — Þáttur Jónasar
Jónassonar.
Fréttir. Dagskrárlok. Næturút-
varp frá RÁS 2 hefst með veður-
fregnum kl. 01.00 og lýkur kl.
03.00.
Laugardagur
4. febrúar
Listalif Umsjón: Sigmar B.
Hauksson.
Listapopp — GunnarSalvarsson.
(Þátturinn endurtekinn kl. 24.00).
Fréttir. Dagskrá.
(slenskt mál Jón Hilmar Jónsson
sér um þáttinn.
Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón:
Einar Karl Haraldsson.
Siðdegistónleikar: Frá erlendum
útvarpsstöðvum.
Ungir pennar Stjórnandi: Dóm- & Æ
hildur Siguröardóttir (RÚVAK) 1
Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
Kvöldfréttir. Tilkynningar.
„Hvil þú væng þinn“ Jón úr Vör
les fyrsta lestur úr Ijóðaflokki
sínum „Þorpinu"
Lög eftir Peter Kreuder Ýmsir
listamenn leika og syngja.
Útvarpssaga barnanna: „Nikulás
Nickleby" eftir Charles Dickens
Þýöendur: Hannes Jónsson og
Haraldur Jóhannsson. Guölaug
María Bjarnadóttir les (10).
20.40 Norrænir nútimahöfundar — 2.
þáttur: Per Christian Jersild -
Njöröur P. Njarövik sér um þátt-
inn og ræöir viö skáldiö, sem les
úr sfðustu skáldsögu sinni, „Eftir
flóðiö." Auk þess les Njöröur úr
þýöingu sinni á sögunni.
21.15 Á sveitalínunni. Þáttur Hildu
Torfadóttur, Laugum i Reykjadal
(RÚVAK).
22.00 Krækiberá stangli Fimmti rabb-
þáttur Guömundar L. Friðfinns-
sonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22.35 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni
Marteinsson.
23.05 Létt sigild tónlist
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.,
24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur
5. febrúar
Umsjón: Rafn
Val Magnúsar Péturssonar
„Ég er alltaf ad tefla á föstudagskvöldum, þannig að það kvöldið horfi
ég varla á annað en fréttirnar og veðrið," segir Magnús Pétursson versl-
unarmaður og milliríkjadómari í knattspyrnu. ,,A laugardögum hef ég
sérdeilis gaman af því að horfa á Bjarna Fel. vin minn og enska boltann,
enda hef ég dæmt á mörgum af þeim völlum sem þar er leikið á. Á laug-
ardagskvöldið horfi ég líklega á meistara Hampton og ef ég er í stuði á
Handfylli af dýnamíti — einsog flestir fullorðnir menn hef ég svona
barnslega gaman af vestramyndum.
Fréttirnar í útvarpinu eru fastur punktur í tilverunni og íþróttaþættirn-
ir hans Hermanns. Af öðru útvarpsefni er helst að nefna Kvöldgestina
hans Jónasar, sem reyndar er gamall Skerfirðingur einsog ég, og þætt-
ina hans Svavars Gests, sem alltaf stendur sig einsog hetja. Annars
skaltu taka það fram líka að hjá mér fær fjölmiðlafólkið íslenska hina
ágætustu einkunn."
13.30 Vikan sem var
Jónsson
14.15 Kennarinn, nám hans og starf -
Dagskrá í umsjá nemenda viö
Kennaraháskóla Islands.
15.15 í dægúrlandi Svavar Gests kynnir
tónlist fyrri ára. í þessum þætti:
Lög við Ijóð Tómasar Guð-
mundssonar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Um visindi og fræði. Hugur og
hönd. Andri ísaksson flytur
sunnudagserindi.
17.00 Frá tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabíói 2.
þ.m.; síðari hluti.
18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti
og fleiri Islendinga Stefán Jóns-
son talar.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.35 Bókvit Umsjón: Jón Ormur Hall-
dórsson.
19.50 Ljóð eftir Einar Benediktsson -
Andrés Björnsson les.
20.00 Útvarp unga fólksins Stjórnandi:
Guórún Birgisdóttir.
21.00 íslensk þjóðlög á 20. öld; fyrri
hluti. Siguröur Einarsson kynnir.
