Helgarpósturinn - 23.08.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 23.08.1984, Blaðsíða 24
sér yfir tillögum Áfengismála- nefndar að undanförnu, en þær ganga sem kunnugt er að mestu leyti út á það að torvelda fólki að verða sér úti um áfengi. Tillögur annarrar nefndar, stjórnskipaðrar, hafa farið hljótt á meðan, en þær eru sagðar, margar hverjar, ganga þvert á tillögur Afengismálanefnd- arinnar: þær miða að því að auð- velda fólki vínkaupin. Nefndin átti að kanna rekstur Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins og gera tillögur til úrbóta í skipulags- og rekstrarmálum „Ríkisins". í skýrslu nefndarinnar mun vera fullyrt að núverandi sölukerfi ÁTVR sé sprungið og að það þurfi á ýmsa lund að færa í nýtískulegra horf. Nefndin leggur til dæmis til að sjálfsafgreiðsla verði tekin upp á útsölustöðum ÁTVR. Ennfremur mun lagt til að umboðsmenn áfeng- is taki í auknum mæli á sig birgða- hald sjálfir, en birgðahald mun kosta ÁTVR drjúgan skilding. Til- lögurnar virðast einkum til þess fallnar að auka gróða ríkisins af áfengissölu, en í þeim er hins vegar gert ráð fyrir að tóbakssala verði gefin frjáls. Tillögur nefndarinnar liggja nú á borði Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra. Miðað við fyrri yfirlýsingar ráðherr- ans um hlutfaílið á milli stærðar nefnda og ágæti tillagna frá þeim ættu honum að líka þessar tillögur: I umræddri nefnd áttu sæti fimm manns... Þ að þarf pottþétta skipulagn- ingu til að stórt flugfélag, eins og Flugleiðir, með margar vélar í ferðum heimshorna á milli, geti haf- ið sig upp úr öldudal tapreksturs og náð sér á strik. Svona skipulagning kallar stundum á það að félagið þarf að senda áhafnir milli landa til að sækja flugvélar eða til að leysa aðr- ar áhafnir af. Fyrir nokkru sendi fé- lagið þannig níu manna áhöfn, fiugmenn og flugfreyjur, til Lúxem- borgar til að sækja DC-þotu félags- ins þar og fljúga henni heim. Flugfólkið flaug út til Lúxemborgar þar sem það bjó sig í búninga félagsins og fór síðan að svipast um eftir flugvélinni sinni. Þau sjá hana hvergi. Þau leita um allan Lúxemborgarflugvöll, en finna ekki flugvélina. Ráfa um og leita og finnst þau vera orðin hálf kjánaleg. þarna á fullum búningi en 24 HELGARPÓSTURINN flugvélarlaus. Þau hafa samband heim og segjast ekki finna þessa flugvél. Þá er farið að athuga málið hérna heima — og leita. Pottþétt leit: Flugvélin sem áhöfnin átti að sækja til meginlands Evrópu fannst á Keflavíkurfluvelli, á bakvið flugskýli... s ^^amband ungra framsóknar- manna ætlar að þinga í Vestmanna- eyjum um aðra helgi og samkvæmt heimildum Helgarpóstsins verður það byltingarkennt þing. Hópur af ungliðunum, undir forystu Finns Ingólfssonar, formanns sam- bandsins, ætlar meðal annars að leggjafram tillöguraðsamþykkt um gerbreytta stefnu í landbúnaðar- málum. Þá verður, að sögn, einnig lögð fram tillaga um breytingu á kjöri fiokksforystunnar á þá leið að allir flokksbundnir framsóknar- menn fái sendan kjörseðil og skili honum inn í leynilegri kosningu... A ^^Tlbaksíðu síðasta tbl. Helgar- póstsins var skýrt frá nöfnum nokk- urra ungra aðstandenda Islenskra eðalvagna hf., fyrirtækisins sem flutti inn tvær Rolls Royce drossíur á dögunum. Hér eru viðbótarupp- lýsingar: Auk þeirra ungmenna úr stétt peningamanna sem við nefnd- um síðast, er Hilmar Sigurbjörns- son skráður stjórnarmaður í fyrirtækinu. Hilmar er sonur Sigur- björns Sigtryggssonar, bankastjóra í Landsbankanum. . . Eðalvagnaævintýrið virðist ekki ætla að ganga upp og líklega kemur enginn Rolls Royce á göt- urnar í bráð. Aðstandendur fyrir- tækisins fengu bílana á undanþágu út úr tolli til að sýna þá og auglýsa en nú mun hafa verið tekið fyrir það. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra mun sjálfur hafa und- irritað bréf þess efnis að fleiri undanþágur yrðu ekki veittar. . . NÝIAN DS BAN KASKÍ RT EINI með 71/2% vaxtaálagi ENN BESIAÁVÖXTUN SPARIFTÁR! Sparifjáreigendum gefst nú kostur á nýjum Landsbankaskírteinum. Öliný skírteini, sem stofnað er til 20. ágúst eða síðar, bera lx/2% vaxtaálag á ári umfram almenna sparisjóðsvexti sem nú eru 17%. Þannig gefa nýju Landsbankaskírteinin 26% ársávöxtun. Hagkvæmari ávöxtun sparifjár er ekki að finna í öðrum bönkum eða sparisjóðum. STARFSFÓLK LANDSBANKANS AÐSTOÐAR. Allt starfsfólk í sparisjóðsdeildum Landsbankans er þaulkunnugt kjörum á skírteinunum semogöðrum innláns- formum. Þú getur því snúið þér til einhvers þeirra og rætt mál þín í trúnaði. HUGIÐ AÐ FJÁRMÁLUM YKKAR. TRYGGIÐ YKKUR LANDSBANKA- SKÍRTEINI. LANDSBANKENN Græddur er geymdur eyrir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.