Helgarpósturinn - 23.08.1984, Page 9

Helgarpósturinn - 23.08.1984, Page 9
STARFSLIÐIÐ leikbókmenntanám og leikhús- stjórn hjá Leikfélagi Reykjavíkur 72—'80 hefur tengt hana fjöímörgu Ieikhúsfólki vináttuböndum. Önnur störf hennar, s.s. við kennslu í skól- um og sjónvarpi, leiðsögumanns- starf á vegum Ferðaskrifstofu ríkis- ins og fjölmargt fleira, hefur tengt hana vináttuböndum við marga sem hún, samkvæmt eftirgrennslan HP, virðist geta rækt þrátt fyrir annasöm forsetastörf, og ekki virð- ist tignarstaðan hafa gert hana fjar- lægari þeim í huga. Kjartan Ragnarsson leikari er sagður hvað nánastur vinur Vigdís- ar úr hópi leikhússfólks. Hann segist hafa þekkt hana allt frá 72 og það sé langt því frá að þau tengsl hafi slitnað þrátt fyrir forsetastarfið og það eigi við um mest allt leikhús- fólkið í Iðnó. „Það væri enda skrítið ef slitnaði upp úr því. Þetta er náinn hópur og hún sækir leikhúsið mikið og kemur hér oft. Samræðurnar eru á sömu forsendum og áður en hún varð forseti og það hefur komið fyr- ir að hún kallar í alla til sín eða þá að hún heimsækir einhver okkar. Vigdís hefur alltaf verið mikill dipló- mat og ef eitthvað er gætir nú meiri varúðar í umtali um menn og mál- efni.“ Aðrir leikarar sem rætt var við tóku mjög í sama streng og Kjartan. „Hún er ævinlega ákaflega elskuleg við leikara og á marga kunningja í þeim hópi,“ segir Þóra Friðriks- dóttir til dæmis. Þau nöfn sem hvað oftast voru nefnd af nánum vinum Vigdísar úr hópi leikhúsfólks eru: Steindór Hjörleifsson, Gudrún Asmunds- dóttir, Sigurður Karlsson, Sig- rídur Hagalín, Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Stefán Bald- ursson, Sveinn Einarsson og Steinþór Sigurðsson. Þá mun Valgerður Tryggva- dóttir vera náin vinkona um árabil. Tómas Zoega, framkvæmdastjóri LR, og Guðmundur Pálsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri, munu mega teljast til þessa hóps, og marg- ir fleiri hafa raunar verið nefndir til. Sigríður Erlendsdóttir mun vera æskuvinkona og skólasystir Vigdísar og meðal hennar bestu vina, m.a. gegnum saumaklúbb sem nokkrar gamlar skólasystur hafa starfrækt. Þar á meðal er Signý Sen lögfræðingur, einnig mikill vinur. Og úr kosningabarátt- unni eru auk Sigríðar o.fl. hvað nán- astar þær Svala Thorlacius lög- fræðingur og Svanhildur Hall- dórsdóttir sem starfar hjá BSRB. Meðal embættis- og fræðimanna eru til nefndir þeir Jónas Krist- jánsson, forstöðumaður Handrita- stofnunar Árna Magnússonar, og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Jónas segir HP að sú vinátta hafi mest byrjað eftir að Vigdís varð for- seti. Þau hafi þurft að hafa sam- vinnu um ýmislegt viðvíkjandi störfum sínum, s.s. á sýningunni Scandinavia Today, og svo eigi þau sameiginlegt áhugamál þar sem eru bókmenntir og saga þjóðarinnar. Hún hafi samband við sig og konu sína, Sigríði Kristjánsdóttur, og kalli sig stundum í Bessastaði þegar erlendir fræðimenn eru þar á ferð. „Vináttubönd okkar hafa styrkst og mér geðjast mjög vel að henni og finnst hún hafa staðið sig vel sem forseti. Hún er geysilega vel kunn orðin erlendis." Þór Magnússon þjóðminjavörður Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri og einkaritari forsetans. Halldóra Pálsdóttir, viöloðandi Bessa- staði í tæp 30 ár. Bjarni V. Guðmundsson. Þeir Snorri annast bæði bifreiðaaksturinn og umsjón með Bessastöðum. og fjölskylda hans þekkja Vigdísi og dóttur hennar vel og hafa gert lengi, eða allt frá því dætur þeirra léku sér saman á Aragötunni. Þór telur sig ekki hafa fundið breytingu á við- móti hennar eftir að hún varð for- seti, „enda er það af sem áður var að embættismenn loki sig af í gler- húsi,“ segir hann og kveður sam- skipti þeirra ósköp venjuleg milii fjölskyldna með heimsóknum nokkrum sinnum á ári. Aðrir úr vinahópi forsetans, sem hvað oftast eru nefndir í samtölum við HP, eru eftirfarandi: Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, Guðrún Erlendsdóttir lög- fræðingur, Örn Clausen lögfræð- Halldór Reynisson, forsetaritari og hægri hönd forsetans. Vilborg Kristjánsdóttir fulltrúi hefur þekkt Vigdísi frá 7 ára aldri. Herdls Þorsteinsdóttir, hársnyrtidama Vigdísar og veitir henni nána aðstoð á ferðalögum. ingur, Hrafn Pálsson félagsráð- gjafi, Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri, Gylfi Thorlacius lögfræð- ingur, Ármann Snævarr hæsta- réttardómari, Haraldur Ólafsson lektor, Ólafur Egilsson, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, Njörður P. Njarðvík rithöfundur, Stefán Edelstein skólastjóri og Þorsteinn Gylfason lektor. Þetta eru aðeins þau nöfn sem hvað oftast bar á góma í viðræðum HP við ýmsa þá aðila sem kannski standa nær forseta íslands en við hin, en þó er það eflaust rétt sem Vigdís hefur sjálf sagt í blaðaviðtali að hún telji sig hafa rík og sterk tengsl við fólkið í landinu. mmm FERÐUMST MEÐ FEWAMIÐSTÖÐINNI L0ND0N Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum Hótelum í London eða sumarhúsum í Bretlandi, flug og bátur. Vikuferð verð frá kr. 10.909.- FRANKFURT Flug og bíll / flug og gisting - hótel eða sumarhús 1,2, 3, 4 vikur. Verð frá kr. 10.044,- PARÍS Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferð frá kr. 9.322.- FLUG’BÍLL SUMARHÚS Oberallgau í Suður-Þýskalandi 1,2, 3, 4 vikur. Brottför alla laugardaga. Verðfrákr. 12.724,- LUXEMB0RG Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga. Vikuferð verð frá kr. 10.350.- KAUPM.HÖFN I Flug - gisting - bíll. Brottför alla föstudaga. Verðfrákr. 11.897.- ST0KKHÓLM Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verðfrákr. 13.428.- 10.909. 10.044. 9.322. 12.724. 10.350. 11.897. 13.428. 0SLÓ 10.943. Flug og bíil / flug og gisting. Vikuferðir. Verðfrákr. 10.943.- ★ OFANGREIND VERÐ ERU PR. MANN OG MIÐAST VIÐ 4 í BÍL BENID0RM í leiguflugi eða með viðkomu í London. 12. september 14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting. ELDRI BORGARAR Ath. 3. október - eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og hjúkrunarkona á staðnum. Fáðu upplýsingar og Ieiðbeiningar hjá okkur um ferðamátann sem hentar þér. ________________ FEROA.. H!l MIOSTOÐIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 HELGARPÓSTURINN 9 BJARNIDAGUR AUGL TEIKNISTOFA

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.