21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir
hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur Höfundur lýkur
lestrinum (33).
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
22.35 Kotra Stjórnandi: Signý Pálsdótt-
ir (RÚVAK).
23.05 „Gakkt i bæinn, gestur minn“
Fyrri þáttur Sigrúnar Björnsdóttur um
þýska tónskáldió Hanns Einsler
og söngva hans.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
SJONVARP
eftir Guðjón Arngrímsson
Aukið svigrúm?
UTVARP
eftir Gísla Helgason
Hlustun á leikrit
Hægt og rólega lengist sjónvarpsdag-
skráin; við bætast nýir dagskrárliðir sem
teygja úr tímamörkunum í báðar áttir.
Nú hefst sjónvarp að meðaltali ekki síðar
en klukkan fjögur síðdegis á laugardög-
um og sunnudögum og stendur sleitu-
laust framyfir miðnættið. Og á virkum
dögum hefur nú bæst við hálftími
framanvið og fimm mínútur aftanvið
með teiknimyndum klukkan hálfátta og
fréttayfirliti eftir dagskrá.
Á miðvikudögum er sem fyrr byrjað
klukkan sex.
Það er örlítil þversögn, en sennilega
gefur þetta „aukna svigrúm" starfsfólki
Sjónvarpsins enn minni möguleika á að
kaupa inn og framleiða vandað sjón-
varpsefni, en áður var. Allar þessar
klukkustundir þarf að fylla — það er dýrt
og allir vita að Sjónvarpið er fjársvelt.
Meðalmennskan og andvaraleysið verð-
ur því áberandi, bæði í innlendri dag-
skrárgerð og því efni sem keypt er er-
Indriöi á skjá Borgarfsfilm — dagskrá
RÚV-sjónvarps stæðist ekki sam-
keppnina.
lendis frá. Við horfum ár eftir ár á Birnu
Hrólfsdóttur segja frá því sem er á
döfinni, Magnús Bjarnfreðsson og Guð-
mund Inga segja frá dagskrá næstu viku,
Stundin okkar er eins ár eftir ár, að ekki
sé minnst á fréttatímana. Vitanlega er
innihald þessara þátta aldrei það sama,
en formið breytist ekki.
í Kastljósi á föstudaginn fjallaði Helgi
E. Helgason um ísfilm, hið umdeilda fjöl-
miðlunarfyrirtæki, og gerði það á hinn
hefðbundna hátt fréttamanns sem ekki
hefur mikinn tíma til að setja sig inn í
hlutina: þ.e. fær aðra til að tjá sig um mál-
ið og klippir svo viðtölin saman, þannig
að útkoman verður hálfgerðar bastarð-
ur: umræður þar sem menn talast samt
ekki við. Þetta er reyndar aðferð sem
mörg blöð, einkum Helgarpósturinn,
nota mikið. En í þessum þætti hentaði
formið illa, einkum vegna þess að ekki
var rætt við þá aðila sem mestu máli
skipta: Davíð Oddsson og lndriða G.
Þorsteinsson, eða einhvern annan full-
trúa hins nýja fyrirtækis. (Ellert sagðist
ekki vilja tala sem slíkur). Einnig vantaði
nánari útlistanir á þeim „öflum" sem að
fyrirtækinu standa og markmiðum þess.
Ég tek þetta dæmi um Kastljósþáttinn
á föstudaginn, ekki vegna þess að hann
væri verri en gengur og gerist með þessa
þætti, alls ekki, og slíkir eru yfirburðir
Sjónvarpsins sem fjölmiðils á Islandi að
þessi þáttur er áreiðanlega sú umfjöllun
um þetta tiltekna mál sem flestir hafa séð
og mynda sér skoðun eftir. Þetta er
skemmtilegt dæmi vegna þess að ef um-
fjöllunarefnið, ísfilm, nær fótfestu og
stofnar sjónvarpsstöð — þá þyrftu Kast-
Ijóssmenn að gera betur. Svona „safa-
lítil“ afgreiðsla stenst ekki samkeppni við
Dynasty, Charlie’s Angels, eða General
Hospital eða hvað þær heita bandarísku
sápurnar sem nokkuð örugglega verða
uppistaðan í dagskrá sjónvarpsstöðvar
sem svona fyrirtæki stendur að.
