Helgarpósturinn - 23.08.1984, Page 21

Helgarpósturinn - 23.08.1984, Page 21
Aðgerð á hálsi og andliti. Myndirnar til vinstri eru af konu fyrir að- gerð en mynd- irnar til hægri af sömu konu eftir aðgerðina. Aðgerð á and- litsbeinum, nefi og höku. Vinstri, fyrir aðgerð, hægri, eftir að- gerð. Tuttugu og átta ára kona með stór, slapandi brjóst eftir tvær barnsfæðingar. Efri myndirnar eru af henni fyrir brjóstaminnkun- araðaerð og þær neori eftir aðgerðina. Útstæð eyru lagfærð. breytt. Það er engin allsherjarlausn á öllum vandamálum. Það getur jafnvel verið merki um geðveiki á byrjunarstigi ef lögð er óeðlilega mikil áhersla á að losna við eitt- hvert smáræðis lýti.“ — Er það þá meira og minna móð- ursýki hjá fólki að biðja um fegrun- araðgerð? „Nei, síður en svo. Það er oftast eðlilegt frá sjónarmiði sjúklingsins en í vissum tilfellum verður læknir- inn að hafa vara á. Unglingar festa sig til dæmis oft í minniháttar lýtum og þá getur verið gott að bíða, vandamálið getur horfið með aukn- um þroska. Sjálfshyggjan er oft mik- il á kynþroskaaldrinum en breytist með aldrinum." — Til hvers leita unglingar til þín? „Algengast hjá ungiingum og jafnvel börnum er að fá löguð út- stæð eyru. Unglingar geta liðið mik- ið fyrir þetta smávægilega lýti, enda oft strítt með því. Aðgerð við þessu er með þakkiátustu aðgerð- um sem við gerum. Flestir vilja vera eins og aðrir og ekki með nein áber- andi sérkenni. Breytingar á lifnað- arháttum geta breytt kröfum eða óskum um útlit og sólarlandaferðir og sóldýrkun er dæmi um það. Kona með slitinn maga eftir barns- burð kærir sig kollótta um það, sé hún klædd eftir íslenskri veðráttu. En klædd (eða óklædd) í bikini á Mallorca, eða bara í Vesturbæjar- lauginni, horfir máiið öðruvísi við. Þá er ekki óeðlilegt þótt hún vilji láta laga magann ef það er hægt. Sama gildir raunar um ellimörk, eða hrukkur. Séu þau meiri en svar- ar til aldurs er óskin um að laga þau ekki óeðlileg, sé það hægt. Það er ekkert skrýtið þótt fólk vilji vera unglegt eins lengi og hægt er. Við búum sem betur fer ekki í jafn misk- unnarlausu samkeppnisþjóðfélagi og er t.d. í Bandaríkjunum, þar sem ellimörk geta jafnvel þýtt starfs- missi. En það er alveg ljóst að fólk sem farin eru að sjást á ellimörk hef- ur ekki jafngóða samkeppnisað- stöðu og hitt sem er unglegra.“ — Eru konur í meirihluta þeirra sem biðja um fegrunaraðgerðir? „Já, þær eru í miklum meirihluta. Það segir þó ekkert endilega um þörfina." — Og hvað biðja þær helst um? „Aðgerðir á brjóstum. Þar af er brjóstaminnkun algengust. Oftast er það ekki einungis útlitsins vegna. Kona sem er með stór og þung brjóst á við viss vandamál að stríða. Það er erfitt að bera þennan þunga og hann getur valdið vöðvagigt og bakveiki. Það má því segja að brjóstaminnkun sé alloftast lækning á sjúkdómsástandi um leið og hún er íækning á lýti. Á hverju ári eru tekin 60—70 brjóst vegna krabbameins. Brjósta- krabbamein hefur færst í vöxt og færst niður eftir aldursflokkum þannig að ekki er óalgengt að taka brjóst af ungum konum. Lækninga- horfur hafa jafnframt batnað vegna bættrar greiningar og meðferðar. Margar konur, sérlega þær yngri, vilja láta laga brjóstið og það er hægt að vissu marki. Svo eru konurnar sem vilja fá stærri brjóst. Brjóstastækkanir eru ekkert nýtt fyrirbæri, það eru yfir tuttugu ár síðan fyrsta brjósta- stækkunin var gerð hér. Það má segja að þetta sé hrein fegrunarað- gerð því lítil brjóst eða engin eru frekar afbrigði en raunverulegt lýti. Hinsvegar getur þetta afbrigði ver- ið svo þungbært að sú sem það ber telur sig ekki geta lifað eðlilegu lífi. Lýtalæknar verða oft varir við að fólk gerir sér mjög rangar hug- myndir um fegrunarskurðaðgerðir. Það heldur, að hægt sé að slétta úr líkamslýtum eins og að strauja krypplaða flík. En þessar aðgerðir lúta alveg sömu lögmálum og aðrar aðgerðir. Það er ekki hægt að skera nema skilja eftir ör, sem geta orðið áberandi ef sárin ná ekki að gróa eðlilega. Svæfing eða deyfing felur alltaf í sér vissa hættu, einkum fyrir þá sem farnir eru að eldast, og svo er ekki endilega víst að útkoman sé í samræmi við vonir." — En þú telur semsagt ekki að það sé bara pjatt hjá fólki að biðja um fegrunaraðgerðir? „Nei, það er mikil einföldun. Það að fordæma skilyrðislaust aðgerðir sem þessar byggist oftast á þröng- sýni eða fáfræði, en fáfræði er móð- ir þröngsýninnar. Reynslan hefur sýnt að ef aðgerðir heppnast vel getur það haft mikil áhrif á líf fólks. Allt frá því að gera það ánægðara og uppí það að gera það hæft til að byrja nýtt líf. Við getum ekki sett okkur inn í sálarlíf annarra. Það sem okkur finnst lítilfjörlegt lýti á einhverjum manni getur verið hon- um sár raun.“ — Eru hreinar fegrunaraðgerðir inni í tryggingakerfinu? „Já, þær eru að mestu á vegum al- mannatrygginga eins og aðrar læknisaðgerðir (efni til brjósta- stækkana verða sjúklingar að greiða sjálfir) og ég tei að svo eigi að vera. Hinsvegar eru þessar aðgerð- ir látnar sitja á hakanum og biðtím- inn getur verið eitt og hálft til tvö ár. Þær aðgerðir sem gerðar eru í spít- alanum vega því ekki þungt í heild- ar aðgerðafjöldanum." HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.