Helgarpósturinn - 23.08.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 23.08.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björn Br. Björnsson. Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, Sigþór Hákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir. Lausasöluverð kr. 35. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Siðareglur blaðamanna Ummæli forseta Hæstarétt- ar þess efnis að Siðareglu Blaðamannafélags íslands séu næsta gagnslitlar þar sem úr- skurðir siðareglunefndar séu ekki birtir opinberlega, og að ís- lenskir ritstjórar virðist hafa meiri áhyggjur af pyngju sinni en samvisku, í meiðyrðamál- um, hafa að vonum vakið nokkra athygli. í yfirheyrslu í Helgarpóstin- um í dag segir Ómar Valdi- marsson, formaður Blaða- mannafélags íslands, að ekki hafi náðst samkomulag um að birta úrskurði siðareglunefndar opinberlega — og komi til ýms- ar ástæður. Persónulega er Ómar hlynntur því að úrskurð- irnir verði sendir fjölmiðlum, svo og margir aðrir yngri menn í blaðamannastétt. Blaðamönnum er oft vandi á höndum í fréttaskrifum. Þeir fá iðulega til meðferðar mál sem eru þess eðlis að umfjöllun um þau kann að valda sársauka. Það er skylda blaðamanns við lesendur sína að stinga ekki málum undir stól en það er líka skylda hans að fjalla um þau af hlutleysi og nærgætni. Á þessu hefur oftar en einu sinni orðið misbrestur. Flestir blaðamenn eru sam- mála um að aðhald sé þeim nauðsynlegt. En þeir eru líka sammála um að það aðhald eigi ekki að koma frá sérstakri vakt dómstóla eða annarra op- inberra aðila. I yfirheyrslunni segir Ómar Valdimarsson að það aðhald sem sé réttlátast og best hljóti að koma innanfrá og frá þeim tugþúsundum sem fylgjast með málflutningi fjöl- miðlanna. Þeir sem verða fórnarlömb óréttlátrar umfjöllunar í fjöl- miðlum eiga að sjálfsögðu að geta leitað réttar síns og það er þeim líka nokkuð vel tryggt. Blöðin standa opin öllum þeim sem vilja bera hönd fyrir höfuð sér. Siðareglunefnd Blaða- mannafélagsins tekur til vand- legrar meðferðar öll mál sem vísað er til hennar og ef allt ann- að þrýtur er hægt að leita til dómstólanna. Helgarpósturinn er þeirrar skoðunar að úrskurð- ir siðareglunefndar Blaða- mannafélagsins eiga að vera opinberir. Ef blaðamanni verð- ur á í umfjöllun um eitthvert mál þá á sá sem á um sárt að binda vegna þess rétt á því að bundið verði um sárið á sama vettvangi og það var veitt. ráði á næstunni þegar ráðinu verð- ur ljóst að Andrés Björnsson út- varpsstjóri ætlar að setja Gunnar Stefánsson í stöðu dagskrárstjóra útvarpsins í fjögurra ára fríi Hjartar Páissonar frá starfinu. Útvarpsráð hefur hinsvegar þegar ályktað að staðan skuli auglýst. Ævar Kjart- ansson hefur flutt sig um set og tek- ið við varadagskrárstjórastöðunni, sem Gunnar Stefánsson var ráðinn til að gegna. Vegna mikilla manna- breytinga og óvissu á dagskrárdeild útvarpsins hefur gengið illa að koma saman vetrardagskrá. Það bætir ekki úr skák að starfssamn- ingur Sigmars B. Haukssonar dagskrárgerðarmanns var ekki endurnýjaður í sumar og hefur því deildin aðeins einum föstum dag- skrárgerðarmanni á að skipa, Páli Heiðari Jónssyni. .. ibúum Suðurhlíðar og ná- grennis er ekki rótt um þessar mundir, að því er heimildir HP herma. Lóðir þær í Stigahlíðinni sem boðnar voru um daginn voru seldar dýrum dómum. Þessi dýra sala leiðir til hækkunar fasteigna- gjalda í Hlíðarhverfinu og eru íbúar þess að vonum ekki ánægðir. Að vísu þykir bót í máli að með hærri fasteignagjöldum hækka íbúðir Hlíðabúa líka í verði... sölunnar Grundar og Kaupþings, að lækka útborgun í fasteignavið- skiptum úr 75% niður í 60% virðist ætla að takast. Félagsmönnum í Félagi fasteigna- sala, en þar eru innanborðs 17 af hátt í 50 fasteignasölum á höfuð- borgarsvæðinu, mun þykja heldur lakara að forystu í þessu máli hefur fasteignasalan Grund, sem ekki hef- ur séð ástæðu til að ganga í félagið. Munu fasteignasalar innan félagsins vera óánægðir, sumir hverjir, með aðgerðaleysi félagsins varðandi frumkvæði um lækkun útborgunar og ný kjör í fasteignaviðskiptum. Hafa nokkrir félagsmanna nú byrj- að að auglýsa nýju kjörin og lægri útborgun og ákveðið að bíða ekki eftir aðgerðum stjórnar félagsins í þessu máli, sem þó átti að verða eitt af helstu verkefnum þess... Tökur á nýju Stuðmannamynd- inni, Hvítir máfar, hefjast í næstu viku. Nú er komið á hreint, að Krist- ín Bjarnadóttir leikkona leikur' þriðja aðalhlutverk myndarinnar á móti þeim