Þegar ég heyri menn ræða um útvarps-
leikritin, þá er umræðan oft á tíðum eitt-
hvað á þá leið, að „mikið séu þessi leikrit
hundleiðinleg,” en stundum heyrist
„leikritið var ári gott núna síðast". Menn
virðast lítið ræða um innihald þeirra og
stundum hef ég velt því fyrir mér hvort
fólk gefi sér yfirleitt ekki tíma til þess að
hlusta gaumgæfilega, sem sé hlusti bara
með öðru eyranu. Sum leikritanna krefj-
ast mikilar athygli og það tekur nokkurn
tíma að melta innihald þeirra. Svo eru
önnur, sem renna í gegn án nokkurrar
fyrirhafnar.
Leikritið á fimmtudaginn var þarfnað-
ist gaumgæfilegrar hlustunar. Það fjall-
aði um mann, sem lá dauðvona á gjör-
gæsludeild og virtist ekki eiga neina
framtíð fyrir sér. Þrátt fyrir eindregnar
óskir sínar fékk hann ekki að deyja, og
með tilstuðlan lungna- og hjartavéla
töjdu læknar sig getað losað höfuðið frá
líkamanum. Þetta minnti mig dálítið á
sögu eða réttara sagt bók, sem Gunnar
Gunnarsson rithöfundur reit og heitir
Vikivaki. Hún segir frá því m.a. þegar
heill kirkjugarður reis upp frá dauðum.
Þar var hauslaus búkur, sem gekk um og
þótti sopinn góður. Þar á meðal var svo
líkamslaust höfuð, sem talaði og hugsaði.
Munurinn á höfðum Gunnars og svo leik-
Helga Bachmann — góð leikstjórn.
ritahöfundarins, sem ég man ekki hvað
heitir, er sá að höfuð Gunnars gat lifað
sjálfstætt, en höfuðið í leikritinu þurfti
hjálp nútímatækni til þess að geta þrifist.
Leikritið „Á gjörgæsludeild" var góð
ádeila á viðhorf manna til líknardráps.
Efnismeðferð leikaranna var skemmtileg
og Helga Bachmann, sem var leikstjóri,
kom efninu vel til skila. Margir hefðu
freistast til þess að nota alls kyns hljóð til
þess að skapa stemmningu, en hún lét
raddblæ leikaranna að miklu leyti nægja.
Þann 1. febrúar átti Rás 2 tveggja mán-
aða afmæli. Til hamingju. Fullyrða má að
rásin hafi farið nokkuð vel af stað; þang-
að valdist ágætis fólk, sem virðist flest
vera starfi sínu vaxið. Reyndar er málfar-
ið hjá sumum þar til skammar og með
ólíkindum hvers kyns endemis bull getur
hrokkið út úr munni sumra þáttagerðar-
manna. Þetta stafar ef til vill af kunnáttu-
leysi í málinu, og sumpart af því að út-
sendingar eru beinar og menn gera sér
ekki grein fyrir þeim mikla undirbúningi,
sem slíkar útsendingar krefjast. Svo eru
nokkrir, sem reyna umfram allt að vera
skemmtilegir og láta út úr sér hvað sem
er í þeirri trú, að þeir séu alls ekki
óskemmtilegir, en því miður verða þeir '
oft leiðinlegir og stundum óþolandi.
Nú við tveggja mánaða afmæli rásar-
innar væri gott að athuga, hver útkoman
er og hvernig þróa ætti rásina í framtíð-
inni. Til lengdar verður dagskráin heldur
einhæf eins og hún er nú. Það þyrfti að
athuga, hvort ekki mætti samnýta báðar
rásirnar betur, t.d. endurtaka þátt sem
fluttur er á rás 1 og flytja hann á rás 2 á
öðrum tíma. Auka þyrfti fjölbreytni
þeirra þátta sem fluttir eru á Rás 2 og um-
fram allt að lengja útsendingartíma
hennar. Svo þyrfti að leggja ofurkapp á
að rásin skili sér til allra landsmanna; það
er skömm að við forréttindalýðurinn
sunnan- og vestanlands skulum einungis
njóta hennar.
26 HELGARPÓSTURINN