Agli Ólafssyni og Ragn- hildi Gísladóttur... J akobi stuðmanni Magnús- syni bauðst staða blaðafulltrúa og tengiliðs fyrir íslenska Ólympíulið- ið í Los Angeles. Hafði Jakob þakk- að stöðuna en við nánari athugun á launakjörum og hinum óhagstæða tíma með tilliti til verslunarmanna- helgarinnar og Atlavíkur, vísaði hann tilboðinu frá sér. . . A fasteignamarkaðinum telst það til tíðinda að það frumkvæði tveggja fasteignasala, fasteigna- D ■ artí eitt allgott, sem Stuð- menn tóku þátt í eftir dansleik sem þeir héldu í Borgarfirði um síðustu helgi, gæti dregið nokkurn dilk á eftir sér. Ólafur Hauksson, rit- stjóri Samúels, hefur kært skemmd- ir á dýrri myndavél til lögreglunnar í Borgarnesi og telur Stuðmenn bera ábyrgðina. Ólafur var með myndavél um öxl þegar hann mætti í’fyrrnefnt samkvæmi. Rótari Stuð- manna kom að máli við hann og bað um að ekki yrðu teknar myndir og sagði Ólafur sjálfsagt að sleppa því. Hann lagði frá sér myndavéíina og var svo að spjalla við viðstadda. En þegar samkvæminu lauk kom í ljós að einhver hafði rifið filmuna úr myndavélinni og farist það svo óhönduglega að hún var skemmd. Ólafur rölti þá til lögreglunnar til að kæra verknaðinn. . . esturbæjarliðið KR leikur síðari leik sinn við Akranes í ís- landsmótinu í fótbolta á Laugardals- vellinum á laugardaginn kemur. Eins og í fyrra við sama tækifæri verður vestrænn blær yfir leiknum. Hátíðanefnd knattspyrnudeildar fé- lagsins, sem nefnist KR-stuð (Kántrí Rokk stuð), stendur fyrir skemmtiatriðum í leikhléi, og mun kántríkóngurinn og kvikmynda- stjarnan Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd m.a. troða upp. Til þess svo væntanlega að ljá leiknum ennþá vestrænna yfirbragð hafa KR-ingar verið að gera sér vonir um að Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra verði heiðursgestur leiksins. Steingrímur er KR-ingur, þótt hann búi nú í í Garðabæ, og fer t.d. alltaf á skíði í Skálafelli.. . M eðal stefnumála Sjálf- stæðisflokksins hefur löngum verið að leggja skuli niður Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Þeir hafa fordæmt sukk stofnunarinnar og bent á augljóst dæmi þess, sem sé höll þessa bákns við Rauðarár- stíginn. Þess vegna þykja það hálf hallærisleg örlög Sjálfstæðismeiri- hlutans í borgarstjórn að veita Framkvæmdastofnun núna verð- laun fyrir það hve vel stofnunin þykir hafa búið um sig við Rauðar- árstíginn. . . S.._. ar hefur göngu sína nýtt tímarit sem er ætlað að vera hið glæsilegasta sem gefið er út á íslandi. Tímaritið heitir enda Luxus og er ætlað að (jalla um munaðarlíf í ýmsum myndum. Forsíðan gefur stefnuna dálítið til kynna því myndin er af ungri pelsklæddri konu, sem hallar sér upp að Rolls Royce, með kampa- vínsglas í hendinni. Það er SAM útgáfan sem gefur út Luxus. SAM útgáfan gefur þegar út tvö af mest lesnu tímaritum lands- ins, Samúel og Hús og híbýli. . . A JI^T^ðstandendur kvikmyndar- innar um Kántrí-hátíðina, Hallbjörn Hjartarson og fleiri íslenska kúreka, hafa ýmislegt fleira á prjónunum. Þeir stofnuðu nýlega fyrirtæki sem hlaut nafnið Islenska kvikmynda- samsteypan hf. Þeir hyggja á stór- fellt átak í kvikmyndagerð og á sviði auglýsinga. Ætlunin er að fara af stað með 3—4 stórar kvikmyndir næsta sumar þegar auglýsingaver- tíðinni lýkur. Eigendur íslensku kvikmyndasamsteypunnar hf. eru þeir Friðrik Þór Fridriksson kvikmyndagerðarmaður, Filmu- smiðjan hf. og eigandi hennar, Sig- uröur Snæberg Jónsson kvikmyndagerðarmaður, og tveir filmarar í viðbót, Gunnlaugur Pálsson sem áður starfaði fyrir Sýn hf., og Einar Bergmundur sem vann hjá Kvik sf... að vakti óskipta athygli fjár- mála- og viðskiptasérfræðinga að hagnaður SÍS á síðasta ári var ekki meiri en 70 milljónir króna af 7 milljarða veltu, eða 1%. Mörgum kann hins vegar að finnast þessi tala ærið nógu há. Velta SÍS er þó aðeins smábrot af veltu samvinnuhreyf- ingarinnar í heild. En þrátt fyrir hina stjarnfræðilegu veltu hreyfingar- innar munu samvinnufélögin og fyrirtækin vera staurblönk, og hagnaðurinn af veltu þeirra mjög lítill eða enginn. Skýringin liggur í því að samvinnufyrirtækin, sem önnur fyrirtæki landsins, nota allan tekjuafgang í fjárfestingar í því skyni að forðast háa skattaálagn- ingu. Enda munu húsbyggingar og tækjabúnaður samvinnuhreyf- ingarinnar aldrei hafa verið meiri né í örari vexti en einmitt nú... ÞAÐ ERUAÐ MINNSTA KOSTITVEIR HLUTIR ÓMISSAND FYRIR ÞIG Á FERÐAK3GUM 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.